Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur ekki lagaskilyrði fyrir því að samgönguráðuneytið fái óvilhalla aðila til að yfirfara skýrslu rannsóknarnefndar flug- slysa frá 23. mars vegna brotlend- ingar TF-GTI í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Friðrik Þór Guðmundsson, faðir eins þeirra er fórst með flug- vélinni, fór fram á það við ráðu- neytið í lok mars að fram færi rannsókn óvilhalls aðila á rannsókn RNF á slysinu. Samgönguráðherra sagði að far- ið hefði verið vandlega yfir erindi Friðriks Þórs og hefði niðurstaðan orðið þessi. Erindið hefði verið framsent til rannsóknarnefndar flugslysa á grundvelli annarrar málsgreinar 7. greinar stjórnsýslu- laga nr. 37/1993. Í bréfi ráðuneyt- isins til Friðriks Þórs segir m.a.: „Sjálfstæðar stjórnsýslunefndir eru nefndir sem fara með málefni á starfssviði ráðherra en er skipað til hliðar við þau stjórnvöld sem heyra undir yfirstjórn hans. Þessar stjórnsýslunefndir eru sjálfstæðar í þeim skilningi að ráðherra fer ekki með almennar stjórnunar- og eft- irlitsheimildir gagnvart þeim. Af þeim sökum getur ráðherra ekki gefið þeim bindandi fyrirmæli um framkvæmd stjórnsýslu, nema hafa til þess lagaheimild og ákvörðun slíkrar nefndar verður ekki skotið til ráðherra.“ Enginn íhlutunarréttur hjá samgönguráðherra Síðan segir í bréfi samgönguráð- herra: „Rannsóknarnefnd flugslysa starfar samkvæmt lögum nr. 59/ 1996 um rannsókn flugslysa. Í 1. mgr. 6. gr. laganna segir að Rann- sóknarnefnd flugslysa starfi sjálf- stætt og óháð stjórnvöldum og öðr- um rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Í athugasemdum frumvarps þess er varð að lögum nr. 59/1996 er sérstaklega tekið fram að þótt nefndin heyri stjórn- sýslulega undir samgönguráðherra, hafi hann eða ráðuneyti hans eng- an íhlutunarrétt varðandi rannsókn máls, sem sé alfarið og endanlega í höndum nefndarinnar. Í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. er skýrt tekið fram að nefndin ákveði sjálf hvenær efni eru til rannsóknar flugslyss. Í at- hugasemdum við frumvarpið er tekið fram að nefndin ákveði sjálf hvenær efni séu til rannsóknar, hvort heldur um er að ræða flug- slys eða flugatvik, þ.m.t. flugum- ferðaratvik. Í þessu felist m.a. að nefndin ákveði endanlegt umfang rannsóknar með tilliti til gildis hennar hvað varðar flugöryggi. Þar sem skýrt er kveðið á um það í lagatextanum sjálfum og lög- skýringargögnum að Rannsóknar- nefnd flugslysa sé sjálfstæð og óháð í störfum sínum, getur sam- gönguráðherra ekki gefið nefndinni bindandi fyrirmæli um meðferð eða afgreiðslu einstakra mála. Enn- fremur verða skýrslur flugslysa- nefndar ekki kærðar til samgöngu- ráðuneytis til endurskoðunar. Af lögskýringargögnum má ráða að eitt af þeim markmiðum, sem stefnt var að með setningu laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa var að aðrir, þ.m.t. starfsmenn Flug- málastjórnar, hefðu ekki á hendi rannsókn flugslysa, heldur hefði rannsóknarnefndin ein það lög- bundna hlutverk að rannsaka flug- slys til að greina orsakaþætti slyss og koma í veg fyrir frekari flug- slys. Á þennan aðskilnað er lögð áhersla í tilskipun 94/56EB. Af ákvæðum laganna og lögskýring- argögnum er því ljóst að ekki er gert ráð fyrir að samgönguráðu- neytið hafi þann möguleika að skipa nefnd til að framkvæma yf- irmat eða endurskoðun á skýrslum Rannsóknarnefndar flugslysa. Samkvæmt lögum nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa er aðeins einn möguleiki til þess að fá efn- islega endurskoðun á skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa á sviði stjórnsýslu. Það er með end- urupptöku nefndarinnar á hlutað- eigandi máli. Í 16. gr. laga um rannsókn flugslysa er vikið að end- urupptöku mála. Þar segir að nefndin geti endurupptekið mál sem hún hafi rannsakað ef fram koma ný og mikilvæg gögn. Nefnd- in á sjálf endanlegt úrlausnarvald að þessu leyti. Af þeim sökum get- ur samgönguráðherra hvorki end- urmetið né hnekkt mati nefndar- innar um þetta atriði. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að al- mennt er litið svo á í stjórnsýslu- rétti að sett ákvæði um endur- upptöku máls hafi ekki að geyma tæmandi talningu á heimildum stjórnvalds til endurupptöku máls, nema það komi skýrt fram í lögum. Í samræmi við þessi viðhorf er áréttað í athugasemdum við 24. gr. frumvarps þess, er varð að stjórnsýslulögum nr. 37/1993, að aðili máls geti að sjálfsögðu átt rétt til endurupptöku máls í fleiri tilvikum en getur í 24. gr., ýmist á grundvelli lögfestra reglna eða óskráðra. Verður að ætla að sömu viðhorf eigi við um skýringu á 16. gr. laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa. Miðað við framangreint er sam- gönguráðuneytið ekki bært að lög- um til að endurskoða skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa né skipa til þess sérstaka nefnd. Þrátt fyrir að ekki sé mögulegt að fá efn- islega endurskoðun skýrslunnar á sviði stjórnsýslunnar, er ætíð opinn sá möguleiki að bera málið undir umboðsmann Alþingis. Þannig er hægt að fá álit á því hvort rann- sókninni hafi verið hagað í sam- ræmi við lög og vandaða stjórn- sýsluhætti. Einnig kann sá möguleiki að vera fyrir hendi að bera málið undir dómstóla.“ Má taka upp mál ef mikilvæg gögn koma fram Eins og fyrr segir var erindi Friðriks Þórs sent rannsóknar- nefnd flugslysa. Í bréfi ráðherra til Skúla Jóns Sigurðarsonar, for- manns nefndarinnar, segir að rannsóknarnefnd flugslysa geti tekið upp mál á ný mál sem hún hefur rannsakað ef fram koma ný og mikilvæg gögn. Vekur ráðu- neytið athygli á því að almennt sé litið svo á í stjórnsýslurétti að ákvæði um endurupptöku máls hafi ekki að geyma tæmandi talningu á heimildum stjórnvalds til endur- upptöku. Í lok bréfs samgönguráðherra segir: „Ráðuneytið telur mikilvægt að Rannsóknarnefnd flugslysa fari gaumgæfilega yfir erindi það sem framsent er og meti hvort þær kröfur sem þar koma fram eigi við rök að styðjast. Við það mat nefnd- arinnar hljóta m.a. framangreind atriði um heimildir til endurupp- töku að koma til skoðunar svo að niðurstaðan verði í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.“ Samgönguráðherra hafnar erindi Friðriks Þórs Guðmundssonar vegna flugslyssins í Skerjafirði Ekki lagaskil- yrði til að yfir- fara skýrsluna Morgunblaðið/Árni Sæberg Bréfaskipti í framhaldi af flugslysinu í Skerjafirði í fyrra kynnt. Frá vinstri: Jónína Lárusdóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, María Thejll, lögfræðingur í samgönguráðuneyti, og Jakob Falur Garðarsson, aðstoð- armaður ráðherra. FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hef- ur verið falið að grípa til ýmissa ráð- stafana til að efla eftirlit með flug- rekendum á Íslandi, einkum þeim sem reka minni flugvélar, auka eft- irlit með skoðunum á vettvangi og að tilnefna mann í starfshóp sem gera á tillögur um hvernig auka má úrræði til sviptingar flugrekstrarleyfis end- anlega eða tímabundið. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti í gær fjölmiðlum bréf sem hann sendi Flugmálastjórn í gær í framhaldi af skýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa frá 23. mars vegna flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra. Segir þar að í skýrsl- unni og bréfi flugmálastjóra 29. mars sl. hafi komið fram að ákvæði reglugerðar um flutningaflug, nr. 641/1991, hafi verið brotin og að al- varleg vanræksla hafi komið fram á faglegum grundvallarþætti í flug- rekstri Leiguflugs Ísleifs Ottesen. Síðan segir í bréfi samgönguráð- herra: „Ráðuneytið lítur mál þetta allt mjög alvarlegum augum og telur brýnt að eftirlit með flugrekendum á Íslandi, einkum þeim sem reka minni flugvélar, verði eflt og mun fyrir sitt leyti stuðla að því að svo geti orðið,“ og er flugmálastjóra síð- an falið að grípa til ýmissa ráðstaf- ana sem taldar eru upp í sex liðum. Minnt er í fyrsta lagi á auglýsingu um að 1. október næstkomandi verði tekin upp svonefnd JAR OPS 1- reglugerð fyrir flugrekendur með flugvélar í flutningaflugi sem eru undir 10 tonnum að þyngd og geta flutt 19 farþega eða færri. „Flug- málastjórn ber að tryggja að þau tímamörk sem flugrekendum eru sett í auglýsingunni verði virt,“ segir í bréfi ráðherra. Þá segir að flugrekendur þessara minni flugvéla skuli sæta sérstöku eftirliti fram til 1. júní 2002 þegar JAR OPS 1 hafi að fullu tekið gildi fyrir þessa aðila. Óskar ráðuneytið eftir að fá senda greinargerð um nið- urstöðu eftirlitsins. Þá vísar samgönguráðherra í sex tillögur í öryggisátt sem rannsókn- arnefnd flugslysa setti fram í skýrslu sinni og leggur til við Flug- málastjórn. Fjalla þær m.a. um að verklagsreglur flugöryggissviðs Flugmálastjórnar er varða skrán- ingu notaðra loftfara verði endur- skoðaðar, að komið verði á gæða- kerfi fyrir flugöryggissvið stofn- unarinnar, að flugrekstrardeild flugöryggissviðs geri áætlun um formlegar úttektir á flugrekendum, að hún leggi áherslu á að viðhalds- aðilar flugvélar haldi nákvæma skráningu um viðhald sem fram- kvæmd er, að sett verði ákvæði í flugrekstrarhandbækur um aðgang farþega að framsæti við virk stýri þegar einn flugmaður stýrir flugvél og að hún efli eftirlit með flugi tengdu þeim miklu mannflutningum sem eiga sér stað í tengslum við þjóðhátíðina í Eyjum. „Ráðuneytið óskar eftir áætlun Flugmálastjórnar um á hvern hátt stofnunin muni bregðast við framangreindum tillög- um rannsóknarnefndar flugslysa,“ segir í bréfinu. Þá segir í bréfinu að í umfjöllun um málið hafi Flugmála- stjórn sett fram þá skoðun að stofn- unin telji þau úrræði vera ófullnægj- andi sem loftferðalög heimila henni að grípa til vegna sviptingar flug- rekstrarleyfis, endanlega eða tíma- bundið. Samgönguráðherra sagði að ráðuneytið muni á næstunni skipa starfshóp til að gera tillögur um að koma á öflugri ákvæðum varðandi þessi atriði og er í bréfinu óskað eft- ir tilnefningu Flugmálastjórnar á fulltrúa í starfshópinn. Flugvakt flugmanns TF-GTI í ferðinni 7. ágúst er einnig gerð að umtalsefni í bréfi samgönguráð- herra. Er vísað í skýrslu RNF þar sem segir að vakt hans hafi verið orðin 13 klukkustundir og ferðin hafi verið sú 22. yfir daginn. „Þar sem hér er um brot á vinnutímareglum að ræða óskar ráðuneytið eftir upp- lýsingum um hvernig eftirliti er háttað með vinnutíma flugmanna.“ Sjötta atriðið sem Flugmálstjórn er gert að grípa til er eftirfarandi: „Til að auka enn frekar öryggi í flugi telur ráðuneytið mikilvægt að eft- irlit Flugmálastjórnar byggist í auknum mæli á skoðunum á vett- vangi og úttektum á öryggisþáttum flugreksturs og loftfara.“ Óskað greinargerðar eftir úttekt ICAO Niðurlag bréfs samgönguráð- herra er svofellt: „Það er grundvall- aratriði að trúnaðarsamband ríki milli flugmálayfirvalda og almenn- ings og flugfarþegar geti treyst því að öryggisreglum sé réttilega fram- fylgt og að öryggiseftirlit sé full- nægjandi. Tryggja þarf að öllum að- ilum sem flug stunda sé ljóst það hlutverk og sú ábyrgð sem viðkom- andi gegna í flugöryggismálum og efla þarf samvinnu allra hlutaðeig- andi með það að markmiði að tryggja skilvirkari framkvæmd ör- yggismála í flugi. Af þessu tilefni mun ráðuneytið leita til Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (ICAO) um greinargerð sem felur í sér mat á stöðu flugörygg- ismála á Íslandi byggt á úttekt ICAO sem gerð var í september 2000.“ Samgönguráðherra skrifar flugmálastjóra í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa Óskað eftir áætlun um viðbrögð við til- lögum í öryggisátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.