Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN var komið að því að ganga Breiðaveginn á fjörugum tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar í gærkvöld, og sem vænta mátti fyrir troðfullu húsi. Stjórnandi kvöldsins var sá sami og kom hingað með „West End“ konsert- uppfærslu 1998 og stjórnaði síðar Jesus Christ Superstar í Laug- ardagshöll sællar minningar. Í þetta sinn með nýja einsöngvara og nýtt show, „Broadway – The Concert“, breiðu úrvali af sígild- um sýningartefjurum, allt frá Lady Be Good leik Gershwins frá 1923 til Ljónakonungs Eltons John frá 1997. Meistari Lloyd Webber var að þessu sinni fjarri góðu gamni, hvort sem það þýddi að þessi frumkvöðull rokksöng- leiksins þyki ekki réttur samnefn- ari ameríska söngleikhússins (þrátt fyrir að hafa dómínerað þar í hátt í 20 ár), eða sé loks talinn á niðurleið. En vissulega var af ærnu að taka, því áratugirnir frá 1930 til 1970 má óhikað kalla sam- fellda sigurgöngu hvað varðar framleiðslu hágæða „eyrnaorma“, svo notað sé nýyrði Tryggva M. Baldvinssonar í ágætri tónleika- skrárkynningu. Þó vakti manni undrun að úr verkum Lerners og Loewe skyldi valið lag úr Gigi, en ekkert úr meistaraverki þeirra My Fair Lady, sem telja verður meðal fimm beztu söngleikja allra tíma. Einsöngvararnir voru allir sjó- aðir Broadwayleikendur, og bar þar af Gregg Edelman með þétt- ingsþýðriri barýtonrödd sinni, jafnvígur á „krún“ og „belt“. Debbie Gravitte stóð honum næst- um því á sporði; að radd- og útlits- týpu ekki ólík hinni frábæru Kim Criswell sem hingað kom með Westenders-hópnum 1998, þótt næði ekki að skáka óviðjafnanleg- um krafti og kómískum hæfileik- um þeirrar eftirminnilegu söng- konu. Rödd Liz Callaway var smágerðari en fór þó vel með sitt. Stephen Bogardus hafði og margt til brunns að bera, ekki sízt í því lokatónaúthaldi sem svo ómissandi þykir í þessum stíl, þó að undirr. kynni síður við hálfholan súb- stanssneyddan víbratóhljóminn. Uppmögnun söngsins var fram- an af ýmist loðin eða glymjandi en tókst í heild yfirleitt bærilega, nema hvað gífurlegur munur var á sterkustu og veikustu tónum. Hvarflaði oftar en einu sinni að manni þegar veikustu frasar duttu út, að með þeim ofurnálægðar- næmu hljóðnemum sem í notkun voru hefði ekki veitt af e.k. þjöpp- un til mótvægis. Hrynsveit Kjart- ans Valdimarssonar (píanó), Guð- mundar Péturssonar (gítar) Richards Korn (rafbassi) og Jó- hanns Hjörleifssonar (trommu- sett) stóð sig með prýði og var oft- ast vel balanseruð, þó að trommur og gítar virtust stöku sinni full framarlega. Þá var ljóður á ráði ritstjórnar tónleikaskrár að nefna hvergi útsetjara, einkum m.t. til þess hvort um upphaflega útsetn- ingu væri að ræða eða hugsanlega síðar til komna. Sinfóníuhljómsveitin var eins og gefur að skilja ekki heimavön í „swing“, en lék engu að síður margt með glæsilegum tilþrifum, og sérstaklega glampaði og skein í lúðrum, sem jafnan hafa átt mörg tækifæri á fjölum Broadways; að vísu óhjákvæmilega á kostnað strengjanna, sem í jafnslæmu húsi og Háskólabíó er hefði ekki veitt af að magna upp, líkt og tek- izt hefur svo vel í seinni tíð í Laugardagshöllinni. Allt um það kom heildin víða furðuvel út undir fagmannlegri stjórn Martins Yat- es. Svo stiklað sé aðeins á stærstu atriðum hins fjölskrúðuga lagavals þótti undirrituðum fyrst verulegt bragð af It’s a Grand Night for Singing (State Fair, R. Rodgers 1945 – með tilvitnun í atriði úr Hnotubrjót Tsjækovskíjs!) Gaman var að kontrapunktíska „scat“- kórnum í Fascinating Rhythm (Lady be Good, Gershwin 1923) og hinu frumlega grípandi lagi Un- usual Way (Nine, Yeston 1982). Forleikurinn að Gypsy var stór- glæsilegur, líka og Bachleg pólý- fónían í The Rhythm of Life (Sweet Charity, Coleman 1966). Sveifla Porters í Friendship (Anything Goes, 1934) var fersk og óhrörnuð, og óborganlegir voru mjaðmahnykkir („bumps“ og „grinds“ á fagmáli) fyrirrennara súlnadansmeyja í You gotta Get a Gimmick (Gypsy, J. Styne 1959) í meðförum Debbie, Liz og Gregg, þar sem fyrstnefnd tók líka í trompet. What Kind of Fool Am I var frábærlega tekið af Gregg, þótt hann sparaði beltið til síðasta hluta, og aukalagið Aquarius, úr fyrsta rokksöngleik sögunnar, Hair (Galt McDermot, 1968) kom 68-kynslóðinni og fleirum á bull- andi suðupunkt sem drífandi nið- urlag á velheppnuðum söngleiks- tónleikum. Broadway á suðupunkti TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Lög úr Broadway-söngleikjum. Einsöngvarar: Debbie Gravitte, Liz Callaway, Gregg Edelman og Stephen Bogardus. Sinfóníu- hljómsveit Íslands undir stjórn Martins Yates. Fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. SÖNGLEIKJATÓN- LEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLISTAR- og ljóðaflutningur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15. Tilefni tónleikanna er útgáfa Smekkleysu á geislaplötunni Októberlauf. Carl Möller hefur samið lög við ljóð eftir Matthías Johannessen, Jó- hann Hjálmarsson, Jón Óskar, Nínu Björk Árnadóttur, Þorra Jó- hannsson og Ara Gísla Bragason. Hljómlistarmenn eru Carl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Birgir Bragason. Flytjendur ljóða eru Matthías Johannessen, Karl Guðmundsson, Guðrún Gísladótt- ir, Una Margrét Jónsdóttir og Ari Gísli Bragason. „Árið 1997 kom sú hugmynd upp að gaman væri að hljóðrita samspil djasstónlistar og ljóða- flutnings, þó ekki væri til annars en að varðveita augnablikið,“ seg- ir í frétt frá Smekkleysu. „Það var nokkrum vandkvæðum bundið að finna upptökutíma sem hentaði öllum hópnum og þess vegna var gripið til þess ráðs að nýta tæknina og hljóðrita ljóðalest- urinn fyrst og síðan átti að bæta tónlistinni við. Þetta virtist vera þjóðráð, en annað kom á daginn. Þegar búið var að taka ljóðin upp kom tæknileg bilun í ljós á bönd- unum. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að reyna að lagfæra upptökurnar og gekk bærilega að færa ljóðalestur Nínu Bjarkar og Matthíasar í réttan tæknilegan búning. En þá týndust hinar upp- tökurnar og komu ekki í leitirnar fyrr en rúmum tveimur árum síð- ar,“ segir ennfremur. Nálgast ljóðin með litlum stefjum „Í millitíðinni hafði verið ákveð- ið að hljóðrita hluta ljóðanna á nýjan leik og fóru þær upptökur fram sumarið 2000, en ljóðalestur Þorra frá 1997 var látinn standa. Þó svo að það hafi liðið þrjú ár frá því að fyrstu ljóðin voru fest á band og þar til tónlistin var felld að þeim þá kemur það ekki að sök, því ljóð og tónlist fallast í faðma á þessari geislaplötu. Tónlistar- mennirnir Carl Möller og Guð- mundur Steingrímsson, sem hafa starfað náið með ljóðskáldunum síðustu árin, hafa sniðið ljóðunum hljómrænan stakk við hæfi í félagi við nýjasta meðlim hópsins, bassa- leikarann Birgi Bragason, sem tók við stöðu Róberts þegar hann fór utan til frekara tónlistarnáms. Carl segist nálgast ljóðin með litlum stefjum, en lætur skáld- unum eftir flug og spuna.“ Frá því að farið var að vinna að útgáfunni árið 1997 hafa tvö ljóð- skáldanna horfið úr þessari jarð- vist, Jón Óskar árið 1998 og Nína Björk árið 2000. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Ljóð og djass í Ráðhúsinu Jóhann Hjálmarsson Jón Óskar Nína Björk Árnadóttir Matthías Johannessen Carl Möller Tónfræðideild Tónleikar tónfræðadeildar Tón- listarskólans í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þar verða frumflutt verk eftir nemendur tónfræðadeildar. Á efnis- skrá eru 474 og Tvær prelúdíur eft- ir Daníel Bjarnason, Sárið og perlan og Þrenning eftir Pétur Þór Bene- diktsson, Til þín (sem sendir mér ljóð í bréfi í fyrra og ég gleymdi að svara) og Sót eftir Margréti Sigurð- ardóttur, Hvörf og Tvísaga, minn- ing eftir Kristján Guðjónsson, 4 Sálmar á Atómöld með texta eftir Matthías Johannessen eftir Davíð Brynjar Franzson og Í draumi hans eftir Þóru Marteinsdóttur. Flestir flytjendur eru úr röðum nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík. Kammertónleikar Kammertónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir á morgun, laugardag, kl. 17 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Á efnisskrá eru Strengjakvartett nr. 1 op. 29 í a-moll, 1. þáttur eftir Franz Schubert, Tríó op. 1 nr. 3, 1. þáttur eftir L. van Beethoven, Trois piéces bréves eftir Jacques Ibert og Oktett fyrir strengjakvintett, klar- ínettu, horn og fagott D803 op. 166 eftir Franz Schubert. Tónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík LJÓSMYNDASÝNINGIN Eyði- býli verður opnuð í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði á morgun, laug- ardag, kl. 14. Eyðibýli er samsýn- ing tveggja ljósmyndara, þeirra Nökkva Elíassonar og Brians Sweeneys. Eyðibýli Nökkva birtast á svarthvítum ljósmyndum, fjar- ræn, drungaleg og tignarleg, en eyðibýli Brians, sem eru í lit, sýnast af þeim sökum einum nær okkur í tíma, virðast jafnvel hafa verið yf- irgefin af ábúendum í flýti skömmu áður en ljósmyndin var tekin. Það er Sýslusafn Austur-Skaftafells- sýslu sem stendur fyrir sýningunni í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Sýningin er opin kl. 14–17 um helgar en einnig um páska. Ljósmynda- sýning á Höfn Í NORRÆNA hús- inu stendur nú yfir kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð og verður bókmenntadagskrá í kvöld kl. 20. Rit- höfundurinn Bengt Pohjanens heldur fyrirlestur og rithöf- undurinn og mynd- listarmaðurinn Rose-Marie Huuva flytur ljóð sín og Einar Bragi les upp þýðingar sínar á ljóðum hennar. Fyrirlesturinn verð- ur túlkaður á íslensku. Pohjanen hef- ur skrifað smásögu í tilefni þessarar bókmenntadagskrár í Norræna hús- inu sem heitir „Et helvetin aamuna - inte ens om helvetets morgon grytt“, eða Þvílíkur djöfuls dagur. Aðal- steinn Davíðsson íslenskaði. Landamæralausar norðurslóðir eru umfjöllunarefni Pohjanens. Hann fjallar um hinn menningarlega fjölbreytta Norðurbotn og um það að vera höfundur á mörgum tungumál- um. Hann segir einnig frá því hvaða áhrif bækur nóbelsverðlaunahafans Eyvinds Johnsons hafa haft á skrif hans. Bengt Pohjanen fæddist í Kassa, Pajala, við finnsku landamærin. Hann er doktor í heimspeki og guð- fræðingur en búinn að yfirgefa bæði kirkjuna og prestsembættið. Hann gaf út fyrstu skáldsögu sína 1979 og allar götur síðan hefur Tornedalur með blönduðum málum sínum og menningu og ósættanlegri hug- myndafræði á borð við „gamla kommúnismann“ og laestadianisma verið uppistaðan í skáldskap hans. Auk sænsku og finnsku talar Bengt Pohjanen meän kieli, tungu margra Tornedalsbúa, og varð fyrstur höf- unda til að skrifa skáldsögu og leikrit á því máli. Einnig hefur hann þýtt finnskar bókmenntir og verið lektor við Stokkhólmsháskóla. Haustið 1997 stofnaði Bengt Pohjanen bóka- útgáfuna Barentsförlag sem gefur út efni frá öllu Barentssvæðinu. Pohj- anen býr nú í Överkalix þar sem hann hefur rekið eigið „menningar- klaustur“, Sirillus, síðan 1998. Rose-Marie Huuva er kunn fyrir myndlist sína, en hin síðari ár telst hún einnig til listfengustu ljóðskálda Sama. Hún gaf árið 1999 út ljóðabók- ina Galbma Rádná (Kaldrifjaður félagi) sem var tilnefnd af hálfu Sama til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Ljóð eftir hana birtust í bók Einars Braga Hvísla að klettin- um (1981). Rose-Maria fæddist í Samaþorp- inu Rensjön í nánd við Kiruna. Hún stundaði nám í samískri listiðn í Jokkmokk í þrjú ár, aflaði sér síðan frekari menntunar í listiðnaðarskóla í Östersund. Hún hefur haldið einka- sýningar í öllum skandinavísku lönd- um og tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndum og utan þeirra, m.a. í Rússlandi, Bandaríkjunum og Jap- an, verk hennar eru á söfnum á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og Japan. Rose-Maria kom til Íslands í febrúar 1982 til þess að hafa listræna umsjón með sýningunni Sámi Dáidda (Samalist) í Norræna húsinu og hélt þá erindi um samíska menningu. Kynning á rithöfundinum Eyvind Johnson Einnig verður opnuð sýning frá sveitarfélaginu í Boden til að kynna rithöfundinn Eyvind Johnson, einn af fremstu höfundum Svía í skáld- sagnaritun og mannlýsingum. Ey- vind Johnson hlaut Nóbelsverðlaun 1974 fyrir „frásagnarlist sem horfir vítt yfir álfur og aldir í þágu frels- isins“. Þá verður opnuð sýning á bókum frá Norðurbotni. Það eru þeir Jimmy Gärdemalm lénsbókavörður frá léns- bókasafninu í Norðurbotni og rithöf- undurinn Kjell Lundholm, fil. lic., sem hafa sett upp sýninguna. Þeir hafa valið um 25 rit, bæði ný og göm- ul, sem gefa yfirlit yfir allt lénið frá ýmsum sjónarhornum. Frammi ligg- ur bæklingur með stuttri kynningu á þessum ritum. Sýningin stendur fram á sunnudag. Rithöfundar á Norðurbotns- dögum Bengt Pohjanen Rose-Marie Huuva Einar Bragi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.