Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 67
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 67
Staðardagskrá 21 –
hvað er það? Staðar-
dagskrá 21 er íslenskt
heiti á Agenda 21 sem
á rætur að rekja til
umhverfisráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna
er haldin var í Rio de
Janeiro árið 1992 og
markar stefnu um
sjálfbæra þróun á 21.
öld. Þar undirrituðu
181 ríki, þar á meðal
Ísland, ályktun um
markmið og leiðir til
að viðhalda umhverfis-
gæðum heimsins með
sjálfbærri þróun, en
sjálfbær þróun er skilgreind sem
þróun er uppfyllir þarfir okkar í dag
án þess að gengið sé á þann höf-
uðstól sem núverandi kynslóðir
hafa handa á milli og þurfa að skila
óskertum til næstu kynslóða. Stað-
hættir eru eðli málsins samkvæmt
ekki hinir sömu á mismunandi jarð-
arsvæðum en sameiginleg forsenda
Staðardagskrár 21 er áherslan á
heilbrigt samfélag með tilliti til vist-
fræðilegra, félagslegra og efna-
hagslegra þátta. Staðardagskrár
hafa nú þegar verið samþykktar
víða og eru óðum að koma til fram-
kvæmda. 15. febrúar sl. samþykkti
borgarstjórn Reykjavíkur sam-
hljóða og án umræðu Staðardag-
skrá 21 fyrir Reykjavík. Þar er m.a.
vakin athygli á ýmsu sem taka þarf
á varðandi umferðina, s.s. eldsneyt-
isnotkun, mengun frá umferð og
slysahættu.
Eins og við vitum öll er bílanotk-
un síst á undanhaldi hér og því fleiri
kílómetrar sem eknir eru þeim mun
meiri verða neikvæðar afleiðingar
með tilliti til umferðar og efnahags.
Samkvæmt nýrri út-
tekt á vegum Samtaka
um betri byggð á höf-
uðborgarsvæðinu á
beinum kostnaði sem
samfélagið hefur af
bílaflotanum á höfuð-
borgarsvæðinu nú
nemur hann um 65
milljörðum á ári. Þeg-
ar óbeinn kostnaður
bætist við, s.s. vegna
helstu umhverfisþátta,
loft- og hljóðmengunar
og tíma ökumanna og
farþega sem varið er
til ferðalaga, er heild-
arkostnaður áætlaður
um 100 milljarðar á ári.
Viðfangsefnið hér er því að leita
leiða til að draga úr akstursþörf
íbúanna. Það horfir hins vegar ekki
vænlega í þessum efnum því sam-
kvæmt niðurstöðum skipulagsvinnu
sem nú fer fram við svæðisskipulag
fyrir höfuðborgarsvæðið er áætlað
að akstur á hvern íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu aukist um 15% á skipu-
lagstímabilinu vegna sífelldrar út-
þenslu byggðarinnar.
Það er í þessu sambandi, meðal
annars, sem flugvallarsvæðið í
Vatnsmýrinni kemur inn í um-
ræðuna sem óhemjumikilvægt
byggingarland. Vatnsmýrin er ná-
lægt þungamiðju höfuðborgarsvæð-
isins. Með því að reisa blandaða
byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis
á flugvallarsvæðinu er hægt að
draga verulega úr þessari umferð-
araukningu.
Ef byggt er á flugvallarsvæðinu
fjölgar þeim sem geta búið nálægt
vinnustað og þjónustu og þar með
verður akstursþörfin ekki eins mik-
il. Þessu er aftur á móti öfugt farið
er valin eru byggingarsvæði sem sí-
fellt verða fjarlægari þungamiðju
byggðarinnar.
Byggð á flugvallarsvæðinu er því
í anda Staðardagskrár 21 sem allir
borgarfulltrúar Reykjavíkur, hvar í
flokki sem þeir standa, samþykktu
umyrðalaust 15. febrúar sl.
Vatnsmýrin og
Staðardagskrá 21
Guðrún Jónsdóttir
Höfundur er arkitekt, FAÍ og fé-
lagi í Skipulagsfræðingafélagi Ísl.
Flugvöllur
Byggð á flugvallarsvæð-
inu, segir Guðrún Jóns-
dóttir, er því í anda
Staðardagskrár 21.
Á HEIMASÍÐU
Reykjavíkurborgar er
að finna starfsmanna-
stefnu borgarinnar.
Þar er kveðið á um að
það sé „stefna Reykja-
víkurborgar að sem
hæfastir starfsmenn
verði ávallt ráðnir til
starfa hjá borginni“ og
tekið verði „meira tillit
til ábyrgðar, frammi-
stöðu og árangurs við
ákvörðun kjara til að
geta laðað að og haldið
sem hæfustu starfs-
fólki“.
Stefna borgarinnar í
starfsmannamálum er á margan hátt
góð og göfug. Þó kann mörgum að
finnast hún óraunsæ ef litið er til
kjaramála starfsmanna borgarinnar
en þau eru oft á tíðum á engan hátt
samkeppnishæf við þau kjör sem
einkafyrirtæki bjóða,
og hallar þá á Reykja-
víkurborg í því máli.
Það er öllum ljóst að
hið opinbera er í sam-
keppni um vinnuafl við
einkafyrirtæki og því
má ætla að hæfustu
starfsmennirnir fari
frekar til þeirra sem
bjóða betur.
Þegar kjarasamn-
ingar starfsmanna
Reykjavíkurborgar
runnu út 31. október sl.
hafði borgin möguleika
á að leiðrétta það stóra
gap í kjaramálum sem
orðið hefur til á undanförnum árum
á milli hins opinbera og einka-
fyrirtækja. En með samningum sem
undirritaðir voru þann 2. mars sl.
virðist það tækifæri hafa runnið úr
greipum. Samningurinn hljóðar upp
á 3% launahækkun frá 1. janúar 2001
auk launaflokkahækkana og síðan
3% launahækkun árlega til ársins
2005.
Það er ljóst að slíkir samningar
verða ekki til að laða að eða halda í
hæfasta starfsfólkið hjá Reykjavík-
urborg.
Er starfsmanna-
stefna Reykjavík-
urborgar raunsæ?
Njörður Sigurðsson
Höfundur er skjalavörður á Borg-
arskjalasafni Reykjavíkur.
Kjör
Hæfustu starfsmenn-
irnir, segir Njörður Sig-
urðsson, fara frekar til
þeirra sem bjóða betur.
ÞAU voru bráðfynd-
in rökin, sem mennta-
málaráðherra lét hafa
eftir sér einhvern tíma
fyrir því, að gera ætti
Ríkisútvarpið að hluta-
félagi. Honum þótti
rétt að fara að tillögum
æðstu stjórnenda
stofnunarinnar. Þetta
væri það, sem þeir
vildu. Þessi röksemd
verður einkar spaugi-
leg, þegar þess er
gætt, að allir æðstu
stjórnendur útvarpsins
eru annað hvort skip-
aðir af núverandi
menntamálaráðherra eða fyrirrenn-
ara hans úr Sjálfstæðisflokki í stóli
ráðherrans. Því er fráleitt að svo
dyggir þjónar hans leggi annað til í
þessum efnum en það, sem ráð-
herrann vill.
Því er þetta hér rifjað upp, að nú
hefur einn fyrrverandi menntamála-
ráðherra úr Sjálfstæðisflokki,
Sverrir Hermannsson, flutt í Alþingi
tillögu til þingsályktunar einmitt um
þetta efni. Greinargerðin með tillögu
Sverris felur í sér heildstæða, nýja
stefnu um skipan og
rekstur ríkisútvarps.
Þar er hugmyndinni
um Ríkisútvarpið sem
hlutafélag algerlega
hafnað með gildum
rökum. Raunar er hug-
myndum um sölu rásar
2, sem stundum hafa
komið upp í um-
ræðunni, einnig hafnað
og þá ekki síst til að
geta haldið áfram því
landshlutaútvarpi, sem
orðið hefur vinsæll
vettvangur fyrir Vest-
firðinga, Austfirðinga
og Norðlendinga sam-
hliða því sem kraftar fólks á þeim
slóðum hafa verið í vaxandi mæli
virkjaðir til almennrar dagskrár-
gerðar. Þetta hefur því verið óvenju-
legt dæmi um flutning verkefna út á
landsbyggðina af höfuðborgarsvæð-
inu.
Þessarar þingsályktunartillögu
hefur mér vitanlega aðeins einu
sinni verið getið í útvarpinu og þá í
fjögurfréttum síðdegis og án þess að
segja neitt um efni hennar. Ókunn-
ugum hefði þótt þetta vera tilefni til
meiri fréttaflutnings útvarps, en
væntanlega ætlar fréttamaðurinn að
láta þá umræðu bíða þess, að til-
lagan komist á dagskrá, ef það þá
gerist eins og forgangsröðun þing-
mála er hagað. Morgunblaðið gerði
tillögunni hins vegar mjög greinar-
góð skil.
Þessi grein er ætluð til þess eins
að vekja athygli á því, að í þessu
þingmáli hefur Frjálslyndi flokkur-
inn einn flokka markað skýra stefnu
í mikilsverðu máli, sem varðar alla
landsmenn. Málefnið er nógu af-
markað til að fámennur flokkur með
aðeins tvo þingmenn og litla fjár-
hagsburði getur tekið það til úr-
vinnslu og ákvörðunar. Ýmis brota-
meiri og flóknari mál eru aðstæðum
flokksins skiljanlega ofviða til
vinnslu frá grunni, þótt mér sé
kunnugt um, að viljann skorti ekki.
Hér að lokum er skorað á frétta-
stofur og dagskrárgerðarfólk út-
varpsins að gera góða grein fyrir
þessu þingmáli, sem einmitt varðar
málefni þess og tilveru. Ástæður til
slíkrar umfjöllunar eru þeim mun
brýnni sem vitað er, að skoðanir
flutningsmanns tillögunnar ríma
ekki saman við viðhorf æðstu stjórn-
ar Ríkisútvarpsins. Fyrir þá, sem
áhuga hafa og jafnframt aðgang að
netinu, er tillöguna og greinargerð
að finna á heimasíðu Frjálslynda
flokksins: www.xf.is. Annað áhuga-
fólk getur leitað til skjalavörslu Al-
þingis eftir eintaki af tillögunni.
Um Ríkisútvarpið
Jón Sigurðsson
Tillaga
Fráleitt er að svo dyggir
þjónar menntamálaráð-
herra, segir Jón Sig-
urðsson, leggi annað til í
þessum efnum en það,
sem ráðherrann vill.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík