Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞEIRRI umræðu sem fram hefur farið um hugsanlega samein- ingu ÍSÍ og UMFÍ virðist oft gleymast hversu ólík starfsemi þessara tveggja samtaka er í stórum dráttum. Samkvæmt íþróttalögum fer ÍSÍ með æðsta vald í íþróttamálum og sérsambönd þess í einstökum íþróttagreinum, þetta felur í sér að heildarsamtökin sjá að miklu leyti um menntun þjálfara og leiðbein- enda, einnig menntun dómara og annarra starfsmanna vegna móta- halds sem sérsamböndin hafa yf- irumsjón með. UMFÍ hefur aftur á móti lagt áherslu á fjölþætta félagsmála- fræðslu, sem hefur notið mikilla vinsælda innan hreyfingarinnar og þannig hafa samtökin lagt sitt af mörkum við menntun fólks sem stuðlað hefur að félagslegri sókn víðs vegar um land. UMFÍ hefur einnig lagt áherslu á hvers konar félagsstarf unglinga og þá ekki hvað síst í samvinnu við hliðstæð samtök á Norðurlöndun- um sem þar starfa sjálfstætt við hlið hinna opinberu samtaka íþróttafólks. Skemmst er að minnast mjög fjölmenns unglingamóts sem haldið var hér á landi með þátttöku ung- linga frá Norðurlöndunum. Dvöldu þeir hér á landi í vikutíma og fóru vítt um landið og kynntust vel jafnöldrum sínum, einnig hafa far- ið héðan stórir hópar í sama til- gangi. Snar þáttur í starfi ungmenna- félaganna er alls konar tómstunda- starf í hinum dreifðu byggðum, einnig er athyglisverð sú þjónusta og fyrirgreiðsla sem veitt er í þjón- ustumiðstöð UMFÍ við íþróttahópa af landsbyggðinni sem koma á höf- uðborgarsvæðið í keppnis- og æf- ingaferðum. Margt er ótalið en hér verður látið staðar numið við þessa upp- talningu. Samruni eða sameining eru hug- tök sem virðast eiga mikinn hljóm- grunn meðal fyrirtækja nú til dags, er það sennilega í mörgum tilfellum hagkvæmt þegar til fjár- hagslegs ávinnings er litið, en þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, þegar um er að ræða samtök sem telja tugþúsundir íþrótta- og félagsmálafólks um allt land. Tveir þættir í starfsemi þessara heildarsamtaka eru þar ofarlega í huga, þ.e.a.s. Landsmót UMFÍ og Íþróttahátíð ÍSÍ. Undirritaður telur sig hafa nokkra þekkingu á þessu máli, sem þátttakandi í Landsmótum UMFÍ frá árinu 1955, fyrst sem keppandi og síðar starfsmaður við mótin, þar af sem sérgreinastjóri í frjálsum íþróttum á fimm síðustu mótum. Á fyrstu Íþróttahátíð ÍSÍ 1970 átti undirritaður sæti í undirbún- ingsnefnd fyrir hönd Frjálsíþrótta- sambandsins og einnig í tveim næstu, 1980 og 1990. Þrátt fyrir góðan ásetning ÍSÍ og sérsambanda þess virðist Íþróttahátíð ÍSÍ langt frá því að hafa fest sig í sessi sem stórvið- burður í íslensku íþróttalífi og á sl. ári var eins konar uppgjöf á þess- um ferli, einu tilburðirnir, sem fram fóru án mikillar kynningar, voru að umtalsverðu magni verð- launapeninga með merki hátíðar- innar var dreift á hina ýmsu íþróttaatburði víðs vegar um land- ið. Ýmislegt hefur þó verið reynt til þess að auka veg og virðingu Íþróttahátíðar, erlend þátttaka var veigamikill þáttur í þeim fyrstu svo og glæsilegrar skrúðgöngu við setningu, einnig var stefnt að fjöldaþátttöku íþróttafólks víðs vegar að af landinu, því miður hafa þær vonir brugðist og þátttaka í flestum atburðum lítil. Segja má að framkvæmdin sl. ár hafi verið dapurleg, enda fáir til- burðir í þá veru að efla tilveru há- tíðarinnar. Hér er eingöngu átt við sum- arhátíðina, vetrarhátíðin sem hald- in hefur verið sömu ár á Akureyri hefur ætíð farið fram með glæsi- brag og á íþróttaforyst- an í heild og ekki hvað síst á Akureyri hrós skilið fyrir uppbygg- ingu og framkvæmd hátíðarinnar. Landsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá 1940 þeg- ar hinn framsýni leið- togi Sigurður Greips- son átti frumkvæði að halda það í Haukadal, mótin hafa verið haldin síðan á þriggja eða fjögurra ára fresti við síauknar vinsældir og mikla þátttöku. Síðasta Landsmót í Borganesi 1997 ber ótvírætt vitni um vöxt og viðgang Landsmótanna. Nú vinnur stór hópur dugmikils félagsmálafólks að undirbúningi 23. Landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum 12. til 15. júlí í sumar, staðráðið í því að gera mótið að stórviðburði í íþróttalíf- inu. Íþróttafólk innan UMFÍ býr sig nú af kappi undir glæsilega þátt- töku á Landsmótinu, eins og ávallt áður leggur það metnað sinn í góða frammistöðu fyrir sitt héraðssam- band. Hér er ótalinn sá þáttur Lands- mótanna er varðar samstarf við ríki og sveitarfélög í uppbyggingu íþróttamannvirkja sem ekki hvað síst vegna þeirra hefur verið ráðist í, fyrir þrjú síðustu Landsmót hafa verið byggðir íþróttavellir lagðir gerviefni og á Egilsstöðum er nú tilbúinn slíkur völlur fyrir Lands- mótið í sumar, sömuleiðis hillir undir slíka framkæmd á Vestfjörð- um þar sem UMFÍ hefur sam- þykkt umsókn Héraðssambands Vestfirðinga og Bolvíkinga um Landsmót árið 2004. Síðast en ekki síst er vert að vekja athygli á Unglingalandsmót- um UMFÍ sem haldin hafa verið fjórum sinnum á átta árum með sí- vaxandi vinsældum og þátttöku, síðast í umsjá Hrafna-Flóka, eins fámennasta sam- bands innan UMFÍ, sem framkvæmdi sérlega glæsilega íþrótta- og fjöl- skylduhátíð með um 1000 keppendur um síðustu verslunar- mannahelgi, ógleym- anleg hátíð öllum sem þar voru. Ef um sameiningu ÍSÍ og UMFÍ í fram- tíðinni verður að ræða er nauðsynlegt að standa traustan vörð um Landsmót svo snar þáttur sem þau eru í starfi félaga og héraðs- sambanda í landinu, er þá sama hvernig allt annað þróast í hugs- anlegu sameiningarferli. Það er umhugsunarefni vegna vantrausts sem formannafundur stærsta héraðssambands UMFÍ, UMSK, samþykkti á stjórn UMFÍ sökum tregðu hennar á samninga- viðræður við ÍSÍ hvaðan hún hefur umboð til slíkra viðræðna, umboð sitt hefur hún frá sambandsþingi UMFÍ sem einfaldlega hefur enga slíka viðræðuáætlun samþykkt á sínum þingum. Það er einnig umhugsunarefni hvort ekki felist í því þögul mót- mæli eða e.t.v. vantraust á heildar- samtökin, ÍSÍ, þegar tvö stærstu íþróttabandalög utan UMFÍ, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Hafnafjarðar, hafa sótt stíft eftir þátttöku á Landsmótum UMFÍ á sama tíma og ÍSÍ ásamt héraðs- samböndum og íþróttabandalögum hefur mistekist að blása nýju lífi í Íþróttahátíð sína, þannig að þær standi undir nafni sem einn af há- punktum starfsins. Það væri a.m.k. farsæl niður- staða í hugsanlegum viðræðum að flýta sér hægt og tryggja sem best þá sérstöðu sem þessi tvenn félagasamtök hafa nú þegar áunnið sér í þjóðfélaginu, það mun verða öllum til heilla í framtíðinni. Íþróttahátíð ÍSÍ – Landsmót UMFÍ Magnús Jakobsson Íþróttir Ef um sameiningu ÍSÍ og UMFÍ í framtíðinni verður að ræða, segir Magnús Jakobsson, er nauðsynlegt að standa traustan vörð um Landsmót. Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. MIKIÐ hefur verið skrifað um Paul Welch í DV undanfarið og um aðferðir hans og á mjög neikvæðan hátt. Get ég því ekki lengur stillt mig um að skrifa nokkur orð og varið manninn og námskeið- in því mér finnst þetta farið að bera keim af nornaveiðum svo ekki sé meira sagt. Ég vona að fólk sjái í gegnum þá æsifrétta- mennsku sem er í gangi og þá múgsefjun sem nú er farin af stað, en í greinunum sem birtust í DV laugardaginn 17. feb. er mjög frjáls- lega farið með sannleikann. Ég hef farið á nokkur námskeið hjá Paul og einnig farið í ársþjálfun, en það er markviss sjálfsvinna í eitt ár. Ég ætla ekki að fjalla hér um persónulega reynslu mína, sem vissulega væri þó jákvætt, því hvergi hef ég upplifað meiri kær- leika og fengið eins mikinn stuðning og einmitt í þessari vinnu. Mér finnst þó meginatriði að leið- rétta það sem ekki er rétt í þessum skrifum og ætla ég þar að byrja á greininni þar sem einhver stúlka skrifar af reynslu sinni af kynning- arkvöldinu hjá Paul. Mér finnst erfitt að skilja af hvaða hvötum fólk skrifar á svona neikvæðan hátt nema kannski að hamingja annarra fari svo í taug- arnar á því. En einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þannig sé því varið í þessu tilviki. Allt er talið til og gert „nei- kvætt“. Það er auðvitað neikvætt að fólk tali jákvætt um reynslu sína hjá Paul enda allir heila- þvegnir og eru að „vitna“. Ég veit ekki betur en þessi sami einstak- lingur hafi talað mjög jákvætt um reynslu sína hjá AA-samtök- unum en hún var auð- vitað ekki að „vitna“ hvað þá að hún væri heilaþvegin. Þó má segja að á námskeið- unum hjá Paul fari fólk í gegnum svipað ferli og í AA. Það viður- kenni vanmátt sinn og treysti á æðri mátt. Svo eru það peningarnir. Það að þurfa að borga peninga fyrir nám- skeið er auðvitað glæpur. Ég veit að fólk þarf ekki að borga fyrir áfeng- ismeðferð og má segja að þar séu áfengissjúklingar/eiturlyfjaneyt- endur heppnir en auðvitað kostar það nú samt peninga. Hér er það ríkið sem borgar að mestu og pen- ingar fengnir með söfnunum, happ- drætti o.s.frv. Fólk með annars konar vandamál er kannski ekki svo heppið og þarf oft að borga tugi þúsunda í sál- fræðiaðstoð. Sumir kjósa frekar að eyða þeim í svona námskeið og sum- ir segjast aldrei hafa fengið þá hjálp sem þeir þurftu fyrr en þeir komu til Pauls. Það var auðvitað neikvætt að þeir sem voru þarna voru svona ákafir að fá fólk á námskeiðið. Það gat ekki verið af því að þeim fannst þeir hafa upplifað eitthvað einstakt og gott. Nei, þetta var örugglega allt gert í vondum tilgangi og það að einhver skyldi í góðmennsku sinni dirfast að bjóða henni peninga fyrir fjórðungi námskeiðsins var auðvit- að bara til að veiða hana í net Pauls eða kannski lá eitthvað enn verra á bak við það? Það er skrítið að mann- eskjunni sem skrifaði þessa grein dytti aldrei í hug að það væru ein- lægar og fallegar hvatir sem stjórn- uðu orðum manna og gjörðum. Allt var þetta dularfullt og óeðli- legt. Hvað þá að faðmast, dansa, skipta um sæti og hlæja, þetta gerir enginn heilvita maður. Það er auð- vitað stórhættulegt að hrista upp í fólki og brjóta upp þetta venjulega og viðtekna í þjóðfélaginu. Ég get vel skilið að stúlkan hafi þurft að fara oft á klósettið. Ég ætla ekki að eyða meiri orku í þessa grein en snúa mér að seinni greininni, sem er skrifuð af öðrum blaðamanni. Þar sem hræddir læri- sveinar segja frá. Þar er mikið um rangfærslur. Það hefur aldrei verið til neinn söfn- uður í kringum Paul. Fólk kemur og fer. Sumir eru lengur og aðrir skemur. Sumir eru bara á einu nám- skeiði og koma svo á hugleiðslur (sem eru einu sinni í viku). Það að fólk sé hrætt við ofsóknir af hendi „safnaðarins“ hljómar því hálf- skrítilega en þar eiga þessir ein- staklingar sennilega við þá sem eru í þjálfun hjá Paul þá stundinna. Ég hef hins vegar ekki orðið vör við að það fólk sé með neinar ofsóknir og held ég að þetta sé einhver ofsókn- artilfinning sem fólkið fær því að það hefur samviskubit af því að það er að tala illa um aðra og jafnvel að brjóta þagnarskyldu. Það er rangt að Paul mæli með félagslegri einangrun. Hann reynir aldrei að koma í veg fyrir samskipti við vini og fjölskyldu. (Hér er verið að rugla Paul saman við annan leið- beinanda sem hefur starfað hér.) Það er rangt að fólki sé refsað með því að binda fyrir augun á því. Það er gert í allt öðrum tilgangi og með samþykki viðkomandi aðila og jafnvel að beiðni hans. Þeir sem hafa upplifað það ferðalag innávið sem á sér stað þegar sjónrænt áreiti er ekki lengur til staðar biðja oft aftur um þá reynslu. Það er rangt að Paul banni fólki að tala um aðferðirnar sem hann notar. Hann varar stundum við að þær geti misskilist ef teknar úr samhengi við það sem er í gangi. (Eins og nú er að gerast.) Það sem er hins vegar bannað er að tala um það sem gerist, þ.e.a.s. fólk er bund- ið þagnarheiti svo allir þeir sem eru á námskeiðunum geti treyst því að allt sem þar er sagt og gert fari ekki lengra. Ég hef heldur aldrei vitað til þess að fólk hafi verið látið skrifa ævi- sögu sína í byrjun námskeiðs, hvað þá búa til nýja ævisögu þar sem or- sakasamhenginu er breytt. Þetta er algjör della og veit ég ekki hvaðan greinarhöfundur hefur þetta. Það er ýmislegt annað sem er beinlínis rangt í þessari grein og gæti ég skrifað langa ritgerð um all- ar þær rangtúlkanir og útúrsnún- inga sem þar eru. Ég ætla þó ekki að gera það hérna en ég vil benda á að það getur verið bæði jákvætt og hollt að hrista upp í sjálfum sér og kollvarpa þeim hugmyndum sem maður hefur um lífið og sjálfan sig. Eitthvað nýtt og ferskt getur komið út úr því og það er einmitt það sem oft gerist á nám- skeiðunum. Það er vissulega rétt að fólk verð- ur fyrir miklum áhrifum frá Paul og er oft uppnumið og á vissan hátt „heilaþvegið“ meðan á lengri þjálf- unum stendur. En heilaþvotturinn miðar ekki að því að fá fólk til að ánetjast einhverjum söfnuði heldur miðar hann að því að fá fólk til að einbeita sér að því jákvæða og upp- byggilega í lífinu. Að sleppa því sem dregur úr því máttinn eins og t.d. að velta sér upp úr því sem er liðið og það fær ekki breytt og að endur- skoða allar þær hugmyndir og þá dóma sem það hefur um fólk og at- burði. Það má því segja að þetta sé jákvæður heilaþvottur. Oft verður fólk svo uppnumið að það vill fá allan heiminn með sér í þessa vinnu. Því finnst það hafa uppgötvað nýjan sannleika og er svo hamingjusamt og fullt af orku og kærleika og vill að aðrir fái að njóta þess með þeim. Það er einnig ástæðan fyrir því að fólk fer stund- um aftur og aftur á námskeið. Það er grátlegt til þess að vita að ef fólk ákveður að eyða peningum í að vinna í sjálfu sér og vera í hópi þar sem það fær andlega og tilfinn- ingalega næringu sé það heilaþveg- ið en ef það lætur dáleiðast af aug- lýsingaskrumi og markaðshyggju nútímasamfélags og fær lán til að kaupa jeppa eða stærra hús sé það eðlilegt. En þannig er það og ég bara spyr: Hver er heilaþveginn? Hver er heilaþveginn? Ólöf Sverrisdóttir Æsifréttir Ég vona að fólk sjái í gegnum þá æsifrétta- mennsku, segir Ólöf Sverrisdóttir, sem er í gangi og þá múgsefjun sem nú er farin af stað. Höfundur er leikkona. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.