Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Friðriks-son verslunar- maður fæddist í Sveinungsvík í Þistil- firði 2. september 1918. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 27. mars síðastliðinn. Björn var sonur hjónanna Þorbjargar Björns- dóttur frá Svein- ungsvík og Friðriks Guðnasonar frá Hóli á Melrakkasléttu. Björn var elstur átta systkina, en þau eru: Guðni, Jóhann og Friðný Friðriks- börn og Guðmundur, Friðrik, Signý og Björg Guðrún, Einars- börn Einarssonar. Björn kvæntist Hlaðgerði Odd- geirsdóttur 5. maí 1942. Hlað- gerður er dóttir Aðalheiðar Krist- jánsdóttur og Oddgeirs Jó- hannssonar frá Hlöðum á Grenivík. Björn og Hlaðgerður eignuðust níu börn: 1) Friðrik sjómaður á Raufarhöfn, f. 1943, er kvæntur Hugrúnu Selmu Hermannsdóttur og eiga þau fjögur börn: Önnu, Björn, Hermann og Þorvald Frey. 2) Oddgeir húsasmiður í Keflavík, f. 1944, er kvæntur Fanneyju Sæ- mundsdóttur og eiga þau fjögur börn: Björn, Hlaðgerði, Brynju og Örnu. 3) Skjöldur Vatnar fram- haldsskólakennari í Reykjavík, f. 1947, er kvæntur Sigríði Sigurð- ardóttur og eiga þau einn son: Rúrik Vigni. 4) Björgólfur sölu- stjóri í Reykjavík, f. 1949, er í sambúð með Hólm- fríði Svavarsdóttur og á hann tvær dæt- ur: Birgittu og Brimrúnu. 5) Þor- björg, f. 1951, dó þriggja dægra göm- ul. 6) Þorbjörg þjón- ustustjóri í Reykja- vík, f. 1953, er gift Óttari Strand Jóns- syni og eiga þau tvo syni: Börk Strand og Darra Strand. 7) Arnheiður sjúkraliði og nuddari í Reykja- vík, f. 1957, er gift Ottó Tómasi Ólafssyni og hún á tvö börn: Bríeti og Breka Kon- ráðsbörn. Ottó á eina dóttur, Þóru Kristínu. 8) Aðalheiður sjúkraliði í Hafnarfirði, f. 1957, á fjögur börn: Sigríði Önnu, Friðmar, Ey- þór og Örvar Bjartmarsbörn. 9) Edda Hrafnhildur forstöðumaður í Reykjavík, f. 1959. Björn stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal frá 1937–40. Þegar Björn og Hlað- gerður byrjuðu sinn búskap á Raufarhöfn vann Björn ýmis verkamannastörf, aðallega hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Síðar hóf hann verslunarstörf hjá Kaup- félagi Norður-Þingeyinga á Rauf- arhöfn og sinnti þeim mestan sinn aldur. Einnig kenndi hann íþróttir við Grunnskólann á Raufarhöfn um hríð. Björn söng með Kirkju- kór Raufarhafnar í tæp 50 ár. Útför Björns fer fram frá Breið- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þriðjudaginn 27. mars síðastliðinn stóð ég ásamt systkinum mínum og móður við rúmstokk föður míns með- an hann lauk jarðvist sinni á ljúfasta og friðsælasta hátt sem ég get hugs- að mér. Þessi endir var í góðu sam- ræmi við lífshlaup hans. Pabbi fékk parkinsonssjúkdóm fyrir um áratug en svo bættist við alzheimer, sem varð honum öllu erf- iðari. Hann átti því orðið erfitt bæði með hreyfingu og hugsun. Með því að ganga í gegnum þessi vandamál með vini sínum og föður, að tapa frá sér vitneskjunni og persónuleikan- um að hluta, verður dauðinn sjálfur frekar fallegur endir heldur en sorg, þó að söknuðurinn hjá okkur ætt- ingjum hans, sem eftir lifum, sé mik- ill. Ég er pabba þakklátur fyrir það uppeldi sem ég fékk hjá honum en það var mjög látlaust og virtist mér það sem barni og unglingi ekki vera markvisst eins og tíðkast í dag. Það var í formi fyrirmyndar án fyrirskip- ana og predikana og einmitt þess vegna fór ég úr föðurhúsum með frjálsa og óbundna skoðun án fast- mótunar eða fordóma. Ég býst við að flest samferðafólk hans hugsi um ljúfan, heiðarlegan, hæglátan mann, sem raulaði lagstúf fyrir munni sér við vinnuna og víst er að oft heyrði ég Binna hælt fyrir áreiðanlega og lipra þjónustu við skip og aðra sem þurftu vöru utan af- greiðslutíma. Þegar hann kom heim sagði hann stundum að það væri ekki friður fyrir vinnunni. Það var vegna þess að hann vildi gjarnan vera heima eða að gera eitthvað með sinni fjölskyldu. Þó að hann stundaði vinn- una sína vel og af mikilli samvisku- semi og nákvæmni held ég að hann hafi haft meira gaman af allri lífs- umgjörðinni. Hann var ánægður þegar hann var að heyja fyrir kúna, að útbúa hreiðurstað fyrir hænurn- ar, að salta bútung eða kjöt í tunnur fyrir heimilið. Það voru gleðistundir að fylgjast með honum að búa til jólatré, skápa og annað sem ekki var keypt í þá daga. Hann byggði húsið sitt á Raufarhöfn sjálfur og hugsaði vel um það. Ég held að hann hefði viljað hugsa vel um heimilið sitt og þurfa ekkert að vinna úti. Oft hjálp- aði ég honum við þess háttar vinnu en fórst misjafnlega. Með aldrinum gekk mér betur að gera eins vel og honum líkaði best. Hann vildi þekkja fortíðina vel og skila öllu vel til fram- tíðar. Hann var ekki mikill félags- maður en hafði sem dæmi mjög gam- an af kirkjukórsstarfinu og leik- fimikennslunni með krökkunum. Ég þekkti hann pabba best sem unnanda náttúrunnar og alvörunátt- úrubarn. Hann undi sér vel með okk- ur börnunum sínum uppi í heiði á Melrakkasléttu við læki og vötn, úti á bjargbrún við eggjatöku eða að tína fjallagrös og ber, með allan heimsins tíma þar sem ekkert lá á. Gott fannst honum að liggja milli þúfna, naga gras og tala við okkur um fugla, fiska, gróður, himin og jörð. Á þeim stundum var hann mér sönn fyrirmynd um falslausa nægju- semi, lítillæti og hógværð í um- gengni við sjálfa náttúruna svo of- veiði eða önnur græðgi komst hvorki að í huga né verki. Hann bjó til hjá mér gleði í hjarta yfir því einu að vera til og vera hluti af lífskeðjunni. Á kvöldin var hann latur og ljúfur. Oft sagði hann okkur sögur og þær voru flestar úr fortíðinni. Sumar af unglingsárum hans, sem voru þá fyndnar sögur af skrítnum körlum úr sveitinni. Þegar mamma las fyrir okkur á kvöldin fengum við að velja lesefni en þegar pabbi las vildi hann oft fá að lesa úr Íslendingasögunum. Ég flutti úr foreldrahúsum til Reykjavíkur 16 ára og fór þá að upp- lifa pabba svona meira utan frá og kynntist honum síðan aftur á for- sendum fullorðinna. Þau kynni okk- ar voru í raun alveg eins. Hann tók mér sem jafningja, þótti greinilega vænt um mig eins og ég hefði alist upp á einhverjum góðum stað. Eins og við öll hafði pabbi minn kosti og galla en það fór ekki mikið fyrir hvorugu vegna mildi hans. Ég vildi óska að allir fengju að alast upp við jafngóðar aðstæður og ég gerði. Með þakklæti og virðingu kveð ég þig, elsku pabbi. Þinn sonur, Skjöldur Vatnar. Ég kveð í dag afa minn en eftir lifa góðar minningar. Á uppvaxtarárum mínum á Rauf- arhöfn var mikið verið í Röðli hjá afa og ömmu. Húsið var í miðju þorpinu þannig að það var alltaf í leiðinni, sama hvort maður var á leiðinni frameftir eða úteftir. Ef svo ólíklega vildi til að enginn var heima var hús- ið alltaf opið. Hjá þeim afa og ömmu hittumst við frændsystkinin og þeg- ar fólkið kom að sunnan var setið fram eftir kvöldi í spjalli, oftast í eld- húsinu þar sem sjá mátti þegar bátar komu inn. Það var hátíð í bæ þegar afi var með myndasýninu á stóru tjaldi og oft hlegið að skemmtilegum myndum sem teknar höfðu verðið í útilegum eða að gömlum myndum þar sem sjá mátti hvað fólkið breytt- ist milli ára. Þetta var nokkuð sem enginn vildi missa af hvað sem mað- ur var orðinn gamall. Þegar þið fluttuð suður var ég svo heppin að þið fluttuð í næsta stiga- gang við okkur og var mikill sam- gangur á milli og fengu synir mínir að kynnast langafa sínum vel og er ég þakklát fyrir það. Þú varst alltaf svo þakklátur fyrir það sem gert var fyrir þig, hvort sem það var morgunganga, bílferð eða bara að fara með skjöl í bankann. Þú varst mikill reglumaður, nátt- úruunnandi og útivistarmaður. Nú sitjum við ömmurnar, eins og þú kallaðir okkur ömmu alveg frá því ég var smástelpa, og söknum þín en við munum styðja hvor aðra í fram- tíðinni. Elsku afi minn, takk fyrir allt og góða ferð til nýrra heimkynna, þín Birgitta, Ingimar, Jóel og Viktor Ernir. BJÖRN FRIÐRIKSSON                      ! " #$%&'!        "  ( ()*   ! +  , -  ! .  + / 0! 1  * -  ! 2 3  0!  4, -  ! 1 4. 0! )* ", -0! 1  *,"    !  -5 # !"  " !  ! . 6 ! 6 + !1 4 ( !     ! 1 ! 0# 4.7! "  ( (!+  8 09 ,           3:;. ! 0 <<!  !  ! "    #  $     % &    1 4  0! 3   4/ =   !  6   0!   6  !    #  # 0#  #  # , '          >  3 "  3;. ! 2  %! 7 (7!    ( &    )     % &      * $  $ +, &+-,, +0   0! 0   / 0! 2 6- 0! / =     !        6- 3  0, .             8 3  ?(?  6  ! @0  &<! 7 (7!  ( &   ! "  $ / &    " 6 ( 8     ! 1  * (#0   ! 8 8  70!  #0 0! + = 1 4  ! 4 " (#0   ! /   -0! ,"  #0 0! /4(     !  #0 0!    #  # 0#  #  # ,            >@A 13 A *6( 6  !  7 'B!    0-     1                    @      ! 1 4" 6  ( 0!  1-  ( 0!   4         0#  # ,              8/2      $    2   $   1 3 &+-,, "       !   78 0! " 4 6 " 6   !   8 0!   $6  ! 7 5  8 0!  (     ! 8   8 0! +0 # 8   ! .  / 0! 3 =  8   !   6 . 0! 3 =  8   !  " = 8   ! #  # 0#  #  # , !$           > +. ;> /.;. ! 80 %C! 7 (7!  ( &   (      % & / =   +0 # 0! 4 .7   !   +0 # 0!   " 7 /   07 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.