Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón Ólafssonfæddist í Eystra-
Geldingaholti í
Gnúpverjahreppi 15.
október 1920. For-
eldrar hans voru
hjónin Ólafur Jóns-
son, f. 22.2. 1888, d.
31.1. 1983, bóndi í
Eystra-Geldinga-
holti og Pálína Guð-
mundsdóttir, f. 27.6.
1891, d. 28.9. 1978.
Systur Jóns voru:
Inga f, 1.12. 1921,
gift Stefáni Björns-
syni, f. 1.11. 1908, d.
1994, Guðrún, f. 25.7. 1924, d.
1980, gift Haraldi Pálmasyni, f.
26.1. 1932, d. 1986, og Hrefna, f.
30.10. 1927, d. 1994, gift Guð-
mundi Sigurdórssyni, f. 5.9. 1921.
Hinn 24. júní 1950 kvæntist
Jón Margréti Eiríksdóttur, f.
12.12. 1925, frá Steinsholti. For-
eldrar hennar voru Eiríkur
Loftsson, f. 1.5. 1884, d. 1968, og
kona hans Sigþrúður Sveinsdótt-
ir, f. 10.5. 1885, d. 1977. Börn
Jóns og Margrétar eru: Eiríkur,
f. 25.3. 1951, Ólafur, f. 30.4. 1953,
Árdís, f. 27.10. 1955, Sigrún, f.
21.11. 1958, maður hennar er
Þorsteinn Guðmundsson, f. 27.11.
1952, sonur þeirra er Máni
Sveinn, f. 8.10. 1998, og Sigþrúð-
ur, f. 17.5. 1962, gift sr. Axel
Árnasyni, f. 2.5.
1961, þeirra börn
eru: Pálína, f. 12.2.
1991, og Jón Karl, f.
18.2. 1995.
Jón ólst upp í
Eystra-Geldinga-
holti og hóf þar bú-
skap 1950. Hann
lauk búnaðarprófi
frá bændaskólanum
á Hólum 1945. Jón
tók mikinn þátt í
íþrótta- og leikstarf-
semi á sínum yngri
árum og starfaði
mikið fyrir Ung-
mennafélag Gnúpverja og var
heiðursfélagi þess. Hann vann
sem framkvæmdastjóri við bygg-
ingu félagsheimilisins Árness og
sat þar í húsnefnd. Þá tók hann
virkan þátt í ýmsum félagsmál-
um sveitar sinnar og sat í hrepps-
nefnd um árabil. Jón átti sæti í
Þjórsárveranefnd og var fulltrúi
á fundum ýmissa félagasamtaka
svo sem Sláturfélags Suðurlands
og Kaupfélags Árnesinga. Jón
starfaði innan bændasamtak-
anna, sat sextán ár á Búnaðar-
þingi og einnig voru honum falin
margvísleg trúnaðarstörf fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi.
Útför Jóns fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag kl. 13.30. Jarð-
sett verður á Stóra-Núpi.
Sum atvik eru einstaklega happa-
sæl í lífinu. Þannig reyndist það
systkinum tveim úr Reykjavík þegar
þau á bernskuárum fóru til sumar-
dvalar í sveit og kynntust fjölskyld-
unni í Eystra-Geldingaholti. Þau
voru, vegna ótta við loftárásir á höf-
uðstaðinn, falin í forsjá Ólafs bónda
Jónssonar og konu hans Pálínu Guð-
mundsdóttur. Er ekki að orðlengja
það að Reykjavíkurbörnin bundust
tryggðaböndum við þau Pálínu og
Ólaf og börnin þeirra öll, eins og um
einn systkinahóp væri að ræða. Þau
dvöldu í Geldingaholti sumar eftir
sumar frá sauðburði til rétta og aldr-
ei hefur sú vinátta sem þarna var til
stofnað fyrnst né á hana fallið. Það
var reyndar snemma vitað, þótt ekki
hafi það verið orsök þess að leitað
var í Geldingaholt eftir sumardvöl
fyrir börnin, að Ingunn móðir Ólafs
bónda var hálfsystir Vigdísar í Mið-
dal langömmu systkinanna svo um
góð ættartengsl var að ræða. Þau
voru og eru, sem eftir lifa, afkom-
endur Eiríks Hafliðasonar í Vorsa-
bæ á Skeiðum.
Eystra-Geldingaholtssystkinin
voru fjögur, þrjár systur, Inga, Guð-
rún og Hrefna, og Jón þeirra elstur.
Hann var um tvítugt þegar við sum-
arbörnin komum fyrst í Geldinga-
holt, föngulegur og einkar álitlegur
ungur maður með fríðleika beggja
foreldra sinna. Okkur krökkunum
þótti mikið til hans koma. Hann var
íþróttamaður og hljóp um velli á
íþróttamótum við Ásaskóla, hann var
góður hestamaður og átti Gulltopp,
landsfrægan gæðing sem hann sat
með reisn, hann var öllum hnútum
kunnugur í Ungmennafélaginu og
stjórnaði útreiðum inn í Þjórsárdal
um helgar, hann var leikari í leiksýn-
ingum félagsins á veturna og entist
til umræðu fram á sumar og áður en
varði var hann kominn í bændaskól-
ann á Hólum og forframaður í bún-
aðarfræðum með nýjungar í búskap-
arháttum á takteinum. Alla tíð
tileinkaði hann sér nýmæli á sviði
landbúnaðar eins og sjá má á stór-
býlinu Eystra-Geldingaholti, þar
sem vélakosturinn bíður reiðbúinn
bak við bæ, túnin stækka og búpen-
ingurinn lítur upp úr gróskuríkri
beitinni til Heklu eða yfir til Þríhyrn-
ings og ráða má af rólegu fasi og góð-
um holdum að honum líður fjarska
vel.
Þegar ég nú að leiðarlokum lít yfir
æviferil Jóns í Geldingaholti kemur
mér fyrst í hug hve mikill gæfumað-
ur hann var og hve sjaldan hann
mætti andstreymi á farsælum ferli.
Hann eignaðist konuna sem átti hug
hans frá því hann var ungur maður,
Margréti Eiríksdóttur frá Steins-
holti. Þau nutu samvista í gjöfulu
hjónabandi í hálfa öld, eignuðust
fimm mannvænleg og sómarík börn,
Eirík, Ólaf, Árdísi, Sigrúnu og Sig-
þrúði, og þrjú barnabörn, Pálínu,
Jón Karl og Mána Svein. Hann var
bændahöfðingi eins og þeir hafa
bestir verið á Íslandi í gegnum aldir,
afar félagslyndur og lá hvergi á liði
sínu í margvíslegu félagsmálavafsti
fyrir sveit sína, stéttarsamtök og
stjórnmálaflokk. Hann var gestris-
inn svo af bar með húsfreyju sinni,
enda hefur oft verið margmennt og
glatt á hjalla í Eystra-Geldingaholti
á öllum tímum árs og af hinu minnsta
tilefni og verður vafalaust enn um
ókomna tíð. Það er aðal þess fólks
sem þar mun halda uppi merki Jóns
bónda. Í umræðum var hann kátur
og glaðvær og afar fylginn sér, með
fastmótaða skoðun á öllu milli himins
og jarðar og hafði lúmskt gaman af
að fleygja fram sjónarmiðum sínum í
álitamálum. Það var ekkert áhlaupa-
verk að rökræða við Jón í Geldinga-
holti þegar hann var á öndverðum
meiði. Þá var hann svo fastur fyrir að
ekkert fékk haggað honum. Hann
var afar litríkur persónuleiki. Um-
hverfið er mun dauflegra að honum
gengnum.
Ég fæ seint fullþakkað að ég fékk
á unglingsárum til hálfs að alast upp
í Eystra-Geldingaholti og æ síðan
hefur mér verið tekið þar eins og
væri ég einn af heimamönnum, við
trausta vináttu þriggja kynslóða
þegar tímar hafa liðið fram. Á döpr-
um stundum við þáttaskil dvelur
hugurinn í samúð með fjölskyldunni.
Ég minnist Jóns fóstbróður míns í
Geldingaholti með virðingu og ein-
lægri hlýju.
Vigdís Finnbogadóttir.
Það var erfitt að taka á móti þeirri
frétt föstudaginn 9. mars sl. að hann
Jón Ólafsson bóndi í Eystra-Geld-
ingaholti hefði andast kvöldið áður,
fimmtudaginn 8. mars. Ég vissi þó að
heilsan var tæp og líkamsþróttur
minnkandi. En hann hélt sér vel and-
lega og fram að miðþorra, þegar ég
heimsótti hann síðast heima, hafði
hann ennþá sama áhugann fyrir kyn-
bótastarfinu í búfjárræktinni og fyr-
ir landsmálunum sem hann fylgdist
vel með og best í sjónvarpinu.
Fyrst varð mér hugsað til fjöl-
skyldu hans, konu og barna, og hins
stóra og fjölþætta búrekstrar, sem
hann hafði borið svo mikla umhyggju
fyrir. Ekkert var þó þar að óttast því
að allt var þar í styrkum höndum
samhentrar fjölskyldu. En það sem
hly ti samt að verða erfitt að komast
yfir var hið stóra skarð sem nú blasti
við öllum heima í Geldingaholti, eftir
hinn reynda og umhyggjusama
heimilisföður, og fyrir sveitarfélagið
og vini hans, að hans glöðu og góðu
yfirvegunar á lausn hvers konar
vanda væri ekki lengur að leita.
En sem betur fer gróa sárin, og
okkur sem fáum að lifa áfram ber að
fagna yfir lífssigrum allra okkar
samferðamanna, þegar þeir eru kall-
aðir burt frá okkur, og jafnframt
samhryggjast þeim, sem hefur ekki
tekist að þola það sem á þá hefur ver-
ið lagt, sem oft virðist eðlilegt, þar
sem það er svo þungt að bera.
Við Jón í Geldingaholti ólumst upp
á bújörðum, sem lágu hlið við hlið, og
síðar höfum við oft átt náið samstarf,
svo að kunningsskapur hefur orðið
mjög náinn, og samstarfið mjög gott,
og erfitt að horfa fram á það, að nú sé
því lokið.
Mig minnir að ég hafi verið aðeins
fimm ára gamall, þegar ég var fyrst
sendur að Geldingaholti, og man ég
ennþá, að ég áræddi ekki yfir bæj-
argilið og settist því niður og hugsaði
ráð mitt. Þá kom hlaupandi heiman
frá bænum ung stúlka, sem reyndist
vera yngsta dóttir hjónanna, Jóns
gamla Ólafssonar og konu hans Ing-
unnar Eiríksdóttur, Steinunn Jóns-
dóttir, síðar húsfreyja í Skaftholti í
30 ár. Leiddi hún mig heim að bæn-
um og man ég að mér var vel tekið í
Eystra-Geldingaholti. Gömlu hjónin,
sem ég hafði nú séð áður, voru þá
orðin nokkuð við aldur, Jón 75 ára,
fríðleiksmaður og bæði ræðinn og
barngóður, og Ingunn 73 ára, skör-
ungskona, enda átti hún til kjarna-
fólks að telja, en hún var dótturdótt-
ir Ófeigs ríka í Fjalli á Skeiðum. Í
búskapartíð Jóns og Ingunnar hafði
Eystra-Geldingaholtið stækkað úr
snotru miðlungsbýli í stórbýli, þegar
grannjörðin Hamrar fór í eyði og síð-
an lögð undir Eystra-Geldingaholt.
Árið 1919 hættu þau Jón og Ing-
unn að búa og fengu jörðina syni sín-
um Ólafi til ábúðar. Það sama ár
kvæntist hann heitkonu sinni Pálínu
Guðmundsdóttur frá Hólakoti í
Hrunamannahreppi, mikilli mann-
kostamanneskju og fríðleikskonu.
Móðir hennar var Guðrún Brynjólfs-
dóttir hreppstjóra á Sóleyjarbakka,
en móðurmóðir hennar var Gróa
Gísladóttir frá Hæli, mikil dugnaðar-
kona, sem fædd var árið 1801.
Fyrir mig 5 ára drenginn var
þetta mikill viðburður að koma
þarna á annan bæ, þar sem ég hitti
margt fólk, og þarna var dekrað við
mig með allslags góðgæti. En svo sá
ég þarna lítið barn í vöggu, dreng,
sem hafði fengið nafnið Jón eftir afa
sínum, og ef allt færi vel yrði hann
sennilega, þegar tímar liðu, fjórði
bóndi þessarar ættar, sem tækist
það mikla ábyrgðarstarf á hendur,
að stýra hér búi og ala upp nýja kyn-
slóð vaskra manna og kvenna.
Á uppvaxtarárunum áttum við
Jón ekki mjög náið samstarf, en viss-
um þó báðir að við höfðum gaman af
sauðfé og vorum taldir vel fjárglögg-
ir og ætluðum okkur báðir örugglega
að verða bændur. Það fór nú samt
svo, að ég leiddist út í að fara svokall-
aðan menntaveg, og um það leyti,
sem ég fór utan til háskólanáms í bú-
fræði, fór Jón í Geldingaholti í
Bændaskóla og varð búfræðingur
frá Hólaskóla á stríðsárunum.
Það mun hafa verið um miðjan júlí
1945, sem ég kom heim að Hæli eftir
langa útivist við nám og störf í Dan-
mörku. Þá um kvöldið komu þrír
ungir menn ríðandi að finna mig og
var þar komin stjórn ungmenna-
félagsins. Meðal þeirra var Jón í
Geldingaholti og minnir mig að hann
væri þá formaður félagsins. Erindi
þeirra við mig var það, að færa mér
að gjöf 500 krónur frá ungmenna-
félaginu, þar sem ég væri trúlega
blásnauður eftir dvölina hjá þýsku
nasistunum í Danmörku í 7 ár.
Þetta kemur upp í hugann þegar
Jón er nú kvaddur. Ég man hvað ég
hreifst af framkomu þessara ungu
manna og einnig veitti ég því eftir-
tekt að Jón var orðinn bráðmynd-
arlegur maður, vel klæddur og með
góða framkomu og á gullfallegum
hesti og þar klæddi maður og hestur
hvor annan. Jón hafði á þessum ár-
um tekið mikinn þátt í félagsmálum í
sveitinni. Hann var mjög virkur í
ungmennafélaginu, tók mikinn þátt í
leikstarfsemi félagsins og íþrótta-
starfsemi þess. Þá hafði Jón mikið
yndi af fjallferðum og þekkti orðið
afréttinn manna best og leit á það
sem hrein forréttindi að fara á fjall á
haustin, velríðandi í glöðum hópi
jafnaldra, og finna og koma til
byggða fallegri hjörð, og þar á meðal
uppáhaldsfénu sínu, og hann naut
þess að gera áætlanir um ásetning
glæsilegra ærefna og lambhrúta.
Um skeið bar þó dimman skugga á
fjárræktarstarfið, þar sem voru
sauðfjárpestirnar, sem gerði sauð-
fjárbúskapinn mjög erfiðan og arð-
lítinn, og það leiddi til fjárskipta,
sem heppnuðust fádæma vel. Við
þau nutu sín vel hæfileikar Jóns sem
fjármanns og hve hann var afburða
glöggur í fjárvali. Við allt þetta fjár-
skiptastarf áttum við Jón mjög far-
sælt samstarf og get ég fullyrt að
alla hans búskapartíð hefur hann
stundað fjárrækt með miklum ár-
angri, þannig að hið stóra fjárbú í
Eystra-Geldingaholti hefur orðið
kostameira með hverju árinu. Þegar
ég hitti Jón síðast heima í Geldinga-
holti sagði hann mér, að nú hefði
hann í fyrsta sinn náð yfir 30 kg af
kjöti að meðaltali eftir hverja á sem
gekk með lambi.
Heimili þeirra Ólafs Jónssonar og
Pálínu Guðmundsdóttur var einstak-
lega hlýtt og mótaðist af þeirri mildi
og góðleika sem fylgdi Pálínu alla
tíð, og svo var húsbóndinn einnig
einstaklega tillitssamur og hollur
húsbóndi.
Það var alltaf margt fólk í heimili
hjá þeim hjónum og sérstaklega var
þar barnmargt, því að Pálína var svo
barngóð að fyrir utan börn þeirra
hjóna, sem voru fjögur, voru að jafn-
aði nokkur sumarbörn til hjálpar við
heimilisstörfin og öll börn vildu
koma aftur að Geldingaholti eins
lengi og aðstæður leyfðu. Eins var
það með vinnufólkið, það vildi helst
vera þar í fleiri ár, eða eins lengi og
kostur var. Heimilið var því glatt og
séð var til þess að enginn lítilmagni
fyndi til smæðar sinnar.
Jón Ólafsson mótaðist af þessu
hlýja andrúmslofti á heimilinu og
honum varð strax í æsku töm tillits-
semi við allt sitt heimafólk og
granna.
Umsvif búsins í Eystra-Geldinga-
holti jukust mjög á fimmta áratugn-
um og nú fór Jón að nálgast þrítugt,
en það var eins og ekkert lægi á með
hjúskap, eins og þeir sögðu sem lítið
þekktu til. Þeir sem kunnugir voru
vissu, að Jón vildi ekki lifa lífinu
nema með einni konu, yngstu dótt-
urinni í Steinsholti, Margréti Eiríks-
dóttur, og hún kynni vel að njóta
æskunnar í föðurgarði og lá ekkert á.
En árið 1950 gengu þau í hjónaband,
þau Margrét og Jón, og þótti öllum
sem til þekktu að mikið og gott jafn-
ræði væri með þeim og góðar líkur á
því að sú góða þróun fjölskyldnanna í
Eystra-Geldingaholti myndi nú fá
aukinn byr í seglin með komu
Margrétar Eiríksdóttur frá Steins-
holti að Eystra-Geldingaholti. Ungu
hjónin hófu strax byggingu íbúðar-
húss sambyggt gamla íbúðarhúsinu,
sem var byggt árið 1913 en var rúm-
gott og í góðu standi. Fjölskyldan
stækkaði fljótt, fyrsta barnið Eiríkur
fæddist árið 1951 og síðan fæddist
þeim sonurinn Ólafur 1953 og á eftir
fylgdu þrjár bráðmyndarlegar dæt-
ur. Íbúðarhúsið var stækkað árið
1975 og um það leyti varð sonurinn
Eiríkur þátttakandi í búrekstrinum.
Dæturnar tvær eru giftar og hafa
stofnað sín eigin heimili, en hin
systkinin þrjú eru ógift og þátttak-
endur í búrekstrinum í Eystra-Geld-
ingaholti, en stunda nokkuð vinnu af
ýmsu tagi utan heimilisins. Barna-
börnin eru þrjú og öll efnileg og lík-
leg til að erfa farsælar gáfur foreldra
sinna.
Eftir að börnin fóru að komast
upp og Eiríkur varð þátttakandi í
búrekstrinum voru umsvifin stór-
aukin á jörðinni. Fyrst var byggt
vandað fjárhús yfir 240 fjár og stór
fjárhúshlaða og nú fyrir 10 árum var
byggt 30 kúa fjós með mjaltahúsi og
stórri þurrheyshlöðu og nú er verið
að undirbúa að leggja niður síðustu
beitarhúsin og innrétta fyrir sauðfé
þurrheyshlöður, sem hafa misst sitt
hlutverk. Ræktað land er nú nálægt
80 ha, en mjög auðvelt er að stækka
túnin því í Eystra-Geldingaholti eru
tugir ha af jafnlendum móum sem
eru afbragðs túnefni. Búið hefur nú
hin síðari ár skilað mjög góðum arði,
enda hafa gripaval og kynbætur ver-
ið stunduð af mikilli kostgæfni og
fóðrun og umhirða verið til mikillar
fyrirmyndar.
Samhliða mikilli velgengni í bú-
skapnum hlóðust á Jón margvísleg
félagsstörf og sum þeirra nokkuð
tímafrek. Þannig tók hann við starfi
deildarstjóra Sláturfélags Suður-
lands af föður sínum fyrir allmörgum
árum og hefur hann einnig verið
lengi í varastjórn félagsins og oft
setið stjórnarfundi félagsins. Þá var
Jón í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps
í tvö kjörtímabil og formaður fjár-
ræktarfélags Gnúpverja í áratugi.
Árið 1978 var Jón kosinn fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins á Búnaðarþing
og þar var hann endurkosinn þrisvar
sinnum og sat því samtals á 16 þing-
um. Jón naut þess vel að taka þátt í
störfum búnaðarþings og kynnast
stéttarbræðrum sínum frá öllum
landshlutum og lífsbaráttu sveita-
fólksins um allt land.
Þau hjónin Jón og Margrét voru
mjög gestrisin og félagslynd og vin-
mörg, og heim til þeirra að Geldinga-
holti lögðu margir leið sína. Ég man
ekki eftir því að þau hjónin teldu
nokkurn annmarka á því að taka á
móti hópum af gestum í mat eða kaffi
þegar þeir áttu leið þar um og ein-
hvern tíma hafði ég orð á því, að þau
hefðu heilmikil útgjöld af öllum þess-
um gestagangi. Jón sagði þá að þeir
sem ættu arðsamt fjárbú hefðu bara
gaman af að fá menn að steikarborði
heimilisins eins oft og því yrði við-
komið.
Það er ánægjulegt að minnast
þess, að Jóni Ólafssyni, sem í dag
verður kvaddur af fjölda vina, sveit-
unga og vandamanna, auðnaðist á
sinni farsælu ævi að gera ábýlisjörð
sína að höfuðbóli í vitund samferða-
manna sinna, og hann var og verður í
huga okkar mikilhæfur sveitarhöfð-
ingi, sem er nú sárt saknað, og eig-
inkonu og börnum sendar við brott-
för hans hugheilar samúðarkveðjur
og þakkir fyrir líf hans og störf.
Hjalti Gestsson.
Jón Ólafsson, bóndi í Eystra-Geld-
ingaholti, er látinn.
Þessi orð eru ljós og ættu því að
vera vinum hans og samstarfsmönn-
um auðskilin og það því fremur að
þau eru ekki til komin án aðvörunar.
Samt eigum við erfitt með að sætta
okkur við þýðingu þeirra. Hann hafði
um margra ára skeið barist við erf-
iðan sjúkdóm sem hann, með
ákveðnum lífsvilja og aðstoð fjöl-
skyldu sinnar, hafði hamlað gegn svo
að kunningjar hans og nágrannar
höfðu vonað að honum auðnaðist að
fá lengri tíma hérna megin móðunar
miklu, sjálfum honum og vinum hans
til ánægju og styrktar.
Það varð ljóst strax á ungum aldri
Jóns að honum lét vel að starfa að
félagsmálum. Hann stundaði sjálfur
frjálsar íþróttir af kappi og hvatti
aðra til dáða í því efni. Á vegum Ung-
mennafélags Gnúpverja starfaði
hann fjölda ára, bæði í stjórn þess og
lengi sem formaður, svo og þátttak-
andi í almennu félagsstarfi þess, m.a.
fundastarfsemi, ræðumennsku, á
íþróttamótum bæði sem keppandi og
síðar sem dómari og fréttamaður. Þá
stundaði hann leiklistarstarf, mjög
oft sem leikari með erfið viðfangs-
efni og drifkraftur við þá starfsemi á
öllum sviðum starfsins, undirbúning
og val leikrita svo og æfingar og sýn-
ingarnar sjálfar, jafnt þó hann væri
ekki með hlutverk hverju sinni.
En í ýmsu starfi öðru studdi hann
að viðgangi Ungmennafélagsins.
Tvívegis vann hann á þess vegum að
byggingu húsa fyrir starfsemi þess.
Fyrst þegar byggt var íþróttahús í
samvinnu við sveitarstjórnina, hús
sem Ungmennafélagið notaði fyrir
samkomur sínar í full 30 ár. Það starf
var aðallega fólgið í sjálfboðavinnu
við ýmsa þætti verksins, svo sem
steypuvinnu, efnisflutninga og fleira.
Síðan kom Jón þar að verki, og af
fullum krafti, þegar ráðist var í
byggingu félagsheimilisins í Árnesi.
Þá var hann í byggingarnefnd húss-
JÓN
ÓLAFSSON