Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 53

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 53
Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 24. mars Kl. 10:00-12:00 Kaffi að Gylfaflöt 19 (opið hús) Kl. 13:00-14:45 Sérgreinafundir - Hótel Loftleiðum - Þingsölum Verkstæðafundur Staðaltímar - Notkun - rekstrarumhverfi FMB - Nýtt húsnæði - Meistaranám Nýr kennslubúnaður fyrir rafkerfi bifreiða Bílamálarar og bifreiðasmiðir Námskeið í Cabas tjónamatskerfi a) Tjónamat b) Málning í Cabas-kerfinu FMB - Nýtt húsnæði - Meistaranám Gæðaátak - Vottun á réttingarverkstæðum - kröfur - eftirlit - kynning Bifreiðainnflytjendur Horfur í bílainnflutningi - Jafnvægi - Sveiflur Verðskrá notaðra bíla - Vefviðmót Skráningargjöld bifreiða - Olíugjald Námskeið - Meistaranám Smurstöðvar FMB - Nýtt húsnæði - Námskeið - Menntun Gæðaátak á smurstöðvum. a) Gæðakröfur olíufélaganna til þjónustuaðila b) Endurskoðum Nýjungar og þróun í efnum og tækjum Varahlutasalar FMB - Nýtt húsnæði - Tæki - Kynningar Námskeið - Meistaranám Reynsla af fyrri námskeiðum Kl. 15:00 - 16:00 Aðalfundur - Þingsal 1 Fundarsetning: Bogi Pálsson, formaður BGS Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kl. 16:00 - 17:00 30 ára afmælisfundur - Þingsal 1 1. Ávarp Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 2. Þróun í starfi BGS í 30 ár. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastj. 3. Staða neytenda í dag Runólfur Ólafsson, framkvæmdastj. 4. Kennsla - meistaranám - Tækninýjungar Snorri Konráðsson, framkvæmdastj. 5. Opnun vefsíðu BGS Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra Kl. 17:00 - 19:00 Móttaka í tilefni 30 ára afmælis BGS - Blómasal UM þessar mundir sitja allir sterkustu skákmenn heims að tafli, en á tveimur mismunandi skákmót- um, þótt fjarlægðin á milli mótsstað- anna sé einungis um 50 kílómetrar. Amber-skákmótið í Mónakó er nú haldið í tíunda skipti. Þetta skákmót hefur alla tíð þótt skemmtilegt og hefur þá sérstöðu, að þar eigast sterkustu skákmenn heims við í blindskák, auk þess sem þeir mætast í atskákum. Það hefur löngum vakið athygli þegar skákmenn hafa teflt blindskák, enda þarf mikla hæfileika og einbeitingu til að geta teflt heil- steyptar skákir í huganum. Sumir meistarar hafa reyndar teflt fjöltefli á þennan hátt og frægt er Íslands- met sem Helgi Ólafsson setti á Eið- um 1977 þegar hann tefldi blindandi við tíu andstæðinga samtímis, en Dan Hansson heitinn vann sama af- rek tuttugu árum síðar. Í eftirfarandi skák, sem tefld var á Amber-skákmótinu, kemur upp þekkt afbrigði af drottningarbragði. Keppendur fara troðnar slóðir fram í 20. leik, en þá hristir Topalov fram úr erminni sterka nýjung. Skákin er vel tefld og ekki er hægt að ráða af henni að um blindskák sé að ræða. Hvítt: Veselin Topalov (2718) Svart: Vladimir Kramnik (2772) Drottningarbragð [D37] 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0–0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. Dc2 Da5 10. Rd2 Aðrir algengir leikir eru 10. 0–0–0 og 10. Hd1 10. . . Bb4 Annar möguleiki er 10… Be7 11. cxd5 exd5 12. Bd3 d4 13. 0–0 Bxc3 14. Rc4 Dh5 15. bxc3 Rd5 Þessi leikur kom fyrst fram í skák- inni Tukmakov-Lputjan í Tilburg 1994 og þótti leysa öll vandamál svarts, en ekki eru öll kurl komin til grafar! Annar möguleiki er 15… dxe3 16. Rxe3 og hvítur hefur örlítið frumkvæði vegna biskupaparsins 16. Bg3 dxe3 17. Hae1 Be6 Enginn hef- ur verið svo kræfur að þora að drepa á f2, enda fengi hvítur góð sóknar- færi eftir 17… exf2+ 18. Hxf2 18. fxe3 Had8 19. Rd6 Re5 20. Bxh7+! Nýr leikur í stöðunni. Í skákinni milli þeirra Tukmakov og Lputjan var framhaldið 20. Bf5 og eftir 20… Hxd6 21. Bxe5 Hdd8 var staðan í jafnvægi; 20. Rxb7 Rxd3 21. Dxd3 Hd7 22. Rd6 (ekki 22. Rc5 Rf4 23. Db5 Rd3 og hvítur tapar manni) 22… Rb6 23. Hf4 Dc5 og svartur stóð síst lakar Korchnoi-Lutz, Zürich 1999 20… Dxh7 21. Dxh7+ Kxh7 22. Bxe5 f6 23. e4! Þetta datt engum í hug! 23… Rb6 Kramnik reynir að skapa sér mótspil. Eftir 23… fxe5 24. Hxf8 Hxf8 25. exd5 Bxd5 26. Hxe5 væri hvítur sælu peði yfir 24. Bg3 Ra4 25. e5 f5 26. Bh4 Hd7 27. He3 f4 28. Hef3 Bd5 29. Hh3 Be6 30. Be7+! Bxh3 31. Bxf8 Be6 32. Re4! Kg8 Sjá stöðumynd 4. 33. Rg5 Kxf8 34. Rxe6+ Ke7 35. Rxf4 Sjá stöðumynd 5. Eftir nákvæma og kraftmikla tafl- mennsku hefur Topalov tryggt sér unnið tafl 35… Hd2 Ekki 35… Rxc3 36. Rg6+ Kd8 37. e6 og vinnur 36. Hf3 Rc5 37. h4 Re6 38. Kh2 Ha2 39. Rxe6 Kxe6 40. Hg3 Kf7 41. e6+ Kxe6 42. Hxg7 Hxa3 43. Hxb7 Kf5 44. Hb5+ Kg4 45. Hb4+ Kh5 46. g3 Ha1 47. Kh3 a5 48. g4+ Kh6 49. Hb6+ Kg7 50. h5 a4 51. Ha6 a3 52. Kh4 a2 53. Kg5 Kh7 54. Ha7+ Kg8 55. Kg6 Kf8 56. g5 1–0 Að loknum fimm umferðum á Am- ber-mótinu er samanlögð staða úr atskák- og blindskákmótinu þessi: 1–3 Anand, Kramnik og Topalov 7 v., 4 Leko 6 v., 5 Piket 5 v., 6–9 Ljub- ojevic, Gelfand, Karpov og Shirov 4½ v., 10–11 Almasi og Ivanchuk 3½ v., 12 Van Wely 3 v. Kasparov og Adams sigurvegarar í Cannes Garry Kasparov og Michael Adams sigruðu í átta manna riðlum á heimsbikarmótinu í atskák sem nú stendur yfir í Cannes í Frakklandi. Úr A-riðli komust þau Kasparov, Bareev, Grischuk og Judit Polgar áfram í átta manna úrslit. Judit Polg- ar var jöfn þeim Svidler og Lautier að vinningum, en sigraði þá í úrslita- keppni um fjórða sætið. Úr B-riðli fengu þeir Adams, Gurevich, Bacrot og Thakhiev réttinn til að tefla í átta manna úrslitum. Úrslit í A-riðli: 1. Kasparov 5½ v., 2. Grischuk 4 v., 3. Bareev 4 v., 4.–6. Lautier, Svidler, Judit Polgar 3½ v., 7. Gulko 3 v., 8. Bauer 1 v. Í B-riðli urðu úrslit þessi: 1.–2. Adams. Gurevich 5 v., 3.–4. Bacrot, Tkachiev 4½ v., 5. Ka- simdzhanov 4 v., 6.–7. Hamdouchi, Morozevich 2 v., 8. Ye 1 v. Hagaskóli Íslandsmeistari grunnskóla Hagaskóli sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um síðustu helgi. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Hagaskóli 29 v. af 36, 2. Þing- hólsskóli A-sveit 27 v., 3. Réttar- holtsskóli 26½ v., 4. Rimaskóli A- sveit 24 v., 5. Ártúnsskóli 20½ v., 6. Melaskóli A-sveit 19 v., 7.–8. Engja- skóli, Hlíðaskóli 18 v., 9.–12. Digra- nesskóli, Varmárskóli, Lundarskóli, Ölduselsskóli 17 v., 13. Laugarnes- skóli 16½ v., 14. Rimaskóli 16 v., 15. Barnask. á Eyrarb. og Stokks. 15½ v., 16. Þinghólsskóli B-sveit 13 v., 17.–19. Álftanesskóli, Vogaskóli, Korpuskóli 12½ v., 20. Melaskóli B- sveit 11½ v. Bestum árangri á 1. borði náðu Dagur Arngrímsson Hagaskóla og Guðmundur Kjartansson Ártúns- skóla með 8½ v. af 9. Bestum árangri á 2. borði náði Grímur Daníelsson úr Réttarholtsskóla með 8½ v. af 9. VN-mótaröðin Seinna úrtökumótið í VN-móta- röðinni verður haldið á Grandrokk laugardaginn 24. mars, og þá er keppt um átta sæti í úrslitakeppninni 31. mars, en verðlaunin þar nema alls 130 þúsund VN-krónum. Hrafn Jökulsson annast skráningu á mótið. Sími hans er 897 1609 og tölvupóst- fang hrafnj@yahoo. com. Íslandsmót stúlkna Íslandsmót stúlkna (grunnskóla- mót) fyrir árið 2001 verður haldið sunnudaginn 25. mars í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13:00 og verða tefldar 10 mínútna skákir. Keppt verður í tveimur aldursflokk- um, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Skrán- ing er á mótsstað. Skákmót á næstunni 25. 3. SÍ. Íslandsmót stúlkna 25. 3. SA. Parakeppni 26. 3. Hraðskákmót Hellis 29. 3. Hraðskákmót Kópavogs 30. 3. Skákþing Norðlendinga Hraðskákmót Hellis Hraðskákmót Hellis fer fram mánudaginn 26. mars og hefst kl. 20:00. Tefldar verða 5 mínútna skák- ir, 7*2 umferðir eftir Monrad-kerfi. Góð verðlaun eru í mótinu, en heild- arverðlaun eru kr. 10.000 sem skiptast sem hér segir: 1. verðlaun kr. 5.000, 2. verðlaun kr. 3.000 og 3. verðlaun kr. 2.000. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Þátttöku- gjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 500 fyrir aðra. Fyrir 15 ára og yngri er gjaldið kr. 200 fyrir félags- menn en kr. 300 fyrir aðra. Mótið er öllum opið. Rennt blint í sjóinn Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Stöðumynd 4 Stöðumynd 5 SKÁK M ó n a k ó 17.–29.3. 2001. 10. AMBER-SKÁKMÓTIÐ INNLENT MIÐJUHÓPUR Norðurlandaráðs efnir til ráðstefnu um málefni Vest- ur-Norðurlanda mánudaginn 26. mars kl. 9-15 á Radisson SAS Hótel Sögu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Ernest Olsen, framkvæmdastjóri Vest-Norden flytur stutta fyrirlestra um færeyska pólitík og starfsemi Vestur-Norðurlanda, Íslands, Fær- eyja og Grænlands. Benedikta Thor- steinsson, fyrrverandi félagsmála- ráðherra Grænlands, fjallar um grænlensk stjórnmál, Hjálmar Árnason og Árni Johnsen, alþingis- menn, fjalla um framtíð vest-nor- ræns samstarfs og Þorgerður Ragn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Vímuefnaráðs, fjallar um rannsóknir á vímuefnaneyslu í eyjasamfélögun- um, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Rætt um mál- efni V-Norð- urlanda BRUNATÆKNIFÉLAG Íslands heldur hið árlega Brunavarnar- þing á Grand Hótel þriðjudaginn 27. mars í ráðstefnusal hótelsins, Gullteig, frá kl 9 til 16. Meginþema þingsins snýst um „Hættur í samfélaginu“, viðbrögð og forvarnir þegar almannavarna- ástand, s.s. stórbrunar, jarð- skjálftar og snjóflóð. Efnistök fyr- irlesara byggja á reynslu atburða. Þá verður fjallað um þróun og að- ferðir við brunatæknilega hönnun í Skandinavíu. Samhliða þinginu verður ýmiss búnaður í eigu einka- og opin- berra aðila til sýnis í forsal Gull- teigs. Sýningin er öllum opin að kostnaðarlausu og eru allir sem áhuga hafa á málefninu hvattir til að mæta og kynna sér sýninguna, segir í fréttatilkynningu. Fjölmargir fyrirlesarar verða á þinginu, bæði innlendir og erlend- ir. Í framhaldi af þinginu verður aðalfundur félagsins haldinn á fjórðu hæð hótelsins, í Háteig. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun forseti alþjóðasamtaka IFE, John H. Herrick, fjalla um máefni IFE og svara fyrirspurnum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Léttar veitingar verða að lokn- um aðalfundi. Brunavarnarþing fjallar um hættur í samfélaginu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 53

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.