Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 54
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINS og alþjóð veit þá er rík-
isstjórnin um þessar mundir
óvenjulega illa haldin af einkavæð-
ingarsýkinni og hefur hún þó oft
verið plöguð af þeirri pest.
Nú er svo illa komið að ýmsir
þingmenn, og jafnvel ráðherrar
Framsóknar, „hafa af þessu þungar
áhyggjur“. Þeir hafa að vísu verið
svínbeygðir í hverju einkavæðingar-
og sameiningarbröltinu á fætur
öðru en allt til þess að þeir hafa
mátt beygja sig í duftið hafa þeir þó
haft áhyggjur. Ekki er ástæða til
þess að vanþakka slíkt.
Nýjasta birtingarform áður-
nefndrar pestar er einkafram-
kvæmd grunnskóla í Hafnarfirði.
Sú furðuhugmynd virðist sjálfstæð-
ismönnum þeim mun glæsilegri
framtíðarsýn sem hún er framsókn-
armönnum meira áhyggjuefni en
fari að venju munu þeir af sér
varpa áhyggjum á hentugu augna-
bliki.
Þeir sem eru svo vel settir að
teljast til hvorugs þessara hópa eru
flestir fyrst og fremst furðu slegnir.
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, hefur nú formlega
sótt til menntamálaráðherra um
undanþágu samkvæmt 53. grein
grunnskólalaga til þess að bjóða út
kennsluþáttinn í fyrirhuguðum
grunnskóla í Áslandi. Umrædd
grein grunnskólalaga lýtur að því
að menntamálaráðherra geti veitt
sveitarstjórnum eða einkaskólum
heimild til þess að reka tilrauna-
skóla eða að gera tilraunir með ein-
hverja þætti skólastarfs. Slíkar
undanþágur geti t.d. varðað nám,
starfstíma skóla, kennslutilhögun,
stundafjölda, o.s.frv. enda brjóti
undanþágan ekki í bága við þau al-
mennu ákvæði um hlutverk grunn-
skóla sem finna má í annarri grein
grunnskólalaga. Enn fremur segir í
áðurnefndri 53. grein að slíkum til-
raunum skuli ávallt sett eðlileg
tímamörk og kveðið á um úttekt að
tilrauninni lokinni.
Menntamálaráðherrann
brást ekki
Að sjálfsögðu brást menntamála-
ráðherra ekki bæjarstjóranum en
gaf vilyrði fyrir áðurnefndri und-
anþágu þegar endanleg tilhögun
verkefnisins lægi fyrir. Hann setti
að vísu í svarbréfi sínu fram all-
mörg skilyrði fyrir því
að veita umrædda
undanþágu og þá helst
að útboðsgögn yrðu í
samræmi við grunn-
skólalög og lög um
réttindi og skyldur
grunnskólakennara en
í þeim lögum er m.a.
tekið fram að starfs-
menn (kennarar og
skólastjórnendur) taki
laun skv. kjarasamn-
ingi Kennarasam-
bands Íslands og
Launanefndar sveitar-
félaga. M.ö.o.: Ekki er
hægt að víkja frá um-
ræddum launasamn-
ingi starfsmönnum í óhag.
Nú er það svo að meirihluti laun-
þega álítur þessa hugmynd vafa-
sama. Sú skoðun hefur m.a. komið
fram í ályktunum sem bæði A.S.Í.
og B.S.R.B. hafa sent frá sér. Mér
er enn fremur fullkunnugt um að
langur vegur er frá því að foreldrar
í Hafnarfirði séu einhuga um þessa
fyrirætlan meirihlutans þar.
Eftir hverju er verið
að slægjast?
Það fer því ekki hjá því að þegar
lagt er inn á svo vafasama braut þá
spyrji fólk um ávinninginn. Hann
hljóti að vera umtalsverður. En sé
þannig spurt verður kynlega fátt
um svör. Jafnvel kjaftagleiðustu
fylgismönnum vefst tunga um tönn
og tala hikandi um að verið sé að
leita með þessum hætti að víðsýnni,
fjölbreyttari og sveigjanlegri skóla-
stefnu.
Nú er það svo að þótt eftirspurn
eftir þvílíku fágæti sem nýrri og ár-
angursríkri skólastefnu sé líklega
töluvert meiri en framboðið eins og
endranær þá held ég að flestir þeir
sem komið hafa að
kennslumálum geri sér
grein fyrir því að
framfarir í skólamálum
hafa gegnum tíðina
orðið fyrir atbeina
hæfra kennara og
skólastjórnenda en
ekki sérstaklega vegna
rekstrarformsins. Þótt
nefna mætti fjölmargt
þeirri fullyrðingu til
sönnunar ætla ég að
láta nægja að minna á
Hjallastefnuna í leik-
skólakennslu sem mun
vera, eftir því sem ég
best veit, eina íslenska
stefnan í uppeldismál-
um sem vakið hefur athygli erlendis
jafnt sem hérlendis. Því nefni ég
þessa stefnu að hún varð til í Hafn-
arfirði þegar bæjaryfirvöld voru svo
heppin að ráða til starfa framúr-
skarandi skólastjóra. Sú ráðning
mun hafa verið án atbeina verk-
taka.
Einhvern veginn læðist að mér sá
grunur að aðdáendur þessa hug-
arfósturs meirihlutans í Hafnarfirði
ætli sér ýmsan annan ávinning en
framsækna skólastefnu. Í fremur
torskildri grein eftir Þröst Harð-
arson, sem er foreldri í Hafnarfirði,
sýnist mér að hann ætlist til þess
að útboð á kennslu geti brotið niður
kjarasamninga kennara og tryggt
dagvist barna í skólum meginhluta
sumars. Ég sé ekki betur en að
hann líti á þetta fyrirkomulag sem
baráttutæki foreldra gegn lötum
kennurum. Þar fór lítið fyrir mark-
vissri skólastefnu.
Hinn 20. mars las ég grein eftir
Guðmund Guðjónsson í Mbl. Guð-
mundur var afar hneykslaður á
andstöðu launþega við þá hugmynd
að bjóða út kennsluþátt grunnskóla.
Ekki var þó annað á grein hans að
græða en útlistun á þeirri hugmynd
að kennarar öðluðust aukna fag-
mennsku í starfi sínu ef þeir bæru
ekki aðeins ábyrgð á kennslu sinni
heldur einnig á fjárhagsstöðu skól-
ans. Honum var með öllu fyrirmun-
að að sjá af hverju iðnaðarmenn
innan ASÍ væru á móti því að verk-
takar reki grunnskóla. Á sama hátt
mætti spyrja hvort ekki myndi
auka faglegan metnað byggingar-
verktaka ef þeir bæru líka alla
ábyrgð á því starfi sem fram fer í
hverju því húsi sem þeir byggja.
Hver er þá ávinningurinn?
En hvert á þá að sækja ávinning-
inn af einkaframkvæmd grunnskól-
ans í Áslandi? Ég sé ekki betur en
að meirihluti bæjarstjórnar ætli sér
ávinning af því að verktakar en
ekki almenningur beri alla ábyrgð á
rekstrinum. Stöku foreldrar munu
ætla sér ávinning af því að brjóta
niður kjarasamning kennara.
Allmargir munu af einhverjum
ástæðum trúa því að í verkfæra-
safni verktaka leynist, innan um
fornar jarðýtur og fleira þess konar
gamalt skran, framsækin kennslu-
stefna. Við erum fleiri sem óttumst
að ávinningur verktaka verði sóttur
t.d. í minni stuðningskennslu, í
fjölgun í bekkjardeildum; að gróð-
inn verði sóttur í lakari þjónustu.
Við höfum af því reynslu að þeg-
ar togast er á um gróða annars veg-
ar og hagsmuni barna hins vegar
standa börnin hallari fæti.
Ég trúi því að þrátt fyrir allt séu
kjörin yfirvöld börnunum og hags-
munum þeirra traustari bakhjarl en
þeir fulltrúar einkaframtaksins sem
reynast eiga hagstæðast tilboð.
Oftrú á einka-
væðingu
Sigríður
Jóhannesdóttir Kennsluútboð
Við erum fleiri sem
óttumst, segir Sigríður
Jóhannesdóttir,
að ávinningur verktaka
verði sóttur
í lakari þjónustu.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Sjálfboðaliðar óskast til Afríku
Heilbrigðisstarf og fræðsla um eyðni. Kennsla barna.
Bygging skóla í Angola/Zimbabwe. 6 mán. undirbún-
ingstími í Danmörku. Byrjar 1. apríl eða 1. ágúst.
DEN REJSENDE HØJSKOLE
www.drhjuelsminde — blueheaven@tv.dk
Hringið strax í síma 0045 75 39 12 29.
Anna eða Björn veita þér fúslega
allar nánari upplýsingar í síma 588 2400
BÓKAÚTGÁFA
Grensásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-2400 • Fax: 588-8994 • e-mail skjaldborg@skjaldborg.is
sölustarfi sem er…
þægilegt
skemmtilegt
uppbyggilegt
Við bjóðum upp á…
gott vinnuumhverfi
jákvæðan starfsanda
þjálfun og kennslu
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Félags hjartasjúklinga á Reykjavík-
ursvæðinu verður haldinn á Hótel Sögu laugar-
daginn 31. mars 2001 kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fræðsluerindi.
Stjórnin.
Aðalfundur
Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn
fimmtudaginn 29. mars nk. á 14. hæð í Húsi
verslunarinnar og hefst hann kl. 16:00.
Aðalfundur
Verkstjórafélags Reykjavíkur 2001
verður haldinn í dag, laugardaginn 24. mars
2001, í Hvammi á Grand Hóteli Reykjavík, Sig-
túni 38 og hefst fundurinn kl. 13.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Stjórn Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Deildarfell, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðend-
ur Ingvar Helgason hf., Lánasjóður landbúnaðarins, Skeljungur hf.
og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 28. mars 2001
kl. 15.00.
Lagarfell 2, hl. 00.02 56,48%, Fellabæ, þingl. eig. Samkvæmispáfinn
ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn
27. mars 2001 kl. 15.00.
Steinholt 10, Vopnafirði, þingl. eig. Ómar Þröstur Björgólfsson, gerð-
arbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., Vopnafirði,
miðvikudaginn 28. mars 2001 kl. 15.00.
Sunnufell 6, bílskúr, Fellabæ, þingl. eig. Jón Sigbjörnsson, gerðar-
beiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., þriðjudaginn 27. mars 2001
kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
23. mars 2001.
TIL SÖLU
Selmer Skanska AS,
sjódeildin í Stavanger,
Noregi, er með til sölu:
1. „ODIN“, allhliða prammi með grabba-, krana-
og niðurrekstrarbúnaði, smíðaður 1958/'75.
Vélar, glussaspil, 3 lappir (spuds) mm, nýtt
'75. Stærð: LxBxD: 30,2x13x1,85. Djúprista
1,1 m. Kranaskápur. SWL 13T (2 stk 10 t. kran-
aspil). Vélar, ljósavélar og spil eru staðsett
í vélahúsi á þilfari. Stýrihús, innréttingar með
3 eins manns káetum er staðsett á annarri
hæð yfir þilfari. Stýrisleði fyrir niðurrekstrar-
hamar/staura, útbúinn á krana. Lengd u.þ.b.
27 m. Loftlóð (MRB), fallþungi 4.500 kg.
Grabbi, 4-arma, 1,5 m³, þyngd 5,5 t.
2. 1 eða 2 150 m³ splittprammar, smíðaðir '67/'68.
3. 1 stk dráttarbátur, L 10 m, 200 Hk Cat,
smíðaður '69, vél '73.
4. Beltagrafa, Cat 245 með löngum dipper,
graftardýpi -8,5 m, árg '88.
5. Prammi (katamaran) með mastri fyrir neðan-
sjávarborun (ekki fullbúinn) 32*12,4 m.
Nánari upplýsingar fást hjá H. Vaagaland.
Sími 47 51 82 62 91. Fax 47 51 82 62 82.
Farsími 47 92 85 15 61. Tölvupóstfang:
harald.vaagland@selmer.skanska.no .
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Sunnudagur 25. mars
1. Álftanes — Skansinn.
Skemmtileg um 3ja klst. strand-
ganga. Á Skansinum var virki
Bessastaðamanna og þar bjó Óli
Skans. Verð 900 kr. fyrir félaga
og 1.100 kr. fyrir aðra.
Brottför frá BSÍ kl. 13.00.
Miðar í farmiðasölu.
2. Skíðagöngukennsla í Blá-
fjöllum (nýtt). Mæting við
Breiðabliksskálann kl. 13.00.
Leiðbeinandi frá Skíðasamband-
inu. Búnaður á staðnum eða
notið eigin. Þátttökugjald 500 kr.
Munið jeppadeildarfundinn í
Nanoq þriðjudagskvöldið 27.
mars kl. 20 og aðalfund Úti-
vistar 5. apríl.
Takið þátt í lifandi ferða- og
félagsstarfsemi Útivistar. Sjá
félagslíf sunnudagsblaðs,
heimasíðu: utivist.is og
textavarp bls. 616.
Gönguferð sunnudaginn
25. mars: Skálafell á Hellis-
heiði - Votaberg.
Um 4—4,5 klst. ganga. 200 m
hæðaraukning. Fararstjóri Jónas
Haraldsson. Verð kr. 1.600.
Bakpokanámskeið í Risinu
27. mars. Nauðsynlegt að bóka
þátttöku.
Aðalfundur Ferðafélags Ís-
lands í F.Í.-salnum miðvikudag-
inn 28. mars kl. 20.00. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Páskaferðir í Landmanna-
laugar, Þórsmörk og á Arnar-
vatnsheiði. Pantið tímanlega á
skrifstofu F.Í., sími 568 2533.
Takið þátt í spurningaleikn-
um á heimasíðu F.Í. Dagsferðar-
miði dreginn út í hverri viku.
www.fi.is, textavarp RUV
bls. 619.