Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing í Laugarneskirkju
Fátækt og ein-
semd á Íslandi
MÁLÞING um fá-tækt og einsemdá Íslandi verður
haldið í Laugarneskirkju í
dag klukkan 13 á vegum
Fullorðinsfræðslu Laugar-
neskirkju í samvinnu við
Hjálparstarf kirkjunnar,
Rauða kross Íslands,
fræðsludeild Biskupsstofu
og Öryrkjabandalag Ís-
lands. Fimm fyrirlesarar
tala á þinginu. Einn þeirra
er Harpa Njáls félags-
fræðingur. Hún var spurð
hvað erindi hennar fjallaði
um.
„Ég ætla að fjalla um
spurninguna hvernig megi
saman fara góð lífskjör
heillar þjóðar, mæld á
mælikvarða þjóðartekna á
mann, og fátækt meðal
meðlima einstakra þjóðfélags-
hópa. Ég ætla einnig að velta fyrir
mér hvernig hægt sé að skýra í
hverju hættan á fátækt felst.“
– Í hverju felst sú hætta?
„Þar skoða ég stefnumótun
stjórnvalda og er þá að leita eftir
því hvort ástæða fátæktar sé falin
í þjóðfélagslegum aðstæðum eða
hjá einstaklingunum sjálfum. Í
þessu erindi byggi ég á rannsókn-
arvinnu um fátækt á Íslandi í lok
tuttugustu aldar, viðtölum við fólk
og reynslu minni í starfi sem um-
sjónarmaður Hjálparstarfs kirkj-
unnar en þar tók ég að mér
tveggja ára tilraunaverkefni 1998
og 1999.“
– Hvað kom út úr þeirri rann-
sókn þinni?
„Hættan á að lenda í fátækt er
falin í þeirri stefnumótun sem sett
er með lögum og reglugerðum
sem snúa t.d. að lífeyrisþegum,
barnafólki, láglaunafólki og ein-
stæðum foreldrum.“
– Er hættan þá aðeins að litlu
leyti fólgin í líferni og viðhorfum
einstaklingsins?
„Mínar niðurstöður sýna að svo
er aðeins að litlu leyti þótt auðvit-
að megi alltaf finna undantekning-
ar. Hvað t.d. lífeyrisþega varðar
er það skýrt að það eru frítekju-
mörk og skerðingarákvæði sem
valda miklu um fátækt fólks. Með-
al annars er hægt að nefna að milli
40 og 50% lífeyrisþega hafa fullan
grunnlífeyri og tekjutryggingu.
Innan við 20% eru með heimilis-
uppbót til viðbótar sem gerir um
65 þúsund krónur á mánuði. Mjög
lítið brot af fólki hefur full lífeyr-
islaun sem eru rúmlega 70 þúsund
krónur um þessar mundir. Þá má
benda á að 43% öryrkja fengu
engar greiðslur frá lífeyrissjóðum
til að bæta tekjur sínar. Niður-
stöður sýna líka að það hlutfall
sem við verjum til velferðarkerf-
isins af landsframleiðslu endur-
speglar þessar niðurstöður. Þetta
veldur því m.a. að lág laun frá rík-
inu leiða til þess að fólk á í auknum
mæli rétt á að leita til félagsþjón-
ustu sveitarfélaga og hefur þá að-
eins laun upp að viðmiðunarmörk-
um félagsþjónustunnar. Á
árunum 1995–1999 breyttust þau
viðmiðunarmörk ekki
fyrir Reykjavík, sem
varð til þess að laun
þessa fólks hækkuðu
ekki í fjögur ár, sem
aftur sýnir okkur að
hópur fólks naut ekki þeirrar hag-
sældar sem umtalað var í sam-
félaginu að ríkti á þessum árum.“
– Er þarna komin skýringin á
fátækt hluta þegnanna þrátt fyrir
miklar þjóðartekjur?
„Já, þannig hangir þetta saman.
Hópar sem einhverra hluta vegna
verða að hverfa af vinnumarkaði
vegna sjúkdóma, örorku eða öldr-
unar hafa ekkert annað á að
treysta en lífeyrisgreiðslur.
Vegna skerðingarákvæða og lágra
launa eru kjör þessara hópa svo
léleg að þau duga ekki til fram-
færslu. Í rannsóknarstarfi mínu
hef ég þróað greiningartæki til
þess að mæla þetta, þ.e. neyslu-
grunn sem samanstendur af
grunnframfærsluþáttum sem fólk
verður að hafa.“
– Er fátækt og einsemd algeng
á Íslandi?
„Fátækt og einsemd er algeng
meðal ákveðinna hópa. Fátæktin
leiðir af sér einsemd, vonleysi og
uppgjöf vegna þess að fólk sér
ekki fram á að aðstæður þess
breytist. Það er rétt að nefna að
fólk sem hefur börn á framfæri
upplifir mikinn sársauka þegar
það horfir upp á börn sín „koðna
niður“ fyrir fátæktarsakir.
Reynsla mín hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar sýndi glögglega að það
er mikil fátækt hér í vissum hóp-
um og að sú staðreynd hefur mikil
áhrif og alvarlegar afleiðingar.
Rétt er að minna á að allir geta
lent í svona aðstæðum, svo sem
vegna veikinda, fötlunar og ör-
orku.“
– Hvað fleira verður rætt á mál-
þinginu?
„Séra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup Skálholtsstiftis, set-
ur málþingið. Síðan verður fjallað
um reynslu fatlaðra hvað snertir
fátækt og einsemd og störf hjálp-
arstofnana, t.d. Rauða krossins.
Þá verður flutt erindi
um nýjungar í safnað-
arstarfi sem snúa að
kærleiksþjónustu
kirkjunnar og einnig
ber að geta þess að
Ágúst Þór Árnason heimspeking-
ur flytur erindi sem hann nefnir:
Eru efnaleg og félagsleg réttindi
algild mannréttindi á borð við
stjórnmálaleg og borgaraleg rétt-
indi? Enn fremur sýnir Halaleik-
hópurinn brot úr verkinu: Nakinn
maður og annar í kjólfötum. Eftir
framsöguerindi verða umræður
undir stjórn séra Bjarna Karls-
sonar.“
Harpa Njáls
Harpa Njáls fæddist á Suður-
eyri við Súgandafjörð 1946. Hún
bjó fyrir vestan til ársins 1978,
starfaði við almenn fiskverkunar-
og verslunarstörf, var tal-
símavörður og tók að sér sauma-
skap. Flutti til Reykjavíkur og tók
á árunum 1980 til 1990 þátt í
fjölda starfstengdra námskeiða,
hér heima og erlendis. Hún stund-
aði nám í öldungadeild Versl-
unarskóla Íslands og í Fjölbraut-
arskólanum í Breiðholti. Hún
lauk BA-prófi í félagsfræði 1998
frá Háskóla Íslands og er nú langt
komin með meistaranám í félags-
fræði við H.Í. Harpa á tvær upp-
komnar dætur og tvo dóttursyni.
Fátækt er
falin í stefnu-
mótun
Kominn tími til að pússa herklæðin.
NOKKUÐ var rætt um fyrirhugaða
markaðsvæðingu í raforkugeiranum
á ársfundi Orkustofnunar á miðviku-
dag, en endurskipulagning markað-
arins er óhjákvæmileg því að Íslend-
ingar þurfa að innleiða tilskipun
Evrópusambandsins um innri mark-
að raforku fyrir 1. júlí árið 2002.
Frumvarp til breytinga á raforku-
lögum er í lokavinnslu og verður það
væntanlega lagt fyrir Alþingi á
næsta kjörtímabili.
Þorkell Helgason orkumálastjóri
sagði að gera mætti ráð fyrir að
hlutverk Orkustofnunar ykist eftir
að lögin tækju gildi. Samkvæmt nú-
verandi lögum er aðalhlutverk henn-
ar þríþætt. Í fyrsta lagi öflun grunn-
þekkingar á orkulindum landsins. Í
öðru lagi söfnun og miðlun upplýs-
inga um orkubúskap og ráðgjöf til
stjórnvalda um orku- og auðlinda-
mál. Í þriðja lagi rágjöf og þjónusta
við nýtingu orkulinda. Þorkell sagði
að með breyttu fyrirkomulagi ætti
að koma á skilyrðum fyrir sam-
keppni í raforkugeiranum með sama
hætti og verið væri að gera víða ann-
ars staðar í heiminum. Raforkubú-
skapnum yrði skipt í fjóra aðskilda
þætti, annars vegar þætti sem væru
til samkeppni fallnir eins og t.d.
orkuvinnslu og orkusölu og hins
vegar þá þar sem því yrði ekki kom-
ið við eins og flutningi og dreifingu
orku.
Þar sem raforkulögin hafa ekki
enn verið lögð fyrir Alþingi og sam-
þykkt sagði Þorkell að ekki væri
hægt að skýra frá ráðgerðu hlut-
verki Orkustofnunar, t.d. varðandi
eftirlit með þeim þáttum sem nefnd-
ir voru að framan. „Engu að síður
ætti að vera ljóst að stofnunin mun
með raforkulögunum fá ný og stór-
aukin stjórnsýsluverkefni,“ sagði
Þorkell. „Þetta kallar eftir veruleg-
um breytingum á starfsemi orku-
málahluta Orkustofnunar.“
Orkumál og
rannsóknir aðskilin
Þorkell sagði að stóra spurningin
væri hins vegar sú hvort aðskilja
ætti orkumálahlutann frá orkurann-
sóknarhlutanum í auknum mæli, eða
jafnvel að fullu.
Að sögn Þorkels koma tvær leiðir
helst til greina. Annars vegar að
halda núverandi fyrirkomulagi og
þróa það áfram. Hann sagði að meg-
inávinningurinn af því að halda sig
við fyrirkomulagið frá 1997, en þá
voru gerðar skipulagsbreytingar á
stofnuninni, væri að þá væri verið að
viðhalda heildstæðu umhverfi stofn-
unarinnar, þannig að ráðgjöf og
rannsóknir gætu haft stuðning hvort
af öðru. Hann sagði að mikilvægt
væri að átta sig á hvort þessi leið
samrýmdist þeim nýju verkefnum
sem stofnuninni yrðu væntanlega
falin með nýjum raforkulögum.
Hins vegar fullur aðskilnaður á
orkumálahlutanum og orkurann-
sóknahlutanum og einhvers konar
einka- eða markaðsvæðing. Þorkell
sagði að þessi leið hefði verið skoðuð
árið 1995 til 1996 og þá hefði hug-
myndin verið sú að orkufyrirtækin
stæðu að fyrirtæki sem sæi um
rannsóknarþáttinn, en hin eiginlega
Orkustofnun yrði stjórnsýslustofn-
un orkumála og stjórnandi orku-
rannsókna af hálfu ríkisins. Að sögn
Þorkels voru meginrökin gegn þess-
ari leið ótti og andstaða við að tvístra
þeirri öflugu rannsóknarheild sem
byggð hefur verið upp á Orkustofn-
un. Að auki hefðu orkufyrirtækin
ekki verið reiðubúin til þess að
standa að stofnun orkurannsókna-
fyrirtækis. Hann sagði að ávinning-
urinn af þessari leið væri sá að með
henni væri sneitt hjá hugsanlegum
árekstri í hinu tvíþætta starfi Orku-
stofnunar, rannsóknum og þjónustu
annars vegar og stjórnsýslu og ráð-
gjöf til stjórnvalda hins vegar.
Búist við að hlutverk
Orkustofnunar vaxi
Morgunblaðið/Jim Smart
Á ársfundi Orkustofnunar var rætt um hugsanlegt hlutverk stofnunarinnar eftir að ný raforkulög taka gildi.
Fjallað um markaðsvæðingu í raforkugeiranum