Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 30

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIMSTÖÐIN Mír lauk fimmtán ára ferð sinni á sporbraut um jörðu í gær þegar brakið af henni var látið hrapa í Kyrrahafið, miðja vegu milli Ástralíu og Suður-Ameríku. Sögðu rússneskir og ástralskir embættis- menn að ferð stöðvarinnar til jarðar hefði gengið nákvæmlega eins og til stóð og hefði hún lent í hafinu þar sem mörg hundruð kílómetrar hafi verið til lands í allar áttir. Hinum megin á hnettinum voru rússneskir stjórnendur stöðvarinnar ánægðir með hvernig til tókst við að koma henni til jarðar. „Þetta er búið og gert og enginn felldi tár,“ sagði Júrí Koptev í rússnesku stjórnstöð- inni skammt frá Moskvu. Mír brann að mestu upp þegar hún kom inn í gufuhvolfið, en frá Fídjíeyjum í Kyrrahafi mátti sjá brakið af fjórum hlutum stöðvarinn- ar á himni yfir pálmatrjánum líkt og eldhnetti með fjölda smærri brota í kjölfarinu og lýstu upp kvöldhimin- inn í um það bil átta sekúndur. „Þetta var eins og að fá ljóskast- ara beint í augun,“ sagði ljósmyndari AP, Rob Griffith, sem fylgdist með Mír geysast til jarðar. „Þetta var blindandi birta.“ Megnið af brakinu brann upp á leiðinni Geimstöðin var send af stað áleiðis til jarðar með því að kveikt var á vél- um á flutningageimskipi sem lá við stöðina og með því var sporbraut hennar um jörðina rofin og hún sigldi af stað inn í andrúmsloftið. Stöðin var um 136 tonn að þyngd og megnið af henni brann upp á leiðinni. Um hálfri klukkustund eftir að spor- brautin var rofin steyptist það sem eftir var af stöðinni í hafið á svæði sem kallað er „geimgrafreiturinn“ og Rússar setja niður aflóga geimför og gervihnetti. Ástralskir og nýsjálenskir al- mannavarnaliðar sem fylgdust með för stöðvarinnar til jarðar sögðu að brakið hefði komið niður á fyrirhug- uðum stað og minni brot dreifst yfir stærra svæði. Almannavarnir voru í viðbragðsstöðu í Ástralíu og á Nýja Sjálandi ef eitthvað færi úrskeiðis í hrapinu og flakið af Mír kæmi niður á landi. Óvissa ríkti alveg uns yfir lauk um hvar nákvæmlega stórir hlutar stöðvarinnar kæmu niður. Rússar fullyrtu að þeir gætu stýrt hrapinu, en Mír er lang þyngsta geimfar sem látið hefur verið falla til jarðar og stærð þess og lögun gerðu að verk- um að erfitt var að segja nákvæm- lega fyrir um lendinguna. „Þetta hefur verið óaðfinnanleg aðgerð,“ sagði Koptev. „Sérfræðing- ar okkar gerðu ekki ein einustu mis- tök, það skeikaði ekki um milli- metra.“ Þegar yfir lauk hafði Mír farið umhverfis jörðina 86.331 sinni. Stöðinni var skotið á loft 1986, á tím- um Sovétríkjanna, og var mikið látið með hana. En á síðustu árum hennar var hún orðin tákn um hverfandi tækni- yfirburði Rússlands. Mjög var dregið úr fjárveitingum til geimáætlunarinnar og fjöldi slysa varð í stöðinni, m.a. munaði litlu að dauðsföll hlytust af þegar flutninga- geimfar rakst á hana. Rússneska geimstöðin Mír látin hrapa til jarðar á Suður-Kyrrahafi „Óaðfinnanleg aðgerð“ Reuters Sérfræðingar að störfum í stjórnstöð Mír skammt frá Moskvu í gær. Nadi á Fídjíeyjum. AP. LEIÐTOGAR Zapatista-skæru- liða í Mexíkó þágu í fyrradag boð um að ávarpa þjóðþingið en til- kynntu jafnframt Vicente Fox, for- seta landsins, að ekkert yrði af frið- arviðræðum fyrr en orðið hefði verið við kröfum þeirra. Marcos, leiðtogi Zapatista- hreyfingarinnar, hafði farið fram á, að hann fengi að ávarpa þingið til að mæla með setningu sérstakra laga um réttindi frumbyggja en samþykkt þeirra er eitt af þremur skilyrðum skæruliða fyrir friðar- viðræðum. Hin eru, að herinn loki sjö herstöðvum í Chiapas, heima- héraði þeirra, og láti lausa 100 póli- tíska fanga. Marcos bar lof á þingið fyrir boðið, sem var þó aðeins samþykkt með litlum meirihluta eða 220 at- kvæðum gegn 210. Voru nokkrir flokksbræður Fox forseta andvígir boðinu vegna þess, að Zapatistar hefðu ekki afturkallað þá stríðsyf- irlýsingu gegn stjórnvöldum, sem þeir gáfu fyrir sjö árum. Fox hefur sagt, að gengið verði að kröfum skæruliða en þeir segj- ast ekki munu reiða sig á orðin ein. Fyrri friðarviðræður milli stjórn- valda og Zapatista fóru út um þúf- ur 1996 vegna þess, að ekki tókst að setja lög um réttindi og nokkra sjálfstjórn 10 milljóna frumbyggja í Mexíkó. Zapatistar ávarpa Mexíkóþing Mexíkóborg. AFP. ÞING Argentínu samþykkti í gær með 150 atkvæðum gegn 75 sum ákvæði lagafrumvarps sem nýr fjár- málaráðherra landsins, Domingo Cavallo, lagði fram á fimmtudag. Fyrstu tíu ákvæðin, er fjalla um aukna samkeppni, voru samþykkt, hins vegar frestaði þingið um viku að afgreiða ósk hans um sérstök völd til að takast á við efnahags- vanda landsmanna. Fernando de la Rua forseti er sagður vera andvígur því að Cavallo fái slík völd. Öflugir leiðtogar flokks peron- ista, sem er áhrifamestur í verka- lýðshreyfingunni, andmælti hug- myndunum um sérstök völd á fimmtudag og á þriðjudag voru verkföll í ýmsum greinum til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórn- valda. Viðbrögð á fjármálamörkuðum í Argentínu voru neikvæð í gær, hlutabréfaverð féll um nær 6% vegna ótta manna við að ríkisstjórn- inni myndi ekki takast að hleypa á ný krafti í efnahaginn. Samdráttur hefur verið í efnahagslífinu í nær þrjú ár. Verðfall varð einnig á fjár- málamörkuðum í Brasilíu og Mexíkó vegna þess að margir telja nú að ástandið í Argentínu muni breiðast út til fleiri ríkja Rómönsku Ameríku er hafa aukið samstarf sitt í efnahagsmálum á síðari árum. Nýi fjármálaráðherrann vill fá völd til að breyta lögum um vinnu- markaðinn en hann segir að gild- andi lög komi í veg fyrir nýsköpun atvinnutækifæra. Hann vill auk þess draga úr skrifræði og draga úr víðtækri fjármálaspillingu. Í nýju lögunum eru meðal annars ákvæði um viðskiptabanka er bein- ast að því að draga úr spillingu. Einnig fær embætti forsetans heim- ild til að lækka skatta og bjóða skattafríðindi og kveðið er á um að opinberir sjóðir falli undir héraðs- stjórnir í stað ríkisins. Argentínuþing samþykkir sumar tillögur Cavallos fjármálaráðherra Verðfall á mörk- uðum í Róm- önsku Ameríku Buenos Aires, Sao Paulo. AP, AFP. ANNA Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vill að ríkisstjórnin láti kanna starfsemi sænska olíufélags- ins Lundin Oil í Súdan, geri Samein- uðu þjóðirnar það ekki. Fyrirtækið hefur, eins og önnur olíufélög, verið harðlega gagnrýnt fyrir að stuðla að mannréttindabrotum í Súdan í nýrri mannréttindaskýrslu SÞ. Þá furðar Lindh sig á því að Carl Bildt, einn stjórnarmanna Lundin Oil, skuli vilja fórna starfi hjá SÞ fyrir áfram- haldandi stjórnarsetu. Lindh segir gagnrýnina á Lundin Oil sverta ímynd Svíþjóðar og því beri að rannsaka starfsemina. Bildt hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og hann sinni störfum fyr- ir SÞ á Balkanskaga. Hann hefur lýst sig reiðubú- inn að láta af embætti sérlegs fulltrúa SÞ á Balkanskaga vegna gagnrýn- innar og furðar Lindh sig á því. „Ég hefði valið að taka ekki sæti í stjórninni en hefði ég þegar átt sæti í henni hefði ég sagt af mér,“ segir hún í samtali við Svenska Dagbladet. Segist Lindh bera fullt traust til Bildts hvað varði störf hans fyrir SÞ en hann verði að velja á milli. Henni þyki hins vegar einkennilegt að hann velji að hætta hjá SÞ þegar gagnrýnin beinist að starfi hans hjá olíufélaginu. Deilur í Svíþjóð um Lundin Oil Segja ímynd landsins sverta Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Anna Lindh FORD-bílaverksmiðjurnar bandarísku tilkynntu sl. fimmtudag að þær stæðu frammi fyrir margra milljarða dollara skaðabótakröfum vegna öryggisatriða á síðasta ári, þ.á m. dauðsfalla og slysa er urðu þegar Ford Explorer- jeppar ultu. Í ársskýrslu sinni, sem lögð var fram á fimmtu- dag, gerðu bílaverksmiðjurnar, sem eru þær næststærstu í heimi, grein fyrir a.m.k. fimm tilteknum málshöfðunum vegna öryggisatriða. Eru skaðabótakröfur í þeim sagðar nema samtals yfir tíu milljörð- um dollara. Í raun og veru nema kröfur á hendur Ford þó mun meiru, þar eð verksmiðj- urnar segja að búist sé við „ótil- greindum skaðabótakröfum“ í yfirvofandi málshöfðunum vegna meintra öryggisgalla í Ford-bifreiðum. Fyrirtækið greindi ekki frá því í ársskýrslunni hversu háar skaðabótakröfur væru sem það sagði að lagðar hefðu verið fram í málshöfðunum vegna hlutabréfasvika og afleiddra málshöfðana hluthafa vegna meintra ótilhlýðilegra við- bragða fyrirtækisins á síðasta ári við innköllun Firestone- hjólbarða og tilfella þegar Explorer-jeppar ultu. Í málshöfðun fjárfesta væri því haldið fram, að „stjórnar- menn fyrirtækisins hafi brugð- ist trúnaðarskyldum sínum við fyrirtækið og hluthafa þess með því að láta undir höfuð leggjast að afla sér allra upp- lýsinga um Firestone-hjól- barða.“ Sjö hand- teknir í Frakklandi og á Spáni LÖGREGLA á Spáni handtók í gær sex manns og í Frakklandi var einn handtekinn vegna gruns um aðild að flutningum á vopnum og sérþjálfuðum árás- arsveitum yfir landamærin til aðskilnaðarsinnaðra baska á Spáni. Hreyfing aðskilnaðarsinna, ETA, hefur ráðið yfir 800 manns bana á Spáni frá því bar- átta hennar fyrir sjálfstæði Baskalands hófst 1968. Hreyf- ingin hefur jafnan notað baska- héruð í Suðvestur-Frakklandi til að skipuleggja árásir. Fyrir viku féll lögreglumaður í bæn- um Roses í Katalóníu þegar bílsprengja sprakk og sl. þriðjudag var bæjarstjórnar- maður í Lasarte í Baskalandi skotinn til bana. Spænsk yfir- völd telja að ETA hafi staðið að báðum tilræðunum. Ellefu særðir ÍSRAELSKIR hermenn særðu 11 Palestínumenn í gær þegar þeir síðarnefndu mótmæltu landnámi gyðinga og lokun Ís- raela á arabískum yfirráða- svæðum. Mótmælendurnir grýttu her- menn á Vesturbakkanum og Gaza og sögðu palestínskir heimildamenn að alls hafi um 800 manns tekið þátt í mót- mælaaðgerðunum. STUTT Milljarða kröfur á hendur Ford

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.