Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 25

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 25 Egilsstöðum - Umsvifamiklar fram- kvæmdir við samgöngumannvirki eru hafnar í Fljótsdal. Auk þess að vera almenn samgöngubót, tengj- ast þær fyrirhuguðum virkjana- framkvæmdum, sem áætlað er að leiði Jökulsárnar á Brú og Fljóts- dal út Fljótsdal og í Lagarfljót. Einar Þorvarðarson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Austur- landi, segir að ný samgöngumann- virki í Fljótsdal muni kosta um 600 milljónir króna. „Við buðum á síð- asta ári út vegarkaflann frá Brekku og inn fyrir Valþjófsstað og var þá jafnframt tekinn með vegur þvert yfir Valþjófsstaðarnes- ið, frá Végarði og austur yfir Jök- ulsána. Þetta eru samtals 13,4 km. Það á að klára þetta næsta haust, með bundnu slitlagi og verktaki er Héraðsverk á Egilsstöðum. Þá buðum við nýlega út 20 metra langa brú á Hengifossá og 24 metra brú yfir Bessastaðaá. Lægs- tbjóðandi í það verk var Malar- vinnslan á Egilsstöðum og verður samið við hana. Þeir eru að byrja þessa dagana og á verkinu að ljúka í sumar. Nýtt brúarstæði yfir Jökulsá á Fljótsdal verður skammt ofan við Lagarfljót, m.ö.o. á kaflanum frá Atlavík yfir að Hjarðarbóli, sem er næsti bær utan við Hengifoss. Ein- ar segir að búið sé að bjóða út 250 m langt vinnuplan fyrir brúna á Jökulsá og hafi Héraðsverk fengið verkið. „Þeir eru að ljúka við planið á aurum Jökulsár þessa dagana og síðan fer fyrirtækið Vildarverk í að reka niður staura. Brúin sjálf verð- ur svo boðin út í vor og á smíði hennar að ljúka á næsta ári.“ Engan fastan botn er að finna undir væntanlegu brúarstæði og verða því reknir niður 120 staurar, sem hver um sig er 30 m langur og eiga þeir að bera brúna uppi. Plan- ið verður fjarlægt að lokinni brúar- gerð. Brú yfir Gilsá verður einnig boð- in út á næstunni og sömuleiðis veg- arkafli frá Hjarðarbóli og út að Atlavík. Endurbætur á veg- um og nýjar brýr Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ný brú yfir Jökulsá á Fljótsdal þarf að bera mikla þungaflutninga vegna framkvæmda við stöðvarhús Kárahnúkavirkjunar í Teigsbjargi. Bráð- lega verða reknir niður 120 burðarstaurar, hver um sig 30 m langur. Gamla, einbreiða brúin yfir Jökulsá á Fljótsdal. Hrunamannahreppi - Nemendur 10. bekkjar Flúðaskóla fóru í maraþonnám í dönsku fyrir skömmu sem stóð í sólarhring, frá hádegi á fimmtudegi til há- degis á föstudegi. Nemendurnir, sem eru þrettán, töluðu fyrsta klukkutímann eingöngu dönsku við alla sem þau hittu á förnum vegi á Flúðum, kenndu síðan hvert öðru dönsku, réðu kross- gátur á dönsku og horfðu á danskar kvikmyndir og sátu kennslutíma hjá kennara sínum, Önnu Ásmundsdóttur. Tilgangurinn var að safna áheitum frá fyrirtækjum og ein- staklingum til fjáröflunar fyrir ferð til Danmerkur í vor. Söfn- unin gekk vel og söfnuðust yfir 200 þúsund krónur og munaði þar mest um framlög frá Mjólk- urbúi Flóamanna og Bún- aðarbankanum auk annars góðs stuðnings frá mörgum. Þessi dug- mikli nemendahópur ætlar til Danmerkur í vor en sú ferð kost- ar 780 þúsund krónur. Það eru því reyndar allar leiðir til fjáröflunar, unnið í gróð- urhúsum, tínt grjót úr reiðvegi og gengið um beina á skemmtun o.fl. Í haust er leið komu 24 jafn- aldrar frá Óðinsvéum í Flúða- skóla og hafa krakkarnir skipst á bréfaskriftum í vetur, m.a. á Net- inu en á dagskrá ferðarinnar til Danmerkur er m.a. að heimsækja þessa jafnaldra sína. Þá er ljúft að geta þess að enginn þessara áhugasömu nemenda reykir og mættu einhverjir jafnaldrar þeirra taka þá sér til fyr- irmyndar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson 10. bekkur Flúðaskóla ásamt kennara sínum, Önnu Ásmundsdóttur. Dönskunám í sólarhring

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.