Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 78
78 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞEGAR rætt er um tilveru Reykja-
víkurflugvallar virðast menn oft
gleyma að lesa sér aðeins til og skoða
staðreyndir. Tómas Ingi Olrich al-
þingismaður skrifar í Mbl. þ. 15.03.
’01 á þann veg að bersýnilegt er að
hann gerir þetta ekki. Auðvitað geta
menn gleymt sér í hita leiksins en
samt verður að gæta sín að rugla fólk
ekki í ríminu. Það verður að vera
hægt að treysta alþingismönnum.
Ferðaþjónusta: Það er staðreynd
að ferðaþjónusta er vaxandi atvinnu-
grein og verður, að mati hinna mæt-
ustu manna, sú sem veita mun flest-
um vinnu á næstu tveim til þrem
áratugum. Það er allavega mat Fé-
lags háskólamenntaðra ferðamála-
fræðinga. Þeir telja að á þessu tíma-
bili komist fjöldi erlendra ferðamanna
upp í milljón og að 95% þeirra komi til
þess að njóta íslenskrar náttúru. Það
er hins vegar staðreynd að einungis
innan við 15% þeirra ferðamanna,
sem komu til landsins í fyrra, notuðu
sér innanlandsflugið.
Það er einnig staðreynd að frá
árinu 1996 hefur hótelnýting í
Reykjavík batnað úr 63% í 71% en úti
á landsbyggðinni minnkað úr 43%
niður í 36%. Þetta kemur til af því að
farþegar í millilandaflugi, sem ætla að
fara út á land gista í langflestum til-
vikum a.m.k. eina nótt í Reykjavík. Ef
innanlandsflugið væri flutt til Kefla-
víkurflugvallar, myndi það efla ferða-
þjónustuna úti á landsbyggðinni,
vegna þess að þá væri hægt að tengja
flugin til og frá landinu og innanlands.
Sjúkraflug: Vissulega er gott að
vera stutt frá sjúkrastofnun, þegar
komið er með sjúklinga í flugi. Það er
samt staðreynd að það er mun meiri
notkun á þyrlum til þeirra nota og
þær geta lent á spítalanum í Fossvogi.
Flugleiðir hafa tilkynnt að nú verði
lagt niður innanlandsflugið, vegna
þess að það borgar sig ekki. Varla er
það núverandi staðsetningu Reykja-
víkurflugvallar að kenna? Með flutn-
ingi flugvallarins úr Vatnsmýrinni, til
Keflavíkurflugvallar, er miklu styttra
í næstu sjúkrastofnanir og þar er hið
hæfasta fólk, bæði á vellinum sjálfum
og líka á Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Vissulega er mun skynsamlegra að
efla sjúkraflug með þyrlum og það er
hið eina rétta í sambandi við allt
björgunarflug. Það krefst ekki stórra
eða langra flugbrauta.
Atvinnumál: Það er staðreynd að
eitthvað af störfum koma til með að
flytjast til Reykjanesbæjar og er ekk-
ert nema gott um það að segja. Vissu-
lega hlýtur að vera eitthvað að marka
kosningahjal alþingismanna, um að
efla þurfi atvinnu á landsbyggðinni,
eða hvað? Aftur á móti, verður til
margfalt meiri atvinna við uppbygg-
ingu í Vatnsmýrinni. Ef innanlands-
flug Flugleiða leggst niður verður nú
ekki um auðugan garð að gresja í at-
vinnumálum Reykjavíkurflugvallar.
Leikföng misríkra einstaklinga,
skapa enga atvinnu nema handa þeim
sjálfum og er það í góðu lagi en lands-
menn eiga ekki að borga lagningu
flugbrauta fyrir þá.
Innanlandsflug: Eins og ég sagði
fyrr ætla Flugleiðir að leggja niður
innanlandsflug sitt, þetta hefur staðið
til lengi enda hefur stórdregið úr allri
þjónustu við landsbyggðina. Þetta
borgar sig hreinlega ekki lengur.
Með því að flytja innanlandsflugið
til Keflavíkurflugvallar, myndi það
eflast að miklum mun og styrkja alla
ferðamennsku, bæði úti á landi og líka
í Reykjavík. Tengingu við millilanda-
flugið hefur vantað í ferðamennskuna
og þarna gefst kostur á að vinna að
því næstu 15 árin og auðvitað verður
það gert. Samgönguráðherra hefur á
afgerandi hátt sagt að þar verði fram-
tíðarvallarstæði innanlandsflugsins
og er ekki hægt annað en styðja þá til-
lögu hans heilshugar enda er hún afar
snjöll framtíðarsýn og laus við alla
tímaskekkju. Reykjavíkurflugvöllur
var ágætur til síns brúks, en hann hef-
ur þjónað sínum tilgangi. Vissulega
má segja að með því að flytja hann til
Reykjanesbæjar verði höfuðborgin
líka flutt þangað en hún gerir það
hvort sem er á næstu áratugum. Það
er kallað þróun og hún hefur stuðlað
að vexti alls höfuðborgarsvæðisins og
sama hvað við segjum eða gerum, hún
verður ekki stöðvuð.
ÆGIR GEIRDAL
listamaður.
Framtíðarsýn
Frá Ægi Geirdal:
MAÐUR á Nýja-Sjálandi leitar bróð-
ur síns sem hugsanlega gæti bjargað
lífi systur þeirra, en bróðirinn lét síð-
ast vita af sér á Íslandi fyrir um það
bil sex árum. Systirin þjáist af hvít-
blæði og talið er hugsanlegt að bein-
mergur úr bróður hennar gæti hjálp-
að við læknismeðferð.
Rauði kross Íslands biður Lance
Eric Neill eða aðra sem vita um ferðir
hans að hafa samband í síma 570-4000
eða við netfangið central@redcross.is
Fjölskylda Neills bað um að
grennslast yrði fyrir um hann í gegn-
um leitarþjónustu Rauða krossins og
hafa Rauða krossfélögin á Nýja-Sjá-
landi og Íslandi milligöngu um málið.
Neill, sem er fæddur 27. mars 1944
í Kurow, Otago, á Nýja-Sjálandi,
hvarf sjónum ættingja sinna fyrir um
þrjátíu árum. Samkvæmt upplýsing-
um ættingjanna barst kort frá honum
um jólaleytið 1994 „sem gaf til kynna
að hann væri að vinna við olíuvinnslu
á Íslandi“ eins og stendur í leitar-
beiðni.
Systir Lance Eric Neill heitir
Rhonda og býr í Perth í Ástralíu.
Ekki hefur reynst unnt að nota bein-
merg úr hinum systkinum hennar en
hún greindist með hvítblæði í des-
ember 1996.
Neill mun hafa unnið á olíuborpalli
við Saudi-Arabíu fyrir um þrjátíu ár-
um en fjölskylda hans heyrði í honum
frá Majorka árið 1979. Ef einhver
kannast við Neill og getur haft sam-
band við hann er sá hinn sami beðinn
að hafa samband við Rauða krossinn
eða láta Neill vita af leitinni að honum
og ástæður fyrir henni.
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Leitað að Lance Eric
Neill frá Nýja-Sjálandi
Frá Þóri Guðmundssyni: