Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalheiður LiljaJónsdóttir fædd- ist 8. ágúst 1910 í Arnarfelli í Þing- vallasveit. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 29. mars sl. Foreldrar hennar voru Agnes Gísla- dóttir, f. 13. maí 1865 í Butru í Fljóts- hlíð, d. 31. janúar 1948, og Jón Ólafs- son, f. 12. janúar 1871 í Lónakoti í Hraunum, d. 24. maí 1918. Bróðir Aðal- heiðar var Guðjón Magnús Jóns- son, f. 7. ágúst 1900, d. 10. nóv- ember 1955. Aðalheiður giftist 11. nóvember 1930 Eggerti Guð- mundssyni frá Eyri í Flókadal, f. 20. október 1897, d. 19. ágúst 1979. Foreldrar hans voru Kristín Kláusdóttir og Guðmundur Egg- ertsson. Börn Aðalheiðar og Egg- erts eru: 1) Kristín, fv. forstöðu- maður Kaffistofu Norræna hússins, f. 16.9. 1931. 2) Guðmund- ur, prófessor í líffræði, f. 24.4. heiður Jóhannsdóttir kennari, f. 27.7. 1955, synir þeirra eru Eggert Sólberg nemi, f. 17.12. 1984, og Magnús Elvar nemi, f. 20.1. 1987. Aðalheiður flutti fjögurra ára með foreldrum sínum frá Arnar- felli í Þingvallasveit að Ásgarði í Grímsnesi og ólst upp þar og í Kaldárhöfða í sömu sveit. Hún flutti til Reykjavíkur 15 ára göm- ul. Aðalheiður og Eggert hófu bú- skap í Vatnshorni í Skorradal 1930 og bjuggu þar til 1933 er þau fluttu að Bakkakoti í Skorradal. Árið 1938 fluttu þau að Bjargi í Borgarnesi og þar bjó Aðalheiður til dauðadags. Aðalheiður var mjög virk í félagsmálum. Hún tók þátt í störfum Kvenfélags Borgar- ness og var formaður þess í 5 ár. Samband borgfirskra kvenna beitti sér fyrir stofnun Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarfirði og vann Aðalheiður að því máli af miklum áhuga og dugnaði. Hún var formaður dvalarheimilis- nefndar SBK í 21 ár, var í bygg- ingarnefnd hússins og sat í stjórn dvalarheimilisins til ársins 1995. Hún varð heiðursfélagi SBK árið 1986 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1987 fyrir störf að félagsmálum. Útför Aðalheiðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1933, maki Bergþóra Elva Zebitz kjóla- meistari, f. 16.4. 1930, d. 31.8. 1985. Dóttir þeirra er Aðalheiður Lilja, BA í heimspeki, f. 2.5. 1968, maki Ein- ar Garibaldi Eiríks- son, prófessor við Listaháskóla Íslands, f. 22.1. 1964. Uppeld- isdóttir er Guðrún Ara Arason sjúkraliði, f. 19.6. 1960, dóttir hennar er Hjördís Stefánsdóttir nemi, f. 19.9. 1979. 3) Jóna, forstöðufélagsráðgjafi á Landspít- alanum Fossvogi, f. 10.1. 1937. 4) Guðrún, bókari hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, f. 25.3. 1940, dóttir hennar er Heiður Hörn Hjartar- dóttir, grafískur hönnuður, f. 3.12. 1970, maki Þorsteinn Arilíusson sendibílstjóri, f. 27.9. 1972, dætur þeirra eru Anna Margrét, f. 21.1. 1998, og Inga Lilja, f. 17.4. 1999. 5) Jón Agnar, um árabil formaður Verkalýðsfélags Borgarness, f. 5.1. 1946, d. 11.1. 1993, maki Ragn- Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku amma! Manstu eftir því þegar þú kenndir okkur bræðrunum þessa bæn þegar við gistum á Bjargi. Við vorum litlir þá en við munum það enn. Það er hálfskrítið að koma þangað og þar er engin amma. Við vitum samt að þú verður alltaf hjá okkur og við eigum alltaf eftir að eiga góðar minningar um þig. Skilaðu kveðju til pabba og afa. Eggert Sólberg og Magnús Elvar. Það er sumt fólk sem mætir manni alltaf með hlýju. Því er eðlilegt að draga fram veitingar ef maður birt- ist og komi maður með félaga með sér er þeim tekið sem hluta af fjöl- skyldunni. Ef unnt er að greiða götu manns á einhvern hátt er það ekki umræðumál og engan veginn flokkað undir greiðasemi frekar en aðrir sjálfsagðir hlutir. Þetta fólk er ekki alltaf áberandi. Það tranar sér ekki fram heldur rétt- ir fram hönd þegar þörf er á án þess að ætlast til endurgjalds. Afasystir mín, Heiða á Bjargi, var ein úr þessum hópi. Hún fór að vísu ekki hljóðlega í allt. Það geislaði af henni hvar sem hún fór og hún hikaði ekki við að koma sér á framfæri til að koma því fram sem skipti hana máli. Markmiðið var hins vegar ekki að sjást eða sýnast, heldur að vera til gagns og gera öðrum lífið auðveld- ara. Ég man eftir henni lítill drengur þegar hún kom við hjá foreldrum mínum að reka erindi kvenfélagsins í bænum, koma fram málum sem sneru að elliheimilinu í Borgarnesi eða bara líta inn. Ég hef líklega verið 6 ára þegar ég var fyrst hluta úr sumri hjá Heiðu ásamt ömmu. Þar var indælt að vera. Nonni frændi sem var heldur yngri en ég leiðbeindi mér, fákunnandi borgarbarninu, kenndi mér að sækja kýrnar og sinna öðrum almennum verkum í sveitinni. Dúfa systir hans var líka góður félagi þótt hún væri heldur eldri og reyndar þær systur allar. Bróðirinn var hins vegar kom- inn að heiman og honum kynntist ég þá lítið. Þegar ég var orðinn fullorðinn kom ég reglubundið í heimsókn þeg- ar ég átti leið hjá og var þá stundum með nokkurn hóp með mér. Alltaf var jafn-vel tekið á móti, hverjir sem voru í fylgdarliðinu. Heiða fylgdist fram á síðustu stundu með öllu sem var að gerast. Líkaminn var farinn að gefa sig en hugsunin var alltaf skýr og minnið með eindæmum þótt hún væri komin á tíræðisaldurinn. Seinni árin hringdi hún stundum til mín þegar henni leiddist og sagði mér þá oft sögur af afa mínum sem hún hélt mikið upp á. Minnið var hins vegar ekki bundið við gamla tíma, hún ræddi gjarnan um það sem efst var á baugi á hverjum tíma. Hún hafði ákveðnar skoðanir en lét þær ekki trufla viðhorf sín gagnvart fólki. Ekki segi ég henni hafi verið vel við alla menn en henni var ekki tamt að tala illa um fólk og það truflaði ekki samskiptin að fólk væri henni ósam- mála. Hún fylgdist af áhuga með öllu sem var að gerast og var vel heima á flestum sviðum. Hún ræddi þjóðmál- in við pabba sem var hennar upp- áhaldsfrændi, verkalýðsmálin við mig og sálarrannsóknir við mömmu. Hún var stórgreind og bjó yfir þess- um fjölþætta fróðleik sem sérhæf- ingarþróun samtímans er að eyða. Heiða var létt í skapi og kom manni ósjálfrátt í gott skap hvernig sem maður var stemmdur þegar maður hitti hana. Það var því óhjá- kvæmilegt að hún laðaði til sín fólk. Ég man aldrei eftir að heyra hana kvarta. Hvorki yfir veikindum hús- bóndans, sínum eigin eða öðrum erf- iðleikum sem við var að etja. Ekkert ýtti jákvæðninni til hliðar. Hún horfði ekki til fátæktar æsku sinnar sem sorgartíma. Faðir hennar veikt- ist illa þegar hún var barnung og var borinn á kviktrjám austan úr Þing- vallasveit til Reykjavíkur og átti ekki afturkvæmt til starfa. Sú minning setti auðvitað spor, en hún rifjaði upp það jákvæða, þegar hún fylgdi móður sinni í húsmennsku og fékk svo móður sína á sitt heimili þegar hún var farin að búa. Fjölskyldan skipti Heiðu öllu máli. Hún hefur alltaf verið límið sem bindur fjöl- skylduna saman. Það á ekki að koma manni á óvart þegar fullorðið fólk fellur frá. Eitt sinn skal hver deyja. Samt kemur það að óvörum. Heiða hefur alltaf verið til og það er erfitt að skilja að hún verður það ekki áfram. Það er stutt síðan ég heimsótti hana ásamt foreldrum mínum á sjúkrahúsið á Akranesi. Þar fannst okkar öllum hún vera til skammtímadvalar. Inn- an skamms yrði hún aftur komin aft- ur heim. Við munum sakna hennar og ég votta öllum hennar nánustu innileg- ustu samúð og flyt kveðjur frá öllum í minni fjölskyldu. Ásmundur Stefánsson. Við frétt af andláti góðrar vinkonu okkar hjóna fljúga mörg minninga- brot í gegnum hugann og vil ég rekja hér nokkur þeirra. Aðalheiður Jónsdóttir og Eyrún Runólfsdóttir, móðir mín, kynntust sem ungar stúlkur í Reykjavík á heimili Magnúsar bróður Heiðu eins og hún var alltaf kölluð á heimili okk- ar systkina að Langholtsvegi 29 í Reykjavík. Þær unnu þá sem vinnukonur á betur settum heimilum í „bænum“ eins og kallað var. Þeirra kynni urðu að ævilangri vináttu sem síðar þró- aðist í náin kynni á milli fjölskyldna þeirra þegar tímar liðu fram. Þetta var á árunum 1925-1930. Þessar ungu stúlkur sáu auglýs- ingu í dagblaði þar sem ungur mað- ur, Eggert Guðmundsson frá Eyri í Flókadal, þá bóndi að Vatnshorni í Skorradal, auglýsir eftir tveimur kaupakonum til starfa við býli sitt sumarið 1929. Vinkonurnar höfðu báðar alist upp í sveit og kunnu vel til verka og það verður úr að þær eru ráðnar sem kaupakonur að Vatnshorni. Á þessum árum var ekki orðin nein vélvæðing í sveitum, líklega eina vélin skilvindan í búrinu. Allur heyskapur var framkvæmdur með handaflinu einu. Atvikin þróuðust svo að ástir tók- ust milli Aðalheiðar og Eggerts bónda og þar með ílentist önnur kaupakonan í Skorradalnum. Vin- konurnar minntust oft dvalar sinnar að Vatnshorni þetta sumar, þar á meðal ballferða unga fólksins úr sveitinni. Þá var lokið við mjaltir að kvöldi, gengið yfir fjallið milli Skorradals og Lundarreykjadals með ballskóna í poka á bakinu og fólk dansaði og skemmti sér fram eftir nóttu í samkomuhúsi í Lund- arreykjadalnum. Síðan var þramm- að til baka sömu leið á tveimur jafn- AÐALHEIÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR Sjálfsvorkunn og sérplægni er nokkuð sem margir þekkja í fari ann- arra en fæstir vilja þó kannast við í sínu eigin. Eftir að ég kynntist Viðari Gíslasyni fór ég að átta mig á þessum löstum í fari mínu og skammast mín fyrir þau skipti er ég grét örlög mín. Ég hugleiddi hve lánsamur ég í raun- inni væri og sorgir mínar aðeins hversdagslegt hjóm miðað við þær raunir sem lagðar voru á Viðar og hans fjölskyldu. Í áratug barðist Við- ar við þann illskeytta sjúkdóm sem nú hefur lagt hann. Ég vil þakka Viðari fyrir kynnin og vona að hann sé kominn í betri sveit þar sem hann hittir fyrir ástvini að nýju. Gísla og Sigríði sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Viðars Gísla- sonar. Grímur Atlason. VIÐAR GÍSLASON ✝ Viðar Gíslasonvar fæddur 29. október 1972. Hann lést 26. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Gísli Júlíus- son, f. 31.3. 1946, og Alda Guðmundsdótt- ir, f. 18.1 1949, d. 22.1. 1976. Bróðir Viðars var Elvar Gíslason, f. 14.9. 1968, d. 29.5. 1996. Fósturmóðir Viðars er Sigríður Þor- valdsdóttir, f. 8.8. 1948, og fósturbróð- ir hans er Daníel Birgir Ívarsson. Útför Viðars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Viðar! Þau verða víst ekki fleiri skiptin sem ég get komið til þín á milli af- mælisdaganna okkar og strítt þér á því að ég sé jafngömul þér í fjóra daga. Ég man þegar við vorum hjá ömmu í „Kóp“ að leika okkur og ég montaði mig allan daginn að nú væri ég sex ára alveg eins og þú, en það fór í taug- arnar á þér að stelpa eins og ég gæti verið jafngömul þér. Þú sagðir að stelpur væru vitlausar, en ég held að það hafi breyst með ár- unum; þegar ég heimsótti þig á Hlein var þar stór hópur vinkvenna. Elsku Viðar, þú varst svo yndis- legur þótt þú gætir ekki tjáð þig með orðum og varst alltaf svo brosmildur og léttur í lund þegar við Lísa og Al- exander komum að heimsækja þig. Elsku Viðar, nú ertu farin og ég veit að mamma þín og Elvar bróðir þinn taka vel á móti þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Ættingjum og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur, megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum stundum. Helena frænka. Það er sitthvað gæfa eða gjörvi- leiki. Viddi virtist hafa flest til að bera er prýtt gat einn dreng, geð- þekkur og myndarlegur strákur sem skaraði fram úr í íþróttum, vina- margur og farsæll í námi. Það sem við gátum helst sett út á hann var að hann var í lélegu félagi að okkar mati, að öðru leyti sagði enginn styggðaryrði um Vidda. En arfgeng- ur sjúkdómur var þegar búinn að kveða upp dauðadóm yfir þessum góða dreng. Það segir kannski nokk- uð um hversu fjarstæðukennt manni fannst að svona glæsilegur piltur væri haldinn svo illvígum sjúkdómi að þegar hann veigraði sér við að skalla bolta á knattspyrnuvellinum vegna sjúkdómsins fannst okkur þetta vera hálfgert væl. Þótt við viss- um að Elvar bróðir hans væri heltek- inn á þessum tíma einfaldlega trúð- um við því ekki að Vidda biðu sömu örlög. Við TBR-félagarnir þekktum Vidda á badmintonvellinum þar sem hann vann til fjölda verðlauna og var erfiður andstæðingur jafnaldra sinna í TBR. Hann var unglinga- landsliðsmaður og lék fyrir Íslands hönd á erlendri grund. Á knatt- spyrnuvellinum var hann samherji okkar og lék með TBR í 4. deild Ís- landsmótsins í knattspyrnu í nokkur ár í byrjun tíunda áratugarins. Áhugi okkar var í engu samræmi við getuna og voru sigrar sjaldgæfir sem lóur á jólum. En það vantaði ekkert upp á leikgleðina og andinn í liðinu var allt- af betri en árangurinn. Viddi var allt- af léttur í skapi og húmoristi góður, einkum laginn í svokölluðum „múr- arabröndurum“ sem Víkingarnir sérhæfðu sig í með góðum árangri. Það var því mikið áfall fyrir okkur þegar hann fékk fyrsta áfallið sitt og eftir það lék Viddi aldrei með okkur aftur. Við tók langt veikindastríð sem er loks núna á enda. Það er öm- urlegt til þess að hugsa að svona gjörvilegur drengur skuli einungis hafa notið rúmlega tveggja áratuga lífs við fulla heilsu. Foreldrar hans og fjölskylda eiga samúð okkar allra. Blessuð sé minning elsku Vidda. F.h. badminton- og knattspyrnu- félaga úr TBR, Ármann Þorvaldsson. Það var um verslunarmannahelgi á Laugarvatni 1988 sem við kynnt- umst Vidda fyrst og eftir það varð ekki aftur snúið. Viddi var einstakur á allan hátt, hann var mikill gleði- gjafi og sjaldan í vondu skapi, hann kom okkur alltaf til að hlæja og ekki síst þegar hann og Andri besti vinur hans settu skemmtiatriðin í gang. Hann var fjölhæfur íþróttamaður og var í drengjalandsliðshópi í fótbolta og unglingalandsliði í badminton. Minnisstæðar eru sumarbústaða- ferðir, bíóferðir og margskonar ferð- ir, en þær voru allar mjög skemmti- legar og var alltaf hlegið jafn mikið. 28. des. 1991 veiktist Viddi, en þrátt fyrir veikindin var hann já- kvæður og kappkostaði að ná því sem hægt var úr lífinu. Aldrei lét hann sig vanta í veislur svo sem af- mæli, brúðkaup eða aðrar uppákom- ur. Hann lét sig ekki muna um að ferðast þrátt fyrir að vera bundinn hjólastól; fór norður á Akureyri á badmintonmót, skrapp til Spánar með starfsfólki og vistmönnum Hleinar og svo hringferð um landið. Fyrir veikindin áttum við góðar stundir saman en þær voru ekki síðri eftir að hann veiktist. Við hittumst oft hjá Vidda, á afmælinu hans og á aðfangadag og gamlársdag reyndum við ávallt að koma. Síðustu tvö árin var orðið erfiðara fyrir hann að tjá sig við okkur en þó var alltaf stutt í hláturinn. Elsku Gísli og Sigga, það er svo margt sem við vildum segja en efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa kynnst Vidda, við eigum ynd- islegar minningar um yndislegan vin sem við varðveitum í hjarta okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku Viddi, Guð geymi þig. Þínir vinir Frímann, Sigurveig, Kristján, Sólrún, Þórunn, Brandur, Eydís, Axel, Helga og Sóley. Kæri vinur. Frá því að ég frétti af andláti þínu hefur hugur minn reikað aftur til þess tíma er við kynntumst, þess tíma er þú fluttir í Smáíbúðahverfið og við urðum samferða í skólann og á æfingar. Við vorum tólf ára strák- lingar og áttum framtíðina fyrir okk- ur.Frá þeim tíma að við byrjuðum að æfa saman má segja að við höfum verið óaðskiljanlegir, jafnt innan vallar sem utan. Ef að annar okkar gerði eitthvað var nánast öruggt að hinn fylgdi með. Ég minnist allra þeirra stunda sem við höfum átt í gegnum tíðina, allar ferðirnar sem við höfum farið í innanlands sem erlendis, ánægju- stundir í tengslum við okkar íþrótta- iðkun og alla samveruna með okkar vinum. Já, okkar vinum. Vinir og fjölskylda er það mikilvægasta sem maður á og að eiga vin sem þig var sem að eiga fjársjóð. Fjársjóð sem var á sínum stað og hægt var að treysta á. Ég man þann dag er þú sagðir mér í einlægni að þú hefðir greinst með þann sama sjúkdóm og Elvar heitinn hafði verið greindur með. Ég man hvað það var erfitt að átta sig á því hve alvarlegt það var þegar ég þekkti svo lítið til afleiðinganna. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.