Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SEX ára stúlka fannst lífvana í sund- lauginni í Grindavík síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík barst tilkynning til lögreglunnar kl. 16.38. Læknir sem sendur var á staðinn úrskurðaði stúlkuna látna. Lögreglan í Keflavík rannsakar tildrög að láti stúlkunnar. Hún var í skólasundi, en hefðbund- inni kennslustund var lokið. Börnin voru þó enn í lauginni í svonefndum frjálsum tíma. Sex ára barn lést í sundlauginni í Grindavík LÍKLEGIR orsakaþættir flugslyss- ins í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra þeg- ar TF-GTI, sex manna eins hreyfils vél af gerðinni Cessna 210 Cent- urion fórst, eru gangtruflanir og afl- tap hreyfilsins sem urðu vegna skorts á eldsneyti til hreyfilsins vegna þess að eldsneyti á þeim tanki sem stillt var á gekk til þurrð- ar. Aðrir líklegir orsakaþættir eru og nefndir, svo sem að flugmaður virðist ekki hafa gengið úr skugga um hvert eldsneytismagn var á tönkum vélarinnar fyrir brottför frá Vestmannaeyjum, hann hafi van- metið eldsneytiseyðsluna og að flug- maðurinn hafi ekki beint nefi flug- vélarinnar tafarlaust niður til að halda eða ná upp hraða til nauðlend- ingar á haffletinum eftir að hreyfill- inn missti aflið. Þetta kemur fram í niðurstöðu- kafla skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, sem kom út í gær. Í skýrslunni er flugið rakið frá upp- hafi í Vestmannaeyjum kl. 20:03 og þar til hún brotlenti í sjónum í Skerjafirði laust eftir kl. 20.35. Fimm farþegar voru í flugvélinni og flugmaður. Fimm eru látnir en einn farþeganna liggur enn á sjúkrahúsi. Í tillögum í öryggisátt beinir RNF því til Flugmálastjórnar að hún komi á gæðakerfi fyrir flug- öryggissvið stofnunarinnar, að flug- rekstrardeild flugöryggissviðs geri áætlun um formlegar úttektir á flugrekendum og að hún leggi sér- staka áherslu á að viðhaldsaðilar flugvéla haldi nákvæma skráningu um viðhald og skrái allar niðurstöð- ur mælinga. 22. flugferðin þennan dag Flugmaðurinn flaug TF-GTI alls 11 sinnum með farþega milli lands og Eyja þennan dag, þ.e. 22 ferðir alls. Fyrsta flugtak var kl. 7:53 frá Reykjavík. Vélin lenti síðast í Vest- mannaeyjum kl. 19:48 áður en henni var flogið til Reykjavíkur með fimm farþega. Flugmaðurinn gerði flug- áætlun uppá 30 mínútna sjónflug frá Vestmannaeyjum og var flugþol gefið upp 2:30 klst. Þegar vélin nálgast Hellisheiði kl. 20:19 biður flugmaðurinn um blindflugsheimild til flugs á radíóvita við Elliðavatn. Greint er frá annarri flugumferð í nánd við Reykjavíkurflugvöll og að- flugi TFR-GTI lýst og samskiptum við flugumferðarstjórn. Þegar vélin er í um 100 feta hæð nálægt flug- brautarenda fær flugmaðurinn fyr- irmæli um að hætta við lendingu og fljúga svonefndan umferðarhring. Sást vélin taka upp hjólin og í skýrslunni er síðustu mínútunum lýst svo: „Flugvélin var í beinu flugi og hægu klifri í um 500 feta flughæð að mati sjónarvotta, þegar flugmaður- inn kallaði kl. 20:34:54: „Og Teitur Ingi, óska eftir að koma inná! – ég er búinn að missa mótorinn!“ Flug- turninn svaraði um hæl: „Ertu bú- inn að missa mótor? ... stysta leið og heimil lending!“ Kl. 20:35:04 hrópaði flugmaðurinn: „Það er stoll!! það er stoll!!“ sem þýðir að vélin er að of- rísa. Síðan segir í lok kaflans um flug- ið: „Fjöldi sjónarvotta telur að flug- vélin hafi náð um 500 feta flughæð og að hún hafi verið nánast í láréttu flugi eða hægu klifri þegar hún beygði til vinstri. Beygjuhallinn jókst og jafnframt féll flugvélin inn í bratt gormflug og hafnaði í sjónum um 350 metra frá landi. Flugvélin brotnaði sundur og sökk á um sex metra dýpi með alla innanborðs.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar flugslysa um slysið í Skerjafirði Eldsneytisskortur með- al líklegra orsakaþátta  Úr skýrslu/10–14  Niðurstöður og viðbrögð/42–43VERÐ á mjólkurkvóta á kúabúum hefur aldrei verið hærra, eða 235 krónur fyrir hvern lítra, sé miðað við hæsta verð sem þekkist. Frá árs- byrjun 1998 hefur verðið hækkað um 80% og hækkunin nemur 160% ef farið er aftur til haustsins 1992 þeg- ar hver lítri seldist á 90 krónur. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, eru ástæður fyrir háu kvótaverði nú ýmsar. Lítið framboð sé á kvóta og eftirspurn mikil. Við- skiptin séu því frekar lítil en á háu verði. Auðveldur aðgangur að fjár- magni hafi einnig sitt að segja og þá segir Snorri að bjartsýni ríki meðal kúabænda og hugur sé í þeim sem ætla að halda áfram búskapnum. Snorri lét Morgunblaðinu í té upp- lýsingar um þróun kvótaverðs frá því á haustdögum árið 1992. Um hæsta verð á hverjum tíma er að ræða í töflunni og tölur um magn kvóta, sem gekk kaupum og sölum þetta tímabil, liggja ekki fyrir þar sem þær eru trúnaðarmál, að sögn Snorra. Af þeim sökum sé erfitt að átta sig á meðalverðinu hvert ár. Mjólkurkvóti í sögulegu hámarki 80 prósent hækkun á þremur árum  Gefur kúnum/23 &  !  %                   # $ # #  # % # # & # #     '%   % !#!   %(  ' (") LÖGREGLAN í Keflavík handtók sl. laugardag tvo menn fyrir aðild að smygli á hassi. Mennirnir eru báðir menntaðir flugvirkjar og störfuðu hjá Flugleiðum á Kefla- víkurflugvelli, annar sem flugvirki en hinn á varhlutalager. Þeir voru staðnir að verki þar sem þeir vitj- uðu bögguls með um 850 g af hassi sem þeir geymdu á víðavangi. Böndin bárust fljótlega að þriðja manninum sem hefur játað aðild sína að málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík fór sá til Kaup- mannahafnar í febrúar og keypti þar 1,5 kg af hassi. Efnið faldi hann á salerni Flugleiðavélar þar sem annar mannanna vitjaði þess. Mennirnir höfðu selt um 650 g af hassi áður en þeir náðust en eitt- hvað af því notuðu þeir til eigin neyslu. Að sögn lögreglunnar fannst hassið á laugardagskvöldið en það voru börn að leik í móa norður af bænum sem fundu böggul með hassinu. Þau sýndu hann foreldrum sínum sem höfðu samband við lög- reglu. Í honum reyndust vera um 850 g af hassi. Lögreglan kom bögglinum aftur fyrir á sama stað en vaktaði svæð- ið. Um kvöldið voru tveir mann- anna staðnir að verki þegar þeir ætluðu að ná í hassið. Við yfir- heyrslur yfir mönnunum kom fram að þeir höfðu geymt hassið á öðrum stað. Einhver styggð kom að þeim þar og því fluttu þeir efnið þangað sem það fannst á laugardaginn. Lögreglan hafði haft mennina undir eftirliti um nokkurn tíma áð- ur en hassið fannst, vegna upplýs- inga sem lögreglunni höfðu borist um að þeir seldu fíkniefni. Menn- irnir, sem allir eru á þrítugsaldri, hafa allir játað sinn þátt í smygl- inu. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að starfsmennirnir tveir hafi báðir verið leystir undan starfsskyldum hjá fyrirtækinu. Börn að leik fundu hass á víðavangi Flugvirkjar játa aðild að smygli á hassinu SKÍÐAHRINGEKJU hefur verið komið fyrir í Bláfjöllum en Kristján Helgason hjá Skíðasambandi Ís- lands segir að með þessu sé verið að hjálpa ungum og óreyndum skíða- mönnum af stað á skíðum. Kristján segir hringekjuna ætl- aða yngstu börnunum. Það taki þau stundum nokkurn tíma að komast upp á lag með að nota skíðalyftuna í barnabrekkunni. Sum verði líka smeyk þegar komið er efst í brekk- una. „Þetta er mýkri byrjun,“ segir Kristján. Hringekjan verður form- lega opnuð almenningi um helgina en hann segir að þeim börnum sem hafi prófað hringekjuna hafi líkað hún vel. Í Bláfjöllum er gott færi og útlit fyrir hagstætt veður um helgina. Morgunblaðið/RAX Skíðahring- ekja opnuð í Bláfjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.