Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 31 FJÖRUTÍU ár verða í apríl liðin frá Svínaflóainnrásinni svonefndu sem æ síðan hefur markað sam- skipti Bandaríkjanna og Kúbu. Af því tilefni hafa fyrrverandi fjand- menn úr kalda stríðinu komið sam- an á þriggja daga ráðstefnu í Ha- vana, til að freista þess að varpa ljósi á atburðina. Ráðstefnan er lokuð almenningi en hana sækja fyrrum embættis- menn og ráðgjafar úr forsetatíð John F. Kennedys, fyrrverandi starfsmenn bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA), félagar úr innrás- arliði kúbverskra útlaga og fyrr- verandi liðsmenn kúbverska hersins. Þeir munu ræða hlutverk sín í innrásinni og fjalla um gögn um málið sem nýlega hafa verið gerð opinber. Niðurstöðurnar verða svo gefnar út að ráðstefn- unni lokinni. Fídel Kastró Kúbuleiðtogi sat í stutta stund með ráðstefnugestum í Havana í gær. „Þetta eru löngu liðnir atburðir en djúp gjá skilur lönd okkar enn þá að,“ sagði Arthur Schlesinger, sagnfræðingur og fyrrum ráðgjafi Kennedys, á fréttamannafundi fyr- ir upphaf ráðstefnunnar á miðviku- dag. „Vonir eru bundnar við að þessi ráðstefna eigi þátt í að færa samskipti ríkjanna í eðlilegt horf.“ Alfredo Duran, einn þeirra Kúb- verja sem tók þátt í innrásinni, tók í sama streng. „Ég vona að ráð- stefnan þjóni þeim tilgangi að Kúbverjar, bæði á Kúbu og í út- legð í Bandaríkjunum, átti sig á því að sundrungin er óþörf.“ Algerlega misheppnuð aðgerð Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu tóku að stirðna fljótlega eftir að kommúnistar, undir forystu Fí- dels Kastrós, rændu völdum á eyj- unni í ársbyrjun 1959. Kommún- istastjórnin gerði eigur bandarískra fyrirtækja og einstak- linga upptækar, sendi útsendara til annarra ríkja Rómönsku-Am- eríku til að kynda undir uppreisn og tók upp stjórnmálaleg og efna- hagsleg tengsl við önnur komm- únistaríki. Bandaríkjastjórn óttaðist að með valdatöku kommúnista á Kúbu myndu Sovétmenn fá tæki- færi til að koma upp árásarvopn- um skammt undan ströndum Bandaríkjanna og CIA hóf strax í maí 1960 að leggja á ráðin um inn- rás á eyjuna. Dwight D. Eisenho- wer lét það verða eitt af sínum síð- ustu embættisverkum að slíta stjórnmálatengslum við Kúbu áður en hann lét af forsetaembætti í janúar 1961. Stjórn Johns F. Kennedys erfði innrásaráætlun Ei- senhower-stjórnarinnar og lét til skarar skríða í apríl 1961 en ekki voru þó allir á einu máli um hvort rétt væri að ráðast í aðgerðirnar. Þrjár bandarískar flugvélar, sem flogið var af Kúbverjum, gerðu árásir á stöðvar kúbverska flughersins 15. apríl. Tveimur dög- um síðar gerðu sveitir um 1.500 kúbverskra útlaga, sem CIA hafði þjálfað í Guatemala og fengið höfðu búnað frá Bandaríkjaher, innrás á nokkrum stöðum á Kúbu. Stærsti hluti innrásarliðsins tók land í Svínaflóa á suðurströnd eyj- arinnar og við hann er innrásin kennd. En aðgerðin mistókst algjör- lega. Innrásarliðið skorti skotfæri og hafði ekki roð við her Kastrós og 19. apríl höfðu síðustu vígi þess verið sigruð. Um 120 kúbverskir útlagar féllu og yfir 1.100 voru teknir til fanga. Bandaríkjastjórn neyddist á endanum til að greiða Kúbustjórn jafnvirði 53 milljóna dollara í mat og lyfjum til að fá fangana lausa og þeir síðustu fengu ekki að snúa aftur til Banda- ríkjanna fyrr en 1965. Þetta „klúður“ varð mikill álits- hnekkir fyrir Bandaríkjastjórn sem var gagnrýnd fyrir hikanda- hátt og að styðja ekki nægilega vel við bakið á innrásarliðinu. Leyni- þjónustan var einnig sökuð um að hafa gefið stjórnvöldum rangar upplýsingar fyrir innrásina. Svína- flóamálið var meðal þeirra atburða sem leiddu til eldflaugadeilunnar milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í október 1962. Bréfaskipti Krústjofs og Kennedys gerð opinber Meðal þeirra gagna sem gerð voru opinber á ráðstefnunni í gær var bréf sem Nikita Krústsjof, leiðtogi Sovétríkjanna, sendi Bandaríkjaforseta daginn eftir að Svínaflóainnrásin hófst. Þar krefst Krústsjof þess að Kennedy bindi tafarlaust enda á aðgerðirnar gegn Kúbu og segir Sovétríkin reiðubú- in að veita Kúbverjum „alla nauð- synlega aðstoð“ til að verjast inn- rásinni. Sovétleiðtoginn varar enn fremur við því að „smástríð“ á Kúbu „geti valdið keðjuverkun um gervalla jarðkringluna.“ Kennedy segir í svarbréfi til Krústsjofs að Sovétleiðtoginn „mi- stúlki algerlega“ atburðina á Kúbu. Innrásarlið útlaganna hefði einfaldlega reynt að endurheimta þau lýðræðislegu réttindi sem tek- in hefðu verið af þeim í bylting- unni. Hann varaði Krústsjof jafn- framt við því að nota Svínaflóa- innrásina sem átyllu til að grípa til hernaðaraðgerða annars staðar. „Ég efast um að Kennedy hefði sjálfur haft frumkvæði að þessu ævintýri en ég held að hann hafi dáðst að hinum hugrökku kúb- versku útlögum sem voru reiðu- búnir að berjast fyrir föðurland sitt,“ sagði Arthur Schlesinger fréttamönnum á ráðstefnunni í Havana og bætti við að Kennedy hefði dregið mikinn lærdóm af þessum mistökum. Skjöl um forsetatíð Kennedys, sem leynd hefur nýlega verið létt af, sýna að eftir Svínaflóainnrásina gerði hann ráðstafanir sem stuðla áttu að því að njósnaupplýsingar yrðu áreiðanlegri. Gaf hann fyr- irmæli um að skipulag njósnastarf- semi yrði endurskoðað og skipaði nýja menn í óháð ráðgjafaráð for- setans um njósnamál erlendis. Fjörutíu ár eru liðin frá Svínaflóainnrásinni misheppnuðu sem Bandaríkin studdu Fyrrverandi fjendur koma saman á Kúbu AP Fidel Castro Kúbuleiðtogi talar við félaga sína í byltingarher Kúbu í bækistöðvum sínum í Jaguay á meðan á Svína- flóainnrásinni stóð. AP José Ramon Fernandez, varaforseti Kúbu (t.h.), tekur hér á móti Arthur Schlesinger, sem var sérlegur ráðgjafi Johns F. Kennedy for- seta á þeim tíma sem Svínaflóadeilan stóð yfir. Havana, Washington. AP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.