Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 83

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 83
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 83 Næg bílastæði spila frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 Útgá fu tón le i ka r EGILS ÓLAFSSONAR verða í Salnum Kópavogi, mánudaginn 19. mars kl. 20.30 vegna útkomu nýrrar geislaplötu „Angelus novus“. Hljóðfæraleikarar: Guðmundur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Mattías Hemstock, Haraldur Þorsteinsson, Stefán S. Stefánsson. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Skífunnar, Laugavegi 26 og Kringlunni LÚÐRASVEIT Reykjavíkur hefur aldrei verið fjölmennari, og aldrei verið betri að sögn stjórnandans Lár- usar Halldórs Grímssonar. Enda er það löngu liðin tíð að lúðrasveitir leiki bara Öxar við ána og marseri um borg og bý. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg einsog best kemur í ljós í dag þegar Lúðrasveit Reykja- víkur heldur stórtónleika í Neskirkju kl. 16. Fjórir færir söngvarar Lúðrasveit Reykjavíkur er eitt elsta tónlistarbatterí á landinu, en hún verður 80 ára á næsta ári og Hljómskálinn einnig árið eftir. Hann er eina húsið sem hefur verið byggt sérstaklega í kringum tónlist þar til Salurinn kom. Það var líka þröngt á þingi í Hljómskálanum þegar blaða- maður leit inn á æfingu. Þar sátu 40– 50 hljóðfæraleikarar á öllum aldri auk fjögurra af hæfustu söngvurum þjóðarinnar sem ætla að leggja sveit- inni lið í dag, þau Egill Ólafsson, Guð- björn Guðbjörnsson, Margrét Eir og Andrea Gylfadóttir. „Þetta er mjög skemmtileg söng- leikjadagskrá sem hefur verið sett saman og við syngjum,“ útskýrir Andrea á meðan Egill æfir „But Not for Me“ eftir þá George og Ira Gersh- win. Andrea er ekki alls óvön að syngja með lúðrasveit, því hún hefur áður sungið með Skólalúðrasveit vestur- bæjar. Í dag syngur hún lögin „Put On A Happy Face“ úr söngleiknum Bye Bye Birdy, „They Can’t Take That Away From Me“ eftir fyrr- nefnda Gershwin-bræður, Billie Holi- day lagið „God Bless The Child“ og „If My Friends Could See Me Now“ úr söngleiknum Sweet Charity. „Við syngjum öll nokkur lög ein og síðan syngjum við saman mjög skemmtilega syrpu sem kallast Irv- ing Berlin’s America. Þar eru öll möguleg lög einsog „There’s No Bus- iness Like Showbusiness“, „Puttin’ On The Ritz“ og mörg önnur lög sem fólk þekkir mjög vel. Við syngjum syrpuna ýmist fjórraddað eða öll saman. Það er mjög gaman,“ segir Andrea. Stórsveitarlykt í loftinu Í hléi næst tangarhald á Lárusi stjórnanda til að forvitnast hvað komi til að Lúðrasveitin standi fyrir stór- tónleikum. „Mér fannst vera kominn tími á það að gera eitthvað virkilega spenn- andi. Það er ekki auðvelt að finna út- setningar fyrir söngvara og lúðra- sveit þó það sé til nóg af útsetningum fyrir stórsveitir. – Hver er munurinn? „Lúðrasveitin hefur mun stærri hljóm, fer meira út í að vera sinfón- ískt band þar sem við erum með pák- ur, margar flautur, mörg klarinett. En sá sem útsetti flest laganna er frægur stórsveitarútsetjari, svo það er svona stórsveitarlykt af þessu,“ segir Lárus og glottir. – Er það sérstakt fyrir lúðrasveit? „Fólk heldur að lúðrasveitir spili bara marsa, en á tónleikum leikum við mikið konserttónlist, klassískt tónverk og kvikmyndatónlist. Þetta er allt til í lúðrasveitarútgáfu. Ég er hlynntur því að brjóta þetta upp, fá söngvara til liðs við okkur, og á af- mælisárinu verðum við með kóra með okkur og píanista í einu verkinu, og núna alla þessa toppsöngvara.“ Mjög áheyrileg hljómsveit – Og verða bara einir tónleikar? „Ég sé alveg að það megi endur- taka þessa tónleika. Við byrjum á þessum og ef verður húsfyllir þá kannski endurtökum við þá,“ segir Lárus og stillir sér aftur fyrir framan hópinn sinn. „Þetta er mjög létt og skemmtilegt og frábært að hlusta á fólk á öllum aldri spila sama,“ segir Andrea. „Ég veit ekki hvað sá yngsti er gamall, níu ára held ég, og elsti sjötugur eða meira. Það er mjög breiður aldur í þessari hljómsveit, og hún er mjög áheyrileg. Ég held að fólk sé ekki vant því að heyra þessa tegund tón- listar frá þessu bandi. Það er ekki oft sem það eru haldnir svona tónleikar hjá Lúðrasveit Reykjavíkur.“ – Þannig að þetta er upplagt tæki- færi ... „Ja, ég myndi halda það. Þarna eru toppsöngvarar og gott band og lög sem allir þekkja í skemmtilegum út- setningum,“ segir stórsöngkonan að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Blásið og sungið undir stjórn Lárusar. Gull- barkar og brass Stjörnum prýddir stórtónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.