Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 55 STÚLKNASVEIT Melaskóla vann yfirburðasigur í stúlknaflokki á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um síðustu helgi. Melaskóli vann allar skákir sínar, 12 að tölu. Hólabrekkuskóli lenti í öðru sæti með 6½ vinning. Hamarsskóli kom þar rétt á eftir með 5½ v. og Austur- bæjarskóli varð í fjórða sæti. Sig- ursveit Melaskóla var þannig skipuð: 1. Hlín Önnudóttir 2. Hildur Hamíðsdóttir 3. Ingunn Jensdóttir 4. Dóra Sif Ingadóttir vm. Ásgerður Snævarr Það er ekki að efa að þessar stúlk- ur eiga framtíðina fyrir sér í skák- inni ef þær halda áfram á þessari braut. Liðsstjóri Melaskóla var Arn- grímur Gunnhallsson, sem hefur nú um árabil séð um skákþjálfun í skól- anum. Sveitir skólans hafa verið afar sigursælar undir stjórn hans og á hann mikið lof skilið fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem hann hef- ur innt af höndum við skákþjálfun barna og unglinga. Sveit Hólabrekkuskóla, sem hlaut silfurverðlaunin, var skipuð þessum efnilegu stúlkum: 1. Elsa María Þorfinnsdóttir 2. Eyrún Heiðarsdóttir 3. Agnes Eir Magnúsdóttir 4. Iðunn Eva Magnúsdóttir vm. Unnur Ósk Eggertsdóttir Hólabrekkuskóli var um langt árabil stórveldi á skáksviðinu og ljóst er á frammistöðu þessarar stúlknasveitar að enn er hlúð að skákinni í skólanum. Skákstjóri á mótinu var stórmeist- arinn Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands. Barna- og unglingastarf í skólum og taflfélögum hefur um árabil verið borið uppi af fáum einstaklingum, sem þó hafa sinnt sínu hlutverki af mikilli elju án þess að mikið hafi fyr- ir þeim farið. Þeir sem til þekkja vita hins vegar hversu mikil vinna liggur að baki árangri á þessu sviði – lík- lega meiri vinna en felst í nokkrum öðrum þætti skáklífsins hér á landi. Þrátt fyrir það er sjaldgæft að þeir sem mest og best vinna að barna- og unglingastarfi hljóti nokkra opin- bera viðurkenningu fyrir störf sín. Það er kannski tímabært fyrir skák- hreyfinguna að huga betur að þess- um hógværu burðarásum skáklífs- ins. Einn öflugur einstaklingur getur nefnilega gert kraftaverk í þjálfun barna og unglinga eins og hefur sýnt sig á undanförnum árum. Madonna metnaðarfull í skákinni Það eru ekki eingöngu íslenskar skólastúlkur sem eru metnaðarfullar í skákinni. Söngkonan Madonna er vön því að vera í fyrsta sæti á vin- sældalistunum og það vill hún einnig vera þegar hún sest við skákborðið. Þetta kann að koma ýmsum á óvart, því í huga sumra er fátt fjarlægara en glæst líf stórstjarnanna annars vegar og að sitja við skákborðið í þungum þönkum hins vegar. Eigi að síður er það staðreynd að Madonna teflir og hefur meira að segja orðið sér úti um skákþjálfara, því hún sættir sig ekki við neitt hálfkák í þessum efnum fremur en öðrum. Þess má reyndar geta að fleiri þekktar stjörnur tefla og sumar þeirra fara ekki í ferðalög öðruvísi en að hafa taflborðið með sér. Fyrir nokkru birtist í Sunday Times grein um þau hjónakorn Ma- donnu og Guy Ritchie. Þar kemur fram að Skotlandsmeistarinn Alan Norris hefur verið með þau skötuhjú í skákþjálfun, þótt Alan neiti að gefa nokkrar upplýsingar um það hvort þeirra standi sig betur í baráttunni á borðinu. Madonna veit hins vegar hvað hún syngur og ekki kæmi á óvart þótt innsæið brygðist henni ekki í skákinni fremur en tóneyrað þegar hún semur smellina sína. Í greininni segir að greinilega sé vax- andi áhugi á skák meðal þekktra tónlistarmanna og kvikmynda- stjarna. Ný rússnesk skákstjarna Hin 16 ára gamla Alexandra Kosteniuk er einhver efnilegasta skákkona Rússlands um þessar mundir. Hún er með yfir 2.400 skák- stig, er stórmeistari kvenna og al- þjóðlegur skákmeistari. Evgeny Bebchuk, skólastjóri Skákskóla Moskvu, fjallaði nýlega um þessa hæfileikaríku stúlku á vefsíðu FIDE, alþjóðlega skáksambandsins. Fyrir utan mikla skákhæfileika hef- ur hún staðið sig vel í námi og nýtur dyggrar aðstoðar fjölskyldu sinnar bæði í skákinni og náminu. Evgeny rifjar upp fyrstu kynni sín af Alex- öndru við skákborðið, en þá var hún tólf ára gömul. Þau tefldu hraðskák og þótt umhugsunartíminn væri stuttur náði Alexandra að finna end- urbót á taflmennsku fléttumeistar- ans Rudolfs Spielman í skák sem hann hafði teflt þremur aldarfjórð- ungum fyrr. Munurinn var sá að Spielmann hafði hugsað sig um í 25 mínútur, en það tók Alexöndru innan við tvær mínútur að finna endur- bótina. Það er greinilegt að Evgeny bindur miklar vonir við framtíð Alexöndru í skákinni. Stúlknasveit Melaskóla sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita SKÁK S k á k s a m b a n d Í s l a n d s 1.4. 2001 ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA – STÚLKUR Daði Örn Jónsson Alexandra Kosteniuk Madonna Sigursveit Melaskóla. Aftari röð frá vinstri: Ragna Ólafsdóttir skóla- stjóri, Ásgerður Snævarr, Dóra Sif Ingadóttir, Ingunn Jensdóttir og Arngrímur Þór Gunnhallsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Hlín Önnudóttir og Hildur Hamíðsdóttir. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA *MOIST* rakakremið byggir upp, styrkir og nærir húðina. Þú ert örugg með BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18 Nú er síðasti hlekk- ur móðursystkina minna brostinn. Látinn er Bjarni Ingibergur Sigfússon. Bjarni fæddist á Syðri-Brekkum árið 1916 en afi og amma bjuggu þar frá 1904 og var tvíbýli á bænum. Um haustið 1917 brennur bærinn og urðu afi og amma að búa um sig í fjárhúsum með sjö börn sem þau áttu þá og í janúar 1918 missa þau Sigurð son sinn, 19 ára að aldri. Þessi ár voru einhver hörðustu sem komu á síðustu öld. En þrátt fyrir fátækt og mikla erfiðleika tókst ömmu og afa að glæða hjá börnum sínum sérstaka bjartsýni og trú á líf- ið sem mótaði lífsviðhorf þeirra alla tíð. Eflaust hefur reynsla þeirra þegar bærinn brann 1917 fært þau nær hvert öðru en mér er í barns- minni hvað systkinin voru samhent og samkennd þeirra mikil. Þessum eiginleikum miðluðu þau svo til okkar afkomenda sinna. Afi og amma flytja að Hofi á Höfðaströnd um vorið 1918 og í ágúst eignast þau dreng sem þau skíra Sigurð. Að Gröf flytjast þau 1921. Bjarni elst upp í glaðværum hópi systkina sem eftir þetta eru kölluð Grafarsystkin. Bjarni vandist öllum störfum til sveita og var sá harðduglegasti maður sem ég hef séð vinna, sama að hverju hann gekk. Við Agnar vorum í sveit hjá ömmu og afa til 1941 en það ár deyr amma og Bjarni tekur við búinu. Hann, ásamt Ólafi Jónssyni og Svan- hildi systur hans, keypti jörðina 1937 og byggðu tveggja íbúða hús 1938 og eftir það er tvíbýli í Gröf. Bjarni festi ráð sitt 1943, eignaðist einstaklega góða konu, Gunnlaugu Stefánsdóttur frá Gautastöðum í Fljótum, en hún var í vist hjá mömmu og Árna Jóhannsyni á Siglufirði þegar þau kynntust. Við Agnar vorum í sveitinni hjá Bjarna og Laugu til ársins 1945. Á ég bjartar minningar um þessi ár. Bjarni var vinnuharður og gekk að öllum störfum með miklum krafti. Eitt sinn vantaði nýmeti. Bjarni rauk niður í Grafargerðisgil og beitti nokkra stokka af línu. Hann tók svo Agnar með sér og lögðu þeir línuna af árabát sem hann átti. Ég var að sniglast í fjörunni og fylgjast með en þeir voru rétt fyrir utan víkina. Agnar, sem seinna varð sjómaður, varð sjóveikur og setti Bjarni hann í land og sagði honum að sækja hest og kerru undir aflann og tók mig með sér á sjóinn. Dró hann svo lín- una sem var með heilmikinn fisk. Agnar kom svo með kerruna og um kvöldið var mikill fiskur á hlaðinu í Gröf. Þetta var minn eini línuróður og á ég hann Bjarna að þakka. Hann átti til að hringja í Grafargerðis- bændur eftir kvöldmat í góðu veðri og biðja þá að mæta niður í gil og taka nokkur fyrirdráttarköst. Ég man eftir ágætisveiði eitt sinn og eftir að aflanum hafði verið skipt í þrjá staði lá stór sjóbirtingur í fjör- unni. Bjarni brá hnífi á fiskinn og skipti honum í þrjá hluta. Í Graf- BJARNI INGIBERGUR SIGFÚSSON ✝ Bjarni Ingiberg-ur Sigfússon fæddist á Syðri- Brekkum í Blöndu- hlíð í Skagafirði 21. júní 1916. Hann and- aðist á Landspítalan- um 29. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 5. apríl. argerði var þá tvíbýli, skipta ætti afla rétt. Í þessu fólst mikil kennsla fyrir okkur strákana. Bjarni átti afbragðs- góða hesta, ég man sér- staklega eftir Bjarna- brún, hann var stór og ofsaviljugur, aldrei fékk ég að ríða á hon- um, okkur var bara treyst á þægari hesta. Bjarni hafði mikla og bjarta söngrödd, í Gröf var mikið sungið. Eftir að síminn kom áttu þeir það til Bjarni og vinur hans, Gísli á Sleytustöðum, að syngja í símann og Bjarni spilaði þá gjarna líka á munnhörpu og öll sveitin lá á hleri. Þetta voru yndisleg ár. Eftir að Jónína fæddist átti Lauga til að kalla á mig og láta mig passa hana seinni part dags svo hún gæti farið í heyskapinn með Bjarna, afa og Agn- ari sem að sjálfsögðu var miklu dug- legri en ég. Það urðu breytingar árið 1946, þá deyr afi og við fórum ekki í sveitina um sumarið, fórum að vinna á Sauð- árkróki hjá Sigurði bróður Bjarna sem þá var búinn að hasla sér völl þar við byggingaframkvæmdir. Þar urðu miklar breytingar, stofnaður Gagnfræðaskóli og Iðnskóli og bær- inn fékk kaupstaðarréttindi 1947. Íbúum fjölgaði og fólk vantaði til starfa. Bjarni selur Ólafi sinn hluta jarðarinnar 1947 og flytur til Sauð- árkóks. Byggðu þau Lauga fallegt hús að Hólavegi 13, þar sem heimili þeirra stóð, öllum opið og sama gest- risnin og var í Gröf. Bjarni vann hjá Sigurði bróður sínum, fyrst við byggingavinnu og síðan verslunar- störf. Til Reykjavíkur flytja þau árið 1966 og kaupa hús á Sogavegi 100, það var alltaf gaman að heimsækja þau, tekið var á móti manni með veisluborði fyrirvaralaust. Vissulega hefðu þær heimsóknir mátt vera fleiri því alltaf var gaman að hitta Bjarna og rifja upp árin í Gröf. Bjarni og Lauga áttu góð ár í Reykjavík. Hann stundaði verslun- arstörf og hún vann auk þess utan heimilis. Þau höfðu gaman af að ferðast og fóru margar ferðir til sól- arlanda með vinum sínum. Milli Grafarsystkinanna var alla tíð mikið og kærleiksríkt samband. Höfum við niðjar þeirra reynt að halda því við með ættarmóti á fimm ára fresti. Nú eru það börnin okkar sem fyrir þeim standa. Í sumar er ætlunin að hittast í Reykholti, þar mun Bjarna verða saknað. Ég vissi af veikindum Bjarna og að hann var að berjast við ólæknandi sjúkdóm. Ég kveð frænda minn með sökn- uði, hann kenndi mér og Agnari bróður mínum ungum að vinna og var fyrirmynd í leik og starfi. Fyrir það og margar ánægjustundir vil ég nú þakka. Ég kveð Bjarna með ljóðlínum sem ortar voru í minningu föður hans, Sigfúsar Hanssonar: Minn kæri vinur, ég þakka þér. Ég þakka tímann sem liðinn er, já, þökk fyrir gleði og gaman. Máske við hittumst á himneskri strönd og hleypum þar fáki um sólskinslönd, þá skulum við syngja þar saman. (Árni Jóhannsson.) Við Auður sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Sverrir Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.