Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 68

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 68
UMRÆÐAN 68 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÆTUR við- skipta- og iðnaðarráð- herra hefur, eins og einstaka starfsfélagar hennar, komið sér upp nýju hjálpartæki á sviði samskipta, www.valgerdur.is, og treður þar upp sem eigin ritstjóri. ,,Ég á mig sjálf“ söng þjóð- skáldið Megas, og slík markaðssetning skoð- ana ráðherrans ætti því ekki að ógna óháðri fjölmiðlun í landinu. Í nýlegum pistli ræðst ráðherra til varnar gegn einum keppinauti sínum (DV), sem ku hafa falsað frétt um sjónarmið hennar í byggðamálum. Í vörn sinni segir ráðherra: ,,Ég leyfi mér að halda því fram að ástandið í atvinnumál- um sé í aðalatriðum bærilegt í sjáv- arbyggðum, þó eru staðbundin vandamál og er unnið að lausn mála þar.“ Hefur háttvirtu Alþingi, eða a.m.k. nefndum ráðherra, loks tekist að leysa vandann sem kynnt- ur er í SVÓT skýrslu Byggðastofn- unar, og það á einni nóttu? Eða skal túlka niðurstöðu skýrslunnar sem staðlausa stafi? Að orð í fyrstu málsgrein skýrslunnar eins og ,,fólksflutningar frá landsbyggð- inni ... alvarlegt vandamál ... íbúum hefur fækkað víðast hvar á lands- byggðinni ... störfum hefur einnig fækkað ... fólk á þrítugsaldri ... um alvarlegt vandamál að ræða ... fækkun ársverka“ sé annaðhvort bærilegt eða heyri sögunni til? Ráðherra virðist sjóða byggða (vanda)málin niður á þrjár niður- suðudósir: aðalatriði, bærileg og staðbundin. Það rifjast upp fyrir mér hinn sígildi breski farsi ,,Já, ráðherra!“. Aðalatriðin Ef aðalatriðin, sem jafnan eru tilgreind sem landbúnaður og sjáv- arútvegur þegar um landsbyggðina er rætt, eru í lagi, þá hljóta vanda- málin fyrst og fremst vera sam- ansafn aukaatriða. Spurningin er hins vegar sú, með þá takmörkuðu atvinnumöguleika sem fyrir hendi eru úti á landi, hvort það sé yfir höfuð hægt að skilja á milli aðal- og aukaatriða í þessu máli. Hver eru þessi ,,aðalatriði“ sem eru í lagi (gjöfult svar myndi líta til annarra landshluta en Eyjafjarðar og ná- grennis)? Bærilegt Orðið „bærilegt“ er ansi teygj- anlegt. Víða er búið að byggja upp glæsilega á sviði heilbrigðis- og menntamála, og leitt að fólk þurfi nauðugt viljugt að hverfa á brott. Á hinn bóginn er ekki hægt að ætlast til þess að ungt fólk, etv. með mikla skulda- söfnun hjá LÍN, fjár- festi í fasteignum úti á landi til þess að ganga í misjafnlega launuð og óviss störf þar, þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu (sem og í flestum stærri bæjum í Evr- ópu!). Ef við skilgreinum ástandið út frá þáttum eins og fasteignaverði, atvinnumálum, styrk atvinnugreina til lengri tíma, og fólksflutningum (-flótta!), þá er það kaldhæðnislegt að kalla það „bærilegt“. Ef ekki er verið að tala niður til landsbyggð- arfólks með þessum orðum, þá af- hjúpa þau gegnheilan skort á skiln- ingi á því um hverskonar vandamál sé að ræða. Fasteignaverð er jú lágt, um helmingur af brunabóta- mati, og oft hvíla talsverð lán á eignunum. Sé einhver svo heppinn að geta selt hús sitt, þá dugir and- virðið varla upp í útborgun á með- alstórri íbúð á höfuðborgarsvæð- inu. Fábreytt og ótryggt atvinnulíf er varla hægt að kalla bærilegt. Reynt er að krafsa í bakkann með því að flytja opinberar stofnanir út á land, en þeim fáu virðist vera dreift á fluglínuna milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það að flytja sím- svörun eða skráningarvinnu ýmiss konar út á land skapar sjálfsagt einhver störf, en aukin sjálfvirkni í tölvutækni kippir fótunum undan þessu á örfáum mánuðum. Það má líka spyrja sjálfan sig að því hversu ,,umhverfisvænt“ það er að stað- setja nýtt álver og fiskeldi í sama landshlutanum. Hvað er ,,bæri- legt“? Staðbundin vandamál Flestir byggðakjarnar á landinu standa við sjó. Mætti því telja að hin jákvæða sýn ráðherra ætti við flesta þá byggðakjarna sem stað- settir eru fyrir utan kantsteina höf- uðborgarsvæðisins. Það er erfitt að líta á hetjusögur úr Grýtubakka- hreppi sem lausn vandans, þar sem Ú.A. er lýst í pistli ráðherra sem bjargvætti og framtíðarvonum hreppsins, þrátt fyrir mikinn halla- rekstur síðustu mánuði. Þetta er þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síst byggðavænt fyrir hreppinn! Þó svo að fyrirtæki taki á sig félags- lega ábyrgð er ekki hægt að ætlast til að þau taki að sér forystuhlut- verk í byggðastefnu. Slíkt gerir þeim afar erfitt fyrir í samkeppni, ekki síst á alþjóðamarkaði. Víðs vegar um landið berjast heimamenn af dáð við uppbygg- ingu þróunarverkefna og umhverf- is sem ber slíka hvata. En miklum kröftum virðist eytt í baráttu við illa samhæfðar stofnanir og ráðu- neyti, sem vinna aðskilið að af- mörkuðum málum s.s. ferðamanna- þjónustu, landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi, nýsköpun, atvinnumálum kvenna o.s.frv. Þegar í óefni er komið er erfitt að skilgreina ábyrgð, stofnanir og ráðuneyti vísa hvert á annað. Og lítið ber á ráð- herraábyrgð í umræðunni. Heild- arsýn er lykilatriði, en auðvitað á ráðherra að kaupa sér dýra skýrslu um stjórnskipulag opinberra stofn- anna áður en slík hugsun verður tekin í sátt! Já, ráðherra Orð ráðherra eru vafasöm við- urkenning á þeirri baráttu sem er háð á sviði byggðamála. Séð er- lendis frá er vandamálið bundið við Ísland í heild. Stjórnhættir sem þessir fá marga námsmenn erlend- is til þess að spyrja sjálfa sig hvaða leikur sé í gangi þarna heima, hverskonar bananalýðveldi þetta sé, og hvort rétt sé að flytja heim að námi loknu. Það er mikilvægt að hugsa heilsteypt svo landið endi ekki á heimasíðu draugabæja, www.ghosttowns.com. Á landakorti Evrópu er Ísland ekkert annað en lítil eyja langt norður í hafi. Vel menntaðir frændur okkar Danir tala jafnvel um „litlu eyjuna“ og spyrja brosandi hvað ferjan sigli oft ,,þarna uppeftir“, eða hversu langan tíma það taki að bregða sér í hjólreiðatúr hringinn í kringum eyjuna. Eitt af fyrstu skrefunum í rétta átt er að beintengja háskóla landsins og þá aðila sem stunda at- vinnuþróun, og þar með að sneiða fram hjá skrifræði yfirvalda og hagsmunahyggju stjórnmála. Stúd- entar háskólanna lifa og hrærast í pælingum sem liggur beint við að virkja út í atvinnulífið. Eru til þjóðhagslega hagkvæm og byggðavæn svör? Staða byggðamála á www.valgerdur.is Árni Halldórsson Byggðarjafnvægi Það má líka spyrja sjálf- an sig að því, segir Árni Halldórsson, hversu ,,umhverfisvænt“ það er að staðsetja nýtt álver og fiskeldi í sama lands- hlutanum. Hvað er ,,bærilegt“? Höfundur stundar doktorsnám við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn. HRINGT var dyra- bjöllu á heimili mínu eitt kvöld í síðustu viku og var þar stödd kona í merkjasölu fyr- ir Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Vildi hún selja mér merki á 300 krónur. Rétti hún mér rautt merki sem við nánari athugun reyndist vera áróðursmerki fyrir brottflutningi flugvall- ar úr Vatnsmýri. Fyr- ir tilviljun sá ég að hún hafði meðferðis einnig blátt merki. Hélt hún því frekar til baka og ætl- aðist í raun ekki til að ég sæi það, á því voru meðmæli með flugvelli áfram í Vatnsmýri. Þykja mér þetta hin ólíklegustu vinnu- brögð og ekki við hæfi að þessi félagsskapur blandi sér á þennan hátt í pólitískt hita- mál. Við nánari athugun virtist mér sem sjón- varpsstöðin Skjár 1 stæði á bak við þenn- an gjörning. Fór ég þangað til að fá skýr- ingu á þessu athæfi en var illa tekið og nán- ast vísað á dyr er menn heyrðu erindið. Framkoma þáttastjóra þeirra, Eg- ils Helgasonar, var sjónvarpsfyr- irtækinu til lítils sóma. Sú spurning vaknar með manni fyrir hvern Reykjavíkurborg er svo mikið í mun að rýma þarna fyr- ir nýjum byggingalóðum. Ekki munu þær ætlaðar fátækum eða hugsaðar fyrir félagslegt húsnæði. Hverjum á að fara að hygla? Sjálfsbjörg gengur í hús Helgi Jasonarson Flugvöllur Áróðursmerki til sölu, segir Helgi Jasonarson. Honum hugnaðist ekki tilboðið. Höfundur er pípulagningarmeistari. ÞAÐ er komið fimmtudagskvöld og ég er á leiðinni á sinfóníu- tónleika. Fyrir utan að- aldyr Háskólabíós er gangstéttin þakin tyggjóklessum. Þegar ég fer inn blasa plaköt með bíóauglýsingum við. Lyktin, sem kemur á móti mér og fyllir anddyrið, er eins konar blanda af poppkorni, gosi og súkkulaði. Mér bregður ennþá við þótt ég komi hingað næst- um því hvern einasta fimmtudag. Ég geng upp tröppurnar í sal eitt. Þó að ég hafi farið reglulega á tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í þrjú ár trúi ég varla enn þann dag í dag að ég sé á leiðinni á sinfóníutónleika og ekki á bíósýningu fyrr en ég sé nótnapúlt og hljóðfæraleikara á svið- inu. Tónleikarnir byrja. Hljómburð- urinn er lélegur, salurinn of lítill fyr- ir stór verk og ekki nægilega vel hljóðeinangraður. Þegar hljómsveit- in spilar mjög veikt eða þagnir eru – þær eru oft það besta í tónlist! – heyrist skothríð og tónlist úr öðrum bíósölum. Það má heyra skvaldur í fólki fyrir utan dyrnar og einnig heyrist í loftræstikerfi. Klarínettukonsert eftir Jón Nor- dal, sem var frumfluttur af Einari Jóhannessyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petri Sakari í nóvember í fyrra, byrjar og endar mjög veikt. Það er aðeins einleiks- klarínettan sem spilar þá. Einar er alveg snillingur í því að byrja tóninn úr engu og láta hann hverfa aftur út í ekkert en það er ekki hægt að njóta þess í Háskólabíói! Það er komið hlé. Ég sé vini mína einhvers staðar og ætla að tala við þá. Það er löng biðröð á snyrtingu og enn lengri við kaffisölu. Hléið er næstum því búið þegar ég fæ kaffi í plastbolla og loksins finn ég vini mína. Við erum sammála um að verkið fyrir hlé hafi verið vel leikið af Sinfóníuhljómsveit Íslands og nú hlökkum við til píanókonsertsins. Einleikarinn spilar glæsilega og áheyrendur klappa honum lengi lof í lófa að tónleikum loknum. Ég vor- kenni honum svolítið, hversu betur hefði hann ekki notið sín og við hans í betra og boðlegra húsnæði? Þetta er sjónarhorn áhorfanda. En hvernig snýr þetta að hljóðfæraleikaranum? Hann þarf að mæta í sparifötunum því Háskólabíó býður ekki upp á búningaaðstöðu. Niðri í kjallaranum er gangur, geymsla, kaffistofa, lítil herbergi fyrir hljómsveitarstjóra, einleikara og konsertmeistara auk snyrtingar. Þar sem ekki eru til upp- hitunarherbergi í húsinu verður sviðið að nægja til slíks. Á sviðinu heyra hljóðfæraleikararnir ekki nógu vel í sjálfum sér og heldur ekki hver í öðrum. Það er að vissu leyti undravert hversu vel hljómsveitin spilar við þessar aðstæður. Ef okkur finnst Sinfóníuhljómsveitin góð þá er hún þó miklu betri en við höldum, en því miður höfum við enn ekki haft tækifæri til að heyra í þessari „betri“ sinfóníuhljómsveit á Íslandi. Það liggur í augum uppi að hér vantar tónlistarhús. Tónlistarhús er ekki bara staður til tónleikahalds heldur miðpunktur alls tónlist- arlífs. Hvar æfa ein- leikarar, hljóðfæraleik- arar og kammerhópar? Og hvar er pláss til að hitta hljóðfæraleikara eftir tónleika þegar einhvern langar að heilsa upp á og óska til hamingju? Kaffistofan er of lítil fyrir hljóð- færaleikarana sjálfa, hvað þá þegar aðstand- endur og vinir bætast í hópinn. Háskólabíó er óhentugt húsnæði fyrir sinfóníutónleika. Það er 40 ára bráðabirgða- lausn! Ekkert fyrirtæki fengi leyfi til að bjóða starfsmönnum sínum upp á jafn lélegan vinnustað og Háskólabíó er fyrir tónlistarfólkið! Mörg tónlistarhús hafa verið hönnuð síðustu áratugi en engin skóflustunga tekin ennþá. Vantar peninga? Ég get varla ímyndað mér það, efnahagsástand landsins hlýtur að vera betra en nokkurn tíma áður og íþróttahúsin rísa hvert á fætur öðru. Íþróttir eru mjög mikilvægar, en ég fæ oft þá tilfinningu að þær séu alltaf látnar sitja í fyrirrúmi. Fyrir nokkrum árum lofuðu bæjaryfirvöld að byrja á byggingu tónlistarhúss árið 2000, en árið 2001 er gengið í garð og húsið virðist fjær en nokk- urn tíma áður. Svo langar mig að segja nokkur orð um kjör tónlistarfólksins. Hljóð- færaleikarar hafa langt, strangt og dýrt nám að baki. Prufuspil og eins árs prufutími eru strangar kröfur sem finnast varla í öðrum störfum. Í hæsta launaþrepi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands fær almennur hljóð- færaleikari u.þ.b. 140.000 ísl. kr. á mánuði. Ég sem verkfræðingur byrja að háskólanámi loknu á laun- um sem hljóðfæraleikari nær aldrei, ekki eftir mörg ár í þessu starfi. Þetta eru léleg laun fyrir mikla vinnu og aukavinna, jafnvel ekki tengd hljóðfæraleik, er algeng meðal hljóð- færaleikara Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Ef mér telst rétt til þá heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands u.þ.b. 30 mismunandi áskriftar- og aukatón- leika á hverju ári. Sumir tónleikar eru haldnir tvö til þrjú kvöld í röð og auk þess heldur hún skólatónleika og tónleika úti á landi. Til samanburðar heldur Fílharmóníusveit Berlínar 40 mismunandi áskriftar- og aukatón- leika á hverju ári sem eru yfirleitt endurteknir tvö eða þrjú kvöld í röð. En í henni eru fleiri fastráðnir hljóð- færaleikarar og æfingar eru færri og styttri. Klarínettuleikarar eru t.d. fimm og þar af tveir í fyrsta sæti. Auk þess er hljómsveitin með eins konar skóla og nemendur þess skóla taka þátt í tónleikum, jafnvel t.d. í sæti fyrsta klarínettuleikara. Þetta leiðir til þess að fyrsti klarínettuleik- ari Fílharmóníusveitar Berlínar þarf aðeins að spila á öðrum eða þriðju hverjum tónleikum, hins vegar sé ég Einar Jóhannesson spila næstum því á hverjum einustu tónleikum hér. Ég held að það komi ekki á óvart að laun hljóðfæraleikara Fílharmóníusveitar Berlínar séu einnig hærri en laun hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands en fyrir þá sem vilja vitan það nánar er talan sem þarf að margfalda með u.þ.b. 4,5! Ég vona að sá tími komi fljótlega að tónlistarhús rísi yfir Sinfóníu- hljómsveit Íslands og betri kjör fyrir hljóðfæraleikara verði að veruleika. Þetta er öllum til góðs, þeim sem þá geta einbeitt sér betur að sínu starfi í virðulegra umhverfi, og hinum sem þangað fara til að njóta tónlistarinn- ar. Góð sinfóníuhljómsveit er frábær auglýsing og landinu til sóma, jafnt hérlendis sem erlendis! Tónlistarhús og kjör hljóð- færaleikara Súsanne Ernst Höfundur er efnaverkfræðingur. Tónlist Ég vona að sá tími komi fljótlega, segir Súsanne Ernst, að tónlistarhús rísi yfir Sinfóníuhljóm- sveit Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.