Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 69
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 69
Í DAG er kosið um
hvort Reykjavíkur-
flugvöllur verði í borg-
inni eftir 2016.
Reykjavík er höfuð-
borg alls landsins og
við Reykvíkingar vilj-
um að hún haldi þeirri
stöðu. Henni ber að
rækja hlutverk sitt í
þágu allra Íslendinga.
Í borginni eru helstu
stofnanir og miðstöð
stjórnsýslu fyrir allt
landið og aðgangur að
þeirri þjónustu verður
að vera greiður. Eitt
af því sem borgir – og
þá ekki síst höfuðborg-
ir – leitast við að hafa í lagi eru
samgöngur til og frá þeim. Í fram-
tíðinni þarf Reykjavík ekki aðeins
að vera með hraðar og greiðar sam-
göngur til og frá landsbyggðinni
heldur einnig til og frá öðrum borg-
um í nágrenni okkar. Reykvíkingar
þurfa, ef þeir ætla að vera sam-
keppnishæfir á vinnumarkaði og í
framþróun, að geta sinnt störfum
sínum án mikilla tafa víðar en hér á
landi.
Stækkandi atvinnusvæði
kallar á hraða
Flugvellir þurfa að vera nálægt
borgarkjarna og stjórnendur stór-
borga leitast sífellt við að koma
flugsamgöngum betur fyrir nær
kjarna þeirra.
Úttekt á fjölmörgum borgum
sýnir að flugvellir eru í 10 til 20 km
fjarlægð frá miðborginni og þeir
mega ekki vera lengra í burtu ef
þeir eiga að þjóna sem best tilgangi
sínum.
Ég býst við að Reykvíkingar og
allir landsmenn vilji verða sam-
keppnisfærir á alþjóðlegum vinnu-
markaði. Til þess þarf hraðan og
greiðan aðgang að vinnustöðum
allsstaðar, ekki bara í Reykjavík, og
greiðan aðgang þarf að Reykjavík
sem höfuðborg. Í framtíðinni mun-
um við þurfa að skreppa á fundi og
jafnvel til vinnu til nágrannalanda
okkar og þá er það mikill tíma-
sparnaður að geta skotist beint frá
Reykjavík að morgni og heim síð-
degis aftur án þess að þurfa að eyða
löngum tíma í akstur til og frá
Keflavík og bið þar.
Athafnalíf og
mannlíf við flugvelli
Flugvellir draga að sér athafnalíf
og mannlíf og það er mikilvægt fyr-
ir miðborg. Svæði við flugvelli iða
oftast af mannlífi, en það er meira
en segja má um miðborgir sem
rændar hafa verið ákveðnum at-
vinnuþáttum vegna þess að borg-
aryfirvöld kusu að annars konar at-
vinnulíf kæmi í staðinn.
Það hefur mistekist eins og dæmi
eru um.
Flugvöllur í Reykjavík er mik-
ilvægur fyrir ferðaþjónustuna. Um
flugvöllinn fara mörg
hundruð þúsund
manns á ári. Það er
ekki aðeins lands-
byggðarfólk eins og
andstæðingar flugvall-
arins gefa í skyn.
Reykvíkingar sinna
einnig störfum um allt
land auk starfa í borg-
inni og þurfa að eiga
greiðan aðgang að
ferðum til hinna ýmsu
staða á landinu.
Höfuðborgin verður
að tryggja greiðar
samgöngur ekki aðeins
fyrir landsbyggðarfólk
heldur einnig fyrir
Reykvíkinga.
Tekjur af flugvelli
og öryggi sjúkraflugs
Óbeinar tekjur vegna flugvallar-
ins eru 16 milljarðar á ári sam-
kvæmt Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands og beinar tekjur 11 millj-
arðar og hann skapar liðlega 1.100
störf. Það er sérkennilegt að vilja
öll þessi umsvif burt úr borginni.
Umræðan er af hinu góða og það
er líka tilvalið að leita álits borg-
aranna, en því miður eru kostirnir
sem valið á að snúast um mjög
óljósir. Eins og staðan er nú stend-
ur valið um flugvöllinn áfram í
Reykjavík eða að leggja hann alveg
niður og þar með sérstakan innan-
landsflugvöll. Keflavíkurflugvöllur
tæki þá við innanlandsfluginu, en
það yrði áfall fyrir innanlandsflug á
Íslandi og drægi einnig verulega úr
því öryggi sem sjúkraflugið um
Reykjavíkurflugvöll veitir.
Breyttur Reykjavíkurflug-
völlur er besti kosturinn
Álftanes er kostur sem gæti gert
það að verkum að höfuðborgin
sinnti því hlutverki sem höfuðborgir
verða að sinna til að standa undir
nafni með greiðum samgöngum í
lofti.
En ætli skattgreiðendur séu
reiðubúnir að forgangsraða þannig
að milljarðar af skattfé þeirra fari í
uppbyggingu nýs flugvallar á sama
tíma og ekki fæst fé til að veita fötl-
uðum, öldruðum og sjúkum viðun-
andi framfærslu og þjónustu? Ég
get ekki séð annað en að fyrirliggj-
andi tillögur um breyttan Reykja-
víkurflugvöll með tveimur brautum
og þjónustumiðstöð við Loftleiða-
hótelið, sem gefur ágætis landrými
fyrir aukna byggð á svæðinu, sé
góður kostur fyrir alla landsmenn.
Reykvíkingar, greiðum flugvellin-
um okkar atkvæði í dag.
Verum með og
höldum velli
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík.
Flugvöllur
Breyttur Reykjavíkur-
flugvöllur með tveimur
brautum og þjónustu-
miðstöð við Loftleiða-
hótelið, segir Ásta R.
Jóhannesdóttir, er góð-
ur kostur fyrir alla
landsmenn.
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
Menntamálaráð-
herra kýs að afgreiða
þá miklu gagnrýni sem
komið hefur fram á
reglugerðina um höf-
undarréttargjöld á
geisladiska, sem einn
allsherjar misskilning
þeirra sem mótmælt
hafa og segir að sig
undri „hve hátt margir
reiða til höggs vegna
þess máls, þótt aug-
ljóst sé að þeir hafi
ekki kynnt sér það til
neinnar hlítar“.
Í grein sem hann
skrifar í Morgunblaðið
9. mars segir hann þennan mis-
skilning felast í þrennu. Í fyrsta
lagi að ekki sé um „skatt“ að ræða
heldur gjald sem sé „sanngjörn
þóknun til höfunda vegna afritunar
verka þeirra til einkanota ein-
göngu“. Í öðru lagi að gjaldtakan sé
ekki í þágu tónlistarmanna ein-
göngu heldur renni féð til Inn-
heimtumiðstöðvar gjalda sem síðan
útdeilir peningunum til ólíkra aðild-
arhópa og í þriðja lagi að með
reglugerðinni sé einfaldlega verið
að framfylgja einróma samþykkt
Alþingis um eðlilega útvíkkun á lög-
um sem verið hafa við lýði í 16 ár.
Þetta er fátæklegt svar við hinni
sterku málefnalegu gagnrýni sem
sett hefur verið fram um málið og
langt frá því að megininntaki henn-
ar sé svarað á nokkurn hátt, enda
er það sennilega ekki svo auðvelt.
Ekki skattur heldur
sanngjarnt gjald
Gjald sem ríkið innheimtir af
borgurunum samkvæmt lögum og
að þeim forspurðum án þess að á
móti komi bein þjónusta eða vara,
kalla ég „skatt“ óháð því hvar pen-
ingarnir lenda á endanum. Ef ráð-
herra vill nefna það eitthvað annað
þá það, enda orðhengilsháttur sem
hefur lítið með grundvallaratriði
málsins að gera.
Það eru einnig hártoganir að
réttlæta gjaldið með því að það sé
sanngjörn þóknun fyrir löglega af-
ritun til einkanota. Ef neytendur
hafa samkvæmt lögum rétt til að
gera einkaafrit af hugverkum og
seljendum finnst þeir eigi að fá
greitt fyrir það, þá á einfaldlega
reikna gjaldið inn í verð verksins
þannig að ef ég kaupi mér geisla-
disk með Ragga Bjarna þá greiði
ég um leið fyrir réttinn til að gera
einkaafrit. Afgreitt mál.
16 ára lög
samþykkt einróma
Að verja lagabreytinguna með
því að hún sé einungis útvíkkun á
16 ára gömlum lögum sem heimila
álögur á myndbönd, segulbands-
spólur og vídeótæki er markleysa,
því gagn-rýnin á jafnt við um þessa
eldri miðla eins og þá nýju og hið
eina rétta í stöðunni
að ógilda þessa gömlu
og úreldu gjaldtöku-
heimild.
Það er rétt að laga-
breytingin var sam-
þykkt mótatkvæða-
laust í Alþingi en eins
og Páll Þórhallsson
lögfræðingur bendir á
í góðri grein í Morg-
unblaðinu þá var með-
ferð hennar í þinginu
mjög ábótavant. Hann
tiltekur þrennt í því
sambandi.
Í fyrsta lagi hafi
frumvarpið verið lagt
fram undir þeim formerkjum að
verið væri að lögfesta tilskipun
Evrópusambandsins, án þess þó að
nokkuð í Evrópurétti eða alþjóða-
samningum knýi á um þessa gjald-
töku. Í öðru lagi hafi frumvarpið
breyst eftir að það var sent út til
umsagnar þannig að gjaldtökunni
var bætt við og í þriðja lagi hafi
engar efnislegar umræður farið
fram um málið við aðra og þriðju
umræðu.
Mér sýnist á öllu að þingmenn
hafi einfaldlega ekki verið með á
nótunum þegar þetta frumvarp fór í
gegn; a.m.k. ekki áttað sig á þessari
mótsagnakenndu gjaldtöku sem
skapar fleiri vandamál en hún leys-
ir. Ég skora því á þingmenn að end-
urskoða afstöðu sína með tilliti til
þeirrar miklu gagnrýni sem síðan
hefur komið fram.
Ef þessi málsmeðferð er vísbend-
ing um hvernig tilskipanir frá Evr-
ópu verða afgreiddar á færibandi af
Alþingi Íslendinga í framtíðinni
verður það að viðurkennast að
varnaðarorð Evrópuandstæðinga
um einmitt það fá aukið vægi.
Innheimtumiðstöð
gjalda
Öllum sem um málið hafa fjallað
er fullljóst að ágóði skattsins renn-
ur til fleiri en tónlistarmanna en
það er aukaatriði sem breytir engu
um óréttmæti gjaldtökunnar. En
auðvitað er það þó svo að tónlist
verður mest fyrir barðinu á einka-
fjölföldun og reglugerðin í meginat-
riðum tilkomin vegna hennar og því
ekki óeðlilegt að umræðan snúist
um hana.
En það verð ég að viðurkenna að
það var í fyrsta sinn að ég heyrði
minnst á Innheimtumiðstöð gjalda
þegar ég las fréttir af reglugerðinni
á Netinu. Mér flaug þá strax í hug
að um gabb væri að ræða; bæði
vegna efnisinnihalds reglugerðar-
innar en ekki síður vegna þessa
grátbroslega nafns á stofnuninni
sem er eins og sniðið inn í þessa
fornfálegu reglugerð. Mér fannst
það hljóta að vera úr einhverju
áramótaskaupinu, eða var það Út-
varp Matthildur?
Tölvumenn SKILJA
gildi höfundarréttar
Ég geri mér enga grein fyrir
hvað ráðherra er að fara þegar
hann í grein sinni talar um fyrir
hugbúnaðarframleiðendum og
minnir þá á mikilvægi höfundar-
réttarins og að þeir standi ,,fastar
vörð um þennan rétt sinn en aðrir“.
Það hefur einmitt verið megin-
inntakið í öllum málflutningi mót-
mælenda að höfundarétturinn er
eftir sem áður mjög mikilvægur og
enginn lagt til að minnka vægi
hans, heldur hefur gagnrýnin að
öllu leyti beinst að þessari stór-
furðulegu aðferð við að innheimta
gjald í nafni höfundaréttar án þess
að hafa nokkuð með hann að gera.
Þrátt fyrir að hugbúnaðarfram-
leiðendur verði af gríðarlegum
tekjum vegna ólöglegrar afritatöku,
þá hefur engum dottið í hug sú fjar-
stæða að lögleiða afritatökuna og fá
ríkið til innheimta skatt af almenn-
ingi fyrir hönd hugbúnaðarhús-
anna.
Þess í stað leita fyrirtækin ann-
arra og eðlilegri leiða eins og þeirr-
ar sem Microsoft fór í samningum
við íslenska ríkið á dögunum og
ráðherra tekur einmitt dæmi af í
grein sinni. Fyrirtækið einfaldlega
samdi um að gegn því að þýða
Windows á íslensku myndi íslenska
ríkið gera gangskör að því að upp-
ræta hugbúnaðarþjófnað hjá opin-
berum fyrirtækjum og almennt
herða aðgerðir gegn ólöglegri afrit-
un í landinu.
Ég fæ ekki séð hvernig þessi
dæmisaga af Microsoft á að renna
stoðum undir lagasetninguna, því
þvert á móti sýnir hún hvernig eðli-
legt er að bregðast við tekjumissi
vegna afritunar á hugverkum.
Grundvallaratriði málsins
Grundvallaratriði málsins er ein-
falt. Þessi reglugerð er tímaskekkja
sem skapar fleiri vandamál og
flækjur en hún nokkurn tíma leysir.
Það skiptir engu hvort gjaldið er 17
eða 35 krónur, hvort það er á
geisladiska eða eitthvað annað. Það
er einfaldlega rangt að greiða fyrir
höfundarétt á þennan hátt.
Höfundarréttarskattur
Ari Jóhannesson
Gjöld
Það er eins og þing-
menn hafi ekki áttað sig
á þessari mótsagna-
kenndu gjaldtöku, segir
Ari Jóhannesson, sem
skapar fleiri vandamál
en hún leysir.
Höfundur er tölvunarfræðingur.