Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 51

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 51 fram um að virkja sitt fólk til starfa, það býr vel að því enda upp til hópa myndarlegt og duglegt fólk. Þegar ég réðst til starfa sem sveitarstjóri í Grundarfirði tóku þau Hjálmar og Helga vel á móti mér og fjölskyldu minni, við bund- umst vináttuböndum sem við þökkum. Hjálmar veitti sveitar- stjóranum góð ráð og gerði sínar athugasemdir um störf mín og það sem sveitarstjórnin og sveitar- félagið voru að gera hverju sinni og áttu að gera í framtíðinni. Allt var það vel meint og á jákvæðum forsendum, enda var hann stoltur af sínu byggðarlagi og vildi veg þess sem mestan. Hjálmar var alla tíð mikill framsóknarmaður og tók jafnan virkan þátt í pólitík og félagsstarfi innan Framsóknar- flokksins, ávallt var hægt að treysta á hann þegar á reyndi. Slíkt er hverjum stjórnmálaflokki dýrmætt og mikill styrkur að því fyrir stjórnmálamenn að hafa slíka bakhjarla. Hjálmar reyndist mér traustur bakhjarl þegar út í hring- iðu landsmálanna var komið á vettvangi Alþingis. Hann lagði gott til mála, gerði oft alvarlegar athugasemdir, en eins og fyrr var það á jákvæðum forsendum í þeim tilgangi að passa að menn færu ekki út í neina vitleysu. Framsókn- armenn eru Hjálmari þakklátir fyrir áralangt samstarf og það sem hann lagði af mörkum í þágu flokksins. Við fjölskyldan vottum Helgu og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Hjálmar Gunn- arsson var traustur vinur, við þökkum honum samstarfið og sam- fylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hans. Magnús Stefánsson. Að kvöldi dags er kliður hljóðna fer og kátir fuglar syngja ekki lengur, þá færist ró og friður yfir ver og farmaður til hinstu hvílu gengur. Þótt döggvist grund er dregur fyrir ský er dásemd lífsins ávallt sönn og ný. Hver færir fórn, hver eflir innri mann? Hver orkar gegnum lífið sjálft að rata? Hvar sérðu þann sem ávallt kveða kann og kærleik sínum myndi aldrei glata? Hvar fannstu spor sem fönnin huldi í gær og ferðalok sem eru hrein og tær? Hér endar ferð og fósturjörðin kær nú faðminn breiðir móti þreyttu barni, en yfir þínu leiði grundin grær og geislar sólar vaka yfir hjarni. Þú sigldir fleyi þínu fram um dröfn og farsællega náðir þú í höfn. (Ingólfur Þórarinsson.) Ég sendi eftirlifandi eiginkonu Hjálmars, Helgu Þóru, svo og börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur mínar. Ingólfur Þórarinsson. Góður vinur minn og fyrrum skólabróðir er látinn. Hann lést á Kanaríeyjum 11. mars síðastliðinn þar sem hann og kona hans, Helga Árnadóttir, dvöldust. Hjálmar gekk ekki heill til skógar síðustu árin en lét það ekki aftra sér frá því að snúast í kringum útgerð sína og fiskverkun. Við Hjálmar numum við Stýrimannaskólann í tvo vetur og útskrifuðumst þaðan vorið 1954. Þá héldum við hvor sína leið, hann til Grundarfjarðar þar sem hann stundaði sjó- mennsku. Þeir Karl Stefánsson og Hjálm- ar leigðu Gunnbjörninn frá Ísafirði sem varð síðan þinglýst eign þeirra 1956 og hét Sigurfari SH 105 og útgerðarsaga Hjálmars var þar með hafin. Á þessum árum var lífsbaráttan nokkuð hörð og mátti með sanni segja að lífið snerist um það að vaka og vinna. Næstu 16 árin voru ekki mikil samskipti milli okkar Hjálmars fyrr en á seinni hluta þess tímabils, eftir að ég fór að stýra skipi mínu til veiða í Breiðafjörðinn, en þá kom fyrir að við fylgdumst að yfir hafið með fisk fyrir Bretann. Í þá daga var það nú svo að skipstjórar fylgdust grannt hver með öðrum og ekki síst ef veður voru válynd; ég trúi að þetta sé svona enn í dag. Í fyll- ingu tímans fór það svo á haust- mánuðum 1971 að Hjálmar hringdi til mín til að kanna það fyrir hönd stjórnar Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar hvort ég myndi vera tilbú- inn til þess að taka við fram- kvæmdastjórastöðu frystihússins um næstu áramót. Frá 1. janúar 1972 má segja að ég hafi kynnst Hjálmari upp á nýtt, og unnum við saman ásamt öðrum í stjórn H.G. í hartnær 10 ár. Eftir þann tíma höfum við hjónin aldrei slitið sambandi við þau Helgu og Hjálm- ar. Hjálmar var fyrst og fremst sjó- maður frá unga aldri, varð síðar skipstjóri, útgerðarmaður og fisk- verkandi. Hann eignaðist mörg skip og átti stundum fleiri en eitt á sama tíma. Hjálmar og Karl eignuðust Siglunes 1. mars 1968 en það var selt í ágúst árið eftir. Síðan eign- ast Hjálmar einn Siglunes SH 22 og selur það 1982. Haukaberg SH 20 eignast hann 1974. Að lokum létu Hjálmar og Gunnar sonur hans byggja fyrir sig Sigurfara II SH 105 sem var 431 brl. skuttog- ari. Þrjú síðasttöldu skipin voru öll byggð á Akranesi hjá skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts. Hjálmar bar mikið traust til þess fyrirtækis og aldrei var nokkurt hik um það hvar skyldi byggja skipin hans. Það ættu engir sem til þekktu að undrast það að áfall Hjálmars og fjölskyldu hans var þungt og mikið þegar ljóst var að Sigurfara II yrði ekki haldið í heimabyggð þeirra. Á þeim tímapunkti brugð- ust þeir sem síst skyldu. Það fyrn- ist yfir slóðina og það er vel. Hjálmar var alla tíð sterkur og fylginn sér, hafði í nógu að snúast, æðraðist ekki og hélt ótrauður áfram sínum störfum og skyldum. Gunnar, faðir Hjálmars, var öðl- ingskall og urðum við hinir mestu mátar. Gunnar sá um framleiðsl- una í fiskmjölsverksmiðjunni hjá H.G. og það þótti undrum sæta hversu gott og prótínríkt mjöl hann gat fengið út úr þessu gamla skrifli. Blessuð sé hans minning. Gunnar átti litla fiskverkun þar sem hann dundaði sér við að salta fisk og herða. Þessa fiskverkun tók Hjálmar yfir eftir að gamli maðurinn lést. Þar verkaði hann og herti fisk. Neðar við Nesveginn stendur ágætt fiskverkunarhús sem Hjálmar á og nefnist Tangi eins og öll önnur starfsemi sem hann rekur. Þar fer fram fram- leiðsla sjávarfangs og þær systur Margrét og Ólafía Hjálmarsdætur sjá um alla vinnslu sem þar fer fram, og hafa þær staðið vel að því. Þegar mikið hefur verið um að vera hjá þeim hafa þær fengið að- stoð við verkunina og ef heilsa Hjálmars og þrek leyfði var hann sjaldan langt undan. Eftir að Kaupfélag Grundfirð- inga lagðist af eignaðist Hjálmar húsakost þess og rekur þar ágæta matvöruverslun undir stjórn Árna dóttursonar síns og er hún sú eina í Grundarfirði sem stendur. Landsmálin fóru ekki framhjá Hjálmari né sveitarstjórnarmál. Hann var eldhugi á þeim vettvangi og lét fátt eitt framhjá sér fara, sótti aðalfundi SÍS, LÍÚ, SÍF o.fl. Hann leyfði sér að hafa skoðun á málunum og fylgdi henni eftir með skörulegri framkomu í púltinu. Síðari árin átti Hjálmar hesta og hafði gaman af þeirri afþrey- ingu og fannst það jafnvel hvíld frá amstri dagsins. Það kom fyrir að hann fór í lengri reiðtúra með félögum sínum og jafnvel upp í Borgarfjarðardali. Hjálmar var að sjálfsögðu póli- tískur og fylgdi lengst af Fram- sóknarflokknum, lagði oft á tíðum mikið á sig fyrir þá hreyfingu. Þau hjónin hafa alla tíð verið mjög félagslynd og kunnu að meta það að maður er manns gaman. Elsku Helga, við Sigrún sendum þér og börnum ykkar, barnabörn- um, barnabarnabörnum og öðrum nánustu ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við hjarta þjer, móðir, hvílir sá, sem hjer fær að enda skeiðið, þó þúfurnar yrðu alda blá, er yfir þeim sama heiðið; og hvað, sem er undir höfði þá , við helgum þjer allir leiðið. (Þorsteinn Erlingsson.) Sigrún og Hringur. Kær vinur er látinn. Hjálmar Gunnarsson lést á Kanaríeyjum hinn 12. þessa mánaðar. Heilsu- leysi hafði hrjáð hann undanfarin ár, en það birti upp á milli. Sjúk- dómurinn var erfiður og hjartað orðið lélegt, en Hjálmar barðist eins og hetja til síðustu stundar. Hjálmar ólst upp á þeirra tíma vísu, þegar fólk mátti þakka fyrir að hafa ofan í sig og á. Hann fór ungur að vinna, fyrst á heimili for- eldra sinna við bústörfin. Þaðan leitaði hugur hans, eins og annarra ungra drengja, á sjóinn. Leitaði hann sér menntunar á þeim vett- vangi, fyrst vélstjóramenntunar og starfaði við það í nokkur ár. Síðan fór hann í Stýrimannaskólann og starfaði í mörg ár sem skipstjóri og síðar sem útgerðarmaður. Hjálmar átti sæti í ýmsum nefndum á vegum sjávarútvegsins. Einnig sat hann í hreppsnefnd Eyrarsveitar á vegum Framsókn- arflokksins. Margt fleira mætti telja. Margar bárur brutu á Hjálmari, bæði til sjós og lands, en með skynsemi og góðu hugarfari leysti hann þau mál. Hjálmar var góður maður. Ég, sem rita þessi orð, fór ekki varhluta af því þegar sorgin kvaddi dyra hjá mér. Þá var gott að hafa hann í návist sinni, og er ég honum afar þakklátur fyrir það. Þeir sem minna máttu sín nutu góðvildar hans og hans góðu konu. Hjálmar var gæfumaður í einka- lífinu, kvæntur Helgu Þóru Árna- dóttur, sem stóð vörð um mann sinn í veikindum hans og starfi. Þau hjón eiga góðu barnaláni að fagna. Helga mín. Við hjónin sendum þér og fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Þorvarður Lárusson. Merkur samferðamaður, Hjálm- ar Gunnarsson útgerðarmaður, er látinn, allt of snemma. Almættið kallar okkur öll til sín eftir sínum reglum, þar um fáum við engu ráð- ið. Við kveðjustund er vert að lúta höfði, þakka og virða. Tímamót lífs og dauða kalla fram yl frá minn- ingum og þakklæti fyrir samferð. Svipmót byggðar mótast ekki bara af umhverfi hennar heldur miklu fremur af því fólki sem þar lifir. Einstaklingarnir verða að vera misjafnir til þess að hressilegur svipur og eðlileg skoðanaskipti myndist. Hjálmar Gunnarsson var sannarlega einn þeirra sem settu sterkan svip á Grundarfjörð. Hann var þar í hópi brautryðjendanna sem skópu byggðina og ekki síður þann anda sem þar ríkir. Jákvætt hugarfar, sterkur vilji og trú á þeim verkefnum sem fyrir liggja er það sem þarf. Þetta í bland við hugrekki til skoðanaskipta og framkvæmda er sá vegur sem Hjálmar lagði með samferðamönn- um sínum. Vegur byggðar þar sem bjartsýni, dugur og einlægur vilji ríkir til að horfast í augu við fram- tíðina. Hjálmar Gunnarsson var um margt einstakur maður, hann var stór og mikill á velli, hafði sterka nærveru, þétta lund og mikið skap. Hann var góður sam- ferðamaður, skrafhreifinn og greiðvikinn. Hjálmar var þekktur fyrir trygglyndi og þá alúð sem hann veitti vinum sínum og víða rétti hann hjálparhönd. Með hon- um er genginn góður vinur sem ljúft verður að minnast með þakk- læti fyrir samfylgd sem í senn var auðgandi og mannbætandi. Með innilegu þakklæti sendum við ást- vinum samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að varðveita með þeim fjársjóðinn sem minning um góðan dreng skilur eftir. Ingi Hans og Ólöf Hildur. Elsku bróðir. Ég skrifa þér bréf því mér líður svo illa. Ég finn svo til þegar ég hugsa til allra sem nú eiga um sárt að binda. Vitur maður sagði: „Skoðaðu huga þinn þegar þér líður illa.“ Því segi ég, á erf- iðum stundum er gott að setjast nið- ur, láta hugann reika og tjá líðan sína á einn eða annan hátt. Upp í huga minn koma orð eins og af hverju, hvers vegna? Enginn getur gefið mér svör við þeim. Mér kom ekki til hugar að ég ætti eftir að skrifa um þig minningarorð, Daddi, á besta aldri. Þú sem varst svo lifandi, alltaf á ferð og flugi og sístarf- andi. Eignaðist meira að segja þrjú frábær börn eftir fertugt og geri aðrir betur. Reyndar léstu okkur bregða þegar þú lentir í slysinu fyrir tæpum fjórum árum á dánardegi mömmu, þá jafngamall henni þegar hún dó. Í amstri dagsins held ég að flest okkar geri ráð fyrir að lífið gangi sinn vanagang. En í einu vetfangi er okkur bent á að allt er í heiminum hverfult. Í dag stend ég frammi fyrir því að þú, elsti bróðir minn, ert látinn. Hræði- legt. Hvers vegna þarf lífið að vera svona erfitt? Sumum er ætlað að reyna meira en öðrum. Annar vitur maður sagði ,,Guð leggur ekki meira á okkur en við þolum.“ Ég hugsa, ég verð að vera sterk, samt er ég svo tóm, það vantar eitthvað. Ef til vill hefði verið gott að fá lengri tíma til að átta sig á hlutunum en raun varð á. Vesturgötufjölskyldan þroskaðist án efa fyrr en margur, í gegnum lífs- reynslu af veikindum og andláti móð- ur okkar langt fyrir aldur fram. Þú, Daddi, þá aðeins tuttugu og sjö ára varst stoð mín og stytta. Við vorum sem höfuðlaus her. Það er ekki spurn- ing að sú lífsreynsla hefur markað okkur öll, á einn eða annan hátt. Í dag standa börnin þín í sömu sporum og við þá. Ljósgeislinn þeirra er hún Hanna okkar, konan þín sem er eng- um lík. Það veit ég af eigin raun. Yfir styrk hennar, rósemi og raunsæi vildi ég búa. Í mínum huga voruð þið eitt. Ég kveð að sinni, kæri bróðir. Þú veist hvar hugur minn er núna. Þín litla systir, Arna. Daddi. Á fertugasta og níunda af- mælisdegi þínum hringdi ég í þig og sagði farir mínar ekki sléttar. Ég hafði sagað í sundur rafmagnsleiðslu og allt rafmagn í húsinu úti. Þú varst búinn að vinna þinn vinnudag og lík- lega tilbúinn að slaka á með fjölskyld- unni á afmælisdaginn. Svarið var ekki lengi að koma. Við komum, og eftir tvo til þrjá tíma var allt komið í samt lag. Ferðin til Reykjavíkur þótti ykk- ur Hönnu ekkert mál. Svona voru okkar kynni. Við unnum hvor fyrir annan og það var gott að eiga þig að. Þið Hanna voruð mikið ferðafólk og ófáar ferðir fóruð þið til Evrópu með fjölskylduna. Fyrst á skódanum, síð- an var það kortínan og loks rúgbrauð- ið sem þú fórst með fjölskylduna á út um alla Evrópu og að sjálfsögðu einn- ig um Ísland. Daddi, þú smitaðir mig af þessari ferðamennsku. Ég keypti jeppa og ferðaðist um hálendið. Síðan sagði Hanna mér að þú hefðir keyrt þetta allt á rúgbrauðinu, með þínu lagi. Ef ég þurfti ráð í sambandi við eitthvað hringdi ég í þig, Daddi minn, og svörin voru fljót að koma. Daddi vinur, þú varst fljótur að öllu. Það eru ekki margir mánuðir síð- an veikindin greindust, en þau voru afgreidd á snöggan máta. Ég fór á Landspítalann með Örnu systur, þá var föstudagur. Þú og Arna rædduð um listir og þú hvattir litlu systur til KJARTAN ARNÓRSSON ✝ Kjartan Arnórs-son fæddist á Akranesi 4. mars 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 23. mars. að fara að sjá sýninguna í Listasafni Íslands. Við ræddum málin og það sem efst var á baugi. Á mánudaginn hitti ég þig og við töluðum um end- urhæfingu. Þú varst ekki sáttur við hvernig ástandið var. Síðan hitt- umst við á miðvikudag. Þá varst þú ekki í sama formi. Það var erfitt að finna orð. Ég hef sjald- an fengið innilegra faðmlag, Daddi minn, eitthvað hefur þú fundið á þér. Eina ráðið sem ég fann til að hressa þig við var að segja þér frá fjallaferðinni með Jóa og Baldri. Hvernig Jói kom með gull- mola eins og: „Finnst þér virkilega svona gaman að festa þig, Helgi?“ eða þegar Baldur sagði: „Þetta er rosa- lega gaman.“ Á föstudeginum kíkti ég til þín, vinur minn, og Hönnu. Þá hitti ég fyrir klettinn í þínu lífi. Þú svafst. Ég ræddi við Hönnu og hún var eng- um lík. Hanna sagði mér að sækja Örnu systur, hún þyrfti að hitta þig. Heimferð var ákveðin á laugardag og ætlaði Hanna að verða þér sam- ferða. Ekki gekk sú heimferð upp, einhver kippti í spottann. Fjölskyldan sameinaðist með þér síðasta daginn í þínu lífi. Ég fór í stutta ferð með þrjá litla krakka þennan eftirminnilega dag. Ég hef á tilfinningunni að eitt- hvað hafi reynslubrunnurinn aukist hjá Melkorku, Jóa og Baldri, eins og hjá mér, kæri vinur. Ég er nú svo heppinn að Aggi og Dagný eru nágrannar mínir, það auð- veldar samskiptin. Arna María og fjölskylda veit hvar hún hefur mig og Örnu frænku. Maja, þú stendur þig, Daddi litli líka. Hanna, ég þakka þér fyrir að passa börnin mín og hvernig þú hugsar um Dadda vin minn, Örnu mína, Siggu, Gunnar, Óla, Arnór og Dúnu. Kveðja. Helgi. Hann Daddi er dáinn. Ég vissi að hann var veikur og búinn að vera það um nokkurra mánaða skeið en að það myndi leggja hann að velli er nokkuð sem aldrei hvarflaði að mér. En allt er í heiminum hverfult og enginn ræður sínum næturstað. Ég kynntist Dadda og Hönnu þeg- ar ég hóf sambúð með frænda Hönnu. Varð okkur vel til vina og hefur svo alltaf verið. Mér finnst alltaf þegar ég tala um annað þeirra að þá sé ég að tala um þau bæði því samheldni þeirra var einstök í sinni röð. Mikill gestagangur var ávallt á heimili þeirra og vinir barna þeirra jafnvel í heimsókn þó að börnin væru ekki heima. Á meðan ég bjó með Baldri var töluverður samgangur á milli heimila okkar. Hann varð minni þeg- ar þeirri sambúð lauk en ávallt vorum við velkomin, ég og strákarnir. Óli Dór á bágt með að skilja af hverju Daddi frændi er dáinn frá litlu börn- unum sínum. Það er eitthvað sem ég skil ekki heldur og mér er trúlega ekki ætlað að skilja, því þegar stórt er spurt verður oftast lítið um svör. Þegar Daddi greindist í upphafi vetrar með þann sjúkdóm sem nú hef- ur sigur unnið þá var barist af æðru- leysi og í þeirri von að þennan slag mætti vinna. Hann var studdur af Hönnu, sem í gegnum þetta hefur sýnt eindæma hugrekki og æðruleysi. Ávallt var stuðningur barnanna fyrrir hendi og sýndu þau að þau eru börn foreldra sinna, æðrulaus og dugleg. Daddi og Hanna eiga sex börn, þau Agga, Örnu, Maríu, Baldur, Jóa og Melkorku. Mikill harmur er kveðinn að þessari stóru fjölskyldu. Hönnu, börnunum öllum, tengdabörnum, barnabörnum, föður, tengdaföður, systkinum Dadda og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau og blessa. Minn- ingin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Sigrún, Stefán Orri og Óli Dór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.