Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 41 hausen. Endurminningar Rudolf Höss, Kommandant in Auschwitz, sem var búðastjóri í Auschwitz, eru ein magnaðasta lýsingin á útrým- ingunni þar. Páll Björnsson, sagnfræðingur hjá Hugvísindastofnun Háskólans. Eru hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjár- magn er fyrir hendi? SVAR: Skýjakljúfarnir á Man- hattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sín- um tíma eitt af furðuverkum ver- aldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbygging- arnar við höfnina (World Trade Center), en hærri turninn er 417 m. Turnarnir í New York voru þó ekki lengi hæstu byggingar heims því nokkrum árum síðar (1974) lauk smíði Sears Roebuck-skýjakljúfsins í Chicago, sem skagar 442 metra upp í loftið. Það er tilkomumikil sjón að standa í útsýnisherberginu á 110. hæð og horfa ofan á skýja- bakkana, sem eru að læðast inn frá Michiganvatninu, langt fyrir neðan. Undir lok síðustu aldar stálu Malas- íumenn „glæpnum“ frá Bandaríkja- mönnum, en Petronas-turnbygg- ingarnar í Kuala Lumpur teljast nú hæstu byggingar heims. Smíði turnanna lauk árið 1998, og er hæð þeirra 452 metrar. Það er þó dálítið erfitt að átta sig á mismun hæðar Sears-bygging- arinnar og Petronas-turnanna ef þeim er stillt upp hlið við hlið. Se- ars-byggingin virðist hærri, enda er hæsta nýtta íbúðarhæð hennar 60 metrum hærri en hæsta íbúðarhæð Petronas-turnanna. Samkvæmt ákvörðun alþjóðlegra samtaka um háar byggingar (Council on Tall Buildings and Urban Habitat) ber að skilgreina hæð bygginga sem hæð byggingarvirkisins (I), hæstu nýtta íbúðarhæð (II) og hæð á þaki (III). Petronas-turnarnir hafa í raun aðeins vinninginn samkvæmt flokki I, en Sears-byggingin hefur vinninginn í flokkum II og III. World Trade Center turnarnir í New York myndu hins vegar hafa vinninginn ef loftnetsmöstur væru talin með, en það er ekki heimilt samkvæmt skilgreiningu alþjóða- samtakanna um háar byggingar. En eru þá engin takmörk fyrir því hversu háar byggingar er hægt að byggja? Í rauninni eru ekki sér- stakar tæknilegar hindranir fyrir því að byggja nokkurra kílómetra háar byggingar. Hvað burðarþol varðar má hugsa sér byggingu, sem er eins og fjall, það er mjög breið að neðan, og hefði þannig mikinn stöð- ugleika. Stöðugleikinn getur þó orð- ið vandamál efst í byggingunni. Þannig tekur það World Trade Center-turnana átta sekúndur að sveiflast fram og til baka í miklum vindi. Við slíkar aðstæður er hætta á, að íbúarnir verði sjóveikir. Þess vegna þurfti að koma fyrir mjög flóknu og dýru höggdeyfarakerfi í turnunum til að fyrirbyggja of mikl- ar og hraðar sveiflur. Notkun stáls og annarra léttra málma auðveldar vissulega gerð burðarvirkisins, en engu að síður verður mikil sam- þjöppun súlna neðst í byggingunni töluvert vandamál. Það sem fælir menn ef til vill mest frá því að byggja mjög háar bygg- ingar er mikill kostnaður við öll þjónustukerfi. Þannig þarf meðal annars að tryggja nægan vatns- þrýsting á efstu hæðum. Þó væri svo sem hægt að dæla vatni upp í stóra vatnsgeyma með til dæmis 50 hæða millibili. Þá yrði sömuleiðis frárennsli frá slíkri byggingu erfitt tæknilegt vandamál. Ekki gengi að sturta niður úr klósettinu á 500. hæð og láta frárennslið falla beint til jarðar. Lyftur yrðu að vera mjög hraðvirkar. Með núverandi tækni myndi það jafnvel taka allt að klukkutíma að ferðast frá neðstu hæð og upp á 500. hæð. Ein bygging með slíkri hæð er í raun ekki bygg- ing, heldur lóðrétt borg. Íbúar hennar gætu orðið fleiri hundruð þúsund og myndu þurfa jafnviða- mikil þjónustu- og samgöngukerfi og allir Íslendingar. Bandaríski arkitektinn Eugene Tsai í San Francisco hefur hannað eina slíka byggingu, sem hann kall- ar hinn endanlega turn (Ultima Tower). Hann gerir ráð fyrir að hún verði yfir þrír kílómetrar á hæð og yfir milljón íbúar lifi og hrærist á samtals 140 milljón fermetrum byggingarinnar. Dr. Tsai bendir á að slík bygging geti orðið til þess að stöðva útþenslu borga og þannig varðveita opin svæði og frjálsa nátt- úru. Margir verkfræðingar eru sammála dr. Tsai og telja, að slík bygging sé alls ekki tæknilega ómöguleg. Hins vegar hefur enginn fengist til að ráðast í slíka fram- kvæmd enn sem komið er. Eins og ávallt eru það fjármunirnir, sem ráða ferðinni. Þannig fyrirhugaði Obayashi-byggingarfyrirtækið í Japan að byggja 170 hæða bygg- ingu við Tókýó-flóann um 1990. Hrun á fasteignamarkaðnum þar í landi undir lok níunda áratugarins gerði út af við þau áform. Í dag eru aðeins til 25 byggingar í öllum heiminum, sem teljast „háar“ bygg- ingar, það er yfir 300 metrar á hæð. Örugglega verða byggðar margar hærri byggingar á 21. öldinni. Nokkrar slíkar eru þegar fyrirhug- aðar, meðal annars 300 hæða Bion- ic-turninn í Hong Kong, sem verður um 1.230 metra hár. Sú ástríða ein- staklinga og þjóða að vera „mestur og bestur“ verður drifkrafturinn eins og endranær. Til þess þarf þó að þróa nýja og betri lyftutækni, léttari og sterkari byggingarefni og fullkomnari þjónustukerfi og síðan finna einhvern sem er fús til að greiða kostnaðinn, sem verður stjarnfræðilegur. Júlíus Sólnes, prófessor í byggingar- verkfræði við Háskóla Íslands. það sem sagt er eða viljum ekki kannast við sannleikann sem við blasir. Þetta gerir drauminn að því máttlausa og bitlausa tæki sem hann er flestum en samt eru allir forvitnir um eigin hag og drauma sína. Tákn- fræði draumsins er í grunninn ein- föld og því ættu allir að vera í stakk búnir að byggja þennan grunn í þann vita sem lýsir upp draumana. Þessir tveir draumar hafa sama grunn sem er tilfinningalegs eðlis. Fyrri draumurinn lýsir ferli þriggja ára (fuglarnir þrír) þar sem tilfinn- ingar þínar hafa stig af stigi (rjúpan, stokköndin og skógarþrösturinn – hugsaðu um hvað þessir fuglar standa fyrir) flosnað upp og frosið. Á seinni stigum málsins reynir þú að sporna við og breyta ferlinu (ferð með fuglana á hans bíl í bílskúrinn og lætur slag standa) því þínar til- finningar eru ekta og þú vilt ekki kasta þeim á glæ. Seinni draumurinn er svo mynd af deginum í dag þar sem þú virðist í raun búin að afsala (vatnið um allt) þér öllu (kröfum, vilja, sjálfstæði) í von um betrun og bata.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar- degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.