Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Pálmadóttir gaf í gær út reglugerð um lyfjavottorð ferðamanna vegna gildistöku Schengen-samkomulagsins 25. mars. Schengen- samningurinn kveður á um að þeir sem flytja með sér ávanabindandi lyf og geðvirk efni vegna lækn- ismeðferðar til annarra Schengen-landa þurfi að geta framvísað staðfestu vottorði. Sárafáir þurfa á vottorði að halda Ingolf Petersen, skrifstofustjóri lyfjamáladeild- ar heilbrigðisráðuneytisins, segir að um sárafá lyf sé að ræða og skv. reglugerðinni þurfi ferðamenn eingöngu að útvega sér slík vottorð ef þeir hafi með sér lyf sem innihalda mikilvirk ávanabindandi eða geðvirk efni, s.s. morfín og amfetamín. „Það má væntanlega telja þá sjúklinga á fingr- um annarrar handar sem eru á þessum lyfjum og þurfa á þessu vottorði að halda er þeir fara utan til langdvalar,“ segir hann. Að sögn heilbrigðisráðherra er reglugerðin í samræmi við reglur sem settar hafa verið um framkvæmd þessa ákvæðis Schengen-samnings- ins á öðrum Norðurlöndum. Ingolf segir að fram að þessu hafi allir sem ferðast til annarra landa þurft að geta sýnt fram á að þau lyf sem þeir hafa með sér í farteskinu séu til eigin nota og þeim hafi verið ávísað á löglegan hátt af lækni, þó ekki hafi verið gefin út sérstök vottorð vegna þessa. „Með Schengen breytist þetta. Menn mega hafa þessi sterku lyf með sér til 30 daga notkunar ef þeir eru með búsetu á Schengen- svæðinu en þeir sem eru utan Schengen-svæðisins þurfa að uppfylla samskonar skilyrði en fá ein- ungis leyfi til að hafa lyfin með sér til 14 daga notkunar,“ segir hann. Stefnt er að því að þeir sem þurfa á vottorðum að halda geti fengið þau í því apóteki sem afgreiðir viðkomandi lyfseðla. Aðspurður hvort sjúklingar þurfi að greiða fyrir lyfjavottorðin segir Ingolf markmið ráðuneytisins að þau verði afhent endur- gjaldslaust, en ekki sé þó búið að ganga frá því „Að óbreyttum reglum veit ég ekki hvað læknar munu taka fyrir að skrifa upp á svona, en það er mark- mið okkar að þessi vottorð verði endurgjaldslaus,“ sagði hann. Heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð vegna Schengen Lyfjavottorð vegna mikil- virkra ávanabindandi lyfja Íslendingar ætla að skora mörk í Búlgaríu /B1 Vala Flosadóttir fer til Houston /B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blaðauki um fermingar EFTIR óvænt veðraskipti í fyrra- dag breyttist ásjóna blómabeða víða á höfuðborgarsvæðinu þegar nýfall- inn snjórinn lagðist yfir beðin svo úr varð falleg litasamsetning snjóv- ar og nýuppkominna grænna blaða ýmissa lauka. Í beðunum við gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti, sem einnig hefur gengið undir nafninu Fógetagarður, voru páskaliljurnar varla fyrr komnar upp úr moldinni en fór að snjóa á fimmtudagskvöld. Að sögn Jóhanns Pálssonar garð- yrkjustjóra Reykjavíkur hefur snjórinn síst slæm áhrif á blómin, enda eru þau harðgerð og geta jafn- vel haft gott af snjónum. „Páskalilj- urnar eiga það til að hrekjast svolít- ið ef þær eru komnar langt á leið ef kólnar, en það er mjög sjaldgæft,“ segir Jóhann. „Þær þola smákulda- kast eftir að þær eru komnar af stað og það kom þeim reyndar vel að það skyldi fara að snjóa núna. Fram- undan er frost og þá nýtur moldin góðs af þeirri kuldahlíf sem snjór- inn er. Það sem fer verst með gróð- ur er mikið sólfar að degi til og mik- ið næturfrost. Plönturnar fara að anda í sólinni sem kallar á vatns- upptöku, sem er mjög erfið þegar jörð er frosin. Þess vegna kemur snjórinn plöntunum að góðu gagni við að hlífa jörð gegn frostinu.“ Morgunblaðið/Jim Smart Páskaliljurnar njóta góðs af snjónum Stefnt að lýsingu á Hellisheiði fyrir áramót UNDIRBÚNINGUR er hafinn að breikkun og lýsingu Suðurlands- vegar um Hellisheiði og Þrengsli. Gangi allur undirbúningur eftir verður framkvæmdum við lýsingu vegarins lokið fyrir áramót. Þetta kom meðal annars fram í máli Árna Johnsen, 1. þingmanns Suðurlands og formanns samgöngunefndar, þegar hann ávarpaði aðalfund Sam- taka sveitarfélaga á Suðurlandi eft- ir hádegið í gær. Byrjað verður á því að breikka veginn í brekkum og síðan tengt á milli þeirra þannig að vegurinn verður þrjár akreinar. Einnig er hafinn undirbúningur að lagfæring- um á Þrengslavegamótunum í Svínahrauni. Árni sagði að unnið væri að und- irbúningi þess að framkvæmdir við lýsingu vegarins um Hellisheiði og Þrengsli gætu hafist á þessu ári. Kostnaður við lýsingu nemur 280 milljónum króna og sagði Árni að unnið væri að fjármögnun fram- kvæmdanna í samstarfi við sveit- arfélögin Árborg, Ölfus og Hvera- gerðisbæ. Auk þess væri Orkuveita Reykjavíkur inni í þessum undir- búningi. Um yrði að ræða svokall- aða flýtiframkvæmd þar sem verk- efnið væri ekki komið á vegaáætlun. Lán yrði tekið til fram- kvæmdanna ef af yrði og bæru sveitarfélögin vextina. „Ef allt gengur að óskum má vænta þess að lýsingu verði lokið fyrir áramót,“ sagði Árni Johnsen. Hann sagði einnig að þátttaka sveitarfélaganna og Orkuveitunnar væri lykilatriði og ennfremur að mikill áhugi væri fyrir þessari framkvæmd um breikkun og lýs- ingu. Það sýndu um sex þúsund undir- skriftir á Suðurlandi sem skilað hefði verið til samgönguráðherra um þessar vegabætur á Suður- landsvegi um Hellisheiði. Árni Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis Undirbúa kvíaeldi í Fáskrúðsfirði LAXELDISFYRIRTÆKIÐ Salar Islandica, tilkynnti í gær til Skipu- lagsstofnunar framkvæmdir vegna sjókvíaeldis í Fáskrúðsfirði. Mun skipulagsstjóri taka ákvörðun um hvort framkvæmdirnar verði látnar sæta mati á umhverfisáhrifum. Í Fáskrúðsfirði er fyrirhugað lax- eldi í tveim 3 þúsund tonna kvía- þyrpingum sem gefa af sér 8 þúsund tonna ársframleiðslu. Reiknað er með að kvíaeldið skapi 20 störf og ráðgert að hefja framkvæmdir sem fyrst. Salar Islandica hefur þegar fengið starfs- og rekstrarleyfi fyrir 8 þús- und tonna ársframleiðslu af kyn- bættum laxi í Berufirði. Tveir harðir árekstrar í Norðurárdal ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slasað- ist alvarlega þegar bíll hans skall framan á snjóruðningstæki á Vest- urlandsvegi til móts við Grafarkot í Norðurárdal um kl. 15.40 í gær. Þá voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir annan harðan árekstur við Kolás um klukkan 22 í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi þurfti að beita klippum til að ná ökumanninum út úr bifreiðinni í fyrri árekstrinum. Hann hélt meðvitund allan tímann. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti hún manninn á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn lögreglu eru tildrög slyss- ins þau að maðurinn missti stjórn á bifreið sinni sem fór yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir snjó- ruðningstækið. Ökumann þess sak- aði ekki. Lögreglan lokaði Vesturlandsvegi í um 1½ klukkustund vegna slyssins. Harður árekstur á Kolás Um klukkan 22 í gærkvöld varð annar harður árekstur á Vestur- landsveginum á Kolás, rétt neðan við Munaðarnes. Tildrögin voru þau að fólksbifreið á suðurleið var ekið framúr vörubifreið og skall framan á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Báðar bifreiðirnar hentust út af veg- inum og varð að beita klippum til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út. Ökumenn beggja bifreiða misstu meðvitund, en að sögn lögreglu virt- ust meiðsl ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Ökumennirnir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en farþegar þeirra sluppu án teljandi meiðsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.