Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag kveðjum við með söknuði
og trega Halldór Bjarna Óskarsson
sem lést langt um aldur fram eftir
langvarandi veikindi en jafnframt
hetjulega baráttu við það óumflýj-
anlega.
Þegar skyggnst er til baka yfir
farinn veg rifjast upp þær mörgu
ánægjulegu samverustundir sem
við fjölskyldan áttum með Halldóri
Bjarna og fjölskyldu hans. Erfitt er
að staldra við eitt atriði fremur
öðru því af mörgu er að taka. Þó er
það sem ber hæst allra mála bar-
átta sú sem Halldór Bjarni háði allt
sitt líf og erfitt er fyrir okkur hin
að setja okkur inn í, þrátt fyrir
mikla nálægð. Lífssaga Halldórs
Bjarna er undraverð og umhugs-
unarverð fyrir okkur sem tökum
heilbrigt líf sem sjálfsagðan hlut.
Þeir fjölmörgu sem þekktu Hall-
dór Bjarna vissu mætavel um bar-
áttu hans fyrir betra lífi. Færri
þekktu í reynd hans merka lífs-
hlaup, því hann bar ekki vandamál
sín á borð annarra. Þegar hann var
spurður um líðan sína svaraði hann
gjarnan: „Mér líður bara vel, þetta
er allt að koma.“
Þetta voru ekki átakalaus æviár
sem Halldór Bjarni lifði og viljum
við geta hér atriða úr hans merka
lífshlaupi.
Það varð ljóst strax við fæðingu
Halldórs Bjarna að ekki væri allt
með felldu og var hann sendur upp
á líf og dauða í hjartaþræðingu til
Reykjavíkur. Í aðgerðinni kom í
ljós að Halldór Bjarni var með
mjög alvarlegan hjartagalla. Dag-
inn eftir þessa tvísýnu aðgerð var
Halldór sendur til London í Sick
HALLDÓR BJARNI
ÓSKARSSON
✝ Halldór BjarniÓskarsson fædd-
ist á Akranesi 28.
júní 1976. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 15.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Óskar Bergur Hall-
dórsson, f. 23.9.
1947, bóndi á Krossi í
Lundarreykjadal, og
Sigrún Eygló Sig-
urðardóttir sjúkra-
liði, f. 24.7. 1955.
Systkini Halldórs
Bjarna er þau Eygló
Hulda, f. 4.9. 1980, og Sigurður
Óskar, f. 10.8. 1989. Þau hjón
eignuðust einnig dóttur hinn 28.
apríl 1987 en hún lést í fæðingu.
Útför Halldórs Bjarna fer fram
frá Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13. Jarðsett
verður að Lundi.
Children Hospital þar
sem aðgerðin var end-
urtekin. Það var fyrst
er Halldór Bjarni kom
heim frá London, sex
daga gamall, að for-
eldrar hans og ætt-
ingjar fengu almenni-
lega að sjá hann í
fyrsta sinn.
Aðgerðirnar voru
ekki varanleg lausn á
fæðingargallanum,
heldur eingöngu gerð-
ar til að halda drengn-
um á lífi og vinna
þannig tíma. Þegar
Halldór Bjarni yrði ársgamall var
ætlunin að hann færi aftur til Lond-
on í aðgerð, en þá átti að reyna að
laga sjálfan fæðingargallann. Ellefu
mánuðum síðar veiktist Halldór
Bjarni mikið og líf hans hékk á blá-
þræði. Var þá ákveðið að senda
hann án tafar til London á ný og
flýta hinni fyrirhuguðu aðgerð.
Hann var sendur beint á skurð-
arborðið við komuna til London og
skorinn þar upp í tvígang með að-
eins sólarhrings millibili. Í aðgerð-
inni kom í ljós að hjartagallinn
hafði skemmt lungun.
Það varð ljóst, þrátt fyrir þessa
einstöku þrautagöngu Halldórs
Bjarna á fyrsta æviári hans, að
hann yrði aldrei fullhraustur. Vitað
var að hann yrði að ganga í gegnum
erfiðar aðgerðir þegar hann væri
búinn að ná fullum þroska en þá
ætti hann að geta lifað eðlilegu lífi.
Sumarið 1995 fór Halldór í líf-
færaþegamat til Svíþjóðar. Í fram-
haldi af því var ákveðið að setja
hann á biðlista eftir nýju hjarta og
lungum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu
í Gautaborg.
Hinn 7. nóvember sama ár hófst
biðin langa eftir líffærum. Rétt um
ellefu mánuðum síðar eða 9. októ-
ber 1996 kom kallið og gekkst Hall-
dór Bjarni undir eina stærstu að-
gerð sem hægt er að gera.
Aðgerðin tók um 10 klukkustundir.
Strax eftir aðgerðina komu í ljós
miklar innvortis blæðingar og varð
hann að gangast undir aðra brjóst-
holsaðgerð daginn eftir. Eftir þetta
gekk allt eðlilega fyrir sig og var
Halldór Bjarni drifinn á fætur að-
eins þremur dögum eftir aðgerðina.
Það var með ólíkindum hve bati
Halldórs Bjarna var hraður og
aðdáunarverður með hinum nýju
líffærum. Hinn 20. febrúar 1997
steig Halldór Bjarni á íslenska
grund, nýr maður með nýja og
bjarta framtíðarsýn, eftir fimmtán
mánaða og tíu daga veru í Svíþjóð.
Eftir heimkomuna hóf Halldór
Bjarni strangar æfingar undir leið-
sögn valinna þjálfara. Allt gekk
þetta eins og í sögu og styrkur
Halldórs Bjarna jókst með degi
hverjum.
Skólagangan varð að sjálfsögðu
rysjótt vegna veikindanna en Hall-
dór sótti alla tíð grunnskólann
heima í sveitinni. Þegar hann byrj-
aði í framhaldsskóla varð hann að
fara sér hægt vegna heilsu sinnar
og stundaði því hálft nám við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi.
Það var svo á haustmánuðum á
síðasta ári að Halldór Bjarni veikt-
ist og hrakaði honum jafnt og þétt
þar til yfir lauk hinn 15. mars síð-
astliðinn. Þar með lauk viðburða-
ríkri en stuttri ævi ungs manns sem
tók örlögum sínum með æðruleysi
og yfirvegun og brást aldrei kjark-
ur í sinni erfiðu og mjög svo grýttu
lífsgöngu.
Það er ljóst að við aðstæður sem
þessar reynir mikið á alla fjölskyld-
una. Ákaflega er erfitt fyrir okkur
sem ekkert slíkt höfum reynt að
setja okkur í spor fjölskyldu Hall-
dórs Bjarna. Samheldni þeirra
hjálpaði þeim í gegnum þessa miklu
lífsraun. Hið daglega amstur okkar
hinna virðist afar smávægilegt í
samanburði við lífsglímu þeirra sem
þetta reyna.
Það vakti athygli hvað Halldór
Bjarni átti hug og hjarta allra
þeirra lækna og hjúkrunarfólks
sem annaðist hann í veikindunum.
Þetta fólk var vakið og sofið í sínu
starfi og ekkert var til sparað við að
láta honum líða sem allra best.
Hún verður lengi í minnum höfð
sú kveðjustund sem Siggi frændi
átti með bróður sínum Halldóri
Bjarna er hann lá við hlið hans á
dánarbeðinum og spjallaði við hann
um heima og geima í heilar þrjár
klukkustundir. Þessi hjartnæmu
tengsl þeirra bræðra voru slík að
erfitt er að hugsa sér meira
bræðralag og vináttu en þar átti sér
stað.
Við færum foreldrum Halldórs
Bjarna, ömmu hans og systkinum
innilegustu samúðarkveðjur okkar
og vonum að minning hans megi
lifa um ókomna framtíð.
Fjölskyldan Dvergholti 9,
Mosfellsbæ.
Elsku besti bróðir minn, núna
langar mig að kveðja þig með
nokkrum orðum frá mínu hjarta.
Eftirminnilegustu stundirnar mínar
með þér eru svo margar að ég get
alls ekki komið þeim fyrir í Morg-
unblaðinu, þannig að ég ætla að
segja ykkur frá mínum uppáhalds
minningum með honum.
Mér þótti alltaf svo gaman þegar
við bjuggum til brúðuleikhús. Hall-
dór kenndi mér að búa til brúður úr
sokkum og við skírðum sokkana
Hr. Hreinn sokkur og Hr. Drullu-
sokkur. Formúla 1 var uppáhalds
íþróttagreinin hans og við spiluðum
oft fótbolta saman. Áhugamálið
hans var að púsla og sum þeirra
glóðu í myrkrinu. Hann setti þau
síðan í ramma og hengdi þau upp
um alla veggi í húsinu. Hann náði
næstum því að raða saman 20.000
púsl-stykkjum. Hann var alltaf að
safna alls kyns dóti, t.d: Tinna-bók-
um, grínblöðum, Gretti, James
Bond og Chaplin-myndum. Við lék-
um okkur oft í Lego og okkur þótti
gaman að byggja og skapa ævin-
týraheim úr kubbum. Halldór var
alger snillingur í að setja saman
kubbana.
Ég gleymi því ekki hvað ég var
glaður þegar Halldór fékk nýja
hjartað og nýju lungun. Þegar ég
kom til Svíþjóðar eftir aðgerðina þá
fékk ég að vera hjá honum á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu og var það
indælt. Þegar Halldór kom heim
var hann svo hraustur að hann gat
tekið mig upp og snúið mér við.
Hann var svo mikil hetja að það var
skrifuð stór grein um hann í Morg-
unblaðið.
Halldór var alltaf betri í stærð-
fræði en pabbi. Þess vegna var
langbest að læra með honum. Við
áttum þrennt sameiginlegt, við
borðuðum sömu pitsutegundina,
höfðum sama augnlitinn og notuð-
um báðir gleraugu. Við höfum alltaf
getað talað saman en núna getum
við talað saman í draumaheimi og
þar getum við gert allt sem okkur
langar til að gera. Ég veit að Hall-
dór verður alltaf hjá mér og hjálpar
mér að passa mömmu, pabba og
Eygló og vil ég segja við þig, Hall-
dór: Hafðu engar áhyggjur,
sjáumst!
Sigurður Óskar Óskarsson.
Þrautagöngu Halldórs Bjarna
Óskarssonar er lokið. Ég kynntist
Halldóri Bjarna og Sigrúnu móður
hans í Gautaborg 1995 þegar Hall-
dór beið eftir líffærum og síðar allri
fjölskyldu hans. Halldór var um
margt mjög sérstakur ungur mað-
ur, hæglátur og hugsi og gerði litlar
kröfur til lífsins aðrar en þær að fá
að lifa því. En það er nokkuð sem
við sem teljumst heil heilsu gerum
kannski of mikið af, þ.e. við gerum
kröfur og okkur finnst allt svo sjálf-
sagt. Eftir kynni mín af Halldóri og
fjölskyldu hans hef ég oft velt fyrir
mér tilgangi lífsins. Hvað það er
mikilvægt að þakka fyrir það sem
okkur er gefið og að kunna að njóta
augnabliksins. En mikið þurfum við
oft að láta minna okkur á. Halldór
Bjarni fæddist með alvarlegan
hjartagalla og þurfti að ganga í
gegnum margar erfiðar aðgerðir.
Þegar kallið kom um nýtt hjarta og
lungu óx von í brjósti allra um nýtt
og betra líf. Aðgerðin tókst vel og
það var yndislegt að sjá gleðina í
svip hans við heimkomuna frá Sví-
þjóð. En því miður fór að halla und-
an fæti og þegar ljóst var að nýju
lungun voru ónýt var það mikið
áfall fyrir alla. En aldrei heyrði ég
Halldór kvarta. Þrátt fyrir allt virt-
ist hann ótrúlega sterkur og dug-
legur. Hann eygði von um nýtt
lunga og sá enn á ný fyrir sér betra
líf. En sá vonarneisti slokknaði að
morgni 15. mars. sl. Þrátt fyrir
mikil veikindi átti Halldór miklu
láni að fagna. Hann átti yndislega
fjölskyldu sem stóð saman á hverju
sem gekk. Það var yndislegt að sjá
samheldni systkinanna og að finna
hve vænt þeim þótti hverju um ann-
að, þótt eflaust hafi Halldór stund-
um verið þreyttur á grallaranum
Sigga lét hann aldrei á neinu bera
og ástin og virðingin var gagn-
kvæm. Ég held að það sé ekki á
neinn hallað þótt ég segi að hún
Sigrún mín á Krossi sé fyrir mér
mikil hetja. Alltaf var hún til taks
fyrir Halldór og samt átti hún alltaf
nóg til að gefa hinum. Við Torfi og
börnin okkar tvö eigum griðastað á
Krossi. Þangað komum við alltaf
fyrst til þess að sækja okkur and-
lega næringu ef við eigum leið suð-
ur. Meira að segja börnin skynja
rólegheitin og hlýjuna sem maður
finnur strax í heimreiðinni á Krossi,
hjá „ömmu“ Sigrúnu og „afa
Krossa“.
Elskulegu vinir, Sigrún, Óskar,
Eygló og Siggi, megi góður Guð
styðja ykkur og styrkja. Við kveðj-
um elskulegan dreng með djúpri
virðingu og þakklæti.
Guð blessi minningu Halldórs
Bjarna Óskarssonar.
Guðrún Jónsdóttir
og Torfi Einarsson.
Sú tilhugsun er dapurleg að hann
Halldór skuli vera farinn. Einhvern
veginn finnst manni það ekki vera
réttlátt hversu mismikið fólk þarf
að hafa fyrir því að vera til í þess-
um heimi. Halldór þurfti alla tíð að
berjast fyrir tilveru sinni, og stóð
fjölskyldan með honum eins og
klettur í þeirri baráttu. Halldór
Bjarni var einstaklega æðrulaus,
kvartaði aldrei og sagði alltaf „allt
þetta fína“ á hverju sem gekk, og
að sjálfsögðu var alltaf „allt þetta
besta“ að frétta af honum og hans
fólki, það vantaði ekki. Hann hafði
lúmskan og góðan húmor og kunni
ógrynnin öll af bröndurum, sem
hann laumaði frá sér endrum og
eins og komu manni skemmtilega á
óvart. Halldór las mikið af alls kyns
vísindaritum og bókum um landa-
fræði enda lágu áhugamál hans
víða. Harpa talaði mikið um það, að
það hafði ekki verið eins gaman að
sýna neinum myndirnar frá S-Am-
eríku og honum, svo mikið var
spurt, spáð og spekúlerað.
Halldór Bjarni var mjög náinn og
mikilvægur systkinum sínum. Það
var ótrúlegt hvað hann gat dröslast
með Eygló Huld þegar hún var lítil
stelpa, gat leikið sér og dúllað sér
með hana heilu dagana í alls kyns
leikjum og grallaraskap og virtist
þolinmæðin endalaus. Sömu sögu er
að segja eftir að Siggi litli bróðir
kom í heiminn, þá var Halldór
Bjarni orðinn eldri og hafði frá
ýmsu að segja um lífið og tilveruna
sem hann miðlaði óspart til hans.
Þeir voru mjög samrýndir bræð-
urnir, Halldór hafði endalausa
seiglu í að spjalla við hann og
kenna honum það sem honum
fannst að litlir menn þyrftu að
kunna. Er það okkur minnisstætt
að ekki mátti hafa hátt eða vera
óvarkár í orðum nálægt Sigga
litlum, þá sussaði Halldór á mann
og vildi að tillit væri tekið til nær-
veru lítillar sálar. Þetta lýsir honum
vel, hann lagði ekki styggðaryrði til
fólks, baktal og nag var ekki hans
stíll.
Með æðruleysi þínu og rólegri
framkomu vannst þú væntumþykju
og virðingu okkar sem fengum að
kynnast þér, kæri Halldór. Guð
haldi sinni verndarhendi yfir þér.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Systurnar Indriðastöðum.
Tímarnir breytast tryggir vinir skilja,
talað meir í þögn en mæltum orðum.
Allt það er við áttum saman forðum,
aldrei um framtíð gleymska nái að hylja.
Svo fórstu í burtu til frama á fjarri
slóðum,
fegurstu óskir í brjósti mínu lifir.
Hamingjuvon sér leiðum lífs þíns yfir,
lotning og trú þess bið í mínum ljóðum.
(Ármann Kr. Einarsson.)
Með þessu ljóði kveð ég vin minn
og herbergisfélaga, Halldór Bjarna
Óskarsson. Kynni okkar hófust
haustið 1997 er ég hóf nám í FVA á
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina