Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 63
LAURA ASHLEY
LAURA ASHLEY
Laugavegi 99, sími 551 6646.
Rýmingarsalan
í fullum gangi
Eldri vörur með 30-70% afslætti.
Erum stöðugt að bæta við fatnaði
á útsöluna.
Langur laugardagur á morgun.
Opið frá kl. 11-16.
Á FUNDI með forsætisráðherra
og fjármálaráðherra sömdu þeir
Benedikt Davíðsson, formaður
LEB, og Ólafur Ólafsson, formaður
FEB í Reykjavík, um það að lög
ríkisstjórnarinnar um endur-
greiðslu tekjutengingar við laun
maka fjögur ár aftur í tímann skuli
ekki gilda til endurgreiðslu á tekju-
tengingu við laun maka ellilífeyr-
isþega. Mér finnst að embættis-
menn geti varla komist neðar í
siðferðilegri fátækt.
Aðstöðumunur milli öryrkja og
ellilífeyrisþega mun sennilega fel-
ast í því að öryrkjar eru úr öllum
stéttum og hafa því bakstuðning
frá efri stéttum þjóðfélagsins, en
ellilífeyrisþegar sem kæmu til með
að fá greitt aftur í tímann úr lág-
tekjuhópnum með lágan lífeyris-
sjóð. Sem sagt það fólk sem rík-
isvaldið hefur í gegn um tíðina litið
á sem ruslhóp þjóðfélagsins.
Vegna þess að bakstuðningur
þessa hóps er nánast enginn í þjóð-
félaginu fær hann enga umfjöllun í
fjölmiðlum. Það er líka eftirtekt-
arvert að nú hefur FEB ekki látið
neitt frá sér heyra um málið og
sjónvarpsstöðvarnar sem voru öll
kvöld fullar af viðtölum og yfirlýs-
ingum um öryrkjamálið steinþegja
um þessa einræðislegu valdbeit-
ingu. Þetta sýnir vel hvað hugar-
farið í þjóðfélaginu er orðið rotið.
Mér finnst það háalvarlegt mál
að ríkisvaldið skuli setja lög til að
breyta lögum sem það er nýbúið að
setja, í þeim eina tilgangi að setja
ákveðinn hóp ellilífeyrisþega skör
lægra í mannréttindum en öryrkja
með því að greiða ekki það sem rík-
ið tók af þeim án heimildar sam-
kvæmt úrskurði Hæstaréttar og
nýjum lögum ríkisstjórnar. Slík
hentistefna á beitingu löggjafar-
valdsins getur varla verið heiðar-
leg.
Ég veit að það verður reynt að
þegja þetta mál í hel en vona að það
verði fleiri en ég sem fordæma
svona vinnubrögð á Alþingi.
Ríkisstjórnin hefur kvartað und-
an því að það færu miklir peningar
í það að greiða út fjögur ár aftur í
tímann. En á það ekki að vera
skylda að ríkið skili því sem það
hefur án heimildar af fólki tekið?
Heildargreiðslur til öryrkja voru
1.300 milljónir. Þar af fékk ríkið í
skatta 420 milljónir svo útborgun
varð ekki nema 880 milljónir. Þess-
ir peningar fara svo strax út í við-
skiptalíf þjóðfélagsins og þá fær
ríkið virðisaukaskatt og önnur
gjöld upp á um 220 milljónir, svo
endanleg greiðsla ríkisins verður
ekki nema um 660 milljónir. Varla
kollsteypuupphæð fyrir eina af 10
ríkustu þjóðum heims.
Forusta LEB og FEB getur
varla verið stolt af hagsmunagæslu
sinni fyrir eldri borgara og ég dreg
það í efa að hún sé starfi sínu vaxin.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5,111 Rvk.
Ruslborgarar fá
ekki endurgreiðslu
Frá Guðvarði Jónssyni:
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vörðu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Stretchbuxur
St. 38–50 - Frábært úrval