Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 47

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 47
konar brú á milli grunnskóla og fag- greinaskólanna. Margir ráðleggja nemendum sínum að sækja „prod- uktskole“ áður en þeir hefja eigin- legt verknám. Svo geta verið þeir sem einhverra hluta vegna ráða ekki við nám eða hafa gefist upp á því. „Þá getur verið mjög gott að fara í þessa skóla um tíma og koma svo aftur til starfa í sama skóla og þeir gáfust upp á, til dæmis grunnskóla. Við veit- um í sjálfu sér ekki menntun til prófs en eigum okkar þátt í að svo verði. Það hefur verið gott samstarf milli þess skóla sem ég rek og verknáms- skóla, til dæmis tækniskóla og iðn- skóla og við hjálpum nemendum að komast af stað í náminu,“ segir Ro- bert. Flestir skólanna eru á lands- byggðinni með um það bil 20–60 nemendur, en í skóla Roberts í Els- esminde eru 190 nemendur. Íslenskir nemendur og athafnalífið Það var í upphafi mikil vinna að markaðssetja skólana. Í dag þykja þessir skólar nauðsyn en það hefur ekki alltaf verið svo. Robert Dalskov er mjög ánægður með samskipti Ís- lands við Danmörku varðandi þetta verkefni sem er að hefjast hér á landi. Þeir sem hafa komið héðan frá Íslandi að heimsækja skólana í Dan- mörku hafa verið mjög hrifnir og eru fullvissir um að Íslendingar geti nýtt sér þetta. Fyrst þegar Robert heimsótti Ís- land varð hann mjög hrifinn af því hvernig nemendur tengdust íslensku athafnalífi á sumrin og má vera að þá hafi kviknað hugmynd að því sem síðar varð. Innan áratugar óttast hann þó að hér á landi skapist það ástand, vegna vélvæðingar á ýmsum sviðum, að þörfin fyrir ófaglært starfsfólk minnki og þá verði eitt- hvað um ungt atvinnulaust fólk. Það myndist sem sagt svipað ástand og í Danmörku á sínum tíma. Grunn- menntun er öllum mikils virði. Fjölsmiðjan og möguleikarnir „Það kemur að því að kröfur sam- félagsins verða þær að allt ungt fólk ljúki einhverju námi í tæknivæddu samfélagi nútímans. Í Danmörku brugðumst við of seint við, það var mjög margt ungt fólk orðið atvinnu- laust af því það vantaði framhalds- menntun,“ segir Robert Dalskov. „Við sjáum mikla möguleika hér á landi í framtíðinni, til dæmis í ferða- iðnaði og því er ástæða til bjartsýni. Fjölsmiðjan á Íslandi er spennandi verkefni.“ Robert leggur áherslu á það að þessir skólar í Danmörku tengist á engan hátt lélegum félags- legum aðstæðum. „Það eru nemend- ur úr öllum stéttum og með ólíkan bakgrunn sem sækja dönsku „pro- dukt“-skólana. Síðustu árin höfum við sótt töluvert í fjölgreindarkenn- ingar bandaríska sálfræðingsins Howards Gardner,“ segir Robert (sjá grein 23/1 í Morgunblaðinu um fjölgreindarkenninguna). „Gardner hefur kannað það sem við köllum greindarsvið, hæfileika. Hann segir alltof mikla áherslu lagða á það hvort fólk hafi hæfileika í stærðfræði eða tungumálum, en lengi hafi tíðkast að ef það er ekki gott á öðru þessara sviða sé það heimskt eða lítt greint. Gardner heldur því fram að þetta sé rangt. Hann bendir til dæmis á tónlistar- fólk, svo tekið sé dæmi, sem ekki hef- ur neitt það í sér að langa til að leggja stund á stærðfræði eða tungu- mál. Væri rétt að segja hæfileikaríkt tónlistarfólk illa gefið eða íþróttafólk sem stendur sig vel í sinni íþrótt? Við viljum vera skólinn sem þróar hæfi- leikana. Maður uppgötvar ekki hæfi- leika sína ef alltaf er verið að segja manni hversu lélegur maður sé,“ segir Robert Dalskov að lokum. Jákvæður uppbyggjandi stuðning- ur er það sem nemendur þurfa á að halda og geta flestir ef ekki allir ver- ið því sammála. Það verður forvitni- legt að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 47 Gagnasafn Morgunblaðsins nýtist öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í starfi, námi og leik. Í Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna fréttir og greinar Morgunblaðsins frá árinu 1987 fram á þennan dag. Greinar, fréttir, viðtöl eða um- fjöllun er auðvelt að finna, hvert sem viðfangsefnið er og fylgja myndir, kort og gröf með. Kynntu þér Gagnasafnið á mbl.is eða hringdu í síma 569-1122 og fáðu nánari upp- lýsingar. gagnasafn morgunblaðsins á mbl.is „ Í verkefnavinnu tengdu náminu nýti ég mér gríðarlegt magn upplýsinga sem er að finna í Gagnasafninu og kaupi greinarnar í lausasölu þegar mér hentar.“ Í TAÍLANDI er mikið um sand/ því það er líka útland/ þar er líka mikið um listir/ en aldrei frystir. Í Taílandi er líka heitt/ enda fólk orðið þreytt/ því þar er mikil sól/ og stelpur dansa í kjól,“ kvað Auð- ur Magnúsdóttir nemandi í 5. AR í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði í til- efni af samstarfsverkefni kennara, barna og foreldra sem nefnist Þjóð- erni og tungumál í Hvaleyrarskóla. Í skólanum eru börn upprunnin frá 15 löndum; Bandaríkin, Taíl- and, Noregur, Pólland, Filipseyjar, Bretland, Þýskaland, Kosovo, Dan- mörk, Svíþjóð, Færeyjar, Græn- land, Spánn, Indland, Ísland. Nemendur unnu með kenn- urunum sínum að þessu verkefni í skólanum og með foreldrum sínum heima. Þau settu sig í spor þeirra barna sem flytjast á milli landa og byrja ókunnug í nýjum skóla. Nið- urstaðan var oft að mestu skiptir að eiga góða vini og að virða aðra eins og þeir eru. Hver bekkur valdi sér þjóðland til að vinna með og fræðast um. Bekkurinn hennar Önnur Rósar Bergsdóttur (5.AR) valdi sér Taíl- and vegna þess að einn úr hópnum á taílenska móður. Lokadaginn mættu svo foreldrar með börn- unum í skólann og hlustuðu á hvert og eitt þeirra flytja frásögn og ljóð um Taíland. En börn í Hvaleyr- arskóla eru markvisst þjálfuð til að flytja mál sitt og segja frá og þau standa við ræðupúlt í hverri viku. Börnin óskuðu sér meðal annars að kunna tungumálið, þau sögðu aðfrægasta dýrið og þarfasti þjónn- inn í landinu væri fílinn, að 90% þjóðarinnar væru búddistar, að maturinn væri sterkur en bragð- aðist vel. Nemandi sagði frá brúð- kaupi þar sem faðir brúðarinnar fékk allar gjafirnar. Annar nem- andi kom auga á að sömu litirnir eru í íslenska og taílenska þjóðfán- anum. Sá þriðji heillaðist af lit- skrúðugum búningum og fötum. Nemandi benti á að Taíland hafði aldrei verið numið af Evrópubúum og að nafnið þýddi land hinna frjálsu. Þannig fræddu þau foreldra sína og kennara og drógu upp fallega mynd af landinu. Anna Rós var ánægð með hópinn sinn og sagði að ágæt aðferð til að vinna bug á for- dómum sínum væri að hugsa: Hvernig yrði tekið á móti mér ef ég flytti í annað land? Hvaleyrarskóli var allur und- irlagður þessu verkefni eina viku nú fyrr í mars og á sal var eins kon- ar sýningarbás um hverja þjóð. Daginn sem börnin fluttu verkefnið gátu bekkirnir verið með hlaðborð og rétti frá þeirri þjóð sem þeir kynntu. Markmiðin með verkefninu voru að: Tengja saman ólíka menningar- heima. Víkka sjóndeildarhring nemenda, kennara og foreldra (um hin þjóðlöndin). Auka víðsýni nem- enda, foreldra og kennara og koma þannig í veg fyrir fordóma. Stuðla að jákvæðri samvinnu heimila og skóla. Samkenndin í skólanum óx þessa viku. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Sérhver nemandi í 5. AR í Hvaleyrarskóla flutti texta um Taíland. Samkennd einstaklinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.