Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ binding sé orðin harla léttvæg ef hún merkir einungis að niðurstaða kosn- inganna þjóni sem rök í umræðu um málið. Það gerir að sjálfsögðu allt sem kemur málinu við. Spurningin er einungis hversu mikið niðurstaða kosninganna kemur ákvörðun um stæði flugvallarins við. Þar með er hefur niðurstaða kosninganna ein- ungis sömu stöðu og hverjar aðrar röksemdir sem hægt er að færa með eða á móti flugvelli í Vatnsmýrinni. Allt tal um sérstaka siðferðilega bindingu fram yfir önnur gild rök í málinu er því markleysa. Borgarstjóri ber saman skoðana- kannanir og raunverulegar kosning- ar. Raunverulegar kosningar gefa miklu raunsannari mynd en skoð- anakannanir. Örugglega er það rétt hjá Ingibjörgu. Í meirihluta mála gefa raunverulegar kosningar gleggri mynd af vilja kjósenda. En sá almenni sannleikur gildir ekki í því tilviki sem hér um ræðir. Eitt af því sem skoðanakönnun hefur um- fram raunverulega kosningu er að þar er um tilviljunarúrtak að ræða. Þeir sem mættu á kjörstað í Vatns- mýrarkosningunni eru hugsanlega þýði sem má skilgreina og hægt væri að sýna fram á að það gæti engan veginn talist eins áreiðanleg dreifing atkvæða og svör í skoðanakönnun. Málið er því þannig vaxið að trúlega gefur skoðanakönnun að miklum mun raunsannari mynd af vilja allra Reykvíkinga. Ég bæti því við hér að mér finnst að flestar mótbárur borgarfulltrúa sjálfstæðismanna hafi misst marks. Vaðallinn um að kostirnir í kosning- unni væru ekki nægilega skýrir var algjörlega út í hött og kom málinu ekki hið minnsta við. Stóra spurn- ingin átti að vera: Hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að bíða með að semja við ríkið um flugvall- arstæði til 2016? Ég þori að fullyrða að mun fleiri Reykvíkingar hefðu mætt á kjörstað ef kosningin hefði snúist um framtíð sem ekki er eins fjarlæg og 2016 óneitanlega er. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir á grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. mars. Þar fer hún fögrum orðum um hina merku tímamótakosningu um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég geri nokkrar athugasemdir við mál- flutning hennar. Aðað- allega tvær. Í fyrsta lagi þá hugmynd að úr- slit kosninganna feli í sér siðferðilega bind- ingu. Í öðru lagi að þeir sem létu hjá líða að nota atkvæðisrétt sinn hafi með því nauðsynlega af- salað sér rétti til að hafa áhrif á niðurstöðu máls- ins á lýðræðislegan hátt. Með öðrum orðum hafi þeir framselt rétt sinn til stjórmála- manna. Enginn ágrein- ingur er um að lagalega stenst niðurstaða kosn- inganna ekki. Til þess var þátttaka ekki nægi- leg. Annað sem hafa ber í huga er að talsvert mjótt var munum. Ég er ekki alveg viss um að ég skilji hvað borgarstjóri á við með sið- ferðilegri bindingu. Hún segir nefni- lega líka að hver borgarfulltrúi verði að gera upp við samvisku sína hvern- ig þeir ætli að láta niðurstöðu kosn- inganna hafa áhrif á afstöðu sína í flugvallarmálinu. Hvað ætli það merki almennt að staðreynd bindi mann siðferðilega? Trúlega merkir það að ekki sé siðferðilega leyfilegt að líta fram hjá henni. Það mætti orða svo að ef borgarfulltrúi tekur afstöðu sem gengur gegn niðurstöðu kosninganna verði hann að rökstyðja það sérstaklega. Hér væri þá um að ræða einhverskonar víkjandi skyldu. Skyldu sem aðeins er hægt að víkja sér undan ef sérstök rök sýna fram á að hún eigi ekki við í tilteknum að- stæðum. Ég get ekki séð að hér sé um samviskuspursmál að ræða. Heldur aðeins gild eða ógild rök. Það kann að vera að borgarstjóri sé svo röklega þenkjandi að samviskan sé einmitt nákvæmlega, gildar rök- semdir. Ef svo er geri ég engan ágreining. Úrslit kosninga sem ein- ungis 30% þýðis taka þátt í segir ekkert fyrirframgefið um afstöðu þeirra sem ekki tóku þátt í henni. Þetta tekur Ingbjörg skýrt fram í grein sinni. En hún segir líka að með því hafi þeir sem ekki greiddu atkvæði fram- selt atkvæðisrétt sinn til stjórnmálamanna. Það kynni vel að vera rétt ef niðurstaðan væri lagalega bind- andi. Það er hún ekki. Frekar en að ætlun þeirra sem ekki tóku þátt hafi verið að fram- selja atkvæðisrétt sinn til stjórnmálamanna tel ég alveg eins líklegt að þeir hafi giskað á að kosningaþátttaka yrði lítil og niðurstaðan ekki bindandi. Þar með gæti þátttökuleysi þeirra t.d verið rökleg afleiðing þeirrar skoðunar á undir- búningi málsins að honum væri í mörgu áfátt. Í því ljósi felur fjarver- an í sér yfirlýsingu, hugsanlega van- þóknun á öllum undirbúningi máls- ins, alls ekki afstöðuleysi eins og borgarstjóri viðist gefa sér. Ég get reyndar ekki betur séð en að borg- arstjóri lendi í mótsögn við sjálfan sig þegar hún heldur því fram að ekkert verði sagt um vilja þeirra sem ekki kusu og á sama tíma heldur hún því fram að þátttökuleysið verði ekki túlkað öðruvísi en að þeir hafi afhent stjórnmálamönnum atkvæði sitt. Ég geri mér grein fyrir því að mótsögn- in er ekki alger og það má auðveld- lega snúa sig út úr henni. En að minnsta kosti er hún að gefa sér for- sendur sem gætu allt eins verið aðr- ar eins og ég tók dæmi um hér að of- an. Hér dugar ekki að benda á að ekki skipti máli hver ætlun þeirra sem ekki kusu hafi verið. Að stað- reyndin um þátttökuleysi feli nauð- synlega í sér framsal. Slík gagnrýni snertir ekki kjarna þess sem ég hef sagt hér á undan. Í framhaldi má kannski segja að hin siðferðilega Allt í nafni lýðræðis og ... Sigurður Björnsson Flugvöllur Fjarveran, segir Sig- urður Björnsson, felur í sér yfirlýsingu. Höfundur er lektor við KHÍ. SKÖMMU eftir aldamótin 1900 skrifaði danski læknirinn Christian Schierbeck tvö bréf til íslenskra yf- irvalda og mæltist til þess að geðsjúkrahús yrði byggt á Íslandi. Á þeim tíma áttu geð- sjúklingar engan sama- stað í heilbrigðiskerf- inu og bjuggu hjá ættingjum eða vanda- lausum gegn smánar- legum sveitarstyrk sem greiðslu. Schier- beck læknir fór mörg- um orðum um aðbúnað þessara sjúklinga sem hann sagði skelfilegan. Með þá væri farið eins og dýr í búri, réttindi þeirra engin og fáfræði alls almenn- ings og lækna væri himinhrópandi. Hann bauðst til að byggja sjúkrahús fyrir eigin reikning en því boði var hafnað og Kleppur reistur fyrir al- mannafé. Þessi „rödd hrópandans“ hrökklaðist síðan af landinu og kom aldrei aftur. Bréfin standa eftir sem þungur áfellisdómur um þjóðfélag sem kom fram við stóran sjúklinga- hóp af mikilli vanþekkingu og mann- vonsku. Með byggingu Klepps batnaði mjög allur aðbúnaður þessara sjúk- linga en því miður fylgdu í kjölfarið fordómar og eingrun geðsjúkra í samfélaginu. Tungan hafði um langt skeið að geyma ýmiss konar neikvæð og niðrandi nafnorð og lýsingarorð sem tengdust Kleppi. Menn voru sagðir Klepptækir, kallaðir Kleppar- ar og óvenju tilgangs- laus og heimskuleg vinna var nefnd Kleppsvinna. Menn óskuðu fjandmönnum sínum ævilangrar inni- lokunar á Kleppi í hita einhverrar tilgangs- lausrar umræðu. Þoka fordóma og illkvittni sveipaði staðinn og gerði sjúklingum oft erfitt um vik að fóta sig í samfélaginu. Ég bjó á árunum kringum 1960 í blokk við Kleppsveginn og minnist þess orðspors sem fór af nágrönnum mínum „inn við Sundin blá“. Sjúk- lingar af Kleppi voru litnir hornauga af þeim samborgurum sínum sem töldu eigið geðheilbrigði svo ótvírætt að engin geðveila gæti nokkru sinni grandað þeim. Þegar sjúklingar stigu uppí leið 13, Kleppur hraðferð, litu margir undan en aðrir störðu á þá í forundran eins og sýningargripi. Klepparar voru handan einhverrar ósýnilegrar línu sem dregin var á milli heilbrigðis og vanheilsu, hins eðlilega og þess óeðlilega. Þetta stuðlaði að enn frekari einangrun þessara einstaklinga sem oftsinnis áttu erfitt með að komast yfir þessi mörk og inní skilgreinda veröld geð- heilbrigðis. Sem betur fer hefur þetta ástand breyst til mikilla muna. Mörkin milli geðsjúkra og hinna hafa með tíman- um orðið æ óljósari enda er vitað að 22-24% íslensku þjóðarinnar þjást af geðheilsuvanda af einhverjum toga – eða nær einn af hverjum fjórum landsmönnum. Geðsjúkdómar eru því ekki lengur einangrað fyrirbæri á geðdeildum heldur óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu. Hinn 7. apríl nk. mun Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hvetja stjórnvöld og almenning um heim allan til að vinna heilshugar að eflingu geðheil- brigðis. Einkunnarorð dagsins eru: „Ekki líta undan – láttu þér annt um andlega heilsu.“ Þau leiða hugann aftur til bernskunnar þegar flestir litu undan á ákveðnum stoppistöðum strætisvagnanna í Laugarneshverfi. Megi þessi dagur verða okkur til áminningar að við erum öllum far- þegar með Kleppi hraðferð, misveik, misþunglynd, misör, misspennt, mis- döpur, misvonlaus og miskvíðin. Umgöngumst samfarþegana af virð- ingu; þá komast allir heilli og sælli á leiðarenda. Í tilefni geðheilbrigðisdags Óttar Guðmundsson Geðsjúkdómar Geðsjúkdómar eru því ekki lengur einangrað fyrirbæri á geðdeildum, segir Óttar Guðmunds- son, heldur óaðskilj- anlegur hluti af samfélaginu. Höfundur er læknir. TIL hvers hefur fram á síðustu ár þótt sjálfsagt að viðhafa vegabréfa- eftirlit á landamærum ríkja? Það var gert í sjálfsvarnarskyni gagnvart einstaklingum, sem áttu í erfiðleik- um með að fara að lögum. Æskilegt þótti að hafa eftirlit með því hverjir kæmu, væru og færu. Síðustu ára- tugi síðustu aldar var ríkisstjórnum í Vestur-Evrópu æ ljósara, að landamæravarzla í þessum tilgangi væri með öllu gagnslaus, hversu miklu fé, sem til hennar var varið. Heiðarlegir ferðalangar fóru löglega um landa- mæri, hinir fóru ólög- lega að vild. Árið 1985 komu fulltrúar Þýzkalands, Frakklands, Hollands, Belgíu og Lúxemborgar saman í borginni Schen- gen í Luxemborg og slógu margar flugur í einu höggi. Ákveðið var að leggja niður allt vegabréfaeftirlit á landamærunum og spara sér þannig þann kostnað, er eftirlitinu fylgdi. Í þess stað komu ríkin sér upp gagna- grunni um illa innrættar persónur. Smám saman og af sömu ástæðum fetuðu flest önnur ríki Vestur-Evr- ópu sama veg, þó voru til undantekn- ingar. Ríkisstjórn Sviss, sem sjaldan fer troðnar slóðir á Evrópumælikvarða, hyggst verja sín landamæri hvað sem raular og tautar. Einnig töldu Englendingar og Írar sér bezt borg- ið utan Schengen-samkomulagsins, enda landamæri þeirra með öðru sniði en á meginlandinu. Hafið, sem hafði bjargað þessum þjóðum frá flotanum ósigrandi svo og innrás Hitlers, skyldi vera þeirra vörn áfram gegn óheftum flóðbylgjum flóttafólks og glæpalýðs utan úr heimi, hafa trúlega talið sig hafa nóg með sitt. Nú víkur sögunni til þriðja ey- landsins í Vestur-Evrópu, nefnilega Íslands og stjórnenda þeirrar þjóð- ar, er þar hefur búið um aldir, fátæk, afskipt og einangruð. Nú hefur þjóð- in fyrir sakir dugnaðar og náttúru- auðlinda rétt úr kútnum og telst meðal auðugustu þjóða, en er jafn- framt meðal hinna barnalegustu í hugsun og hegðun. Slík þjóð er ákjósanleg bráð al- þjóðlegra glæpamanna og þarf ekki nema að lesa blöð síðustu daga til að sannfærast. Ísland er svo sannar- lega komið á kortið hjá þeim. Lög- reglu er hér haldið í fjársvelti meðan löggjafi og dómstólar stunda ræfla- dýrkun að skandinavískri fyrir- mynd. Rauði Kross Íslands býður illþýð- inu upp á mat og húsnæði meðan gullforði landsins er nær tæmdur og aðrir tæma milljónavirði úr verzlun- um af þeirri fagmennsku, að lögregl- an sá á stundinni, að hér voru út- lendingar á ferð. Hér að framan hefur verið tíundað að vegabréfaeftirlitið var lagt niður á landamærum Schengen-ríkjanna og á diplomatamáli heitir sá gern- ingur „að tryggja öllum frjálsa för um aðildarlöndin og leggja bann við því, að haft sé eftirlit með einstak- lingum af þeirri ástæðu einni, að við- komandi þarf að fara yfir landa- mæri“. Svo mörg voru þau orð og þyngri en tárum taki. Með því að færa sér í nyt þau náttúrulegu landamæri, sem Atlantshafið er okkur, væri hægt með hertu vegabréfaeftirliti að hafa dágott eftirlit með því hverjir koma, hverjir eru og hverjir fara. Á þess- um síðustu og verstu tímum virðist full ástæða til slíks. Við höfum hér ekkert við erlenda stórkrimma að gera meðan við ekki komum neinum lögum yfir smákrimmana íslenzku. Hvað gera nú íslenzk stjórnvöld í stöðunni? Ekki eins og frændur okkar Bret- ar og Írar. Aldeilis ekki. Meiri hluti Alþingis samþykkti fyrir ári að ganga í „Schengen“ og þar með fella niður vega- bréfaeftirlit mót Evr- ópu, það er opna allar gáttir í nafni frelsisins og í þeirri barnalegu trú, að maðurinn sé í eðli sínu góður, enda þótt allir, sem vilja, viti að hann er grimm- asta og ófyrirleitnasta dýr jarðar. Rússneska mafían, sem kvað ekkert lamb að leika sér við, er svo sem að ofan greinir, farin að taka hér for- skot á sæluna í formi vændis og ann- arrar glæpastarfsemi. Tímaspurs- mál er hvenær athafnamönnum íslenzkum og fyrirtækjum verður eftir gamalkunnum mafíureglum, boðið að greiða verndargjöld svo að ekkert óvænt komi fyrir. Ein klíkan gæti t.d. verndað Kringluna og önn- ur Smárann. Undanfari inngöngu Evrópuþjóða í „Schengen“ hefur einkennzt af vönduðum, upplýsandi umræðum. Hér hefur vart heyrzt orð né sézt fyrr en í Mogga 18/3 sl., en þar var Schengen-fyrirtækið kynnt á fimm síðum og síðan daglega, enda ekki seinna vænna, því viku síðar eða þ. 25/3 erum við fastir í gildrunni. Al- þjóð hefur þannig ekki fyrr en nú verið upplýst um innviði gerningsins og allt bendir til þess, að sama megi segja um alþingismanninn 41, er samþykkti. Hvers vegna var þá skriðið undir Schengen-sængina? Var það til þess að fá að vera með hinum krökkunum eða var það til þess að landsmenn þyrftu ekki að sýna vegabréf á ferð sinni um Evr- ópu? Var það ef til þess að komast í Schengen-gagnagrunninn, sem skammstafast SÍS, traustvekjandi nafn. Í þessu sambandi má enn og aftur benda á að vegabréf hafa aldrei þvælzt fyrir þeim, sem hafa hreint mjöl í pokanum, en öðru máli gegnir um hina og nú skulu þeim allir vegir færir hingað og hér. Varðandi gagnabanka SÍS kemur í Mogga fram, að bæði Bretar og Írar hafa haft fullan aðgang að upplýsingum þaðan og það án þess að vera í „Schengen“. Sama hefur gilt og myndi gilda um Íslendinga áfram. Við höfum með inngöngu okkar í „Schengen“ tekið að okkur að gerast landamæraverðir móti vestri og hefur þegar kostað okkur hundruð milljóna. Summan af því, sem lesa má úr Mogga er þá, að Alþingi hefur í barnaskap sínum og með fyrirsjáanlegum óhugnanlegum afleiðingum fórnað öllu fyrir ekkert. Hvað má þá til varnar verða vorum sóma? Margt má gera og þarf að gera, en fyrst og fremst hætta öllum barna- skap og klífa upp úr sýndarveruleik- anum. Ganga þarf úr Schengen og það snarlega áður en Kalasnikof fer að gelta hér um nætur. Efla vega- bréfaeftirlit. Aukafjárveitingar til lögreglumála. Endurskoða lög og dómskerfi. Hætta ræfladýrkun. Ef við björgum okkur ekki sjálfir, gera það engir aðrir heldur. Allt fyrir ekkert Leifur Jónsson Höfundur er læknir. Schengen Rússneska mafían, segir Leifur Jónsson, er farin að taka hér forskot á sæluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.