Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 73

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 73 Nánari upplýsingar hjá Helgu í símum 585 4113 og 585 4140, netfang helgamagg@uu.is LÚXUSFERÐIR Á LÁGU VERÐI Úrvals bænda- og söguferðir með Friðriki G. Friðrikssyni Páskaferð á slóðir Rómverja, víkinga, skálda, sjómanna og Bítlanna 14. - 22. apríl 2001. Ath.: Aðeins 3 virkir dagar! Beint leiguflug til Blackpool. Liverpool og Lake District, ein mesta náttúruperla Englands, heimsótt og siglt verður á Windermerevatninu. Skoðuð verða stórkostleg mannvirki frá dögum Rómverja og víkinga í Jórvík. Hafnar-og fiskimannabæirnir Hull og Grimsby heimsóttir. Innifalið í ferðinni eru 5 máltíðir, morgunverðarhlaðborð allan tímann og skoðunarferðir. Verð á mann í tvíbýli kr. 69.500 - Aukagjald v/einbýlis kr. 15.000 Þýskaland - Frakkland, tvær 11 daga ferðir. Vorferð 2.-12. maí og sumarferð 11. - 21. júlí Ódýr lúxusferð um vínhéruð Þýskalands og Frakklands. Nánast allt er innifalið, þ.á m. ríkulegur morgunmatur, 9 þriggja rétta kvöldverðir, siglingar á Mósel og Bodenseevatni og vínsmökkun í Þýskalandi og Frakklandi. Verð: 89.900 á mann í tvíbýli - Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000 Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK hefst í dag á Skúlagötu 17 útsölumarkaðurinn verður opinn alla daga vikunnar frá kl. 12–18 herrafatnaður-dömufatnaður-skór-barnaskór-efni UMRÆÐUR um Reykjavíkurflug- völl hafa ekki farið fram hjá neinum. Borgarstjórn Reykjavíkur treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun um málið. Fara skyldu fram kosningar, lýðræðið virkjað út í ystu æsar og vilji fólksins fengi að ráða. Þetta er út af fyrir sig góðra gjalda vert, þó til- raunin hafi kostað skildinginn. Von- andi nýtist þekkingin og tæknin síðar með minni tilkostnaði. En kosningarnar urðu að lúta reglum og þær setti borgarráð þar sem borgarstjórinn situr í forsæti. Þessar leikreglur eru kunnar og eftir þeim ætluðu þeir að fara sem þær settu. Niðurstaða kosninganna liggur nú fyrir og þar með að þær voru ekki bindandi samkvæmt leikreglum borgarstjóra og félagar hennar. En það skiptir ekki máli fyrir borgar- stjóra. Úr því að niðurstaðan varð ekki bindandi, ber henni „siðferðileg og pólitísk skylda“ til þess að fara eft- ir henni. Annað er ekki hægt í kosn- ingum, segir hún. Í morgunútvarpi Rásar 2 vísar hún til forsetakosning- anna í Bandaríkjunum og segir að ef „Bush hefði unnið með 450 atkvæð- um þá hefði hann orðið forseti“, ekki satt. Þvílík firra og útúrsnúningur. Ef leikreglur borgarstjóra hefðu gilt við þessar aðstæður hefði Bush auð- vitað ekki orðið forseti, kosningarnar hefðu auðvitað ekki orðið bindandi þar frekar en hér. Eitthvað annað hefði þurft að koma til eins og til dæmis önnur umferð. Það er dapur- legt að borgarstjóri skuli með þess- um hætti hafa endaskipti á hlutunum. En hver varð þá niðurstaða kosn- inganna? Hún varð sú að Reykvík- ingar eru ekki tilbúnir til þess á þess- ari stundu að taka afstöðu til þess hver framtíð flugvallarins á að vera. Þeir sem vilja flugvöllinn burt eftir árið 2016 höfðu ekki vinninginn né heldur þeir sem vilja hann áfram í Reykjavík. Það er því röng túlkun hjá borgarstjóra að hægt sé að túlka nið- urstöðuna með þeim hætti sem hún gerir. Má þar minna á orð hennar sjálfrar um að leikreglurnar voru þekktar, allar upplýsingar lágu fyrir o.s.frv. Það var sem sagt vitað fyrir fram að einn af kostunum yrði sá að engin niðurstaða fengist. Þar sem kosningarnar voru ekki bindandi, verða þær fyrst og fremst skoðannakönnun og ljóst útfrá viður- kenndum sjónarmiðum um skekkju- mörk að ekki liggur fyrir hver er vilji Reykvíkinga. Við þetta verður borg- arstjóri að búa, fyrst leikreglurnar tóku ekki á því hvernig með skyldi fara kæmi þessi staða upp. En auðvit- að stendur sá kostur eftir að það verði önnur umferð í kosningunum, þar sem einnig eru líkur á því að meiri kosningaþátttaka náist, þ.e. samfara næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Að sinni ræði ég ekki um málflutn- ing borgarstjóra í þá veru að Reykja- víkurflugvöllur sé „sár“ í borginni, en minni á að sé flugvöllurinn sem sam- göngumannvirki sár, þá eru sárin mörg í minni ágætu höfuðborg. Kanski Ingibjörg bjóði Hafnfirðing- um að taka höfnina að sér. Mín loka- orð eru því þessi. Ingibjörg, vertu málefnaleg, sá hroki sem farið er að gæta í málflugningi þínum æ oftar, verður þér á endanum að falli. Sið- ferði er ekki fólgið í því að haga segl- um eftir vindi þó pólitík þín kunni að vera það. Með kveðju, frá Norðlendingi sem þykir vænt um borgina sína. BALDUR DÝRFJÖRÐ, Kotárgerði 11, Akureyri. Siðferði og pólitík Frá Baldri Dýrfjörð: SJÓMENN eru bæði sárir og reiðir þessa dagana enda ekki furða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verkföll þeirra eru stoppuð. Þetta er gert undir því yfirskini að bjarga þurfi því sem eftir er af loðnukvótanum. En þegar kennarar voru í löngu verkfalli í vetur þótti stjórnvöldum ekki ástæða til þess að grípa inn í þótt hætta væri á að stór hópur nemenda kæmi ekki aftur til náms eftir svo langt verkfall og verkfallið tefði útskrift annarra. Þær raddir eru háværar í samfélaginu núna að stjórnvöld séu strengjabrúður út- gerðarmannanna, þeir séu með stjórnvöld í rassvasanum. Fólki finnst að stjórnvöld hefðu átt að standa við þau loforð, sem gefin voru fyrir skemmstu, að ríkisstjórnin myndi ekki grípa til lagasetningar eins og svo oft hefur verið gert. Fólk treystir ekki yfirvöldum sem segja eitt í dag og annað á morgun. Fólki ofbýður hversu oft er búið að taka þau sjálfsögðu mannréttindi af sjó- mönnum að fara í verkföll til að knýja fram réttláta kjarasamninga. Það er farið illa með hetjur hafsins sem vinna erfiða vinnu á hafi úti og færa okkur gull úr greipum Ægis. Oft eru þeir lengi fjarri heimilum sínum og fjölskyldum sem óttast jafnvel um þá þegar verstu veður geisa á miðunum við landið. Kauptrygging sjómanna er mjög lág og oft það eina sem þeir hafa til þess að lifa af ef lítið fiskast. Slys á sjómönnum eru því miður tíð og slysatryggingar lágar. Ég veit um sjómann sem slasaðist illa á fingri við vinnu sína úti á sjó svo hann ber varanlegan skaða af. Hann fékk um 300 þúsund í slysabætur og það eru skammarlega lágar bætur fyrir svo alvarlega og varanlega örorku sem af þessu hlaust. Flestir ganga menntaveginn nú til dags. En gleymum ekki þeim sem vinna erfið störf til sjós og lands. Þótt menntun sé góð mega ekki verða til í þessu litla samfélagi okkar tveir þjóðflokk- ar, annars vegar langskólagengið fólk í hálaunastörfum og hins vegar fólk í láglaunastörfum með minni menntun úr skólum. Stjórnvöld sýna sjómönnum lítilsvirðingu og fótum troða lýðræðislegan rétt þeirra til að berjast fyrir bættum kjörum. Ég vil að lokum óska sjómönnum alls hins besta og góðs gengis í kjarabaráttu þeirra. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, félagi í Frjálslynda flokknum, Hraunbæ 38, Reykjavík. Hetjur hafsins Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.