Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 65

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 65 Áströlsk gasgrill. Þau dýrustu í heimi en nú á sérstöku tilboðsverði! Gagnvarinn harðviður. 3 brennarar, grillgrind og hitahella úr pott-stáli. Útdraganleg undirhilla sem feitin drýpur á. Stærð 126 x 58 x 85 cm, þyngd 70 kg, fýkur ekki! Ekki bara grill, heldur nýr lífsstíll! Lok með hitamæli fylgir. Ekki á myndinni. 12 volta kælikista 111 lítra, stærð 72 x 60 x 85 cm. Gengur vel með 50 watta sólarrafhlöðu. Zero gaskæliskápur Með frystihólfi 105 lítrar, stærð 51 x 60 x 78 cm. Gas eldavél 4 hellur og ofn, breidd 53 cm. Sunshine gasgrill Zibro olíuofn Lyktarlaus og myndar ekki móðu á rúður! 2,5 kw. Bíldshöfða 12 • 112 Reykjavík • Sími: 577 1515 Verð aðe ins 89.900. - Verð aðe ins 69.900. - Verð aðe ins 32.900. - Verð að eins 38.900. - SUMARBÚSTARVÖRUR SÝNING Í DAG LAUGARDAG, OPIÐ FRÁ KL. 10 - 16 Nýjun g !j Verð að eins 64.000. - Sóla r- rafh löðu r lækk að v erð! l UNDANFARNAR vikur hefur ákaft verið tekist á um framtíð flugvallarins í Vatns- mýrinni og sýnist sitt hverjum. Sumir fulltrúar minnihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafa hamrað á því að kosn- ingarnar næsta laug- ardag séu sýndar- mennska ein, ætluð til þess að breiða yfir hrikaleg mistök meiri- hluta R-listans, þegar leyfð var nýbygging flugvallar í Vatnsmýri ofan á hinn gamla og skipulagið bundið til 2016. Það má vel vera að R-listinn hafi hugsað kosningarnar sem einhvern hráskinnaleik af þessu tagi. R-list- anum urðu þrátt fyrir allt á mistök þegar flugvallarskipulagið var sam- þykkt umyrðalaust og samningur undirritaður við samgönguráðherra um framkvæmdir í Vatnsmýrinni. Ég er heldur ekki ginnkeyptur fyrir þeirri hugmynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Helgi Hjörvar hafi verið að finna upp lýðræðið nú ný- verið þótt þau tali stundum þannig. En hinu má heldur ekki gleyma, að sjálfstæðismenn hreyfðu flugvallar- málinu ekki um áratugabil sjálfir, svo það er líka verið að skera þá úr snörunni. En það skiptir svo sem engu. Því þó svo að verstu ásakanirnar í garð borgarstjórnarmeirihlutans væru allar sannar breytir það ekki hinu, að þessar kosningar verða haldnar og borgarbúar geta haft bein áhrif á þróun Reykjavíkur. Alveg sama hvað þær stöllur Ingibjörg Sólrún og Inga Jóna Þórðardóttir rífast mikið um það keisarans skegg hvert raunverulegt tilefni kosning- anna hafi verið í öndverðu. Sannast sagna held ég að borg- arbúar hafi sjaldan tekist jafn- hressilega á um nokkurt annað borgarmál og raunin hefur verið síðustu daga. Og það er vel, því hér er á ferðinni sérlega mikilvægt hagsmunamál fyrir borgarbúa alla: þróun borgarinnar langt fram á þessa öld kann að velta á niðurstöð- unni. Þess vegna er þetta málefni Reykvíkinga fyrst og fremst, þótt auðvitað verði að taka tillit til grenndarsjónarmiða. Sú gagnrýni hefur heyrst að það ætti að vera í valdi landsmanna allra hvort flug- völlur sé í Vatnsmýri eða ekki. Þetta er firra. Reykjavík er höf- uðborg landsins og það er sjálfsagt að greiða götu innanlandsflugsam- gangna við hana. En það er ekki þar með sagt að flugvöllur verði að vera þar sem gestunum hentar best að hann sé og hvergi annars staðar, því auð- vitað skipta hagsmunir heimamanna meira máli, enda þurfa þeir að lifa við flugvöllinn allan ársins hring og þola búsifjar hans vegna. Auðvitað þarf að vera flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu, en það er fráleitt að hann þurfi að vera ná- kvæmlega á tilteknum stað bara af því að sumum finnist fara betur á því. En hvers vegna gýs þetta mál upp allt í einu núna og af hverju þarf að leita skoðana borgarbúa um málið? Vitaskuld væri æskilegra ef álits borgaranna væri oftar leitað en bara í almennum kosningum til sveitarstjórna, enda hreint ekki sjálfgefið að öll mál fari eftir flokks- línum, eins og berlega hefur komið í ljós í flugvallarmálinu. Ég held hins vegar að nú sé kom- ið að okkur Reykvíkingum að bjarga stjórnmálamönnunum okkar úr þeirri sjálfheldu sérhagsmuna, sem þeir hafa komið sér í. Öllum er ljóst að borgarfulltrúar hafa verið beittir miklum þrýstingi hagsmunaaðila í málinu og fyrir vikið hefur öll umfjöllun um breyt- ingar í Vatnsmýrinni verið tabú um áratugaskeið. En um leið hafa hags- munir þorra borgarbúa verið fyrir borð bornir. Þennan leik hafa hags- munaaðilarnir leikið í trausti þess að Vatnsmýrarslysið trufli hinn al- menna borgara ekki nógsamlega til þess að hann setji það á oddinn, en sjálfa varðar þá málið nógu mikið til þess að hóta að kjósa samkvæmt því einu í borgarstjórnarkosning- um. Báðir listar eru minnugir þess að borgin getur unnist og tapast með nokkrum tugum atkvæða og fyrir vikið hafa þeir ekki þorað að taka af skarið um flugvöllinn fyrir borgarstjórnarkosningar. En nú er lag til þess að komast úr þessum vítahring sérhags- munanna. Og nú er líka kjörið tækifæri til þess að sýna borgaryfirvöldum að okkur borgurunum sé hreint ekki sama hvernig framtíð okkar verður háttað. Ég skora því á alla Reyk- víkinga, burtséð frá afstöðu þeirra til flugvallarins í Vatnsmýri, að fara á kjörstað og láta rödd sína heyr- ast! Til hvers er verið að kjósa? Þórarinn Stefánsson Reykjavíkurflugvöllur Ég held að nú sé komið að okkur Reykvíking- um, segir Þórarinn Stefánsson, að bjarga stjórnmálamönn- unum okkar úr þeirri sjálfheldu sérhags- muna, sem þeir hafa komið sér í. Höfundur er framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Oz. AÐ VERA eða ekki er spurningin sem er þungamiðja harm- leiksins mikla um Hamlet Danaprins og líkt og Marx benti á forðum endurtekur harmsagan sig sem skopleikur. Að vera eða ekki er sú spurn- ing sem spyrja á Reykvíkinga nú í mars varðandi Vatnsmýrar- flugvöllinn. Hið skop- lega við þetta er sú staðreynd að íbúar Reykjavíkur eru víst ekki nema innan við þriðjungur þeirra sem völlinn nota, enda þótt upphæð far- gjalda miðist við reykvískan kaup- mátt en ekki landsbyggðar, og flytj- ist völlurinn snertir það orðið hagsmunamál annarra sveitarfélaga svo um munar. Hér skal ekki tekin nein afstaða í þessu kynduga deilu- máli Reykvíkinga; hvort þeir vilja byggja þessa borg sína á einum landslagslausum mýrarflákanum frekar en öðrum er þeirra innanrík- ismál, rétt eins og álverið við Reyð- arfjörð er austfirskt innanríkismál. Á hitt verður þó að benda að flug- vallarumræðan er ekki bara um- ræða um reykvísk skipulagsmál. Það er nefnilega alls ekkert sjálf- gefið að allir þeir sem til höfuðborg- arsvæðisins hafa flutt hin síðari ár hafi flutt þangað af því að þar sé svo gaman að búa. Ég held að ástæðuna megi auðvitað rekja til þess að laun eru allajafna hærri en annars stað- ar, nokkuð sem er líklega höfuð- ástæðan fyrir veikri stöðu t.d. Ak- ureyrar að viðbættum eins konar Skrúðsbóndaáhrifum sem fjölmiðlar magna mjög. Og hefst nú Hrafns þáttur Gunnlaugssonar. Hinn virti kvikmyndaleikstjóri kom af fullum krafti inn í þessa flugvallarumræðu um jólaleytið þegar hann kom í gamla sjónvarpið sitt með tölvugerða framtíðarsýn á borgina sína og hélt áfram loftkast- alabyggingum sínum hjá Steinunni Ólínu eitt laugardagskvöld ennþá í gamla sjón- varpinu sínu en lýsti einnig draumum sínum um borgríkið Ísland í Silfri Egils á dögun- um. Nú er þetta ekki í fyrsta skiptið sem þær hugmyndir hafa komið fram að flytja alla þjóðina – suður á Jót- landsheiðar, suður að Faxaflóa, jú, allt suður á Kanarí. Sem fyrr segir er það nú alls ekkert víst að allir þeir sem til Reykjavíkur hafa flutt hafi gert það vegna þess hversu gaman sé að eiga þar heima. Reykjavík hefur nú ekki beinlínis verið rómuð fyrir einstaka náttúrufegurð, veð- ursæld eða iðandi mannlíf. Og ein- hvern veginn hefur maður það á til- finningunni að hinn frjósami gráleiti skógur skýjakljúfa sem ber við him- in í Krummaskuði kvikmyndaleik- stjórans fríkki lítt upp á umhverfið. Látum hér þetta liggja milli hluta og einnig spurninguna um það hvernig íbúar borgríkisins Krummaskuðs við Faxaflóa myndu fara að því að afla gjaldeyris til að greiða fyrir innflutninginn á kúa- riðukjötinu og gin- og klaufaveik- isvínunum, að ógleymdu eldsneyt- inu á óseðjandi blikkbeljur sínar. Tölum um mannlífið í samfélagi sem samanstæði af þéttri byggð skýja- kljúfa meðfram ströndinni, nokkr- um gerilsneyddum svefnbæjum í allt að þriggja til fjögurra tíma akstursfjarlægð frá alþjóðaflugvelli sem hluti íbúanna gæti notað og síð- an fátæklegri risaauðn – leikvelli ríkra jeppafyllibyttna. Slíkt sam- félag yrði óhjákvæmilega mun eins- leitara, firrtara og leiðinlegra en ís- lenskt samfélag er í dag. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt aft- ur til Vestur-Berlínar sálugu, borg- ríkis umkringdu fjandsamlegu, að sönnu mannlegu umhverfi. Ekki þurfti nema innan við fimm mínútna dvöl þar til að finna fyrir hinni ógn- vekjandi firringu þessa borgarsam- félags með hæstu sjálfsmorðstíðni í heimi og borginni þar sem athygli heimsins beindist hvað fyrst að eit- urlyfjaneyslu unglinga. Hætt er við að slík vandamál yrðu tröllaukin í Krummaskuðinu við Faxaflóann þar sem íbúarnir hefðu ekki greiðan að- gang að nema einni tegund mann- legs borgarlífs. Krummaskuð við Faxaflóa Reynir H. Antonsson Höfundur er stjórnmálafræðingur, búsettur á Akureyri. Flugvöllur Það er nú alls ekkert víst, segir Reynir Ant- onsson, að allir þeir sem til Reykjavíkur hafa flutt hafi gert það vegna þess hversu gaman sé að eiga þar heima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.