Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 55

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 55 EINSTAKLINGSFRELSI og sjálfsákvörðunarréttur er okkur Vesturlandabúum nánast í blóð bor- inn. Tryggt er í Stjórnarskrá Íslands og með lögum að réttindi þessi verði ekki tekin frá einstaklingnum nema því aðeins að hann sé alls ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, elli- sljóleika, geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests. Þeir einstaklingar sem ekki eru taldir geta ráðið persónulegum högum sín- um eru sviptir lögræði (sjálfræði og/ eða fjárræði) og njóta margskonar meðferðar og aðstoðar samfélagsins sem hefur það að markmiði að hjálpa þeim að verða betur sjálfbjarga og til þess að auka lífsgæði þeirra. Einstak- lingar sem standa höllum fæti í lífs- baráttunni, m.a. vegna geðfötlunar eða þroskahömlunar en ekki er talin þörf á að svipta þá lögræði, hafa oft verulega þörf fyrir aðstoð samfélags- ins til að geta notið lífsgæða. Á Norðurlöndunum hafa lífsgæði ofannefndra einstaklinga verið til umræðu og hugtökin þvingun eða nauðung þá lykilhugtök. Í Noregi og Danmörku hafa verið sett lög um bann við að beita þvingunum eða nauðung í starfi með þroskaheftum nema í neyðartilfellum. Hugtökin þvingun og nauðung eru samheiti en í íslenskum lögum er fyrst og fremst hugtakið nauðung notað og verður það gert hér. Í Noregi hefur hugtakið verið skil- greint vítt þannig að um nauðung er að ræða þegar t.d. heilbrigðisstarfs- maður beitir inngripum sem skjól- stæðingur mótmælir og einnig ef að- gerðirnar geta talist innrás í mannhelgi hans þótt hann mótmæli þeim ekki. Í norskum lögum um bann við beitingu nauðungar á einstak- linga með þroskahömlun er skýrt kveðið á um þær undantekningar sem gilda um bannið og faglegar, sið- ferðilegar og lagalegar forsendur verða að liggja fyrir svo leyfilegt sé að beita nauðung. Hér á Íslandi hafa hugtökin þvingun og nauðung nokkuð verið rædd undanfarin ár og þá sérstaklega m.t.t. þeirra aðstæðna sem geta skapast þegar ein- staklingur er í hættu á að skaða sjálfan sig eða aðra s.s. starfsmenn stofnana þar sem hann dvelur vegna fötlunar eða sjúkleika. Þessi umræða hefur fyrst og fremst farið fram inn- an afmarkaðra starfshópa. Félag sálfræðinga sem vinnur að málefnum fatlaðra (FSSMF) efnir nú til opins námskeiðs sem er ætlað fólki sem vinnur að meðferð og umönnun þar sem nauðung og þvingun geta komið fyrir í daglegu starfi. Hér er sérstaklega haft í huga starfsfólk sem vinnur að meðferð og umönnun geð- fatlaðra, þroskaheftra, aldraðra og unglinga í vanda. Markmið nám- skeiðsins er að hvetja til enn frekari umræðna um þetta brýna málefni. Námskeiðið verður haldið í Rúgbrauðsgerð- inni dagana 28. og 29. mars nk. Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðið hjá Sálfræð- ingafélagi Íslands. Á námskeiðinu verður m.a. rætt um nauðung og hvort hún eigi sér stað á Íslandi á meðferð- arstofnunum, sjúkra- húsum eða sambýlum fatlaðra og rætt um að- stæður þar sem starfs- menn þurfa að leiðbeina fötluðum einstaklingum án þess að ráðskast með þá og skerða þannig frelsi þeirra. Einnig verður rætt um þær aðstæður sem geta skapast á meðferðarstofn- unum sem leiða til þess að starfs- menn þurfa að beita nauðung til þess að fyrirbyggja að einstaklingar skaði sjálfan sig. Þá verður fjallað um hvað hægt er að gera til að draga og úr lík- um á því að nauðung komi fyrir í dag- legu starfi. Nauðung og þvingun í meðferð og umönnun Ingi Jón Hauksson Mannréttindi Markmið námskeiðsins er, segir Ingi Jón Hauksson, að hvetja til enn frekari umræðna um þetta brýna málefni. Höfundur er sálfræðingur. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 27. mars 2001 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7 og víðar: 1 stk. Toyota Land Cruiser 4x4 dísel 1987 1 stk. Toyota Hi Lux Double cab 4x4 bensín 1992 1 stk. Toyota Corolla    1 stk. Nissan Patrol (skemmdur)    2 stk. Nissan Patrol             1 stk. Subaru Forester (skemmdur)   1 stk. Subaru Legacy station 4x4    1 stk. Ford Transit Van 100    1 stk. Daf 45.130 m/kassa og lyftu   1 stk. Volkswagen Syncro (skemmdur)   1 stk. Ford Econoline E-250   1 stk. Ford Econoline E-150   1 stk. Mitsubishi Pajero    1 stk. Mitsubishi Lancer station   1 stk. Mitsubishi L-200 D.c. m/húsi 4x4 dísel 1983 2 stk. Mitsubishi L-300 sendibifreið 4x2 bensín 1985 1 stk. Nissan Double cab m/húsi 4x4 dísel 1995 1 stk. Nissan Sunny Wagon 4x4 bensín 1993 3 stk. Mazda 323 Wagon 4x4 bensín 1993-96 1 stk. Daihatsu Charade 4x2 bensín 1996 1 stk. Nissan Micra 4x2 bensín 1995 1 stk. Nissan Vanett {ógangfær) 4x2 bensín 1987 1 stk. Chevrolet Chevy 500 (ógangfær) 6x2 bensín 1989-93 1 stk. Mercedes Benz 2635 (m/31.t.m krana) 6x6 dísel 1988 2 stk. Artic cat Pantera vélsleðar belti bensín 1993-94 2 stk. Artic cat Prowler vélsleðar belti bensín 1990-91 3 stk. Ski Doo Skandic vélsleðar belti bensín 1985-91 1 stk. Rafstöð með Lister vél dísel 1 stk. snjóblásari m/dráttarvélatengi 1991 Til sýnis hjá birgðastöð Landsvirkjunar, Hesthálsi 14, Reykjavík: 1 stk. Festivagn (burðarg. 23,5 tonn) 1979 Til sýnis hjá Rarik á Sauðárkróki: 1 stk. Mitsubishi L-300(biluð vél) 4x4 bensín 1990 Til sýnis hjá Vegagerðinni, birgðastöð við Stórhöfða: 1 stk. Malarvagn Kassbohrer 1979 1. stk Fjölplógur á jeppa Jongerius J-210 1994 Til sýnis hjá Vegagerðinni í Borgarnesi: 1 stk. M-Benz 1419 m/Trysil málniningarvél dísel 1982 1 stk. hjólaskófla Caterpillar 966C disel 1981 1 stk. lyftari BM-Volvo LM 218 dísel 1965 Til sýnis hjá Flugmálastjórn á Egilsstöðum: 1 stk. rafstöð FG Wilson F40W 32 kw í skúr á hjólum dísel 1982 1 stk. Vatnstankur 10.000 lítra með 4" dælu 1980 Til sýnis hjá bílaverkstæði Jóns G. Snorrasonar, Gránufélagsgötu 47 á Akureyri: 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1991 4 stk. Lada Samara 4x2 bensín 1991—92 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. (ATH. Inngangur í port frá Steintúni). TILKYNNINGAR  Gvendur dúllari, fornbókasala, Kolaportinu: Vorum að taka inn stór söfn mjög góðra bóka s.s. Dala- menn, Strandamenn, Múlaþing, Strandapóstur, stéttatöl, Vestfirskar þjóðsögur, Eskja, Fornleifafélagið, Kjarvalsgrjót o.m.fl. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Mætið snemma. Gvendur dúllari aldrei verið betri.            í íþróttahúsi Hagaskóla í dag, laugardaginn 24. mars. Mótið hefst kl. 10.30. Úrslit hefjast kl. 12.30. Allir velkomnir. Karatefélag Reykjavíkur. Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands Úthlutun orlofshúsa sumarið 2001 Umsóknarfrestur um orlofshús rennur út 30. mars nk. Upplýsingar um orlofsaðstöður hafa verið sendar til félagsmanna ásamt umsóknareyðublaði. Þeir, sem ekki hafa fengið sent, er bent á að hafa samband við skrifstofuna í síma 580 5200. Einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar um orlofshúsin og umsóknar- eyðublað á heimasíðu sambandsins www.raf.is. KENNSLA Tai-chi Þarftu að efla tengsl líkama og sálar? Námskeið í Tai-chi og Thai-chi sverði verður haldið 28.3.—1.4. Kennari: Khinthitssa frá Búrma. Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga- dóttir, símar 551 9792 og 860 1921. LISTMUNAUPPBOÐ Málverk til sölu Ásgrímur Jónsson 30x50 vatnslitur, „Frá Húsafelli“, ca 1950. Finnur Jónsson, „Sölvhóll“, olía á striga, 30x40. Upplýsingar í síma 894 5031. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. mars nk. kl 20.00 í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði. Gestur fundarins verður Sólveig Pétursdóttir, dóms-og kikjumálaráðherra. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. FÉLAGSSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.