Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús H. Jónsson, f. 25. febrúar 1914, í Eyvík á Grím- staðaholti, d. 7. mars. 1975, og kona hans Sigríður Eyj- ólfsdóttir, f. 10. október 1916, í Skipagerði á Stokks- eyri, d. 31. júlí 1973. Systkini Guðrúnar eru: 1) Jóhanna, f. 15.5. 1940, d. 13.12. 1992. 2) Haf- dís, f. 10.8. 1942. 3) Sigríður, f. 1.8. 1947, d. 29.9. 1950, 4) Eyjólf- ur, f. 12.5 1949. 5) Magnús, f. 23.12. 1951. Hálf- bróðir hennar, sam- feðra, er Svavar, f. 3.2. 1936. Guðrún var tvígift. Fyrri maður hennar var Paul H. Korntop og eignuðust þau einn son, Magnús, f. 14.10. 1965, þau skildu. Seinni mað- ur hennar er Gunn- laugur Jónsson, f. 16.11. 1937, frá Eiði á Langanesi. For- eldrar hans voru Jón Ólason, f. 11.3. 1901, látinn, og Rósa Gunnlaugs- dóttir, f. 11.11. 1911. Guðrún og Gunnlaugur eignuðust eina dótt- ur Rósu, f. 13.5. 1975. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey. Það er djúp sorg í hjarta mínu. Elskuleg og góð systir er farin. Elsku Gunna mín, ég sakna þín mikið. Það er sárt að hugsa að við gerum ekkert saman oftar. Við vor- um alltaf saman og gerðum allt saman. Þú ert þriðja systirin sem ferð þessa ferð. Við systkinin höf- um alla tíð verið mjög samrýnd og haldið fast utan um hvert annað af mikilli hlýju og ástúð. Þegar þú veiktist fórum við öll og heimsótt- um þig eins oft og við gátum. Þú varst mjög bjartsýn að ná fullum bata og sagðist ætla að fara aftur til Taílands árið 2002, þú hafðir farið draumaferðina til Taílands með Dídí vinkonu þinni og voruð þið í sjö vikur, og hafðir þú mjög gaman af þeirri ferð. Í byrjun desember veiktist þú mikið, en komst heim um jólin, það var yndislegt að hafa þig um jól og áramót. Í janúarlok fórstu aftur á sjúkrahús. Þú varst mikið veik, en sagðir við okkur að þetta myndi allt lagast. Mér þótti sárt að sjá þig svona mikið veika og geta ekkert hjálpað þér. 19. febrúar lagðir þú upp í ferðina sem við öll förum að lokum, við fengum að hafa þig allt of stutt. Ég bið góðan Guð að hugga Gulla, Rósu og Magga. Hafdís systir. Gunna systir er farin í annan heim. Það sem við eigum eftir eru góðar minningar um góða systur. Gunna systir var góður vinur, ég gat talað um allt við hana, hún var hreinskilin og sagði meiningu sína. Ég átti heima hjá henni og Gulla manni hennar í mörg ár. Það var mjög góður tími. Hún hjálpaði mér mjög mikið þegar ég hóf söngnám. Margar stundir spjölluðum við saman yfir kaffibolla. Vinum mínum tók hún vel. Það var gott að tala um trúnaðarmál við Gunnu systur. Það fór ekkert lengra því traust hennar var mikið. Árið 2000 fóru hún og Dídí vinkona hennar til Taílands það var draumaferðin hennar, hún var búin að tala um þessa ferð í mörg ár. Hún veiktist af krabbameini og tók því með miklum dugnaði. Þó Gunna systir sé farin veit ég að bráðum fáum við að hittast á ný í öðrum heimi. Ég bið góðan Guð að blessa Gulla, Rósu, og Magga. Magnús bróðir. Mig langar til að minnast systur minnar Guðrúnar (Gunnu) sem að lést 19. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi eftir erfið veikindi. Hún bjó á Írabakka 4. Eftir að móðir okkar lést árið 1973 tók hún að sér að sjá um heimilið og bjó pabbi hjá henni síðustu æviárin en hann lést 1975. Hún átti tvö börn, Magnús, f. 1965, og Rósu, f. 1975. Rósa og Gulli, maðurinn hennar, voru til skiptis hjá henni síðustu vikurnar sem hún lifði. Ég veit að núna líður henni vel. Hún var jarðsett í Foss- vogskirkjugarði við hlið foreldra okkar og systur. Ég bið Guð að líta eftir Gulla, Magga og Rósu. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem fagurt er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér (Ólafur Gaukur.) Eyjólfur bróðir. Vegir skiptast. - Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E.Ben.) Elsku Gunna frænka. Við stigum okkar fyrstu spor saman litlum reikulum fótum og æ síðan þar til þróttur þinn þvarr. Við gengum saman í gleði og sorg. Ég vil þakka þér göngurnar okk- ar Gunna mín og er við hittumst á ný þá hefjum við gönguna aftur, styrkum fótum. Guð geymi þig. Emma frænka. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mestu gleði. (Nico.) Fyrir um ári vorum við að taka okkur til við að fara heim á klakann úr draumaferðinni okkar til Taí- lands. Við vorum búnar að vera í 7 vikur í paradís, þar bættum við yndislegum minningum í safnið okkar. Brunnur sem við vorum búnar að setja í minningar í yfir 25 ár. Úr nógu er að taka, Gunna mín, en ég vil bara þakka þér fyrir allt, endalausar nætur, daga og kvöld yfir kaffibollanum með útvarpið í gangi, stundum heyrðist „uss“, svo söngst þú með þínu lagi. Takk fyrir stuðning þinn við and- lát sona minna, dugnað við að passa Sylvíu og hafa auga með ungling- unum. Takk fyrir að leyfa Sylvíu að vera með ykkur Gulla og Rósu á rúntinum. Svo voru það sumarbú- staðaferðirnar, já, þá var hlegið með Gulla og frænda. Mín kæra vinkona, ég kveð þig með sorg í hjarta. Gulli minn, Rósa og Maggi svo og aðrir aðstandendur, ég bið Guð að sefa hjörtu ykkar í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín vinkona, Ingibjörg (Dídí). Hún er ljóshærð og lagleg hún er ljúf eins og vor. Stráir ástríku yndi við hvert einasta spor. Hún er elskuð af öllum, og í athöfnum dygg. Hún var sólskinsbarn síglatt. Hún er saklaus og trygg. (Einar Kristjánsson.) Ég man þegar við Rósa vorum litlar og þú leyfðir okkur að leika með skartgripina þína. Ég man að þú náðir í mig upp, ég hágrátandi og þú tókst mig í faðminn og hugg- aðir mig, ég man unglingsárin, þú að greiða okkur Rósu, ég man ófáar stundir við eldhúsborðið við spjall, ég, þú og Rósa. Ég man er þú sást Óla Þór í fyrsta skiptið og þú grést af gleði, ég man þín endalausu hrós um Óla Þór, ég man gleðina yfir forláta mynd sem við gáfum þér í afmælisgjöf. Ég man þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Sylvía. Nú hefur hún Gunna, elskuleg vinkona okkar, kvatt þennan heim, þjáningum hennar er lokið. Hún verður ekki boðuð næst þegar saumaklúbburinn hittist en þannig hefur það jú verið mörg undanfarin ár, þar sem hún hefur þurft að tak- ast á við ýmis áföll en alltaf haldið áfram óbuguð þar til nú að illvígur sjúkdómur hafði betur. Síðastliðið vor fór hún ásamt Dídí vinkonu sinni til Taílands draumastaðar síns og dvaldi þar í nokkrar vikur og þrátt fyrir að hún kæmi þaðan fársjúk, ætlaði hún svo sannarlega þangað fljótt aftur). Við vinkonurnar höfum misst hlekk úr saumaklúbbnum okkar, sem hist hefur í yfir 40 ár, saumaklúbb þar sem mismikið var saumað, en því meira talað um það sem hjartanu var næst, skrafað, hlegið, huggað, spurt. Hvað er að frétta af krökk- unum, barnabörnunum, hvað er að frétta af þér? Stelpur, hvenær eig- um við að fara til Parísar? Hvenær eigum við að vera aftur helgi í Ölf- usborgum? Hennar er og verður sárt saknað og hún verður ávallt í huga okkar. Við sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til Gulla, Magga og Rósu, einnig til systkina hennar og annarra aðstandenda. Saumaklúbburinn. GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.  !   . - 6,? '1-@8 - (  A 6 4.  '.      00 78         93 0233 8&    &      %)   %&  &   - 6@B'-8 -,''     .  -  (  09   "   & ( %' % :" , !               1  ; ;;C %/5 DD    .    00       -      (  01 0::3 "     %   !9 4% !"";&33# ' *& ;&33# <25/%) %%& - !4;&33#   ! % !"" *  *( & *  *  *   ;       %   @@8,-+  +&%% @ 9)    !   6 4.    (  02  %)   !%%&   '9 !   !"" '9 ! %) % !""  %) %) %%& 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.