Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 59

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 59 NÆSTKOMANDI þriðjudag 27. mars verður haldinn stofn- fundur samtaka við- skiptasérleyfishafa. Á stofnfund samtakanna kemur Karen Ericsson frá sænsku sérleyfis- samtökunum, en hún rekur einnig www.franchisenet.net sem er upplýsinga- grunnur á Netinu. Undirbúningur að stofnun þessara sam- taka hefur staðið frá því í haust eða í kjölfar ráðstefnu um við- skiptasérleyfi (franch- ise) sem SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og PricewaterhouseCoop- ers stóðu fyrir. Á ráðstefnuna kom Børge Nilssen frá Noregi en hann starfar við ráðgjöf til sérleyfisfyrir- tækja. Þetta viðskiptaform hefur farið mjög vaxandi í Noregi, þar sem sérleyfiskeðjum hefur fjölgað úr 170 í 250 á síðastliðnum þremur árum. Norðurlandaþjóðirnar hafa hins veg- ar ekki staðið sig sem skyldi í því að flytja út eigin viðskiptahugmyndir í formi sérleyfa en það kann þó að breytast á næstu árum. Hvað er viðskiptasérleyfi? Sérleyfi er viðskiptaform sem not- að er til markaðssetningar á vöru og þjónustu og hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Grunnhug- myndin gengur einfaldlega út á sam- vinnu tveggja sjálfstæðra aðila sem sjá sér hag í því að eiga viðskipti saman. Viðskiptahug- mynd sem reynst hefur vel á einum stað eða einum markaði er flutt á annað svæði þar sem allar líkur eru á að hún muni einnig ganga vel. Viðskiptasérleyfi er einn vænlegasti og hagkvæmasti valkostur sem mönnum býðst í dag þegar staðið er frammi fyrir því að setja á stofn eigin rekstur. Einstakling- urinn er þá hluti af reyndu kerfi og nýtur góðs af þeirri samvinnu sem því fylgir. Sérleyfi býður upp á samkeppnisforskot sem ekkert annað form getur boðið, t.d:  Vöru- og vörumerkjavitund.  Viðskiptavild.  Reynslu af viðskiptum.  Þróað dreifingarkerfi. Samt sem áður er ekki þar með hægt að ábyrgjast fullkominn árang- ur, en reynslan hefur sýnt að þetta form er mun árangursríkara heldur en stofnun nýs fyrirtækis með nýjar hugmyndir. Nýju viðskiptasérleyfi er hrundið af stað á 8 mínútna fresti hvern virkan dag. Sérleyfiskerfið er þjóðhagslega hagkvæmt við að breiða út viðskipti og þarf þá ekki að eyða tíma og peningum í að finna hjólið upp að nýju. Með sérleyfis- forminu fær sérleyfishafinn aðgang að formi vinnureglna sem hafa verið þróaðar hjá frumkvöðli hugmyndar- innar og nýtur hann leiðsagnar hans, en er samt sjálfstæður atvinnurek- andi. Misjafnt er hversu sjálfstæðir sérleyfistakarnir verða eftir formi sérleyfa og því hversu mikið hann óskar eftir að stjórna sjálfur. Með viðskiptasérleyfi er yfirleitt veitt þjálfun og leiðsögn strax frá byrjun og þar af leiðandi ekki krafist eins mikillar þekkingar á rekstri og ann- ars þyrfti. Viðskiptasérleyfi ein- skorðaðist fyrst við ákveðnar at- vinnugreinar og þá helst við matsölustaði, bílaleigur og hótel- rekstur, en með tímanum breyttist almennt viðhorf til sérleyfa og í dag er vitað til þess að sérleyfi eigi við mjög víða. Viðskiptasérleyfi er vin- sælast í verslunar- og þjónustugeir- anum og útbreiðslan er einkum í smásölu. Fyrir hverja er viðskipta- sérleyfi hentugt? Sérleyfisfyrirkomulagið er ein öruggasta og jafnframt áhættu- minnsta leið fyrir fyrirtæki að stækka við sig og einnig fyrir fyr- irtæki til að lifa af í harðnandi sam- keppni nútímans. Þeir sem hyggjast kaupa sér sérleyfi vita í flestum til- fellum að hverju þeir ganga, þar sem reynsla, hefð og orðspor af sérleyf- isgjafa hefur þegar skapast í hugum fólks. Viðskiptasérleyfi getur birst í eftirfarandi útfærslu: Erlendur aðili til Íslands Þessi flokkur er langalgengasta sérleyfisformið hér á landi. Hér er að finna marga veitingastaði svo sem McDonalds, fataverslanir, Sasha og Monsoon og hótel eins og Radisson SAS. Íslenskt fyrirtæki innanlands Íslensk fyrirtæki hafa ekki nýtt sér sérleyfisfyrirkomulagið til að markaðssetja vörur sínar hér innan- lands, en þar eru víða tækifæri til vaxtar fyrir innlenda aðila. Þekkt- asta dæmið hér er þegar Tómas Tómasson hjá Tommaborgurum fór af stað. Þá höfum við nýlegt dæmi í matvörugeiranum þegar Samkaup fór í samstarf við Kaupfélag Héraðs- búa á Egilsstöðum. Íslenskt fyrirtæki erlendis Hér höfum við aðeins eitt dæmi svo vitað sé til en það er Pizza 67, sem reynt hefur fyrir sér í Dan- mörku, auk þess sem nokkrir aðilar eru að velta þessu fyrir sér í dag. Þetta er því einn af þeim valkostum sem íslensk fyrirtæki hafa til að vaxa og sjálfsagt sú leið sem er hvað auð- veldust og áhættuminnst. Reynsla af viðskiptasérleyfum Samkvæmt könnun sem bresku viðskiptasérleyfissamtökin létu gera, þá er heildarvelta sérleyfisfyr- irtækja í Bretlandi um 6,4 milljarðar breskra punda, hefur vaxið um 30% síðan 1994. Í Bretlandi einu eru um 27.000 sérleyfisfyrirtæki með um 250.000 starfsmenn. Þetta þýðir að þessi atvinnugrein er orðin stærri en breski orkugeirinn, og fer fjöldi starfsmanna að nálgast heildarstærð breska hersins. Sérleyfiskosti er að finna í næstum hvaða atvinnugrein sem er, og geta verið allt frá eins manns fyrirtæki upp í stór alþjóða- fyrirtæki með yfir þúsund starfs- menn. Reynslan hefur sýnt að um 70% af nýjum sjálfstæðum fyrir- tækjum enda með gjaldþroti innan fimm ára, en hlutfallið meðal sérleyf- isfyrirtækja er tæp 20%. Samkvæmt könnun sem unnin var í Bandaríkj- unum á 366 sérleyfisfyrirtækjum í 60 atvinnugreinum, kom fram að 86% af öllum sérleyfisfyrirtækjunum voru ennþá, að fimm árum liðnum, í eigu upphaflegu sérleyfistakanna. Aðeins 3% þessara fyrirtækja höfðu hætt rekstri af einhverjum ástæðum. Kostir og gallar sérleyfis Eins og önnur viðskiptaform hef- ur sérleyfi sína kosti og galla. Helstu kostir fyrir sérleyfisgjafa er mun hraðari vöxtur en ella, hagstæðari innkaup í krafti stærðar, dreifing á áhættu og meiri tími til að sinna innri málefnum. Á hinn bóginn verð- ur sérleyfisgjafinn að taka tillit til sérleyfistaka og eiga samskipti við hann á öðrum forsendum heldur en ef þetta væri hans eigin rekstur. Sér- leyfistakinn nýtur góðs af þróuðu kerfi, viðskiptavild, vöruþekkingu og leiðsögn frá sérleyfisgjafa. Hins veg- ar er sveigjanleiki hans mun minni ef hann væri alfarið í eigin rekstri. Stofnfundur samtaka viðskipta- sérleyfishafa verður haldinn 27. mars á 14. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst fundurinn klukkan 9. Allir áhugamenn eru velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna á www.svth.is og www.pwcglobal.com/ is. Stofnun samtaka við- skiptasérleyfishafa Ólafur Haukur Magnússon Sérleyfi Sérleyfisfyrirkomulagið er ein öruggasta og jafnframt áhættu- minnsta leið fyrir fyr- irtæki að stækka við sig, segir Ólafur Haukur Magnússon, og einnig fyrir fyrirtæki til að lifa af samkeppni. Höfundur er stjórnunarráðgjafi hjá PwC. Fermingartilboð Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta Pantið tímanlega Stúdíó Brauð, Arnarbakka 2 - sími 577 5750

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.