Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 57
FRÍMERKJAKAUPMENN
hafa á liðnum árum vikið að því við
mig, að á það skuli bent í frímerkja-
þætti, að menn fari gætilega að,
þegar verið sé að taka til í gömlum
dánarbúum og henda því, sem menn
telja fánýtt og jafnvel einskis virði.
Skiptir þá litlu eða jafnvel engu,
hvort um er að ræða muni, sem er
ekki lengur þörf fyrir eða í tízku í
nútímaþjóðfélagi, en menn vilja
samt ógjarnan fleygja út á haug eða
í Sorpu, svo að notað sé nútíðarmál.
Menn hafa líka séð, að þessir munir
hafa margir hverjir sögulegt gildi.
Má þar minna á gömul búsáhöld og
amboð, sem forfeður okkar notuðu
við dagleg störf sín. Sem betur fer
er margt af þessu komið á byggða-
söfn, þar sem ókomnar kynslóðir
geta virt þessa gömlu muni fyrir sér
og þá jafnvel í sögulegum húsum,
sem flutt hafa verið á safnsvæðið,
oft um langan veg. Hef ég þá m.a. í
huga hið mikla björgunarstarf vinar
míns, Þórðar Tómassonar í Skógum
undir Eyjafjöllum.
Vissulega er mörgum vorkunn,
ekki sízt á þeim velferðartímum,
sem við lifum á, þegar flestir virðast
hafa allt til alls, að átta sig á, hvað
gera skuli við „allt þetta drasl“, sem
safnazt hefur saman í áranna rás og
fer oft heldur illa í sambúð í nútíma
heimilum. Þá verður þrautalending
eftirkomendanna oft sú að losa sig
við sem mest „á einu bretti“ og
farga því með einum eða öðrum
hætti. En hér er samt margs að
gæta, enda mætti segja mér, að
menn geti síðar séð eftir því að hafa
verið heldur fljótir á sér við „hrein-
gerninguna“.
Hér vil ég vekja athygli á einum
þætti þessa oft viðkvæma máls, en
það er varðveizla bréfasafna, sem
margur lætur eftir sig að vegferð
lokinni. Ég hef grun um, að margur
erfinginn vilji helzt ekki, að þau bréf
komist í hendur óviðkomandi, eink-
um mjög persónuleg bréf, og það er
í raun ofur skiljanlegt. Hinu verður
samt ekki neitað, að bréf þeirra
manna, sem voru eða eru fyrir-
ferðarmiklir í lífi sínu og koma víða
við, eru oft betur geymd en gleymd
fyrir samtímasögu þeirra og eins
þjóðarsöguna. Dettur mér hér í hug
maður eins og Einar Benediktsson,
sem var mikill athafnamaður um
næstliðin aldamót og á fyrstu ára-
tugum síðustu aldar. Oft hefði verið
erfitt að skrifa sögu hans og rekja
jafn nákvæmlega og Guðjón Frið-
riksson hefur gert, ef bréfa- og
skjalasafn Einars og margra sam-
starfsmanna hans hefði ekki varð-
veitzt að öllu eða einhverju leyti.
En frímerkjasafnarinn lítur ekki
alveg sömu augum á silfrið. Hann
hugsar einkum um umslögin utan af
bréfunum og þeim frímerkjum og
stimplum, sem þar eru á, enda þótt
bréfin mættu gjarnan fylgja með.
Hér er ég kominn að því, sem ég
vil segja í frímerkjaþætti við alla þá,
sem handleika gömul bréf og um-
slög: Farið að öllu með gát og hend-
ið þeim ekki eða rífið frímerkin af
þeim. Ráðfærið ykkur við frí-
merkjakaupmenn eða safnara, áður
en þið gerið það. Þetta segi ég að
fenginni reynslu og eins af sögu-
sögnum um mörg umslögin, sem
hafa af hugsunarleysi farið forgörð-
um.
Fyrir mörgum árum skrifaði ég
frímerkjaþátt, þar sem var einmitt
bent á þetta mál. Síðan hef ég haft
af því spurnir, að einhverjir lesend-
ur hafi tekið til greina það, sem þar
sagði, og með góðum árangri. Þetta
vil ég því endurtaka hér og ekki sízt,
þar sem enn er verið „að taka til“ í
gömlum dánarbúum.
Fyrir og um næstliðin aldamót og
raunar lengur var það algengur sið-
ur, að menn geymdu bréf frá vinum
og kunningjum í umslögunum og
skrifuðu jafnvel aftan á þau, hvenær
þeir fengu þau í hendur. Hið sama
mun hafa gilt um viðskiptabréf
fyrirtækja. Síðan munu þessi söfn
oft hafa verið bundin saman eftir ár-
um og þeim svo komið fyrir til
geymslu á stöðum, þar sem þau voru
ekki fyrir, en þó aðgengileg, ef á
þyrfti að halda. Þannig mynduðust
margir „árgangar“ af bréfum.
Ýmsum sögum hefur farið um ör-
lög þessara hluta, þegar fram liðu
stundir, og því miður margt farið í
glatkistuna í áranna rás. Þó má sjá í
frímerkjasöfnum, að mörgu hefur
verið bjargað, trúlega oft fyrir
hreina tilviljun. Jafnvel hafa umslög
verið komin út í ruslatunnur, en
dregin þaðan upp af athugulum eða
forvitnum mönnum og síðan orðið
þeim til hagsbóta, söfnurum til gleði
og póstsögu til framdráttar. Hér má
enn minnast á Einar Benediktsson.
Hann gaf fyrstur manna út dagblað
á Íslandi, Dagskrá, nokkru fyrir
aldamótin 1900. Hann stóð því í
sambandi og bréfaskriftum við um-
boðsmenn og áskrifendur víða um
land. Hann virðist hafa geymt
bréfasafn sitt frá þeim árum, því að
umslög og bréfspjöld til hans og
blaðsins má sjá í ýmsum ágætum ís-
lenzkum frímerkjasöfnum. Fylgir
hér mynd af einu slíku umslagi.
Af sjálfu sér leiðir, að í upphafi 21.
aldar verður æ sjaldgæfara að finna
óvænt slík bréfasöfn, a. m. k. jafn
áhugaverð fyrir frímerkjasafnara
og hér hefur verið vikið að. Engu að
síður er sjálfsagt, að menn hafi aug-
un opin, ef eitthvað slíkt kemur fyrir
sjónir þeirra. Þá er sjálfsagt að
velta fyrir sér fallega frímerktum og
vel stimpluðum umslögum frá fyrri
hluta síðustu aldar og eins eftir árið
1944, þ. e. frá fyrstu áratugum lýð-
veldisins, áður en Sorpa gleypir þau.
Að endingu er hér enn ein ábend-
ing til safnara og póstnotenda. Eins
og kunnugt er, hefur Íslandspóstur
hf. markvisst unnið að því að útrýma
frímerkjum á póstsendingum sínum
og nota þess í stað gúmstimpla, sem
eru einskis virði að mínum dómi.
Hins vegar leiðir af þessu, að um-
slög og kort með þeim frímerkjum,
sem nú eru gefin út og eru fallega
stimpluð, verða góðir safngripir,
þegar fram líða stundir. Hvet ég því
alla, sem áhuga hafa á frímerkjum,
að halda þeim póstsendingum til
haga og nota jafnframt frímerki
sem mest á bréf sín og sendingar til
vina og kunningja. Þau umslög og
kort eiga eftir að gleðja margan
safnarann á nýrri öld.
Hvað leynist á háaloft-
um eða í kjöllurum?
FRÍMERKI
E . v . t . e r u þ a r k o r t
o g b r é f a s ö f n í
g ö m l u m u m s l ö g u m
Fallegt umslag til Einars Benediktssonar með kórónustimpli frá
Lækjamóti í Víðidal og leiðarstimplinum Strandasýsla.
Jón Aðalsteinn Jónsson
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, sem hér segir:
Hafbjörg ÁR-015, skipaskrárnr. 1091, þingl. eig. Ingólfsfell ehf.,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., mánudaginn 9. apríl 2001
kl. 10.00
Sýslumaðurinn á Selfossi,
4. apríl 2001.
ÝMISLEGT
Diskótek Sigvalda Búa
Tek að mér öll böll og uppákomur.
Allar græjur og tónlist fylgja.
Diskótek Sigvalda Búa,
nýtt símanúmer er 898 6070.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 181468½ Dd.
I.O.O.F. 12 181468½ Bi.
Aðalstöðvar KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Lífshlaup 2001
- kristniboðsvika.
Listakvöld:
Mannlíf í tuskunum.
Fjölbreytt dagskrá í höndum
ungra listamanna. Meðal atriða
eru Afríkufrænkur, Kanga-kvart-
ettinn, Neverlone, tískusýning
frá Afríku, amharískukennsla og
margt fleira. William Lopeda frá
Kenýu flytur hugvekju. Aðgang-
ur ókeypis, en tekið verður á
móti gjöfum til kristniboðsins.
Dagskráin hefst kl. 20:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
www.kfum.is
Í kvöld kl. 21 heldur sr. Hannes
Örn Blandon erindi: „Hvað teng-
ir trúarbrögðin?“ í húsi félags-
ins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Guðrúnar
Hjörleifsdóttur.
Á morgun kl. 14-15.30 er bóka-
safn félagsins opið til útláns fyrir
félaga.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið er 122 ára
alþjóðlegt félag um andleg mál,
hið fyrsta sem byggði á hug-
myndinni um algert frelsi, jafn-
rétti og bræðralagi meðal
mannkyns.
Óvissuferð sunnud. 8. apríl.
Gönguleið 12-13 km, göngu-
tími 4—5 klst., skemmtileg
leið í nágrenni Reykjavíkur.
Fararstjóri Sigurður Kristjáns-
son. Verð 1.400 kr. Brottför frá
BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10.30.
Söguslóðir Njálu með Arthúri
Björgvini Bollasyni föstudag-
inn langa. Heimsókn og hádegis-
verður í Sögusetrinu á Hvolsvelli
innifalið í fargjaldi. Nauðsynlegt
er að panta í Njáluferð á skrif-
stofu F.Í. Verð 3800 kr. fyrir fé-
lagsmenn og 4300 kr. fyrir aðra.
Vegna forfalla er 1 sæti laust í
skíðagönguferð um Arnar-
vatnsheiði 12.—14. apríl.
Páskaferð í Þórsmörk 14.—
16. apríl.
„Fast þeir sóttu sjóinn“, rað-
göngur og heimsóknir á
forna útgerðarstaði á Suð-
urnesjum. Fyrsta ferðin á ann-
an dag páska, 16. apríl, á Stafnes
og að Básendum. Leiðsögumað-
ur Reynir Sveinsson, forstöðu-
maður Fræðasetursins í Sand-
gerði.
Takið þátt í spurningaleikn-
um á heimasíðu F.Í. Dagsferðar-
miði dreginn út í hverri viku.
www.fi.is, textavarp RUV
bls. 619.
RAÐAUGLÝSINGAR
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra hefur skipað samstarfs-
nefnd um starfsnám á framhalds-
skólastigi fyrir annað starfstímabil
nefndarinnar, en fyrri nefnd lauk
störfum í desember sl. Helsta
hlutverk nefndarinnar skv. fram-
haldsskólalögum er að stuðla að
tengslum skóla og atvinnulífs og
að vera menntamálaráðherra til
ráðuneytis um stefnumótun í
starfsnámi.
Nefndin skal jafnframt gera til-
lögur um forgangsröðun verkefna í
starfsnámi svo og um sérstakar til-
raunir og þróunarverkefni.
Samstarfsnefndin er skipuð 18
einstaklingum, 12 þeirra eru til-
nefndir af samtökum aðila á vinnu-
markaði. Nýr formaður nefndar-
innar er Guðjón Petersen, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins og bæjar-
stjóri í Snæfellsbæ.
Skipulagi nefndarinnar breytt
Fyrsti fundur nýrrar samstarfs-
nefndar var haldinn 28. mars sl. og
ávarpaði menntamálaráðherra
fundinn. Í máli hans kom fram að
ætlunin væri að breyta skipulagi
nefndarinnar í þeim tilgangi að
auka sjálfstæði hennar og efla
frumkvæði með því að færa um-
sýslu með málefnum nefndarinnar
til Menntar, sem er samstarfsvett-
vangur atvinnulífs og skóla. Samið
verður við Mennt um að annast til-
tekin verkefni er lúta að störfum
nefndarinnar og hafa með höndum
eftirfylgni einstakra verka er
nefndin vinnur að á hverjum tíma.
Á fundinum var kjörin sérstök
framkvæmdastjórn skipuð 7 ein-
staklingum, er stýrir störfum
nefndarinnar milli funda og gerir
drög að starfsáætlun hennar til
næstu fjögurra ára.
Stefnt er að auknu samstarfi við
14 starfsgreinaráð sem skipuð
voru árið 1998 að fengnum til-
lögum fyrri samstarfsnefndar.
Starfsgreinaráð hafa m.a. með
höndum vinnu að námskrá starfs-
náms og verða fyrstu námskrár
samkvæmt hinu nýja fyrirkomu-
lagi gefnar út á vori komanda.
Skipað í samstarfs-
nefnd um starfsnám
SAMTÖK verslunarinnar leggj-
ast gegn samþykkt þingsálykt-
unartillögu sem kveður á um að
embætti umboðsmanns neyt-
enda verði stofnað og telja rétt-
ara að efla þær stofnanir sem
þegar eru sérhæfðar til að fara
með neytendamál.
Í fréttatilkynningu segir að í
svo litlu þjóðfélagi sem Íslend-
ingar búa við sé ástæðulaust
„að búa til stofnanir í kringum
alla skapaða hluti sem fela í sér
mikil fjárútlát“. Þá segir í til-
kynningunni: „Í dag eru frjáls-
um félagasamtökum neytenda
veittir tugir milljóna króna til
að sinna neytendavernd og
verður ekki séð að með sam-
þykkt tillögunnar eigi að gera
breytingar þar á.“
Þá vara samtökin við því að
færa þann lagakafla, sem fjallar
um ólögmæta viðskiptahætti, úr
samkeppnislögum í ný lög um
umboðsmann neytenda eins og
lagt er til í greinargerð með
þingsályktunartillögunni þar
sem kaflinn geti líka náð til
samskipta fyrirtækja á milli.
Réttara að efla
þær stofnanir sem
fyrir eru
Leggjast gegn þingsályktunartillögu
um umboðsmann neytenda