Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 66

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 66
UMRÆÐAN 66 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA athuga- semda frá Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins (GRÁR) út af skrifum mínum í Morgunblaðið vil ég reyna að koma nokkr- um hlutum á hreint. Í fyrsta lagi hafði ég engar væntingar til GRÁR í sambandi við úrræði fyrir son minn og í öðru lagi dettur mér ekki í hug að ræða við starfsmenn GRÁR undir fjögur augu. Þau skipti sem ég hef komið inn á þessa stofnun og gert athugasemd- ir við vinnubrögð hafa viðbrögðin falist í að ranghvolfa augunum og benda á að ég sé nú ekki útskrif- aður sálfræðingur og reynt að gera eins lítið úr minni persónu og hægt er. Því vel ég þann kost að hafa þessi skrif opinber fremur en að láta „fagfólk“ þagga niður í mér. Ég veit ekki hversu mikið starfsfólk GRÁR umgengst for- eldra og forráðamenn skjólstæð- inga sinna eftir vinnu, en í minni vinnu og hjá öðrum sem ég hef kynnst eru fæstir ánægðir með vinnubrögð þeirra. Þó svo að fólk gangi út af stofnuninni með bros á vör er það sjaldnast ánægt með meðferð mála. Það byrgir reiðina inni og heldur sér saman. Ástæðan er einföld. Til að fá umönnunarbætur, stuðning o.s.frv. er best að halda sér sam- an og segja sem minnst. Í raun er það sem kemur frá GRÁR ekki annað en vottorð fyrir Tryggingastofn- un, Dagvist barna og Fræðslumiðstöð til að fá peninga fyrir for- eldra og skólakerfið. Þó svo þeir sendi þessar skýrslur til foreldra og sér- kennsludeilda stendur ekkert í þeim sem hægt er að byggja sér- kennslu á, aðeins er reynt að lýsa veikleikum barnsins svo hægt sé að kría út aura hjá því opinbera. Þegar ég var í verknámi í Rigshospitalet í Kaupmannahöfn á taugagöngudeild fyrir börn og unglinga var þrennt sem ég hef aldrei rekist á að sé gert hér á landi: 1. Þegar foreldrar fengu tíma var allt gert skriflega, líka fengið skriflegt samþykki fyrir þeim gögnum (myndböndum o.s.frv.) sem nota átti við greiningu. 2. Eftir að prófun og skoðun höfðu farið fram var sest með for- eldrum og farið yfir niðurstöður og útskýrt hvernig þær tengjast námsörðugleikum og hegðun eins vel og hægt var. Allar skýrslur til skóla og foreldra voru þannig að hægt var að nýta þær til að skipu- legga sérkennslu. 3. Ef með þurfti og hægt var að koma því í kring var farið í skóla og ráðgjöf veitt. Hér tíðkast að menn fái að vita eftir dúk og disk hvenær þeir eiga að mæta og hvort gögn frá skóla/leikskóla séu notuð eða ekki, allt munnlega. Skilafundir felast í að veifað er einhverjum skjölum framan í fólk og því sagt að barnið sé svona og svona. Skýrslurnar sem eru sendar segja bara að barnið sé þroska- heft, ofvirkt, einhverft eða hægt sé að staðsetja það í einhverjum flokknum. Ég hef aldrei vitað til að starfsmaður frá GRÁR eða Barna- og unglingageðdeild (BUGL) komi reglulega og athugi hvernig skjól- stæðingum vegnar í skólanum eða hafi samráð við foreldra/kennara. Það er ekki að furða að svona mörg fötluð börn eru eins og jójó út og inn af þessum stofnunum, því unnið er út frá snemmtækri íhlut- un sem felst í að stilla foreldrunum upp við vegg og skipa þeim að gera svona og svona af þverfagleg- um teymum sem samanstanda af fólki sem fæst hefur unnið í skól- um eða þurft að sjá um fatlaða ein- staklinga allan sólarhringinn. Allar skýrslur sem fólk fær hjá GRÁR eru kirfilega merktar „TRÚNAÐARMÁL, ljósritun og dreifing til annarra aðila óheimil“ – skilaboðin eru skýr: Þú ert með fatlað barn, enginn má vita. Þetta endar auðvitað með að fólk fer að fela þau og svo dúkka þau upp í kerfinu þegar allt er komið í óefni. Þá er rokið upp til handa og fóta og reynt að bjarga barninu. Svo hrista menn hausinn yfir því hvað foreldrarnir eru vitlausir, málið er sent í þverfaglega nefnd og ein- hver skyndilausn fundin, sérskól- ar, lyf eða annað. Þetta mál er í raun tengt grein eftir Karen L. Kinchin sem nefnd- ist Misnotkun lyfja fyrir börn og hefur verið afgreidd sem samsær- iskenning af BUGL-urum en Jó- hann Ág. Sigurðsson benti rétti- lega á að hægt væri að líta á þessa meðferð mála sem anga af „sjúk- dómavæðingu“. Þegar ég vann á BUGL-inu voru foreldrar yfirleitt leystir út með lyfjum, atferlis- prógrammi og umönnunarbótum. Síðan hittir maður þessa foreldra ári seinna á förnum vegi: Pró- grammið fyrir löngu komið á haug- ana, umönnunarbæturnar farnar í utanlandsferð eða eitthvað annað og lyfin í verstu tilfellunum komin ofan í foreldrana. Þetta er nú vit- að, svo er æpt að það þurfi að sam- ræma vinnubrögðin og þverfagleg nefnd sett í málið; ætli þeir setji ekki upp samræmingarsvið næst? En á hverjum vanda er einhver lausn. Til dæmis væri ein góð að topparnir og starfsfólk hjá GRÁR, BUGL og Féló færu og viðruðu slyddujeppana, töluðu við börnin, kennarana og foreldrana einu sinni í mánuði og settu sér þar markmið og fylgdu þeim svo eftir. Ég held að þetta myndi skila mun betri ár- angri en að reyna að leysa vand- ann inni á stofnun þar sem tengsl við raunveruleikann eru oft og tíð- um engin og vitneskja „fagaðila“ um hvað amar að finnst ekki í flokkunarkerfunum ICD-10 eða DSM-V. Um greiningu og ráðgjöf III Brjánn Franzson Fötlun Unnið er út frá snemm- tækri íhlutun, segir Brjánn Franzson, sem felst í að stilla foreldr- unum upp við vegg. Höfundur er með BA í sálfræði og þriggja barna faðir. NÚ UM skeið hafa nokkrir menn öslað fram á ritvöllinn, aðal- lega hér á síðum Mbl., og lýst því yfir blákalt að veiðiálag á lax sé allt of hátt og laxastofnar í íslenskum ám séu of- veiddir. Þetta hefur jafnvel þvælst inn í fisk- eldisumræðuna sem einhvers konar réttlæt- ing á óæskilegum áhrif- um þess á náttúrulega laxastofna. Lítið sem ekkert hafa þessir menn lagt með sér af líkindum eða rökum þessu til stuðnings, hvað þá heldur beinhörðum óhrekjandi gögnum. Það virðist vera í tísku að leggja að jöfnu það sem menn hafa á tilfinn- ingunni eða skálda út úr höfði sér og hinu sem rannsóknir og stað- reyndir liggja að baki, jafnvel í raunvísindum sem þó hafa verið hvað kröfuharðastar um sönnunar- byrði. Skal nú reynt að draga það fram sem helst er vitað um veiðiálag í íslenskum ám, með þeim takmörk- unum sem blaðagrein setur. Til þess að fá vitneskjum um hvort of mikið er veitt úr laxastofni þarf að hafa upplýsingar um fjölda í göngum laxa, hve mikill hluti er veiddur (veiðiálag), kynhlutfall, stærð og gæði uppeldissvæða og hve mikil burðargeta uppeldissvæð- anna er af seiðum sem sterklega tengist fæðuframboði. Jafnframt þarf upplýsingar um þessa þætti yf- ir langt tímabil sem ná bæði lággild- um og hágildum í stofnstærð. Um- hverfisþættir hafa síðan áhrif á líffræðilegu þættina ýmist til aukn- ingar eða minnkunar. Málið er því ekki svo einfalt að ef laxgengd dregst saman, að þá sé um ofveiði að ræða. Fjöldi veiddra laxa hefur verið skráður nákvæmlega í flestum ám landsins yfir 30-40 ára tímabil. Lax hefur verið talinn upp í nokkrar ár síðustu árin en lengstu raðir eru í Elliðaám. Þar er stofnstærð, veiði- álag og þar með hrygningarstofn þekktur yfir ríflega 60 ára tímabil. Í Blöndu eru til tölur um þetta frá 1982 en styttra í nokkrum ám til viðbótar. Mat á þéttleika seiða á flatareiningu er til í allmörgum ám frá því upp úr 1980. Þá hafa uppeld- isskilyrði verið metin og flötur upp- eldissvæða verið mældur í allmörg- um ám. Loks er fylgst enn betur með fleiri þáttum í þremur sk. lyk- ilám, s.s. fæðufram- boði fyrir seiðin, fjölda gönguseiða og endurheimtun þeirra úr hafi. Niðurstöður úr talningu lax upp í Elliðaár eru þær að stofnstærðin hefur sveiflast á bilinu 750 til 7.180 laxar og veiðiálag frá 24-57%, að jafnaði hærra þeg- ar stofn er lítill en lægra þegar stofn er stór. Í Blöndu hefur veiðiálag verið 57% á smálax en 67% á stór- lax að meðaltali frá 1982. Eftir virkjun Blöndu lækkaði veiðiálag og var það rakið til þess að lax gekk greiðar upp stigann við Ennisflúðir og dreifði sér meir um vatnakerfið en áður var. Í Vesturdalsá í Vopna- firði hefur veiðiálag verið að með- altali síðustu 5 ár 61% á smálax en 75% á stórlax. Mismunur á smálaxi og stórlaxi felst í því að stórlaxinn gengur fyrr og er því lengur inni í veiði en smálaxinn. Til þess að at- huga hvort þetta sé of mikið veiði- álag hafa verið notaðar viðurkennd- ar aðferðir sem meta nýliðun út frá tiltekinni stærð af hrygningarstofni. Skemmst er frá því að segja að þeg- ar nýliðun er skilgreind sem sá lax sem er að koma úr hafi og tengsla leitað við foreldrastofn ákveðnum árum áður, hefur ekki fundist mark- tækt samband þar á milli. Með öðr- um orðum ekki er hægt að ætla að gengið hafi verið of nálægt hrygn- ingarstofninum að jafnaði. Það segir hins vegar ekki til um hvort það hafi getað gerst í einstaka tilvikum. Veiðiálag sem getur verið allt upp í 75% finnst mörgum hátt, eins og nefnt var í blaðagrein um daginn, að enginn fiskifræðingur mælti með slíku. Lykilatriði er hins vegar hve mikið verður eftir til hrygningar og hvort sá hrygningarstofn tryggir eðlilega nýliðun. Ef loðna, sem er af laxfiskaætt, er tekin sem dæmi hef- ur veiðiálag síðustu ára verið að meðaltali nálægt 70% en miðað hef- ur verið við að 400 þús. tonn séu eft- ir til hrygningar. Til þess að nálgast lágmarks- hrygningarstofn lax frá annarri hlið, hefur verið lagt kapp á það að meta stærð og gæði uppeldissvæða í ám og tengja það við seiðabúskapinn í ánum sem og hrygningarstofn. Þetta er gert í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir frá löndum þar sem lax þrífst. Þá er skoðað hve seiða- þéttleikinn getur verið breytilegur í ánum og hve stór hrygningarstofn gefur þann seiðaþéttleika sem nýtir öll búsvæði árinnar til uppeldis. Út frá því er síðan ætlunin að setja neðri mörk (verndunarmörk) á stærð hrygningarstofns í hverri á. Þessi vinna stendur nú yfir. Þá er í gangi sérstakt verkefni sem er að skoða vatnslitlar ár sem eru auð- veiddar og með fáliðuðum laxa- stofni, og hvort stofni þeirra geti fremur verið hætta búin af of mikilli veiði heldur en laxastofni í stærri ám. Það sem einnig hefur komið út úr fyrrnefndum rannsóknum er að í ís- lenskum laxveiðiám, og þá sérstak- lega á norðanverðu landinu, hafa sviptingar í umhverfisskilyrðum verið það snarpar að áhrif þeirra hafa yfirskyggt áhrif mismunandi stærðar hrygningarstofns. Þessi umhverfisáhrif geta komið fram á öllum stigum í lífsferlinum, bæði í ánum og í sjó. Halda verður því svo til haga að það eru landslög sem ákveða há- marksdagafjölda sem veiða má á ári í laxveiðiám. Veiðimálanefnd ákveð- ur stangarfjölda (sókn) í hverri á og síðan félög veiðiréttarhafa sem ákveða hve mikið er veitt í þeirra á innan þess ramma sem lögin setja. Stangveiðimenn eru einnig frjálsir af því að sleppa veiði sinni sýnist þeim svo. Veiðimálastofnun hefur því ekki með þau mál að gera, þó gera verði ráð fyrir því að verulegt tillit yrði tekið til niðurstaðna rann- sókna ef sýnt þætti að veiðiálag væri of mikið. Hvernig menn hafa getað tengt þetta fiskeldisumræð- unni miklu er mér á hinn bóginn hulin ráðgáta. Er ofveiði í laxveiðiám? Þórólfur Antonsson Lax Halda verður því svo til haga, segir Þórólfur Antonsson, að það séu landslög sem ákveða há- marksdagafjölda sem veiða má á ári í lax- veiðiám. Höfundur starfar á Veiði- málastofnun við rannsóknir á laxfiskum. TILLÖGUR hafa komið fram um bygg- ingu íbúðarhverfis í Arnarnesvogi sem að hluta til yrði á landfyll- ingu í voginum. Fyrir- myndin er sótt til þess skipulags sem byggt hefur verið eftir í Graf- arvogi og hliðstæðra íbúðahverfa mjög víða erlendis, t.d. á Norður- löndunum. Hugmyndin er að mínum dómi at- hyglisverð og hefur vakið hrifningu mína. Kostir slíks hverfis, sem er svo nálægt þjónustukjarna bæjarins, eru ótvíræðir, má þar nefna hagkvæmni í rekstri skóla og dagheimila, verslunarkjarnar styrkjast ásamt ýmsum þjónustu- þáttum og að sjálfsögðu mun þekk- ing byggðar á þessum stað efla innviði bæjar- félagsins. Sumir spyrja sig hvers vegna skuli ráð- ist í gerð bryggju- hverfis á landfyllingu? Er ekki nóg land í Garðabæ? Auðvitað á Garðabær byggingar- lönd en hér hafa sjálf- stæðir og framsýnir verktakar komið auga á glæsilegt byggingar- svæði tiltölulega stutt frá miðbæ Garðabæjar, sem samkvæmt aðal- skipulagi er skipulagt sem iðnaðarhverfi. Hugmyndin er sem sagt sú, að í stað iðnaðarhverfis verði þessum hluta Arnarnesvogs breytt í blómlega íbúðarbyggð og munu m.a. íbúar í hinu nýja Ása- hverfi og á sunnanverðu Arnarnesi líta yfir glæsilegt íbúðarhverfi í stað iðnaðar- og atvinnusvæðis. Smábátahöfnin myndi setja afar skemmtilegan svip á hverfið og auðga mjög mannlífið. Jafnvel gæti Siglingaklúbbur Garðabæjar vaknað af dvala sínum og á hans vegum gætu seglum þandar skútur, smáar og stórar, liðið um voginn án há- vaðamengunar og fært skemmtilegt líf í umhverfið. Samkvæmt nýjustu skipulagstillögum hefur landfyllingu verið breytt til hins betra og einnig komið þar til móts við óskir nokk- urra íbúa á Arnarnesi, sem hafa lýst áhyggjum af tillögunum og ótta við auknar bátasiglingar með tilheyr- andi hávaðamengun. Þetta held ég að séu óþarfar áhyggjur og stað- reyndin er sú, að samkvæmt gild- andi aðalskipulagi er þar leyfi fyrir starfsemi skipasmíðastöðvar með tilheyrandi hávaða og bátasigling- um. Garðbæingar! Sameinumst um skemmtilega nýtingu vogsins byggða á nýjum hugmyndum sem stuðla að fegrun bæjarfélagsins. Eflum blómlega íbúðabyggð við Arnarnesvoginn Reynald Jónsson Höfundur er byggingatæknifræð- ingur, búsettur í Garðabæ. Arnarnesvogur Sameinumst um skemmtilega nýtingu vogarins, segir Reynald Jónsson, byggða á nýj- um hugmyndum. Buxur Neðst á Skólavörðustíg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.