Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Liverpool hélt jöfnu
á móti Barcelona / C3
Haukar með pálmann
í höndunum / C3
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
ELDUR kom upp í kertagerðinni
Norðurljósum við Auðbrekku í
Kópavogi í gærkvöld.
Við komuna virtust aðstæður
slæmar en betur fór en á horfðist, að
sögn slökkviliðsmanna.
Eldur
í kertagerð
HÓPUR vinnufélaga, sem hef-
ur spilað í happdrætti SÍBS til
margra ára, vann í gær 11 millj-
ónir. Í gær var dregið í 4. flokki
happdrættisins og kom hæsti
vinningur á miða félaganna.
Miðinn var seldur í aðalum-
boðinu í Reykjavík. Einnar
milljónar króna vinningur kom
á miða sem seldur var í umboði
á Vesturlandi.
AÐEINS ein blómaheildsala er starfandi hér á
landi og er markaðshlutdeild hennar 80–90%. Þetta
er fyrirtækið Grænn markaður ehf., en í lok síðasta
árs varð Blómasalan ehf. gjaldþrota. Sigríður Ing-
ólfsdóttir, formaður Félags blómaverslana, segir
óljóst hvaða áhrif þessi staða hafi á markaðinn, en
hún fullyrðir að afkoma bæði blómaframleiðenda
og blómaverslana sé mjög slæm.
Sigríður segir að þetta sé í annað eða þriðja
skiptið sem sömu aðilar og stóðu að Blómasölunni
fari í gjaldþrot. Hún segir að í þessu gjaldþroti hafi
garðyrkjubændur tapað milljónum króna. Þessu
hafi þeir ekki mátt við því afkoma þeirra sé mjög
slök.
Eignarhaldsfélagið Fengur á 40% í Grænum
markaði og er stjórnarformaður fyrirtækisins
Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Fengs.
Samkeppnisráð gagnrýndi Feng harðlega í skýrslu
um grænmetismarkaðinn sem kom út í þessari viku
og talaði um að grænmetisfyrirtækin hefðu staðið
að „samsæri gegn neytendum“.
„Það er í sjálfu sér ekki komið í ljós hvernig þetta
kemur út. Blómaverslanir hafa ekkert um þetta að
segja. Hin blómaheildsalan varð gjaldþrota þannig
að framleiðendur höfðu ekki í önnur hús að vernda
en að fara með sína framleiðslu í Grænan markað. Í
blómunum hefur alltaf verið frekar mikil fákeppni
og mjög takmarkaður innflutningur af því þetta er
landbúnaðarafurð. Það er ekki litið á þetta sem
neysluvöru sem er í samkeppni við bækur eða
hljómplötur. Umhverfið í þessari atvinnugrein er
þess vegna erfitt,“ sagði Sigríður.
Sigríður sagði að það væri ekki komin reynsla á
það hvort það væri gott eða slæmt að það væri bara
ein blómaheildsala á markaðinum. „Það er auðvitað
kvíðvænlegt að við skulum bara hafa einn aðila til
að versla við, en það má segja að þetta sé það sama
og er í matvörunni.“
Höfðu með sér
samráð árið 1999
Sigríður segir að stærstur hluti þeirra blóma,
sem seld eru hér á landi, sé íslensk vara. Mjög erf-
itt sé að stunda innflutning á blómum. Flutnings-
kostnaður sé hár, en það sem skipti þó einna mestu
máli sé háir tollar. Allt árið sé lagður á 30% verð-
tollur, en síðan bætist við magntollar á vissum árs-
tímum. Landbúnaðarráðuneytið auglýsi tollkvóta
fyrir blóm líkt og gerist með innflutning á unnum
kjötvörum og ostum. Tollarnir séu mismunandi
milli blómategunda en þeir geti farið upp fyrir
1.000 kr. á kíló.
Þess má geta að fyrir tveimur árum komst Sam-
keppnisstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin
Blómasalan, Brumi og Gænn markaður hefðu haft
með sér samráð við gerð tilboða í innflutning á
blómum. Samkeppnisráð gagnrýndi landbúnaðar-
ráðuneytið í úrskurði sínum fyrir aðgerðarleysi
þegar því hefði mátt vera ljóst að fyrirtækin hefðu
haft með sér samráð við gerð tilboða í tollkvóta
vegna innflutnings á blómum. Fyrirtækin voru
ekki sektuð og var í því sambandi vísað til þeirra
sérstöku aðstæðna sem væru fyrir hendi í þessu
máli.
„Það er álit samkeppnisráðs að landbúnaðar-
ráðuneytinu hefði átt að vera það ljóst strax í upp-
hafi, með vísan til fyrirkomulags á innflutningi
blóma áður en GATT-samkomulagið tók gildi, og
þeirrar fákeppni sem það leiddi af sér, að þær að-
ferðir sem hafa verið notaðar við stýringu á inn-
flutningi blóma frá árinu 1995 væru til þess fallnar
að skaða samkeppni á blómamarkaðnum.“
Eitt fyrirtæki komið með nær alla blómaheildsölu í landinu
Óljóst hver áhrifin
verða á markaðnum
NORSKI skíðamaðurinn Odd-Björn
Hjelmeset og sænska skíðakonan
Sofia Lind sigruðu í karla- og
kvennaflokki í 100 m skíðasprett-
göngu í göngugötunni á Akureyri í
gærkvöld. Odd-Björn lagði heima-
manninn Helga Heiðar Jóhannesson
í úrslitum en Sofia hafði betur gegn
Hönnu Dögg Maronsdóttur frá
Ólafsfirði. Odd-Björn sigraði einnig
í þessari grein á norska meistara-
mótinu um síðustu helgi.
Þetta var í fyrsta skipti sem slík
keppni er haldin hér á landi en þessi
grein nýtur vaxandi vinsælda er-
lendis. Fjölmargir áhorfendur
mættu í göngugötuna og skemmtu
sér vel.
Fremsti alpagreinamaður lands-
ins, Kristinn Björnsson frá Ólafs-
firði, var meðal keppenda og hann
lét verulega að sér kveða. Kristinn
byrjaði á því að leggja sænska skíða-
manninn Morgan Göransson að velli
í fyrsta spretti en tapaði naumlega
fyrir gamla refnum, Hauki Eiríks-
syni frá Akureyri, í þeim næsta en
keppt var með útsláttarfyrir-
komulagi. Keppendur voru alls 24,
16 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki.
Morgunblaðið/Kristján
Norðmaðurinn Odd-Björn Hjelmeset rennir sér í gegnum endamarkið í úrslitarimmunni við Helga Heiðar Jó-
hannesson frá Akureyri, sem varð að gera sér annað sætið að góðu eftir frábæra keppni.
Skíðasprettur á Akureyri
KAUPÞING Securities, dóttur-
félag Kaupþings í New York, fékk
á þriðjudaginn starfsleyfi sem
verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjun-
um en félagið hefur áður unnið
samkvæmt undanþágu og í skjóli
annars verðbréfafyrirtækis. Þetta
mun vera í fyrsta skipti sem ís-
lenskt fjármálafyrirtæki fær slíkt
starfsleyfi.
Halldór Friðrik Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Kaupþings Sec-
urities, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að leyfið komi til
með að auðvelda starfsemi fyrir-
tækisins mjög. Fyrirtækið þurfi
ekki lengur að starfa samkvæmt
undanþáguákvæði. Þetta geri
starfsemina sjálfstæðari auk þess
sem réttindi fyrirtækisins verði
víðtækari. „Við höfum allt það sem
við þurfum til að reka hérna full-
gilt verðbréfafyrirtæki,“ sagði
Halldór Friðrik. Auðveldara verði
að vekja athygli á fyrirtækinu og
umsvif þess muni væntanlega
aukast.
Með leyfinu fékk fyrirtækið að-
ild að Landssambandi verðbréfa-
fyrirtækja í Bandaríkjunum,
NASD. Halldór Friðrik segir
starfsemi Kaupþings í New York
hafa gengið mjög vel frá því það
hóf starfsemi í mars í fyrra, þrátt
fyrir erfiðan verðbréfamarkað.
„Umsvifin hjá okkur hafa í raun
verið meiri en við þorðum að
vona.“
Fær starfsleyfi
sem verðbréfa-
fyrirtæki
Kaupþing Securities í New York
Vinnufélag-
ar unnu
11 milljónir
♦ ♦ ♦
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær konu á þrítugsaldri í eins
árs fangelsi fyrir innflutning á 164,45
grömmum af kókaíni síðastliðið sum-
ar og gerði fíkniefnin jafnframt upp-
tæk með dómi. Ákærða játaði að hafa
flutt kókaínið til landsins og sagðist
hafa verið þvinguð af fíkniefnasala,
sem hún skuldaði 150 þúsund krónur,
til að flytja inn efnin.
Umræddur fíkniefnasali hafi hótað
henni og ungu barni hennar og hafi
hún tekið hótunina alvarlega. Ákærða
neitaði hins vegar að upplýsa hver
umræddur fíkniefnasali væri og þótti
dóminum því ekki unnt að láta full-
yrðingu hennar, um að hún hafi farið
nauðug af ótta um hag sinn og barns
síns, hafa áhrif á ákvörðun refsingar í
málinu.
Til refsilækkunar var m.a. litið til
þess að ákærða er ung að árum með
ungt barn og hefur ekki samkvæmt
sakaferli gerst sek um brot sem hefðu
áhrif á refsingu hennar í málinu.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Eins árs
fangelsi
fyrir kóka-
ínsmygl
♦ ♦ ♦