Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIRHUGUÐ íbúðabyggð
á landfyllingu í Arnarnesvogi
í Garðabæ mun ekki hafa bein
áhrif á fuglalíf í voginum, en
vogurinn, sem er hluti af
Skerjafirði, er á skrá Alþjóða-
fuglaverndarsamtakanna,
sem alþjóðlega mikilvægt
fuglasvæði. Þetta kemur fram
nýrri skýrslu Björgunar ehf.
og Bygg ehf. um mat á um-
hverfisáhrifum vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda, en
verkfræðistofan Hönnun hf.
annaðist gerð skýrslunnar.
Auk þessa kemur fram að
jarðfræði á svæðinu sé ekki
einstæð og fyrirfinnist víða
annars staðar og því verði
umhverfisáhrif minniháttar.
Í skýrslunni segir að fram-
kvæmdaraðili hafi ákveðið að
láta meta umhverfisáhrif fyr-
irhugaðrar landfyllingar enda
grunnsævi og fjörur í Arnar-
nesvogi á náttúruminjaskrá
og tillagan tilkynningarskyld
til Skipulagsstofnunar sam-
kvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum. Markmið
skýrslunnar er fyrst og
fremst að greina frá hugsan-
legum áhrifum landgerðar í
sjó á lífríki vogsins og íbúða-
byggðar á landfyllingunni á
samfélag Garðabæjar.
Hinn 31. október í fyrra var
undirrituð viljayfirlýsing um
samstarf milli framkvæmda-
aðila og Garðabæjar við upp-
byggingu 1.700 til 1.800
manna íbúðabyggðar í Arnar-
nesvogi, þar sem fyrir er
skipakví og iðnaðarsvæði. Í
yfirlýsingunni kemur m.a.
fram að Garðabær hafi rétt til
að heimila landfyllingu út í
Arnarnesvog að undan-
gengnu umhverfismati og
samþykktu deiliskipulagi af
svæðinu.
Tillaga að matsáætlun var
samþykkt af Skipulagsstofn-
un í nóvember í fyrra, en áður
hafði verið haft samráð við
umsagnaraðila auk þess sem
tillagan var kynnt á borgara-
fundi í september.
7,3 hektara landfylling
Síðan tillaga að matsáætlun
var lögð fram hefur tillaga að
landfyllingu í voginum tekið
nokkrum breytingum. Megin-
breytingin felur í sér breytta
lögun og styttingu á fylling-
unni, en fyrsti kostur fram-
kvæmdaraðila, kostur A, felur
í sér 7,3 hektara landfyllingu
út í voginn við iðnaðarsvæði
þar sem þegar er 2,7 hektara
landfylling. Alls yrði landfyll-
ingin því um 10 hektarar. Í
skjóli tanga nyrst á fyrirhug-
aðri fyllingu er gert ráð fyrir
smábátahöfn sem mun rúma
um 50 báta, en á svæðinu í
heild er gert ráð fyrir 1.725 til
1.840 manna íbúðabyggð.
Tveir aðrir kostir eru
kynntir í skýrslunni en í báð-
um tilvikum er um að ræða
stærri landfyllingu en í fyrsta
kosti framkvæmdaraðila. Í
kosti B er gert ráð fyrir 7,7
hektara landfyllingu og í kosti
C 9,6. Að auki er fjallað um
kost núll sem felur í sér upp-
byggingu svæðisins sam-
kvæmt aðalskipulagi.
Í skýrslunni segir að mis-
munur á umhverfisáhrifum
kostanna sé minniháttar og
felist aðallega í því aukna
svæði sem fara mun undir
landfyllingu í kostum B og C.
Framkvæmdum á að
ljúka árið 2007
Áætlað er að byggja svæðið
upp í nokkrum áföngum og
samkvæmt skýrslunni á gerð
landfyllingar að hefjast í lok
ársins 2003 og ljúka rúmlega
ári síðar. Gert er ráð fyrir að
árlega verði lóðir fyrir um 100
til 200 íbúðir tilbúnar og á að
byrja að byggja vestast á
svæðinu. Framkvæmdum á
síðan að ljúka um 2007 og eiga
þá um 750 til 800 íbúðir að
vera á svæðinu, þar af 150 til
200 íbúðir fyrir aldraða. Sam-
kvæmt þessari áætlun verður
heildarfjöldi íbúa á svæðinu
rúmlega 1.800 manns.
Hinn 1. desember 1999
voru íbúar Garðabæjar 7.928
talsins. Samkvæmt aðalskipu-
lagi Garðabæjar frá 1995 til
2015 er gert ráð fyrir innan
við 2% fjölgun íbúa í Garðabæ
á ári en með fyrirhugaðri
íbúðabyggð í Arnarnesvogi
má gera ráð fyrir að íbúaþró-
un fram til ársins 2007 feli í
sér 4 til 5% árlega fjölgun
íbúa í bænum. Samfara þessu
er talið að atvinnuþörf muni
aukist nokkuð umfram það
sem skipulagsáætlun geri ráð
fyrir en líklegt er talið að
hægt verði að mæta fjölgun
starfa yfir þetta tímabil þar
sem Garðabær er hluti af einu
stóru atvinnusvæði sem höf-
uðborgarsvæðið er.
Fyrirhuguð íbúðabyggð
kallar á aukningu í þjónustu-
störfum. Auka þyrfti þjónustu
við aldraða og þörf fyrir leik-
skóla- og grunnskólarými
mun aukast. Gert er ráð fyrir
nýjum leikskóla í fyrirhugaðri
íbúðabyggð og grunnskóla
neðan við Grundarhverfi í ná-
grenni svæðisins, sem mun
nýtast börnum á skólaaldri í
bryggjuhverfinu. Lítill þjón-
ustukjarni verður við inn-
keyrsluna í hverfið og munu
skapast nokkur störf við það.
Við smábátahöfnina verða
veitingahús ásamt húsnæði
fyrir aðra starfsemi.
Aukin umferð
Samkvæmt skýrslunni
breytist landnotkun á svæð-
inu miðað við skipulagsáætlun
bæjarins, sem gerir m.a. ráð
fyrir að núverandi iðnaðar-
svæði verði áfram nýtt sem
slíkt. Aðstaða til útivistar
mun breytast frá því sem nú
er, en gert er ráð fyrir lítilli
bílaumferð en mörgum opn-
um grænum svæðum og
göngustígum.
Umferð kemur til með að
aukast með fyrirhugaðri
íbúðabyggð, hvort sem um er
að ræða gangandi umferð,
bíla- eða bátaumferð. Þrátt
fyrir þetta er ekki gert ráð
fyrir að bryggjuhverfið eitt og
sér kalli á breytingar á um-
ferðaræðum í nágrenninu.
Samkvæmt skýrslunni munu
þeir sem búsettir eru næst
Vífilsstaðavegi helst finna fyr-
ir aukinni umferð. Þá er ekki
gert ráð fyrir að umferð smá-
báta verði mikil og til saman-
burðar er þess getið að í
smábátahöfn Snarfara í
Elliðavogi, sem sé 90 báta
höfn, séu sjaldan fleiri en 10
bátar hreyfðir á dag.
Eins og fram kom að ofan
segir í skýrslunni að jarðfræði
á svæðinu sé ekki einstæð og
eru umhverfisáhrif því talin
minniháttar. Fjara milli
Gálgahrauns og núverandi
landfyllingar er talin þó nokk-
uð merkileg og er lögð áhersla
á að vernda hana. Gróður er
ekki mikill á svæðinu en ráð-
gert er að fjarlægja hann all-
an.
Botndýralíf var kannað í
Arnarnesvogi en hluti svæða
botndýra mun hverfa undir
fyrirhugaða fyllingu. Niður-
stöðurnar voru bornar saman
við rannsóknir frá 1975. og
kom í ljós að fjölbreytni dýra
er mun meiri nú en var þá, en
engu að síður er talið að fjöl-
breytni sé víða mun meiri
annarsstaðar á landinu við
svipaðar aðstæður.
Vogurinn á skrá Alþjóða-
fuglaverndarsamtakanna
Fuglalíf er fjölbreytilegt í
Arnarnesvogi og hafa fugla-
talningar sýnt að hann er mik-
ilvægur dvalarstaður farfugla
á leið sinni yfir hafið, sérstak-
lega margæsar og heiðlóu.
Meira en 1% kviðljósu mar-
gæsarinnar hefur viðkomu í
voginum, sem hefur því gildi á
heimsvísu fyrir tegundina
samkvæmt alþjóðlegum skil-
greiningum. Vogurinn er á
skrá Alþjóðafuglaverndar-
samtakanna, sem alþjóðlega
mikilvægt fuglasvæði.
Í skýrslunni kemur einnig
fram að Arnarnesvogurinn er
orðinn einn helsti dvalarstað-
ur fugla á innnesjum á vet-
urna og er andalíf þar sér-
staklega ríkulegt og fer
vaxandi. Ekki er talið að fyr-
irhugaðar framkvæmdir muni
skerða það svæði sem fuglar í
voginum hafa til umræða að
undanskildu því svæði sem
fara mun undir fyrirhugaða
landfyllingu. Þá segir að bú-
ast megi við því að einhverjir
fuglar muni færa sig um set í
firðinum, í það minnsta tíma-
bundið, vegna ónæðis á fram-
kvæmdatíma.
Í skýrslunni voru áhrif
landfyllingar á sjávarstrauma
í voginum könnuð og kom í
ljós að þau eru minniháttar.
Hljóðstig mun breytast
varanlega með íbúðabyggð í
Arnarnesvogi og er reiknað
með því að við innstu hús í
Marargrund, sem næst eru
Vífilsstaðavegi, verði það yfir
viðmiðunarmörkum. Það mun
hinsvegar breytast með bygg-
ingu hljóðmana meðfram veg-
inum, segir í skýrslunni. Loft-
mengun í nágrenni Vífils-
staðavegar mun aukast á
næstu árum í samræmi við
aukna byggð á svæðinu. Engu
að síður er talið að hún verði
vel innan þeirra marka sem
sett eru í viðeigandi reglu-
gerðir um mengandi efni í út-
blæstri bifreiða.
Umferð báta takmörkuð
Í skýrslunni segir að við
hönnun á hverfinu hafi verið
lögð áhersla á að skerða sem
minnst útsýni úr nálægum
hverfum. Hins vegar er sagt
að ásýnd lands muni breytast
verulega með því að skipta út
iðnaðarhverfi fyrir íbúða-
byggð.
Fjallað er um sérstakar
mótvægisaðgerðir vegna
framkvæmdanna í skýrslunni.
Felast þær einkum í bættri
aðstöðu til útivistar, fleiri
göngustígum og manngerðum
opnum gróðursvæðum. Þá á
að koma upp fuglaskoðunar-
stað á landfyllingu. Umferð
báta verður takmörkuð við
dagtíma og þá verður fram-
kvæmdasvæðið girt af þannig
að aðliggjandi svæðum verði
hlíft við röskun og er þá sér-
staklega átt við fjöru neðan
svæðis. Þá var ákveðið að
snúa nyrsta hluta landfylling-
arinnar frá Gálgahrauni til
þess að lágmarka möguleg
áhrif á leirur og sjávarfitjar
við hraunið.
Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingar við Arnarnesvog í Garðabæ lögð fram
Hönnun hf.
Áætlað er að framkvæmdum vegna fyrirhugaðrar landfyllingar í Arnarnesvogi muni ljúka
árið 2007 og að um 1.800 manns muni búa á staðnum.
Byggðin ekki talin
hafa áhrif á fuglalíf
Töluverðar deilur hafa staðið yfir í Garðabæ vegna
áforma um að reisa um 1.800 manna byggð á landfyll-
ingu úti í Arnarnesvogi. Björgun ehf. og Bygg ehf. hafa
látið vinna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna
fyrirhugaðra framkvæmda og samkvæmt henni munu
þær hafa lítil áhrif á lífríkið á staðnum.
Garðabær
FYRIR liggur í borgarráði
Reykjavíkur og hjá bæjar-
ráðum Kópavogs, Hafnar-
fjarðar, Garðabæjar, Mos-
fellsbæjar, Seltjarnarness og
Bessastaðahrepps tillaga um
stofnun nýs fyrirtækis,
Strætó bs., sem ætlað er að
sjá um almenningssamgöng-
ur á svæðinu. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri
sagðist á blaðamannafundi í
gær gera ráð fyrir að tillagan
yrði samþykkt á næstunni og
þá myndi nýja fyrirtækið
hefja starfsemi 1. júlí nk.
Tillagan felur í sér að
Strætó taki yfir allan núver-
andi rekstur Strætisvagna
Reykjavíkur og Almennings-
vagna bs. Bæjarfélögin segja
að markmiðið sé að bæta
þjónustu og auka hag-
kvæmni en ljóst sé að al-
menningssamgöngur á svæð-
inu hafi lengi átt í vök að
verjast og þurft að mæta
fækkun á farþegum og aukn-
um tilkostnaði.
Auk þessa eru sveitar-
félögin að vinna að hugmynd-
um um að sameina þær tvær
almannavarnarnefndir sem
eru á höfuðborgarsvæðinu.
Samræmd gjaldskrá
Gert er ráð fyrir 8% hækk-
un fargjalda og að ný og
samræmd gjaldskrá á öllu
höfuðborgarsvæðinu taki
gildi 1. júlí nk. Þá eru einnig
uppi hugmyndir um að taka
upp rafrænt greiðslukerfi
með svonefndum smartkort-
um sem myndu þá einnig
gilda í sundlaugar á höfuð-
borgarsvæðinu. Þá verður
samræmt útlit á strætis-
vögnunum og sams konar
biðskýli og eru í Reykjavík.
Fyrsta verkefni stjórnar
Strætó bs. verður að endur-
skoða leiðakerfið og er gert
ráð fyrir að því verði lokið á
tveimur árum. Ekki er unnt
að framkvæma verkið á
styttri tíma þar sem það er
gríðarlega umfangsmikið,
kallar á nýjar skiptistöðvar
og hugsanlega breytingu á
gatnakerfi, að því er kom
fram á blaðamannafundin-
um.
Ekki lögbundið hlutverk
sveitarfélaganna
Sigurður Geirdal, bæjar-
stjóri Kópavogs, benti á að
það væri ekki lögbundið hlut-
verk sveitarfélaganna að
reka almenningssamgöngur,
að sveitarfélögin fengju ekki
styrk frá ríkinu til þess verk-
efnis heldur greiddu skatta
af rekstrinum til ríkissjóðs.
Ingibjörg Sólrún sagði að
nýja fyrirtækinu væri ætlað
að vera sameiginlegt afl höf-
uðborgarsvæðisins í viðræð-
um við ríkisvaldið með hvaða
hætti það komi að almenn-
ingssamgöngum á svæðinu
en eins og er kemur ríkis-
valdið ekkert að því máli.
Hún sagði enn fremur að rík-
issjóður fengi 150-200 millj-
ónir króna á ári vegna al-
menningssamgangna á
höfuðborgarsvæðinu gegnum
ýmis gjöld og skatta.
Þar kom einnig fram að
starfsfólk SVR og AV myndi
ekki missa vinnuna vegna
breytinganna. Þá hafa sveit-
arfélögin lýst yfir vilja til
þess að strætisvögnum verði
veittur forgangur í umferð-
inni.
Reykjavíkurborg
á 63,68% í Strætó bs.
Reykjavíkurborg á 63,68%
hlut í byggðasamlaginu
Strætó, Kópavogsbær
13,46%, Hafnarfjarðarbær
11,23%, Garðabær 4,60%,
Mosfellsbær 3,49% Seltjarn-
arneskaupstaður 2,66% og
Bessastaðahreppur 0,88%.
Eignarhlutföllin eru grund-
völluð á íbúafjölda 1. des-
ember sl. Nýja fyrirtækið
kaupir bifreiðaflota SVR af
Reykjavíkurborg á bókfærðu
verði, 308,4 milljónir króna.
Strætó bs. mun yfirtaka
réttindi og skyldur sam-
kvæmt samningi um til-
raunaverkefni um notkun
vetnisknúinna strætisvagna.
Sameiginlegur rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
Aukin þjónusta og
8% hækkun fargjalda
Höfuðborgarsvæðið