Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta á morgun, sunnudag- inn 25. mars, kl. 11. Séra Svavar A. Jónsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimili. Byrjað í kirkju. Fundur æskulýðsfélags í kapellu kl. 17. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld: Tíu boðorð. „Guð og goðin“. Séra Guðmundur Guðmundsson sér um stundina. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn á miðvikudag frá kl. 10 til 12, all- ir foreldrar velkomnir með börn sín. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, 29. mars. Bænaefnum má koma til prest- anna. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15 í safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og messa á morgun, sunnu- dag, kl. 11. Sameiginlegt upp- haf. Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag í kirkjunni. Hádegis- samvera alla miðvikudaga frá kl. 12 til 13, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegis- verður á vægu verði í safnaðar- sal á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtu- dag. Viðar Sigurjónsson segir frá barnastarfi ÍSÍ á Akureyri. Æfing barnakórsins kl. 17.30 í kirkjunni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, sunnudag. Bæn kl. 19.30 um kvöldið og almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður er Lilja Sigurð- ardóttir kennari. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Messa í Hríseyjarkirkju á morg- un, sunnudag, kl. 11. Séra Hann- es Örn Blandon, prófastur Eyja- fjarðarprófastsdæmis, mun vísitera söfnuðinn og predika í messunni. Ath. að sunnudaga- skólinn fellur niður. Sunnudaga- skóli verður í Stærra-Árskógs- kirkju kl. 11 á morgun, sunnudag, í umsjón Sifjar og Sæunnar. Messa verður í kirkj- unni kl. 14. Séra Hannes Örn Blandon, prófastur Eyjafjarð- arprófastsdæmis, vísiterar söfn- uðinn og predikar í messunni. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar verður á morgun kl. 11.30. Jóhannes Hinriksson, skólastjóri biblíuskóla NTH, sér um kennsluna, sem er aldurs- skipt þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi. Vakningarsam- koma verður kl. 16.30 sama dag. Flutt verður fjölbreytt lofgjörð- artónlist og Jóhannes Hinriks- son predikar. Fyrirbænaþjón- usta, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir eru alla virka daga kl. 6.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Pét- urskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. Kirkjustarf EIN stærsta rauðspretta sem veiðst hefur fyrir Norðurlandi fékkst í svo- nefndum Austurál nýlega. Það var Arngrímur Jónsson á Muggi EA sem veiddi hana í snur- voð. Rauðsprettan var 70 cm að lengd og 5 kíló að þyngd. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun er þetta næststærsta rauð- spretta sem veiðst hefur hér við land. Sú stærsta var hins vegar 85 cm að lengd. Stór rauðspretta Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina rekstur Íslenskrar miðlunar í Ólafs- firði og Hrísey í nýju fyrirtæki sem nefnt verður Óley. Að sögn Hann- esar Garðarssonar, framkvæmda- stjóra Íslenskrar miðlunar í Ólafs- firði, verður hlutafé fært niður og nýtt tekið inn, og samstarfi við Ís- lenska miðlun í Reykjavík verður slitið með samningi. Þessa dagana er verið að ganga frá ýmsum forms- atriðum, og vonir standa til að hið nýja fyrirtæki, Óley, geti hafið störf í apríl. Hlutafé fyrirtækisins verður ríf- lega 30 milljónir, og hefur stjórn Byggðastofnunar samþykkt að leggja fram um 30% hlutafjár eða um 10 milljónir króna, og þegar hef- ur fengist vilyrði fyrir afganginum. Núverandi starfsmenn eiga inni 6–7 mánaða laun, og verður gengið frá launagreiðslum um leið og nýtt fjár- magn kemur inn. Fyrirtæki Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði og Hrísey hafa starfað í tæplega tvö ár. Í upphafi var gert ráð fyrir 13 starfsmönnum á hvor- um stað, en við nánari skoðun kom í ljós að það voru óraunhæfar vænt- ingar og í raun má segja að starf- semin hafi aldrei náð sér almenni- lega á strik, og eins og staðan er í dag eru þrír starfsmenn á hvorum stað. Símsvörun fyrir Sæplast Hannes segir að vonir standi til að a.m.k. fimm manns fái vinnu hjá hinu nýja fyrirtæki á hvorum stað til að byrja með, en auðvitað bygg- ist það á þeim verkefnum sem fást. Gert er ráð fyrir að Óley sinni hvers kyns símasölu og tengdum verkefnum, auk símsvörunar fyrir fyrirtæki. Íslensk miðlun í Ólafsfirði hefur um skeið annast símsvörun fyrir Sæplast á Dalvík og segir Hannes að sú samvinna hafi gengið vel. Ákveðið að sameina rekstur Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði og Hrísey Morgunblaðið/Helgi Jónsson Hannes Garðarsson framkvæmdastjóri, Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði. Starfsemin hefst í næsta mánuði Ólafsfirði. Morgunblaðið. SÖLU fiskvinnslu- og útgerðarfyr- irtækisins Sæunnar Axels ehf. á jeppabifreið til framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra verið rift og hefur honum verið gert að greiða þrotabúi fyr- irtækisins tæpar 2,8 milljónir króna auk dráttarvaxta og 200 þúsund króna í málskostnað. Þrotabú Sæunnar Axels höfðaði mál gegn framkvæmdastjóranum, en félagið var lýst gjaldþrota í desember árið 1999. Við athugun á bókhaldi þrotabúsins kom í ljós að félagið hafði selt framkvæmda- stjóranum Toyota Landcruiser jeppa árgerð 1999 á 4,5 milljónir króna og er tekið fram að kaup- verð sé að fullu greitt með yf- irtöku á láni. Í bókhaldi sé ekki að finna neinar greiðslur vegna bif- reiðakaupanna. Stefnendur tölu að bifreiðakaup- in væru riftanleg af þeirri ástæðu að um gjafagerning væri að ræða. Framkvæmdastjóranum hefði átt að vera ljóst að fyrirtækið stefndi í gjaldþrot og umrædd ráðstöfun hafi verið ótilhlýðileg þar sem hann hafi hagnast á henni á kostn- að kröfuhafa. Framkvæmdastjórinn krafðist sýknu í málinu og byggði á því að hann hafi keypt bifreiðina á sann- virði. Kaupverð hafi verið greitt með yfirtöku skuldar upp á 3,1 milljón króna og mismunurinn greiddur með skuldajöfnuði vegna greiðslna sem hann hafi innt af hendi fyrir fyrirtækið. Þá bendir hann á að hann hafi verið reiðubú- inn að skila bifreiðinni til þrota- búsins gegn því að það endur- greiddi honum kaupverð bifreiðarinnar. Keypti á verulega lægra verði Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að framkvæmdastjórinn hafi keypt bifreiðina á verulega lægra verði en umboðsmaður hennar telji eðlilegt verð. Það hafi verið hans að sanna að ástand bif- reiðarinnar hafi verið lélegt og verð hennar því rakið til þess. Verði hann að bera hallann af því að ekki liggi fyrir hvert raunveru- legt verðmæti bifreiðarinnar hafi verið þegar hann keypti hana. Þótti dómnum því verið skilyrði til riftunar og endurgreiða þá fjár- hæð sem þrotabúið krafðist af honum. Sölu á jeppa til framkvæmda- stjórans rift Héraðsdómur Norðurlands eystra í máli þrotabús Sæunnar Axels ehf. Í LIÐINNI viku ól kýr á bænum Hofi í Svarfaðardal þrjá kálfa, og alla lifandi, þótt einn þeirra dræp- ist fljótlega. Kýrin, sem ber heitið Villimey, er einstaklega frjósöm, því að sögn Árna Sigurðar Þór- arinssonar, bónda á Hofi, er þetta í þriðja skipti sem hún ber, og alls eru kálfarnir orðnir sex, því hún var tvíkelfd í fyrra. Kálfarnir þrír vógu samtals 68 kíló, sá þyngsti 28 kíló, en þess má geta að meðalvigt kálfa þar sem er bara einn á ferðinni er 30– 35 kíló. Árni segir að þrjár kýr auk Villimeyjar hafi verið tvíkelfdar á sl. ári, en það sé alls ekki til að hrópa húrra fyrir, þar sem þær beri yfirleitt talsvert fyrir tímann og séu lengi að ná sér á strik. Guðmundur Steindórsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir að mjög fátítt sé að kýr eignist þrjá kálfa og samkvæmt sínum upplýsingum hafi slíkt ekki gerst á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar síðan 1960 eða þar um bil, en einhver dæmi megi finna annars staðar á landinu á liðnum árum. Guðmundur segir að það sé líka fátítt að svo margar kýr séu tvíkelfdar á sama bænum. Árið 1999 voru 45 kýr tvíkelfd- ar á svæði BSE, en ganga megi út frá að um 6% séu tvíkelfd. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Hin frjósama Villimey. Þríkelfd kýr í Svarfaðardal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.