Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Mörgum sinnum sterkari með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla DÓMSMÁLARÁÐHERRA Serbíu, Vladan Batic, vill að leiðtogar skæruliða Kosovo-Albana verði ákærðir af hálfu stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag vegna hryðjuverkaárása á Serba í héraðinu á undanförnum árum. Kom þetta fram í bréfi ráðherrans til að- alsaksóknara dómstólsins, Carla Del Ponte, í gær. „Glæpir albönsku hryðjuverka- mannanna hófust 1998 og þeir halda áfram starfsemi sinni,“ segir Batic í bréfinu. Hann krefst þess að ekki verði látið duga að ákæra serbneska leiðtoga heldur verði eitt látið yfir alla ganga í Haag. Nefnir hann sér- staklega í þessu sambandi einn af leiðtogum skæruliða í Kosovo, Hash- im Thaci, er nú á sæti í bráðbirgða- stjórn Kosovo sem er undir yfirum- sjón SÞ. Batic segir að allir deiluaðilar hafi drýgt glæpi í átökunum milli þjóð- anna í Júgóslavíu. Ráðherrann seg- ist furða sig á því að engir af leiðtog- um annarra þjóða en Serba hafi verið ákærðir og efaðist um að dóm- stóllinn gætti hlutleysis. Batic bend- ir einnig á að hugsanlegt sé að nær allir pólitískir og hernaðarlegir frammámenn í valdatíð Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíu- forseta, séu samsekir honum vegna þess að þeir hafi framfylgt skipunum hans. Sendimaður stríðsglæpadómstóls- ins, Hans Holthius, kom í gær til Belgrad til að afhenda dómsmála- ráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Serba og Svartfellinga, handtöku- skipun á hendur Milosevic. Embætt- ismenn við dómstólinn sögðu að hann myndi biðja stjórnvöld um að færa Milosevic handtökuskipunina í fangaklefa hans. Milosevic er formaður Sósíalista- flokksins en tilnefndi í gær Zivadin Jovanovic, fyrrverandi utanríkisráð- herra Júgóslavíu, til að fara með yf- irstjórnina í sinn stað. Jovanovic er einn af nánustu samverkamönnum Milosevic en verið er að rannsaka hvort hann hafi brotið landslög með því að úthluta fyrrverandi embætt- ismönnum glæsihús í ríkiseigu. Mil- an Milutinovic, sem gegnir forseta- embætti í Serbíu og var ákærður 1999 ásamt Milosevic í Haag fyrir stríðsglæpi, sagði sig í gær úr Sósíal- istaflokknum. Sagðist hann vera andvígur sumum ákvörðunum sem flokkurinn hefði tekið að undan- förnu. Stjórnvöld í Serbíu senda bréf til Haag Leiðtogar Kosovo-Albana verði ákærðir Belgrad. Reuters, AP, AFP. MESTI berklafaraldur í Bret- landi um árabil hefur stungið sér niður í grunnskóla í Leicester í Mið-Englandi. Síð- degis í gær höfðu 29 verið greindir með veikina, flestir þeirra nemendur skólans, en einnig fjórir kennarar og þrír ættingjar nemenda. Tveir sjúkir nemendur hafa verið lagðir inn á sjúkrahús, en aðrir hafa fengið lyfjameðferð. Eftir að veikin kom upp var ákveðið að gera berklapróf á öllum nemendum skólans og eftir að um 1.200 nemendur höfðu verið prófaðir í vikunni voru sextíu settir á sýklalyf í öryggisskyni. Þeir nemendur sem eftir eru, um 600 talsins, munu gangast undir berklapróf eftir páska. Rannsókn hefur verið hafin á upptökum faraldursins. Um 93% nemendanna eiga ættir að rekja til Asíu, þar sem berklar eru víða landlægir, og getum hefur verið leitt að því að ein- hver þeirra hafi borið veikina með sér eftir heimsókn til ætt- ingja í álfunni. Þrettán ára gamall nemandi skólans var greindur með berkla í ágúst á síðasta ári og annað tilfelli greindist í októ- ber. Það var þó ekki fyrr en þriðji unglingurinn veiktist í febrúar að heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gera berklapróf á öll- um nemendunum. Berkla- faraldur í Bret- landi London. AFP. ENGLANDSBANKI, seðla- banki Bretlands, lækkaði í gær stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðum, en þessi ákvörðun endurspeglar ótta við að efna- hagsleg niðursveifla í heimin- um, kreppa á hlutabréfamark- aði og efnahagslegar afleiðingar gin- og klaufaveikifaraldursins muni verða til að hægja á hagþróun í Bretlandi. Stjórn bankans ákvað að lækka stýri- vextina um fjórðung úr pró- senti, niður í 5,5% og vill með því reyna að hamla gegn því að óveðursský þau, sem myndazt hafa yfir alþjóðahagkerfinu, verði til að spilla þróun efna- hagslífsins í Bretlandi, sem á undanförnum árum hefur siglt lygnan sjó. Gin- og klaufaveikifaraldur- inn, sem nú hefur staðið yfir í sex vikur, og hin mánaðalanga niðursveifla á hlutabréfamark- aðinum í Lundúnum voru til- greindar sem viðbótarástæður fyrir því að bankastjórnin sæi nú þörf á vaxtalækkun. Gera brezk stjórnvöld ábyrg BREZKIR svínabændur sök- uðu í gær stjórnvöld um að bera ábyrgð á því að gin- og klaufa- veikifaraldurinn skyldi hafa far- ið af stað í landinu. Hugh Crabtree, varaformaður lands- sambands brezkra svínabænda, segir eitt orð lýsa hlutverki stjórnvalda í atburðarásinni sem leiddi til þess að faraldur- inn brauzt út: „Hirðuleysi.“ Tal- ið er að veirusmitið hafi borizt í svín í NV-Englandi með fóðri unnu m.a. úr matarafgöngum frá veitingahúsum; á einu veit- ingahúsinu hafi smyglað sýkt kjöt frá A-Asíu verið matreitt. Stjórnin hefur nú bannað notk- un slíks fóðurs. Gin- og klaufa- veiki hefur nú greinzt á yfir 1.000 býlum og sláturhúsum í Bretlandi og leitt til þess að ákveðið hefur verið að aflífa yfir eina milljón klaufdýra. Lystarstols- gen SAMKVÆMT niðurstöðum rannsókna þýzkra og hol- lenzkra vísindamanna er gen nokkurt, sem á þátt í að stýra matarlyst, algengara í lystar- stolssjúklingum en öðrum. Benda niðurstöðurnar, sem verða birtar í maíhefti banda- ríska tímaritsins Molecular Psychiatry, til þess að truflanir á starfsemi þeirra stöðva heil- ans sem stýra matarinntöku valdi sjúkdómum á borð við lystarstol og lotugræðgi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem tekst að tengja ákveðið gen við lyst- arstol, þótt lengi hafi verið talið að líkurnar á að fá slíkan sjúk- dóm tengist erfðum að hluta. Karlavígi fallið EFTIR margra mánaða tog- streitu hefur hin kunna óperu- söngkona Montserrat Caballe unnið af harðfylgi eitt síðasta karlavígið á Spáni, Cercle de Liceu-klúbbinn við óperuna í Barcelona. Caballet og níu aðr- ar konur hafa nú fengið inn- göngu í hinn 150 ára gamla félagsskap eftir mikla rimmu, sem valdið hefur klofningi klúbbsins og verið slúðurblöð- um Spánar kærkomið efni að smjatta á. Englands- banki lækk- ar vexti SKOSKI leikarinn Sir Sean Conn- ery tók í gær við heiðursmerki frá Bandarísk-skosku stofnuninni, sem heldur uppi heiðri skosku miðaldahetjunnar William Wall- ace. Fór athöfnin fram við þing- hús Bandaríkjanna í Washington. Í gær var árlegur Tartan-dagur (eða köflótti dagurinn), og var Connery klæddur á viðeigandi hátt. Með honum var kona hans, Micheline. Þetta er í annað sinn sem heiðursmerki er veitt á þess- um degi, en í fyrra féll það í skaut Trent Lott, leiðtoga re- públíkana í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Talsmaður ríkisstjórnar Bret- lands tilkynnti í gær að Connery hefði gengið til liðs við opinbera herferð Skota til að fá banda- ríska ferðamenn til að heimsækja Bretland þrátt fyrir þá neikvæðu ímynd sem orðið hefur til af land- inu vegna gin- og klaufaveiki- faraldursins sem þar geisar. Í Skotlandi hafa hingað til greinst 111 tilfelli veikinnar. Talsmaður Connerys sagði að leikarinn vildi „leggja Skotlandi lið og gera veg þess meiri.“ Sir Sean í köflóttu Washington, London. AP, AFP. Reuters NURSULTAN Nazarbajev, forseti Kazakstans, segir að Litháar hafi rétt til að ganga í Atlantshafsbanda- lagið, NATO, ef þeir kjósi svo. For- setinn er í opinberri heimsókn í Litháen og kom þetta fram í sameig- inlegri yfirlýsingu hans og forseta landsins, Valdas Adamkus, í gær. Kazakstan er fyrrverandi sovét- lýðveldi eins og Litháen en stjórn Nazarbajevs hefur átt gott samstarf við Rússa. Hinir síðarnefndu hafa barist hart gegn hugsanlegri aðild Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, að NATO og hefur því yfirlýsingin vak- ið athygli. Einnig er bent á að er Adamkus heimsótti Moskvu í liðinni viku sagði Vladímír Pútín Rúss- landaforseti að sérhver þjóð hefði rétt til að skilgreina sjálf forgangs- röðina í vörnum sínum. Litháar ráði sjálfir Aðild að Atlantshafsbandalaginu Vilnius. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.