Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 53

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 53 ✝ SigurbjörnHansson fæddist að Ytri-Tungu í Breiðuvík 24. nóv- ember 1919. Hann lést á heimili sínu, Selhóli á Hellis- sandi, hinn 11. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóra Sigurbjörns- dóttir og Hans Bjarni Jensson. Sig- urbjörn var næst- yngstur sjö systk- ina, Kristín, búsett í Reykjavík, er ein eftirlifandi. Sigurbjörn kvæntist 30. júlí 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Magnúsdóttur, f. 30. októ- ber 1926. Börn þeirra eru: 1) Erla, maki Ársæll Ársælsson, 2) Ágústa, maki Hjörvar Garðars- son, 3) Guðbjartur, maki Sigríður Karlsdóttir, 4) Jens, ókvæntur, 5) Þóra, maki Jón Snæland, 6) Magnús, látinn, 7) Guðbjörg, maki Æg- ir Þórðarson, 8) Sig- urpáll, maki Gréta Hrönn Ebenesers- dóttir, 9) Hans Bjarni, maki Fjóla Jóhannsdóttir, og 10) Anna Birna, maki Björn Hall- dórsson. Dóttir Önnu er Guðfinna Hjálmarsdóttir, maki Grímur Ingólfsson. Afabörnin eru 48. Sigurbjörn var lengst af verkamaður og bóndi á Selhól. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Er við sitjum og ritum þessar línur að föður okkar látnum og minning- arnar hrannast upp er svo margt sem kemur í hugann og vandfundið hvað á að segja. Hann fæddist í Ytri-Tungu í Breiðuvík 24. nóvember 1919 og bjó þar með foreldrum sínum til 1930 að þau fluttust á Selhól. Oft minntist hann á æskuárin sín í Tungu og hélt alltaf tryggð við Breiðuvíkina og eru óteljandi ferðirnar sem við fórum með hann kringum jökulinn á æsku- slóðirnar og rifjaði hann þá gjarnan upp og sagði frá þeim tíma er hann bjó þar. Er á Selhól var komið tók við nýtt tímabil í lífi hans og átti hann þar lögheimili til dauðadags í rúm 70 ár. Ellefu ára gamall byrjaði hann að róa með pabba sínum úr Keflavíkinni og reri þaðan síðan sjálfur þegar fram í sótti og enn síðar úr Krossa- víkinni en alltaf setti hann trillurnar sínar upp í Keflavíkurvör og hafði þar uppi á kambinum yfir veturinn og hélst sá háttur á þar til hann hætti að gera út. Tíu sumur var hann á Siglu- firði og jafnlangar vertíðir á Suður- nesjum, ýmist í Keflavík eða Sand- gerði, en reri heima vor og haust á árunum 1940–1950. Í 28 ár vann hann hjá Kristjáni Guðmundssyni uns hann hætti að vinna 1994. Kristján og fjölskylda hans reyndust honum frá- bærlega alla tíð og hugsaði hann allt- af hlýlega til þeirra. En Selhóll var hans uppáhaldsstaður og þar var hann, eins og hann sagði eitt sinn sjálfur, smákóngur í ríki sínu. Þar hafði hann allt sem hann óskaði sér; góða konu sér við hlið og þar ólu þau upp börnin sín, sem hann sagði að væri þeirra mesta ríkidæmi, og alltaf varð hann ríkari og ríkari eftir því sem afabörnunum fjölgaði. En lítt skeytti hann um veraldleg gæði sér til handa. Hans hugsun var alltaf við fjölskylduna. Búskapurinn hefur alltaf verið stór þáttur af lífinu á Selhóli en þar naut hann sín sérstaklega, enda var hann vel að sér í öllu er að búskap laut og einstakur dýravinur. Hröfn- unum gaf hann úti á Selhóli frá því að við munum eftir okkur og til þessa dags, sagði að þeir létu lömbin sín vera á vorin, og reyndist svo vera. Kom það aðeins einu sinni fyrir í hans búskapartíð að hrafn fór í lamb og sagði hann að það væru ekki sínir, þeir gerðu ekki svona. Margar minn- ingar eigum við frá því þegar við vor- um að sýsla með honum í kringum þetta og börnum okkar, sem voru dugleg að hjálpa afa sínum, sérstak- lega um sauðburðinn. Þá varð mörg vísan til, enda var hann hagmæltur þótt ekki flíkaði hann því og yrkis- efnið gjarnan búskapurinn eða það sem stóð honum næst í litla ríkinu hans. Réttardagurinn var alltaf stór dagur í lífi hans og komum við þá alltaf saman fjölskyldan, borðuðum saman og sungum. Söng hann þá gjarnan fyrir okkur lög sem voru honum hugleikin, einnig texta eftir sjálfan sig sem Ægir tengdasonur hans hafði samið lög við, enda köll- uðum við hann alltaf söngfuglinn okkar og var hann söngmaður góður. Um síðustu réttir, þegar við komum saman og Hans Þór frændi okkar spilaði á saxófóninn og Ægir á gít- arinn, söng hann sem aldrei fyrr og þá líkaði kalli lífið, en nú hefur hann yfirgefið ríkið sitt, sáttur við Guð og menn. Veikindum sínum tók hann af æðruleysi og lét aldrei bilbug á sér finna, enda gríðarlega sterk sál og vandaður maður. Síðustu dagana sem hann lifði sat hann í rúmi sínu umvafinn fjölskyldu sinni, söng fyrir okkur og rifjaði upp gamla tíma. Hann hélt fullri hugsun og virðuleik fram í andlátið og gekk á móti Guði sínum með þá einu hugsun sem hafði einkennt hann allt sitt líf að fjölskyld- unni hans liði vel. Við þökkum þér pabbi okkar fyrir allt og það ástríki sem þú alltaf sýnd- ir okkur og biðjum Guð að styrkja mömmu okkar, hún hefur misst mest. Við látum hér fylgja vísu eftir þig sem var þér kær: Selhóll Þú ert fagur hóllinn minn og fjallahringurinn. Feginn á ég hérna heima, því um þig hafa legið flest ævisporin mín og erfitt er þér að gleyma. Við vitum að þú vakir yfir okkur eftir sem áður. Guð varðveiti þig. Fyrir hönd systkina okkar og fjöl- skyldna okkar, Hans Bjarni Sigurbjörnsson. Elsku afi okkar. Nú þegar þú ert farinn frá okkur ríkir mikil sorg en við vitum að nú ert þú á góðum stað þar sem þér líður vel, hjá guði. Við höfum þig í hjarta okkar og allar yndislegu minningarn- ar. Þú varst okkur svo góður afi, fyrir það viljum við þakka þér. Minning- arnar sem aldrei gleymast eru t.d. þegar heyskapur var og réttirnar og þegar litlu lömbin komu, það var allt- af svo gaman og allar yndislegu vís- urnar þínar sem þú fórst með fyrir okkur. Þó svo að við söknum þín rosalega mikið vitum við að þú munt alltaf vera hjá okkur. Við þökkum einnig fyrir alla hlýjuna sem þú gafst okkur og minningar þínar munum við vel geyma, elsku afi okkar. Okkur langaði að setja þessa vísu með sem hann afi samdi fyrir elskulegu ömmu okkar. Ég mun alltaf minnast þín, þú drottning minna drauma. Þó degi færi að halla og nóttin verður svört og þegar aftur morgnar og lýsir af nýjum degi þá vakna nýjar vonir og þrá í brjósti mínu til þín. Minning um góðan afa mun lifa í hjarta okkar og við biðjum algóðan guð að umvefja ömmu í hennar sára söknuði. Þín afabörn, Agnes Ægisdóttir og Sigþór Ægisson. Elsku afi okkar! Það er leiðinlegt að þú sért farinn frá okkur, en við vitum að þér líður vel núna því þú þarft ekki að vera veikur lengur. Það var alltaf gaman að koma til þín og ömmu á Selhól og fá að fara með þér, afi, út í fjárhús að gefa kindunum. Vorin voru alltaf sér- stök og þú varst alltaf svo hrifinn af vorinu, okkur fannst líka gaman að vera hjá ykkur á vorin þegar litlu lömbin voru að fæðast. Við vildum heldur ekki missa af réttunum, þá voru alltaf margir uppi á Selhól. Þegar við vorum minni kenndir þú, afi, okkur vísu sem þú gerðir sjálfur. Litli skotti Litli Skotti leikur sér út um græna haga hleypur eins og flugdreki upp um fjöll og bala. Góði Guð, passaðu hann afa og hjálpaðu henni ömmu því hún hefur misst svo mikið. Bless afi. Afabörnin að sunnan og Andri Freyr í Danmörku. Elsku afi minn, nú er lífsgöngu þinni lokið og rifjast þá upp margar dásamlegar minningar. Alltaf fannst mér gaman að koma upp á Selhól og heyra sögurnar þína og vísurnar. Á réttunum fannst mér gaman að heyra þig syngja þín uppáhalds lög. En á réttunum, sauðburðinum og hey- skapnum mun ég minnast þín mest því þar á ég dásamlegar minningar um þig. Ég vil þakka þér fyrir þennan dásamlega tíma er ég hef í minningu minni og megi guð styrkja hana ömmu mína í gegnum þessa erfiðleika. Guð varðveitir þig. Þín Rakel Magnea. Elskulegi afi. Nú eru tímamót í lífi okkar. Þú ert farinn á þann stað sem þér líður vel á. Við eigum yndislegar minningar um heimsóknirnar okkar til ykkar ömmu á Selhól. Við gleymum þér aldrei við sláttinn með orfi og ljá, og við með hrífurnar, eða í réttunum þegar öll fjölskyldan er saman komin var alltaf mikill söngur og gleði og þú söngst fyrir okkur lögin þín fallegu sem við munum geyma eins og gullin okkar. Elsku amma, við biðjum algóðan guð að styðja þig í sorginni og veita þér styrk. Álfhildur, Margrét og Ástþór. SIGURBJÖRN HANSSON Það kom mér ekki á óvart að heyra and- lát þessarar vinkonu minnar. Þrekið var þorrið þegar ég kom síðast að beði hennar og hún fagnaði umskiptunum eftir góðan og annasaman dag. Ég ég var ekki búinn að eiga lengi heima í Stykkishólmi þegar ég kynntist Önnu og hennar ágætu kostum og vandvirkni í hverju sem henni var falið að gera. Og ég man það svo vel úr félagslífinu hversu gaman og gott var að starfa með henni. Þar áttum við samleið í svo mörgu, virtum hvort annað og hjálp- uðumst að. Og alltaf var hún ráðgef- andi um það sem betur mátti fara og sérstaklega man ég hversu kristin- dómurinn var henni kær. Hafði alist upp við guðsótta og góða siði og sú vöggugjöf entist henni alla ævi. Hún vann lengi í bókhaldi hjá Kaupfélaginu og var til þess tekið hvernig allt það, sem hún gerði þar, bar trúmennsku og vandvirkni vott. Alvara lífsins var henni í blóð borin. Ég man vel eftir heimili forreldra hennar og hversu þær systur Guðríð- ur og hún létu sér annt um að varð- ANNA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Anna Magnús-dóttir fæddist í Stykkishólmi 9. janúar 1909. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum í Reykjavík 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 12. mars. veita það og geyma góðar minningar frá æskuárun- um. Þá má líka minnast þess hversu Anna hlúði að og studdi kristniboðsfélag- ið hér í bænum og var þar starfandi af lífi og sál. Og jafnvel eftir að hún flutti suður héldust þau tengsl vel við. Og þar var hlúð að starfi áfram. Þegar þær systur og fjölskylda þeirra ákvað að flytja suður til Reykjavík- ur trúði ég því vart, mér fannst að Hólmurinn væri þeim svo rótgróinn að slíkt væri óhugsanlegt. Þau voru svo vinamörg hér. En þegar leið á árin kom líka í ljós tryggð þeirra við staðinn okkar, og heimsóknirnar með sól og sumaryl í fararbroddi. Þá fann ég að þær höfðu engu gleymt. Og gaman var að fylgjast með komu þeirra og heim- sóknum til gamalla vina og vanda- manna. Þetta hlýjaði mörgum um hjartað. Og alltaf komu þau fagnandi til okkar hjóna meðan við héldum heimili og eins eftir að ég færði mig yfir á Dvalarheimilið. Þær stundir gleymast ekki og nú vil ég þegar vegir skiljast færa Önnu vinkonu minni þakkir fyrir einlæga og trausta sam- fylgd og ég veit að nú er hún að fagna öllu því sem hún fórnaði kröftum sín- um og með vissu um að Kristur er skjól og skjöldur allra sem honum treysta kveð ég hana og bið henni vel- farnaðar á lífsins leiðum. Góður guð varðveiti hana og blessi ástvini henn- ar og styrki. Árni Helgason, Stykkishólmi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. +                             .              %   +- , 61    +%D )9 '    !""    +%"5 % !""    +%"5 % !""   4%" +%"5 %%&    % !"" 1 %,! %%&   / % !""   $!%%& & %9%")   8     - 6,  49/*!  +)%)!  1 (/       $%     93 0<33 8 #= 03:3 "     % .   8&    &   +%" &   2  %"% :" +    !                       %    !  67168+- - - 67  45 %% 2    * "E   4 4 "    (   & !     4.   &             !""  - %%& & 4: 4!)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.