Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 22
AKUREYRI
22 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta á morgun, sunnudag-
inn 25. mars, kl. 11. Séra Svavar
A. Jónsson. Sunnudagaskóli kl.
11 í safnaðarheimili. Byrjað í
kirkju. Fundur æskulýðsfélags í
kapellu kl. 17. Biblíulestur kl.
20.30 á mánudagskvöld: Tíu
boðorð. „Guð og goðin“. Séra
Guðmundur Guðmundsson sér
um stundina. Morgunsöngur kl.
9 á þriðjudag. Mömmumorgunn
á miðvikudag frá kl. 10 til 12, all-
ir foreldrar velkomnir með börn
sín. Kyrrðar- og fyrirbænastund
kl. 12 á fimmtudag, 29. mars.
Bænaefnum má koma til prest-
anna. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Opið hús fyrir eldri borgara kl.
15 í safnaðarheimili.
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
vera og messa á morgun, sunnu-
dag, kl. 11. Sameiginlegt upp-
haf. Foreldrar hvattir til að
koma með börnunum. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund kl. 18.10 á
þriðjudag í kirkjunni. Hádegis-
samvera alla miðvikudaga frá kl.
12 til 13, helgistund, fyrirbænir
og sakramenti. Léttur hádegis-
verður á vægu verði í safnaðar-
sal á eftir. Opið hús fyrir mæður
og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtu-
dag. Viðar Sigurjónsson segir
frá barnastarfi ÍSÍ á Akureyri.
Æfing barnakórsins kl. 17.30 í
kirkjunni.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, sunnudag. Bæn kl. 19.30 um
kvöldið og almenn samkoma kl.
20. Ræðumaður er Lilja Sigurð-
ardóttir kennari.
HRÍSEYJARPRESTAKALL:
Messa í Hríseyjarkirkju á morg-
un, sunnudag, kl. 11. Séra Hann-
es Örn Blandon, prófastur Eyja-
fjarðarprófastsdæmis, mun
vísitera söfnuðinn og predika í
messunni. Ath. að sunnudaga-
skólinn fellur niður. Sunnudaga-
skóli verður í Stærra-Árskógs-
kirkju kl. 11 á morgun,
sunnudag, í umsjón Sifjar og
Sæunnar. Messa verður í kirkj-
unni kl. 14. Séra Hannes Örn
Blandon, prófastur Eyjafjarð-
arprófastsdæmis, vísiterar söfn-
uðinn og predikar í messunni.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund í kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 20. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar verður á morgun
kl. 11.30. Jóhannes Hinriksson,
skólastjóri biblíuskóla NTH, sér
um kennsluna, sem er aldurs-
skipt þannig að allir fá eitthvað
við sitt hæfi. Vakningarsam-
koma verður kl. 16.30 sama dag.
Flutt verður fjölbreytt lofgjörð-
artónlist og Jóhannes Hinriks-
son predikar. Fyrirbænaþjón-
usta, krakkakirkja og
barnapössun. Bænastundir eru
alla virka daga kl. 6.30.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
í dag, laugardag, kl. 18 og á
morgun, sunnudag, kl. 11 í Pét-
urskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á
Akureyri.
Kirkjustarf
EIN stærsta rauðspretta sem veiðst
hefur fyrir Norðurlandi fékkst í svo-
nefndum Austurál nýlega.
Það var Arngrímur Jónsson á
Muggi EA sem veiddi hana í snur-
voð. Rauðsprettan var 70 cm að
lengd og 5 kíló að þyngd. Samkvæmt
upplýsingum frá Hafrannsókna-
stofnun er þetta næststærsta rauð-
spretta sem veiðst hefur hér við
land. Sú stærsta var hins vegar 85
cm að lengd.
Stór rauðspretta
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina
rekstur Íslenskrar miðlunar í Ólafs-
firði og Hrísey í nýju fyrirtæki sem
nefnt verður Óley. Að sögn Hann-
esar Garðarssonar, framkvæmda-
stjóra Íslenskrar miðlunar í Ólafs-
firði, verður hlutafé fært niður og
nýtt tekið inn, og samstarfi við Ís-
lenska miðlun í Reykjavík verður
slitið með samningi. Þessa dagana
er verið að ganga frá ýmsum forms-
atriðum, og vonir standa til að hið
nýja fyrirtæki, Óley, geti hafið störf
í apríl.
Hlutafé fyrirtækisins verður ríf-
lega 30 milljónir, og hefur stjórn
Byggðastofnunar samþykkt að
leggja fram um 30% hlutafjár eða
um 10 milljónir króna, og þegar hef-
ur fengist vilyrði fyrir afganginum.
Núverandi starfsmenn eiga inni 6–7
mánaða laun, og verður gengið frá
launagreiðslum um leið og nýtt fjár-
magn kemur inn.
Fyrirtæki Íslenskrar miðlunar í
Ólafsfirði og Hrísey hafa starfað í
tæplega tvö ár. Í upphafi var gert
ráð fyrir 13 starfsmönnum á hvor-
um stað, en við nánari skoðun kom í
ljós að það voru óraunhæfar vænt-
ingar og í raun má segja að starf-
semin hafi aldrei náð sér almenni-
lega á strik, og eins og staðan er í
dag eru þrír starfsmenn á hvorum
stað.
Símsvörun fyrir Sæplast
Hannes segir að vonir standi til
að a.m.k. fimm manns fái vinnu hjá
hinu nýja fyrirtæki á hvorum stað
til að byrja með, en auðvitað bygg-
ist það á þeim verkefnum sem fást.
Gert er ráð fyrir að Óley sinni
hvers kyns símasölu og tengdum
verkefnum, auk símsvörunar fyrir
fyrirtæki. Íslensk miðlun í Ólafsfirði
hefur um skeið annast símsvörun
fyrir Sæplast á Dalvík og segir
Hannes að sú samvinna hafi gengið
vel.
Ákveðið að sameina rekstur Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði og Hrísey
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Hannes Garðarsson framkvæmdastjóri, Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði.
Starfsemin hefst
í næsta mánuði
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
SÖLU fiskvinnslu- og útgerðarfyr-
irtækisins Sæunnar Axels ehf. á
jeppabifreið til framkvæmdastjóra
fyrirtækisins hefur samkvæmt
dómi Héraðsdóms Norðurlands
eystra verið rift og hefur honum
verið gert að greiða þrotabúi fyr-
irtækisins tæpar 2,8 milljónir
króna auk dráttarvaxta og 200
þúsund króna í málskostnað.
Þrotabú Sæunnar Axels höfðaði
mál gegn framkvæmdastjóranum,
en félagið var lýst gjaldþrota í
desember árið 1999. Við athugun á
bókhaldi þrotabúsins kom í ljós að
félagið hafði selt framkvæmda-
stjóranum Toyota Landcruiser
jeppa árgerð 1999 á 4,5 milljónir
króna og er tekið fram að kaup-
verð sé að fullu greitt með yf-
irtöku á láni. Í bókhaldi sé ekki að
finna neinar greiðslur vegna bif-
reiðakaupanna.
Stefnendur tölu að bifreiðakaup-
in væru riftanleg af þeirri ástæðu
að um gjafagerning væri að ræða.
Framkvæmdastjóranum hefði átt
að vera ljóst að fyrirtækið stefndi í
gjaldþrot og umrædd ráðstöfun
hafi verið ótilhlýðileg þar sem
hann hafi hagnast á henni á kostn-
að kröfuhafa.
Framkvæmdastjórinn krafðist
sýknu í málinu og byggði á því að
hann hafi keypt bifreiðina á sann-
virði. Kaupverð hafi verið greitt
með yfirtöku skuldar upp á 3,1
milljón króna og mismunurinn
greiddur með skuldajöfnuði vegna
greiðslna sem hann hafi innt af
hendi fyrir fyrirtækið. Þá bendir
hann á að hann hafi verið reiðubú-
inn að skila bifreiðinni til þrota-
búsins gegn því að það endur-
greiddi honum kaupverð
bifreiðarinnar.
Keypti á verulega lægra verði
Dómurinn kemst að þeirri nið-
urstöðu að framkvæmdastjórinn
hafi keypt bifreiðina á verulega
lægra verði en umboðsmaður
hennar telji eðlilegt verð. Það hafi
verið hans að sanna að ástand bif-
reiðarinnar hafi verið lélegt og
verð hennar því rakið til þess.
Verði hann að bera hallann af því
að ekki liggi fyrir hvert raunveru-
legt verðmæti bifreiðarinnar hafi
verið þegar hann keypti hana.
Þótti dómnum því verið skilyrði til
riftunar og endurgreiða þá fjár-
hæð sem þrotabúið krafðist af
honum.
Sölu á jeppa til
framkvæmda-
stjórans rift
Héraðsdómur Norðurlands eystra í
máli þrotabús Sæunnar Axels ehf.
Í LIÐINNI viku ól kýr á bænum
Hofi í Svarfaðardal þrjá kálfa, og
alla lifandi, þótt einn þeirra dræp-
ist fljótlega. Kýrin, sem ber heitið
Villimey, er einstaklega frjósöm,
því að sögn Árna Sigurðar Þór-
arinssonar, bónda á Hofi, er þetta
í þriðja skipti sem hún ber, og alls
eru kálfarnir orðnir sex, því hún
var tvíkelfd í fyrra.
Kálfarnir þrír vógu samtals 68
kíló, sá þyngsti 28 kíló, en þess
má geta að meðalvigt kálfa þar
sem er bara einn á ferðinni er 30–
35 kíló.
Árni segir að þrjár kýr auk
Villimeyjar hafi verið tvíkelfdar á
sl. ári, en það sé alls ekki til að
hrópa húrra fyrir, þar sem þær
beri yfirleitt talsvert fyrir tímann
og séu lengi að ná sér á strik.
Guðmundur Steindórsson hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
segir að mjög fátítt sé að kýr
eignist þrjá kálfa og samkvæmt
sínum upplýsingum hafi slíkt ekki
gerst á svæði Búnaðarsambands
Eyjafjarðar síðan 1960 eða þar
um bil, en einhver dæmi megi
finna annars staðar á landinu á
liðnum árum. Guðmundur segir
að það sé líka fátítt að svo margar
kýr séu tvíkelfdar á sama bænum.
Árið 1999 voru 45 kýr tvíkelfd-
ar á svæði BSE, en ganga megi út
frá að um 6% séu tvíkelfd.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Hin frjósama Villimey.
Þríkelfd kýr
í Svarfaðardal