Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Valsson, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að bændur og dýralæknar þurfi sameiginlega að stefna að því að minnka sýklalyfjanotkun í land- búnaði. Sú hætta sé ætíð fyrir hendi að mikil sýklalyfjanotkun leiði til lyfjaónæmis, þ.e. að bakteríur myndi ónæmi gagn- vart lyfjum. Nýlega stóð dýralæknafélagið fyrir ráðstefnu á Selfossi um lyfjaónæmi. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru sérfræðing- arnir Haraldur Briem og Karl Kristinsson. Ólafur sagði að menn væru sí- fellt að gera sér betur grein fyr- ir að samspil væri á milli lyfja- ónæmis í mönnum og lyfjaónæmis í dýrum. Mönnum væri orðið ljóst að lyfjaónæmi sem kæmi upp í dýrum gæti leitt til ónæmis í mönnum og öf- ugt. Baráttan gegn lyfjaónæmi væri því ekki háð einangruð af barnalæknum sem væru að fást við börn með eyrnabólgur eða dýralæknum sem væru að fást við júgurbólgu í kúm heldur bæri að líta á allan heiminn í þessu sambandi og allar þær bakteríur sem menn væru að gefa sýklalyf við. Lyfjaónæmi erfitt viðureignar Ólafur sagði að sem betur fer hefðu Íslendingar verið aðhalds- samir varðandi notkun sýkla- lyfja í landbúnaði. Á sínum tíma hefðu íslenskir dýralæknar stað- ið fast gegn notkun sýklalyfja í fóður og sýklalyfja til að flýta vaxtarhraða, en slík notkun hef- ur verið leyfð í mörgum öðrum löndum. Ýmsir hefðu mótmælt þessu banni hér á landi, en í dag sæju flestir hvílíkt gæfuspor þetta hefði verið. Ólafur sagði mikilvægt að tak- marka sýklalyfjanotkun í land- búnaði hér á landi til að forða því að menn lentu í vandamálum með sýklaónæmi. Ef upp kæmi sýklaónæmi þyrftu menn að nota dýrari lyf eða jafnvel gæti sú staða komið upp að engin lyf dygðu. Hann sagði að sýklalyfja- notkun í íslenskum landbúnaði hefði staðið í stað á síðustu ár- um. Dýralæknar vildu hins veg- ar sjá hana minnka. Ólafur sagði að mest notkun á sýklalyfjum hér á landi væri vegna júgurbólgu í kúm. Hann sagði að vissulega væri oft ástæða til að gefa sýklalyf, en dýralæknar væru þeirrar skoð- unar að það væri nauðsynlegt að hefja ekki sýkalyfjameðferð nema að undangenginni með- ferð. Nýlega hefði verið sett sér- stök reglugerð um þetta. Ólafur sagðist hafa orðið var við gagn- rýni bænda á hana, en þeir yrðu hins vegar að átta sig á hvaða markmið lægi að baki, þ.e. ótt- inn við að mikil sýklalyfjanotkun gæti leitt til lyfjaónæmis. Ólafur sagði að vissulega væri oft ástæða til að beita lyfjagjöf í baráttu gegn júgurbólgu. Bænd- ur þyrftu hins vegar í auknum mæli að einbeita sér að forvörn- um í stað þess að einblína á lyf- in. Júgurbólga kæmi ekki síst upp vegna þess að eitthvað vant- aði upp á aðbúnað gripanna eða að mjaltatæknin væri ekki í lagi. Dýralæknar óttast hættuna af lyfjaónæmi í landbúnaði Þörf á að draga úr sýkla- lyfjanotkun BJÖRGUNARSKÓLI Slysavarna- félagsins Landsbjargar hefur nú tekið upp nýtt 72 tíma námskeið í fyrstu hjálp sem er ætlað björgun- arsveitamönnum. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Wilderness Medical Associates í Bandaríkjun- um og heitir „Fyrsta hjálp í óbyggð- um“ eða Wilderness First Respon- der. Þátttakendur verða að vera 20 ára eða eldri og hafa lokið grunn- þjálfun í skyndihjálp samkvæmt námsskrá Björgunarskólans. Björgunarskólinn gerir kröfu um endurmenntun á þriggja ára fresti. Á námskeiðinu sem er samtals 72 klukkustundir, fá björgunarmenn þjálfun í fyrstu hjálp með sérstakri áherslu á óbyggðir sem miðast við að a.m.k. 2 klukkustundir séu þar til sjúklingurinn getur fengið sér- hæfða aðstoð. Meðal annars er björgunarmönn- um kennt innan ákveðinna marka að framkvæma skoðun og veita meðferð í ákveðnum tilfellum. Í þessum ákveðnu tilfellum er unnið eftir 5 vinnureglum sem landlæknir hefur nú þegar samþykkt að nota megi á Íslandi. Með samþykki Landlæknis á vinnureglunum eru björgunarsveit- armönnum sem hlotið hafa þar til gerða þjálfun veitt aukin réttindi til aðhlynningar slasaðra utan alfara- leiða. Vinnureglurnar fimm, sem gilda aðeins í óbyggðum, eru eftirfarandi: 1. Bráðaofnæmi: Björgunarmaður lærir að þekkja einkenni bráðaofnæmis og með- höndla það með því að gefa adr- enalín undir húð og dífenhýdramín töflur um munn. Læknir getur ávís- að þessum lyfjum til þeirra björg- unarmanna sem hafa réttindi til að vinna eftir þessari vinnureglu. Þessi eina vinnuregla gildir þó einnig utan óbyggða. 2. Sárameðferð: Björgunarmaður lærir að hreinsa sár og jafnvel að fjarlægja aðskotahluti við vissar að- stæður. 3. Endurlífgun: Björgunarmaður framkvæmir endurlífgun sam- kvæmt núgildandi staðli en má hætta endurlífgun á eðlilega heitum sjúklingi eftir 30 mínútur hafi eng- inn árangur náðst. 4. Hryggáverkar: Björgunarmað- ur lærir að framkvæma nákvæma skoðun og mat á sjúklingi með hugsanlega hryggáverka. Þetta er gert til þess að björgunarmaður geti tekið ákvörðum um hvernig flytja skuli sjúkling til byggða og hvernig óhætt sé að hreyfa hann. 5. Liðhlaup: Björgunarmaður lærir að meta liðhlaup og setja í lið ef liðhlaup verður við óbeinan áverka á öxl, hnéskel, fingri eða tá. Landlæknir samþykkir nýjar vinnureglur um meðhöndlun slasaðra utan alfaraleiðar Morgunblaðið/Jim Smart Björgunarfólk efndi til sýnikennslu í meðhöndlun slasaðra. Björgunarsveit- arfólki veitt aukin réttindi til aðhlynningar HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur gefið öllum alþingismönnum bók, sem ber heitið Hagfræði í hnot- skurn. Björgvin Guðmundsson, for- maður Heimdallar, afhenti Guð- mundi Árna Stefánssyni, starfandi forseta Alþingis, fyrstu bókina og sagði að hún sýndi með dæmum nokkrar algengar ranghugmyndir sem viðgengjust í umræðu um þjóðfélagsmál. „Það er von Heimdallar að eftir lestur bókarinnar hafi alþing- ismenn meginreglur hagfræðinnar í huga við ákvarðanatöku og laga- setningu,“ sagði Björgvin. Að sögn Björgvins er rauði þráð- urinn í bókinni sá að ekki skuli að- eins líta á skammtímaafleiðingar ákvarðana heldur líka á lang- tímaáhrifin. Í henni kemur fram að ekki skal aðeins líta á þau áhrif sem ákvarðanir hafa á einn hóp manna heldur á alla menn og að ekki er nóg að skoða aðeins beinar afleiðingar heldur verður að taka þær óbeinu með í reikninginn. „Þetta kann að virðast einfalt og augljóst en eins og sýnt er fram á með dómum í bókinni hefur mönn- um þó gengið illa að fara eftir þessu.“ Guðmundur Árni sagði að þingmenn í öllum flokkum væru víðsýnir og fögnuðu því að fá tæki- færi til þess að kynna sér ólík við- horf til þjóðfélagsmála. „Þeir létu þess getið að þessi bók væri almenns eðlis og menn þyrftu ekki að vera sérfróðir í greininni til þess að skilja innihaldið,“ sagði Guðmundur Árni. „Alþingismenn eru vanir að lesa hratt og mikið og ég trúi að við getum haft eitthvert gagn af þessum lestri eins og öðr- um.“ Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Árni Stefánsson, starfandi forseti Alþingis, tekur við bóka- gjöf úr hendi Björgvins Guðmundssonar, formanns Heimdallar. Alþingismenn fá bók um hagfræði FUNDUR var í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Þá hefur nýrri kjara- deilu verið vísað til ríkissátta- semjara þar sem við eigast Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafn- arfirði og launanefnd sveitar- félaga. Einnig funduðu í gær þroskaþjálfar og dýralæknar með sínum viðsemjendum í gær. Ekki var í sjónmáli í gær að gengið yrði frá einhverjum kjarasamningum. Fundað í sjómanna- deilunni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann til mánaðar fang- elsisvistar fyrir að stela myndbands- spólu að verðmæti samtals 1.795 krónur. Í dómnum segir að maðurinn, sem er um fertugt, eigi samfelldan sak- arferil frá árinu 1980. Hann hefur aðallega hlotið refsidóma fyrir um- ferðarlagabrot, en einnig fyrir áfengislagabrot, nytjastuld, þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Við ákvörð- un refsingar var litið til brotaferils ákærða. Maðurinn hefur alls 8 sinn- um gengist undir sektargreiðslu fyr- ir áfengis- og umferðarlagabrot, þjófnað, fjárdrátt, líkamsárás, nytja- stuld og brot gegn ávana- og fíkni- efnalöggjöf. Hann hefur hlotið sex mánaða fangelsi fyrir þjófnað og einu sinni fyrir tilraun til þjófnaðar en þá hlaut hann 4 mánaða fangelsi. Hann hefur ennfremur verið dæmdur fyrir akst- ur án ökuréttar. Ragnheiður Bragadóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Mánaðarfang- elsi fyrir að stela mynd- bandsspólu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.