Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 63
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 63 Inngangur Frá því EES-samn- ingurinn tók gildi 1. janúar 1994 hefur ver- ið rætt um stöðu hans í samstarfi Evrópuþjóða og möguleg áhrif EFTA-ríkjanna, sem eru aðilar að honum, á réttarþróun innan EB. Frá pólitísku sjónar- miði skipta bein áhrif við undirbúning og setningu nýrra reglna auðvitað mestu máli. Ástæða er þó til að vekja athygli á einni hlið þessa máls, sem einnig er mikilvæg, en það er hlut- verk þeirra stofnana, sem settar eru á fót á grundvelli EES-samningsins og raunveruleg og möguleg áhrif þeirra á réttarþróun innan EB. Hér er eingöngu fjallað um þátt EFTA- dómstólsins að því er þetta varðar. Tilefni greinarinnar er öðru frem- ur það að hinn 25. janúar sl. kvað Evrópudómstóllinn í Lúxemborg upp dóm í máli sem varðar tengslin milli vinnuréttar og samkeppnis- réttar (mál nr. C-172/99 Oy Liik- enne AB), en í röksemdum sínum og niðurstöðum vísaði Evrópudóm- stóllinn til fordæma EFTA-dóm- stólsins. Málið varðar nánar túlkun á 1. gr. tilskipunar nr. 77/187/EBE, en á Íslandi eru efnisreglur hennar lögfestar með lögum nr. 77/1993 um réttarstöðu starfsmanna við aðila- skipti að fyrirtækjum. Atvik málsins voru þau að borg- arstjórn Helsingfors hafði boðið út akstur á tilteknum strætisvagna- leiðum. Verktakinn A hafði veitt þjónustuna í þrjú ár þegar þjón- ustan var aftur boðin út og annar verktaki B tók við. Verktaki A hafði notað 26 strætisvagna til að halda leiðunum gangandi og ráðið til þess 45 bílstjóra. Af þeim héldu 33 áfram að vinna hjá B, hinum nýja verk- taka, en auk þess voru 18 nýir ráðn- ir til viðbótar. Þessir 33 starfsmenn voru ráðnir hjá B á kjörum sem voru lakari en þau sem þeir höfðu áður haft hjá A. Hinn nýi verktaki B tók ekkert annað yfir að því frá- töldu að hann leigði tvo strætis- vagna og keypti nokkra búninga fyrir vagnstjóra af A. Tveir af vagn- stjórunum, sem þurftu þannig að sætta sig við lakari kjör en þeir höfðu áður, höfðuðu mál fyrir dóm- stól í Finnlandi. Þeir töldu að um væri að ræða aðilaskipti að fyrir- tæki í skilningi 1. gr. fyrrnefndrar tilskipunar (sbr. til hliðsjónar 1. gr. laga nr. 77/1993) og þess vegna bæru þeim sömu kjör hjá B og þeir höfðu notið hjá A. Finnski dómstóll- inn leitaði forúrskurðar Evrópu- dómstólsins. Álitaefnið var hvort þær aðstæður, sem að framan er lýst, fælu í sér aðilaskipti að at- vinnufyrirtæki í skilningi 1. gr. til- skipunarinnar. Þetta skipti máli fyr- ir þessa tvo menn þar sem tilskipunin myndi þar með tryggja þeim áfram óbreytt kjör. Var um aðilaskipti að fyrirtæki að ræða? Af hálfu hins nýja verktaka var því haldið fram að ekki gæti verið um að ræða aðilaskipti að fyrirtæki þar sem hann hefði tekið að sér að veita tiltekna þjónustu á grundvelli opinbers útboðs og ekkert samn- ingssamband væri milli hans og fyrri verktaka. Þá félli útboðið í reynd undir aðra tilskipun, sbr. til- skipun nr. 92/50 sem fjallar um op- inber útboð. Í dómi sínum taldi Evr- ópudómstóllinn að tilskipunin um aðilaskipti að fyrirtækjum gerði ekki sérstaklega ráð fyrir undan- tekningu að því er varðaði gildi hennar fyrir það álitaefni sem uppi væri í málinu. Ennfremur taldi dómstóllinn að sú staðreynd, að út- boðið félli undir fyrrnefnda tilskip- un um opinber útboð, kæmi ekki í veg fyrir að tilskipun um aðilaskipti að fyrirtækjum gæti átt við. Þannig gætu atvik þar sem einn verktaki tekur við af öðrum á grundvelli op- inbers útboðs og án þess að beint samningssamband væri milli þeirra hugsanlega fallið undir tilskipunina. Til stuðnings þessari niðurstöðu sinni vísaði Evrópudómstóllinn beinlínis til tveggja dóma EFTA- dómstólsins frá 1996 og 1997 (sbr. mál nr. E-2/95 Eidesund og mál nr. E-3/1996 Ask). EFTA-dómstóllinn hafði í þessum báðum málum, sem og í öðru máli Ulstein og Røiseng frá 1996 byggt á sömu röksemdum. Taka má fram að dómurinn felur ekki í sér að alltaf sé um aðilaskipti að fyrirtæki að ræða við þessar að- stæður, heldur verða frekari skil- yrði að vera uppfyllt. Ekki er ástæða til að lýsa þeim nákvæmlega í þessari grein. Við nánari skilgrein- ingu og útfærslu þessara skilyrða vísaði Evrópudómstóllinn til eigin dóms í svonefndu Süzen-máli. Í þeim dómi er einnig vísað til dóms EFTA-dómstólsins í Eidesund-mál- inu sem fyrr er nefnt. Þannig hefur EFTA-dómstóllinn einnig haft áhrif á nánari útfærslu þessara skilyrða. Niðurstaðan í málinu varð að lokum sú að ekki væri um aðilaskipti að fyrirtæki að ræða. Réð þar úrslitum að nýi verktakinn tók ekki yfir að neinu marki tæki til rekstursins, í þessu tilviki strætisvagnana sjálfa. Var ekki talið nægilegt að hluti starfsmanna héldi áfram að aka á sömu leiðum og þeir gerðu áður til að unnt væri að líta svo á að um að- ilaskipti að fyrirtæki væri að ræða. Niðurstaðan í dómi EB-dómstóls- ins, og sú dómaframkvæmd sem EFTA-dómstóllinn hefur þannig átt þátt í að móta, stuðlar að jafnri samkeppnisstöðu þeirra sem veita þjónustu í á Evrópska efnahags- svæðinu gagnvart öðrum sem eru utan þess. Um leið er komið í veg fyrir að útboð og verktaka af þessu tagi þar sem um aðilaskipti er að ræða þar sem fyrirtæki í reynd í heild eða að hluta skipta um hendur geti á nokkurn hátt skert lögbundin og samningsbundin réttindi laun- þega. Þannig stuðlar þessi lagatúlk- un að því að treysta framkvæmd meginregla EES-samningsins um staðfesturétt og frjálsa þjónustu- starfsemi, um leið og stuðlað er að frjálsri og óheftri samkeppni. Einsleitni í dómaframkvæmd Eitt af meginmarkmiðum EES- samningsins er samræmd túlkun og beiting sameiginlegra reglna. Þá ber að leggja áherslu á að EES- samningurinn hefur mikla sérstöðu sé hann borinn saman við aðra samninga sem EB hefur gert við þriðju ríki. Þetta kemur m.a. fram í því að samningurinn er sá eini sem gerir ráð fyrir sjálfstæðum dóm- stóli sem hefur það hlutverk að túlka samninginn og skera úr ágreiningi sem kann að rísa af framkvæmd hans, án þess að EB sjálft komi að honum á nokkurn hátt, svo sem að því er varðar skip- un dómara. Í 6. gr. EES-samningsins er þó að finna ákvæði sem gerir ráð fyrir að EFTA-ríkin, eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn skuli, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, taka mið af dómum Evrópudóm- stólsins sem kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag EES-samn- ingsins. Ennfremur er að finna í samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dóm- stóls, sbr. 3. gr., ákvæði sem gerir ráð fyrir að þessar stofnanir skuli, með sömu skilyrðum, taka tilhlýði- legt tillit til dóma dómstóls EB sem kveðnir eru upp síðar. Á hinn bóg- inn er ekki að finna neitt sambæri- legt ákvæði um skyldu Evrópudóm- stóls til að taka mið af dómum EFTA dómsólsins. Því má segja að með því að vísa með þeim hætti sem lýst hefur verið til dóma EFTA- dómstólsins sé Evrópudómstóllinn í vissum skilningi að ganga lengra en honum er skylt. Fyrir EFTA-ríkin sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið hefur markmiðið um samræmda túlkun og beitingu sam- eiginlegra reglna (einsleitni) mjög mikla þýðingu. Frá sjónarhóli EB hefur þetta atriði ekki síður þýð- ingu og getur haft úrslitaáhrif á vilja stofnana EB til að vinna að við- gangi EES-samningsins. Í sam- ræmdri túlkun og beitingu felst líka trygging fyrir því að einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri sem starfa á þeim sameiginlega markaði sem Evrópska efnahagssvæðið er geti gengið að því sem vísu að réttar- framkvæmdin sé alls staðar hin sama, líka innan EFTA-ríkjanna. Af tilvísunum Evrópudómstólsins til dóma EFTA-dómstólsins verður dregin sú ályktun að þetta sé ekki allt saman einstefna af hálfu EB, þar sem ríkin á EFTA-hlið samn- ingsins verða að taka við því sem að þeim er rétt. EFTA-dómstóllinn getur vissulega haft sín áhrif á þró- un dómaframkvæmdar, og þar með þróun réttar EB. Til viðbótar þessu er einnig ástæða til að benda á rétt ríkja á EFTA hlið EES-samningsins til að skila greinargerðum í málum sem rekin eru fyrir Evrópudómstólnum, rétt til meðalgöngu og til að flytja málin fyrir þeim dómstól, sbr. sér- stök yfirlýsing EB í tengslum við EES-samningsins um þetta efni og nánar réttarfarsreglur þess dóm- stóls. Þar kunna að leynast tækifæri til að koma sjónarmiðum einstakra EFTA-ríkja, þ.m.t. Íslands, á fram- færi og þar með, ef vandað er til greinargerðar og málflutnings, að hafa frekari áhrif á þróun EB-rétt- arins á sviðum sem varða hagsmuni einstakra EFTA-ríkja sérstaklega. Lokaorð Dómur Evrópudómstólsins sem hér hefur verið rakinn er ekki sá eini þar sem vísað hefur verið til dóma EFTA-dómstólsins, eða þar sem byggt er á sömu eða svipuðum sjónarmiðum og sá síðarnefndi hef- ur mótað. Þá má nefna að vísað hef- ur verið til dómsins í Eidesund-mál- inu í dómi kveðnum upp fyrir áfrýjunarrétti á Englandi. Hér verða þessi dæmi þó ekki rakin frekar. Staðreyndin er sú að í flest- um málum sem EFTA-dómstóllinn fær til meðferðar reynir á atriði sem Evrópudómstóllinn hefur ekki tekið skýra afstöðu til. EFTA-dóm- stóllinn þarf því í reynd oftast að einhverju leyti að feta ótroðna slóð í störfum sínum. Dæmin sýna að EFTA-dómstóllinn getur haft áhrif ef vel er á málum haldið. Þetta er þarft að hafa í huga við mat á þýð- ingu og hlutverki EFTA-dómstóls- ins við frekari þróun EES-samn- ingsins. ÁHRIF EFTA-DÓMSTÓLSINS Á DÓMAFRAMKVÆMD INNAN EB Carl Baudenbacher Eitt af meginmark- miðum EES-samnings- ins er, segja Carl Baudenbacher og Davíð Þór Björgvinsson, sam- ræmd túlkun og beiting sameiginlegra reglna. Carl Baudenbacher er dómari við EFTA-dómstólinn og prófessor í evr- ópurétti við háskólann í St. Gallen í Sviss. Davíð Þór Björgvinsson er prófessor við lagadeild HÍ, en starfar tíma- bundið sem aðstoðarmaður Þórs Vil- hjálmssonar, forseta EFTA- dómstólsins. Davíð Þór Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.