Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKHÚSIÐ er ólíkt öllum öðr-
um húsum sem menn ganga til. Í leik-
húsinu upplifum við það sem aðrir
hafa lifað, sjáum verk
skálda birtast okkur og
tökum þátt í lífinu á
sviðinu eina hádegis-
stund eða oftast kvöld-
stund. Stundum finnum
við til með söguper-
sónum, hörmum örlög
lítilmagnans eða gleðj-
umst yfir óförum
óþokkanna. Við getum
hrifist af andagiftinni,
dáðst að dirfskunni eða
hlegið okkur máttlaus
af fíflskunni. Umfram
allt óskar maður þess
að sá sem leikhús sækir
hafi af því gaman og
vilji koma þangað aftur
og aftur. Leikfélag Ís-
lands gerði kjörorðin „skemmtilegt
leikhús“ að yfirskrift til að leggja
áherslu á stefnu okkar og vilja, að
umfram allt skemmti leikhúsgestir
sér í leikhúsinu okkar svo að þeir
komi aftur og aftur. Það er augljóst.
Það sem er ekki eins augljóst er sú
staðreynd að Leikfélag Íslands
byggir afkomu sína nær eingöngu á
aðsókn. Þannig greinir rekstur Leik-
félags Íslands sig frá rekstri Þjóð-
leikhúss og Borgarleikhúss. Tekj-
urnar frá áhorfendunum eru lífæð
félagsins og mynda u.þ.b. 80% af
tekjustreymi félagsins, 15% koma frá
atvinnulífinu í formi styrkja, auglýs-
inga og kostunarsamninga og 5%
koma frá ríki og borg í formi styrkja
sem má skipta í tvennt, niðurfellingu
á leigu fyrir menningarhluta Iðnó og
beina styrki. Það segir sig sjálft að
ekkert má út af bera til að endar nái
saman með þessu fyrirkomulagi, því
ef ein sýning nær ekki settu mark-
miði er hagnaður af næstu sýningum
horfinn til að vega upp tapið af þeirri
sem gekk miður. Þarna komum við
að kjarna áhættunnar í rekstri allra
leikhúsa. Enginn veit fyrirfram hvort
sýning nær vinsældum og þar af leið-
andi hvort hún stendur undir sér eða
ekki. Leikhúsrekstur felur í sér
mikla áhættu og kemur líklega eng-
um á óvart. Engu að síður er leik-
húsmenning í bland við aðra menn-
ingarstarfsemi órjúfanlegur þáttur í
öllum nútímalegum menningarsam-
félögum. Það er markviss stefna yf-
irvalda að styðja menningarstarf og
kemur ugglaust til af vilja þjóðarinn-
ar til að slík starfsemi þrífist og hinu
að rekstur slíkrar starfsemi er
áhættusamur eða einfaldlega ber sig
ekki. Það er svo margt í lífinu sem
ekki verður talið í krónum og aurum
og þannig er mönnum tamt að horfa á
menninguna. Hins vegar þegar menn
leggja sig niður við að telja krónurn-
ar sem hið opinbera innheimtir í
formi virðisauka af seldum bókum
rithöfunda, geisladiskum tónlistar-
manna, aðkeyptri þjónustu leikhús-
anna og kvikmyndagerðarinnar kem-
ur í ljós að skatttekjur af menn-
ingarstarfsemi eru hærri en
styrkirnir sem veittir eru til hennar.
Þannig er það bæði skynsamlegt og
fullkomlega réttlætanlegt að veita
opinbert fé til menningarstarfsemi af
öllu tagi og þar með til leiklistar en
úthlutunin þarf að vera sanngjörn.
Leikfélag Íslands hefur, meðal
margra annarra, vakið á því athygli
að nauðsynlegt sé að endurskoða
styrki til leiklistar í landinu. Bent
hefur verið á að núverandi fyrir-
komulag a) sé ekki í takt við breytta
tíma, b) taki ekki mið af árangri og c)
dragi úr samkeppni í stað þess að efla
hana. Það er rétt að útlista röksemd-
irnar frekar.
a) Ríkið hefur frá fyrstu tíð stutt
vel við flaggskip íslenskrar leiklistar,
Þjóðleikhúsið, og sömuleiðis hefur
Reykjavíkurborg stutt vel við starf-
semi Leikfélags Reykjavíkur. Það er
vel enda má segja að með þeim
stuðningi hafi ríki og borg tekið þátt í
fæðingu atvinnuleiklistar á Íslandi.
En svo ég haldi áfram
með líkinguna, þá er
barnið löngu fætt, hætt
að skríða og hleypur
núna um sem frjálsleg-
ur unglingur. Íslensk
leiklist er ekki lengur í
tveimur leikhúsum,
langt í frá. Leiklistin
hefur fundið sér farveg
í útvarpi, kvikmyndum,
sjónvarpi, hljóðsetn-
ingu, auglýsingum og
síðast en ekki síst hafa
komið fram sjálfstæð
leikhús. Með tilkomu
sjálfstæðu leikhúsanna
hefur leikhúslíf á síð-
astliðnum árum gjör-
breyst. Þau hafa laðað
að sér nýja áhorfendahópa, einkum
af yngri kynslóðinni. Þau hafa sýnt
fram á að geta framleitt metnaðar-
fullar sýningar. Þau frumsýna fleiri
leikverk en Þjóðleikhúsið og Borgar-
leikhúsið til samans og fá jafnmarga
ef ekki fleiri áhorfendur á sýningar
sínar. Þrátt fyrir þessar miklu breyt-
ingar sem hafa orðið í leikhúslífinu
með tilkomu þeirra hefur úthlutun
styrkja til leiklistar nær haldist
óbreytt. Opinberu leikhúsin hafa
haldið sínu og er það vel en það hefur
láðst að koma til móts við sjálfstæðu
leikhúsin og tryggja þeim viðunandi
rekstraröryggi.
b) Á síðastliðnum árum hafa að
jafnaði um 200.000 áhorfendur sótt
leiksýningar sjálfstæðu leikhúsanna
árlega en nokkru færri sótt sýningar
Þjóðleikhúss og Borgarleikhúss. Op-
inberu leikhúsin tvö, Þjóðleikhús og
Borgarleikhús, fá samtals um 600
milljónir í styrk frá ríki og borg fyrir
utan frítt húsnæði en sjálfstæðu leik-
húsin fá samtals um 50 milljónir í
styrk frá sömu aðilum. Það má leika
sér með þessar tölur á alla vegu en
kjarni málsins er þessi: Sjálfstæðu
leikhúsin hafa með krafti sínum og
áræði gjörbreytt íslensku leikhúsi og
áhorfendur hafa tekið þeim fagnandi.
Það er ljóst að áhorfendur vilja að
starfsemi þeirra þrífist með opinberu
leikhúsunum. Leikfélag Íslands, sem
er stærst sjálfstæðu leikhúsanna,
hefur á undanförnum árum staðið
fyrir mörgum vel heppnuðum söng-
leikjum, t.d. Hárinu, Rocky Horror
og Stonefree. Leikfélag Íslands hef-
ur verið ötult við að frumsýna fyrstu
verk margra frábærra íslenskra höf-
unda, t.d. Fjögur hjörtu og Snigla-
veisluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Í
beinni útsendingu eftir Þorvald Þor-
steinsson, Leitum að ungri stúlku
eftir Kristján Þórð Hrafnsson, Trúð-
leik eftir Hallgrím H. Helgason, Þús-
undeyjasósuna eftir Hallgrím Helga-
son og Leiki eftir Bjarna Bjarnason.
Leikfélag Íslands innleiddi nýjungar
á borð við Leikhússport og kom há-
degisleikhúsi á fasta dagskrá. Að lok-
um er vert að geta vinsælustu verka
félagsins sem sum hver ganga enn
fyrir fullu húsi; Á sama tíma að ári, Á
sama tíma síðar, Rommí og Sjeikspír
eins og hann leggur sig. Þá eru ótald-
ar metnaðarfullar sýningar eins og
rússneska nútímaverkið Stjörnur á
morgunhimni og margvísleg sam-
LEIKHÚS-
MÁL
Sæmundur
Norðfjörð
Leikhúsmenning í bland
við aðra menningar-
starfsemi, segir Sæ-
mundur Norðfjörð, er
órjúfanlegur þáttur í öll-
um nútímalegum menn-
ingarsamfélögum.
SKOÐUN
FAGFÓLK og neyt-
endur munu aldrei
verða sammála um hvað
sé mikilvægast í heil-
brigðiskerfinu.
Ýmsir neytendahóp-
ar telja það rétt sinn að
fá að vera með í ákvarð-
anatökum og mótun
heilbrigðisþjónustunn-
ar og víða erlendis eru
þessir hópar virkir í
heilbrigðispólitíkinni.
Neytendur heilbrigðis-
þjónustunnar fá æ
stærra hlutverk í
stefnumótun hennar og
eiga stjórnvöld hérlend-
is að ýta undir og hlúa
að aukinni þátttöku hagsmunaaðila.
Neytendurnir gera kröfu um að vera
virkir í samfélaginu þrátt fyrir fötlun
eða aðrar takmarkanir. Það er ekki
nóg að bjarga lífi heldur verður lífið
að vera þess virði að lifa því. Í augum
neytenda er nú jafnmikilvægt að eiga
þess kost að „lifa lífinu lifandi“ og að
bjarga lífi. Þar sem kostnaður við
heilbrigðiskerfið fer sívaxandi er nú
aðeins borgað fyrir lausnir sem þegar
hafa „sannað sig“ og krafan á alla
heilbrigðisþjónustu að hún sýni fram
á gildi sitt. Greina þarf alla þætti
þjónustunnar og þar skiptir að sjálf-
sögðu höfuðmáli hver er við stjórnvöl-
inn. Vegna tæknilegrar framþróunar
verða þau vandamál sem heilbrigðs-
starfsmenn fást við það flókin að eng-
in ein stétt ræður við þau. Því er
nauðsynleg samvinna hinna fjöl-
mörgu stétta, svo og neytandans.
Stéttir sem hafa hagsmuna að gæta
geta aldrei gert hlutlægt mat á eigin
vinnu, hvað þá á vinnu annarra í sama
geira, sérstaklega ef um samkeppni
er að ræða. Ef meta á árangur heil-
brigðisþjónustunnar verður það að
gerast af óvilhöllum aðilum sem að-
eins hafa hagsmuni neytendanna og
samfélagsins í heild að leiðarljósi.
Einnig þarf að gera út-
tekt á starfseminni utan
hins hefðbundna kerfis
til að greina vanda heil-
brigðiskerfisins; hvað
það ræður ekki við eða
hvað ekki stenst vænt-
ingar neytandans.
Fageinkenni sem
tengjast hinum hefð-
bundnu kvennastéttum
hafa ekki þótt eftirsókn-
arverð eða svarað kröf-
um vísindanna. Vísind-
unum var framan af
stjórnað af karlmönn-
um og hin viðurkennda
aðferðafræði mælir
ekki þá þætti sem
kvennastéttir fást aðallega við, s.s.
mannleg samskipti, umönnun og
þjálfun. Kvennastörf sem tengjast
mannrækt hafa haft lítið verðgildi, þó
svo að langrar þjálfunar og mennt-
unar sé krafist til þeirra starfa á sama
hátt og karlastéttanna. Þó svo að
margar kvennastéttir hafi tekið
karlastéttir sér til fyrirmyndar, s.s.
með lengdu námi, framhaldsnámi og
að þær hafi gerst vísindamenn, hefur
það á engan hátt skilað sér í auknu
verðmæti vinnu þeirra.
Umönnunarstéttir hefur skort góð
mælitæki sem sýna fram á árangur
og mikilvægi starfanna. Heilbrigðis-
kerfið er byggt í kringum hræðsluna
við að deyja, fá alvarlega sjúkdóma
eða hljóta fötlun. Samfélagið metur
hátt þær sérgreinar læknisfræðinnar
sem nota tæki og tól. Sjúkdómar
karla passa líka betur inn í, þar sem
tæki og tól eru notuð og heilbrigð-
iskerfið styður þetta mynstur. Það
kæmi ekki á óvart ef „tæki-og-tól-
nálgunin“ yrði fyrst einkavædd hér á
landi. Leysitækni og skurðaðgerðir
duga skammt þegar fengist er við
þreytu eða glæða þarf lífsneistann.
Að efla fólk, auka sjálfstraust þess,
eða að kenna því lífsleikni eru var-
anlegar aðgerðir sem oft lenda neðst í
forgangsröðinni. Einkavæðing ís-
lenska heilbrigðiskerfisins sem bíður
handan við hornið mun snúast um
tæki, skurðaðgerðir, „akkorð“ og
skjótar lausnir. Að breyta lífsstíl og
kenna fólki að taka ábyrgð á eigin
heilsu tekur tíma en skilar sér. Ef
skoðuð eru verðgildi læknisfræðinn-
ar, þá eru það iðnaðarmenn hennar
sem þéna mest, þar sem borað er,
skorið, sparslað, fjarlægt, skrapað, og
viðeigandi tæknikunnáttu beitt. Þetta
endurspeglar einungis gildismat sam-
félags okkar. Breyta þarf hugsunar-
hættinum, því fjölmargir neytendur
fá enga lausn í núverandi kerfi. Þótt
kostnaður ríkisins við heilbrigðiskerf-
ið sé í augum margra allt of mikill eru
þær tölur sem liggja á borðinu aðeins
toppurinn á ísjakanum. Ríkiskassinn
hefur ekki yfirsýn yfir það hve miklu
landsmenn eyða í lækningar sem ekki
eru niðurgreiddar af Tryggingastofn-
un. En tilvist þessara lækningaforma
helgast af því að það heilbrigðiskerfi
sem við höfum svarar ekki þörfum
neytendanna. Aukin þátttaka fulltrúa
hagsmunasamtaka er því nauðsyn-
legt innlegg í stefnumótun heilbrigð-
isþjónustunnar.
Konur og karlar –
vægi neytandans
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Heilsa
Umönnunarstéttir hef-
ur skort góð mælitæki,
segir Elín Ebba Ás-
mundsdóttir, sem sýna
fram á árangur og mik-
ilvægi starfanna.
Höfundur er forstöðum. geðd. iðju-
þjálfunar Lsp. – háskólasjúkrahúss
og lektor við HA.
Í UMBOÐI fjármála-
ráðherra f.h. ríkis-
stjórnarinnar starfar
svokölluð Þjóðlendu-
nefnd, verkefni hennar
er að lýsa kröfum um
mörk þjóðlendna, þeim
kröfum skilar hún til
óbyggðanefndar sem
úrskurðar um þær.
Þeim úrskurði er heim-
ilt að áfrýja til Héraðs-
dóms og áfram til
Hæstaréttar. Látum
því ekki stóryrði og
brigsl nokkurra tals-
manna landakröfu-
manna spilla fram-
kvæmd þjóðlendu-
laganna en sá vaðall sýnir glöggt
heimildaskort þeirra og rökþrot. Gef-
um því fólki vinnufrið sem hefur verið
falið það verkefni að vinna skv. mark-
tækum heimildum að framgangi
þeirra laga. Þau störf eru örugglega
unnin af ítrustu nákvæmni og sam-
viskusemi og í þeim störfum farið að
öllum viðeigandi lögum. Það er flest-
um kunnugt að kröfur í málum eru
ekki alltaf það sem verður endanleg
niðurstaða þeirra. Á meðan beðið er
fyrsta úrskurðar óbyggðanefndar,
geta þeir sem vilja, velt fyrir sér eft-
irfarandi orðum úr Jónsbók, lögbók
samþykkt á Alþingi árið 1281.
Tilv: ,,En svá skal þann eið sverja
at þat hefir ek heyrt, at
þar skilur mark á meðal
eignar bónda og al-
mennings eða afréttar.“
Það er einmitt verk-
efni óbyggðanefndar
skv. þjóðlendulögunum
að staðfesta mörkin
milli einka eignarlanda
og þjóðlendna (almenn-
inga, afrétta) eftir bestu
heimildum. Löngu
tímabært verk.
Skv. Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls
Vídalín er afréttur
Flóahreppa í almenn-
ingum, almenningsaf-
réttum fyrir ofan
Eystri-Hrepp (Gnúpverjahrepp).
Engir geðþóttagerningar lögmanna,
biskupa eða annarra, geta breytt al-
menningum, afréttum eða öðrum
landsvæðum utan einkaeignarlanda í
einkaeignarlönd hvorki þar né annars
staðar í Árnessýslu eða öðrum
sýslum og skiptir í því sambandi engu
máli hversu góðir og gegnir þeir
menn eru sagðir í þjóðarsögunni og
hvort einhverjum hafi tekist að þing-
lýsa landamerkjum jarða skv. þeim
bábiljugerningum. Þeir gerningar
voru sem og margir aðrir til þess ætl-
aðir að styrkja grundvöllinn fyrir
skattaáþján leiguliða, eins og margir
dómar sýna.
Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalín geymir ýmsar frásagnir
af valdníðslu og yfirgangi valds-
manna, bæði konungsþjóna og kirkju.
Margir aðrir Íslendingar hafa gert
þeim aldalanga yfirgangi ítarleg skil í
ótöldum bókum. Um aldir voru flest-
ar jarðir í Biskupstungum eign bisk-
upsstólsins í Skálholti og því hæg
heimatökin við alla ,,heimilda“-gerð.
Þegar mest var átti kirkjan um
helming allra jarða á Íslandi og hafði
af þeim gríðarlegar tekjur. Getum við
núlifandi Íslendingar sem búum í
réttarríki, rökstutt kröfur um einka-
eignarlönd með stuðningi við gamla
valdníðslugerninga?
Á 21. öldinni ætti engum að takast
að fá viðurkenningu íslenskra dóm-
stóla á kröfum sem byggðar eru á
þeim gerningum og þannig takist ein-
hverjum að hrifsa það sem skv. forn-
um lögum er þjóðareign, hálendi Ís-
lands.
Ekki hefur lengi verið betur
minnst setningar Alþingis á Þingvöll-
um og upphafs vorra laga, en með því
að staðfesta þá eign íslensku þjóðar-
innar með lögum frá Alþingi, stað-
festum af forseta Íslands, þjóðlendu-
lögunum.
Þjóðlendulög
Hafsteinn
Hjaltason
Höfundur er vélfræðingur.
Þjóðlendumörk
Getum við núlifandi
Íslendingar sem búum
í réttarríki, spyr
Hafsteinn Hjaltason,
rökstutt kröfur um
einkaeignarlönd með
stuðningi við gamla
valdníðslugerninga?
Gól fe fn i á st igahús
Ármúla 23, sími 533 5060