Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 51 fullt af fólki. Það var eins og því væru engin takmörk sett hve margir gátu komist fyrir þar og okkur fannst þetta allt ofur eðlilegt. Það hafði líka einhvern veginn æxlast þannig að þegar fólk fór fram á heið- ina smalaði afi öllum inn í kaffi og alltaf var amma tilbúin til að gefa öllum kaffi og með því. Afi var vin- sæll maður og það virðist sem allir hafi þekkt hann enda mjög félags- lyndur og einstaklega hress í við- móti. Hann var svona maður sem fólk hafði gaman af að hitta. Hann var duglegur, orðheppinn, hress, fljótfær og fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hann. Hann hafði manna mest gaman af því að segja frá þeim óhöppum sem hann varð fyrir og gerði grín að sjálfum sér. Ég held að hann hafi ekki haft neitt sérstaklega gaman af okkur barna- börnunum sem ungabörnum en um leið og við fórum að stálpast og hann gat farið að spjalla við okkur og spyrja frétta fannst honum gaman að okkur. Við systkinin minnumst margs nú þegar þessar línur eru skrifaðar. Einhvern tíma þegar við systkinin dvöldum hjá þeim á Hrappsstöðum var undirrituð látin passa Bigga frænda okkar en hann var þá trúlega á bilinu eins til tveggja ára. Það höfðu allir farið út að vinna eitthvað og einhver þurfti að passa drenginn inni í húsi. Stína hafði nú ekki mikið vit á börnum og þurfti drengurinn endilega að gera stórt í buxurnar sínar og varð barnapían alveg hreint skelfingu lostin þegar afi kom til bjargar. Hann tók drenginn og skellti honum í sturtuna og smúlaði hann hraust- lega. Biggi greyið grenjaði náttúr- lega einhver ósköp þar sem þetta hefur að öllum líkindum ekki verið þægilegt og barnapían grenjaði ekki minna yfir öllum látunum. Þegar verkinu lauk kippti afi stráknum undan og sagði: „Hana, sett’ eitt- hvað á hann,“ og málið var afgreitt. Ekki veit ég hvort hann var vanur í bleiuskiptunum en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi jafnvel verið hans fyrstu líka. Eins og áður segir fylgdist hann vel með því sem gerð- ist í kringum hann og honum fannst mikil eftirsjá í gamla góða sveita- símanum. Honum fannst hann hreinlega aldrei frétta neitt eftir að sjálfvirka símkerfið var sett á í sveitinni. Eitt sinn sá hann að Ragn- ar á Kolugili hafði velt bílnum sínum í heimreiðinni á Kolugili og hafði hann miklar áhyggjur af því hvort eitthvað hefði komið fyrir Ragnar. Hann hringdi aftur og aftur í Kolu- gil en það var alltaf á tali. Þegar Steini og Gunnar komu inn nokkrum klukkutímum seinna fór afi að tala um þetta við þá og fannst skrítið hvað þau á Kolugili gátu talað mikið í símann. Þau væru bara búin að vera í símanum alveg frá því að bíll- inn valt. Við nánari athugun kom síðan í ljós að afi hafði allan tímann verið að hringja í sitt eigið númer þannig að þetta var ekki skrítið. Svona var hann afi. Við gætum endalaust haldið áfram með sögurn- ar af honum afa en látum hér staðar numið og þökkum þær minningar sem við eigum um hann. Við eigum eftir að minnast afa með hlýhug og segja börnum og barnabörnum okk- ar frá afa á Hrappsstöðum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kristín og Gunnar Þorgeirsbörn. Þeim fækkar óðum gömlu félög- unum úr Víðidalnum. Nú er minn gamli félagi, Tryggvi frá Hrapps- stöðum, fallinn frá. Við svona fréttir renna um huga manns minningar frá fyrri tímum. Þegar við Tryggvi vorum ungir, voru ófáar þær stund- irnar sem við eyddum saman við leik og störf. Tryggvi var ákaflega eft- irminnilegur maður, hann var fullur af lífsgleði og orku. Mikill gleðigjafi og aldrei nein ládeyða í kringum hann. En þrátt fyrir húmor hans og kátínu var Tryggvi undir niðri al- vörumaður, hafði gaman að ræða hin alvarlegustu mál. Við sveitastrákarnir, sem ólumst upp þegar mæðiveikiplágan gekk yf- ir og lagði heilu sveitirnar nánast í rúst, fórum ekki varhluta af þeirri röskun er varð á lífi fólks. Í þeim sveitum sem plágan fór verst með sá margt unga fólkið enga framtíð og flutti burt til annarra starfa, oft á tíðum allslaust. Tryggvi sýndi þá eins og endranær áræðni og dugnað, hann hóf búskap. Lánið lék við hann, kaupakona kom í sveitina og eins og fyrri daginn var hann ekki lengi að hugsa sig um, hann fastnaði sér hana, eða hún hann. Þetta varð þeim mikið gæfuspor, samhent byggðu þau sér heimili á Hrappsstöðum, eignuðust stóran barnahóp sem varð þeirra ríkidæmi. Tryggva lá hátt rómur, ég minnist þess þegar hann var vinnumaður á næsta bæ, þá glumdi sveitin af hlátrasköllum og fyrirskipunum frá honum í kvöldhúminu á bökkum Víðidalsár. Það var okkur unga fólk- inu notaleg tilfinning og tilhlökkun- arefni að bíða næstu hegar og eiga von á að geta tekið hesta okkar og látið galskapinn ráða. En einhvern veginn var það nú svo, að okkar mati, að oftast rigndi virka daga en þurrkur um helgar, svo lítið varð úr fyrirhuguðum fríum og útreiðar- túrum. Tryggvi átti afburðagóðan klárhest, frekar smáan en skarpvilj- ugan. Þeir voru um margt líkir félagarnir, það gustaði af þeim og þeir fóru mikinn þegar sá gállinn var á. Tryggvi var mikill vinur okkar á Auðunarstöðum og ætíð aufúsugest- ur. Víðidalurinn hefði verið svip- minni ef Tryggva hefði ekki notið við. Því miður urðu samverustundir okkar Tryggva strjálli eftir að hann flutti úr Víðidalnum, þó kom hann nokkrum sinnum til okkar hjónanna er hann var á ferð, þá var mikið spjallað og hlegið eins og áður fyrr. Við hjónin þökkum ánægjulegar stundir og sendum Guðrúnu og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Gunnar Guðmundsson. Sumarið 1964 komum við félagar ásamt kunningja okkar niður af Arnarvatnsheiði að Hrappsstöðum í Víðidal. Hann þekkti þar nokkuð til og var því ákveðið að staldra þar við. Þegar við komum að bænum stóðu framkvæmdir yfir og var verið að steypa undirstöður skemmubygg- ingar. Steypumót höfðu gefið sig og því nokkur vandkvæði á ferðum. Við félagarnir tókum því til hendinni og aðstoðuðum við að bjarga málum. Að því loknu var okkur boðið til há- degisverðar. Varð þetta upphaf að löngum kynnum við Tryggva og hans stóru fjölskyldu. Dvöldum við síðan í nokkra daga á hverju hausti á Hrappsstöðum og stunduðum rjúpnaveiðar auk þess sem við litum inn þegar við áttum leið um á öðrum árstímum. Nutum við þar frábærrar gestrisni húsráðenda, Tryggva og Guðrúnar. Er margs að minnast frá þessum ferðum og ekki síst af kynn- um okkar af þessum ágætu hjónum og börnum þeirra. Tryggvi var góð- ur vinur vina sinna, hann var ræðinn og skemmtilegur og hafði skoðun á flestu. Hann var ósérhlífinn dugnað- arforkur og er það ekki lítið afrek í sjálfu sér að ala upp stóran barna- hóp á heldur kostarýrri jörð. Sam- eiginlega tókst honum og Guðrúnu sérlega vel til og hafa þau tvímæla- laust átt góðu barnaláni að fagna. Þegar Tryggvi átti leið til Reykja- víkur leit hann venjulega inn hjá okkur og stundum gisti hann. Hann var ævinlega aufúsugestur. Að leið- arlokum viljum við þakka Tryggva áratuga vináttu og biðjum honum blessunar. Guðrúnu, börnum og öðr- um ættingjum sendum við samúðar- kveðjur. Hallgrímur og Örn. Nútíminn með allri sinni fjölmiðl- un og samgöngutækni stuðlar að því að þurrka út sérkenni okkar. Skól- arnir kenna öllum eftir sömu nám- skránni, fréttastofur flytja okkur sí- endurteknar fréttir, matreiddar á svipaðan máta, tíska og siðir berast til afskekktra staða á ótrúlega skömmum tíma. Þrátt fyrir þetta verðum við ekki öll eins – sem betur fer. Sumir ná því að standa af sér áreiti samtímans, ganga götu sína ótrauðir á eigin forsendum og laga framgöngu sína ekki að ríkjandi stíl nema að því marki sem þeim sjálfum hentar. Þeir sem voru svo lánsamir að fæðast snemma á liðinni öld, í hinu rótgróna og íhaldssama sveitasam- félagi á Íslandi, lifðu að vísu æsku sína og mótunarár við önnur skilyrði og hafa þess vegna ef til vill betri forsendur til að halda í sín persónu- einkenni. Tryggvi Björnsson var í þeim hópi. Fæddur á Hrappsstöðum í Víðidal, sveitabæ við jaðar hinna víðlendu húnvetnsku heiða, þar sem hann síðar á ævinni átti eftir að stjórna fjárleitum áratugum saman. Hann fæddist inn í heim sem kalla má að væri án véla og tækni. Hand- verkfæri, sem nú þykja harla fábrot- in, og líkamsaflið var það sem lífs- afkoman varð að byggjast á. Þessi heimur var án síma og útvarps og einnig að mestu án nothæfra ak- vega. Þetta var tími orfsins, hríf- unnar og torfljásins, tími olíulamp- ans og sjálfsþurftarbúskaparins. Flestir bændur voru fátækir, sparn- aður og nýtni sem nú á dögum þætti brosleg sérviska var þar sjálfsögð dyggð. Þrátt fyrir allt þetta tók ég svo til orða að þeir sem fæddust inn í hinn harða heim þessara ára hefðu verið lánsamir. Það segi ég vegna þess að fáir munu þeir, ef nokkrir, sem lifað hafa svo miklar framfarir og breytingar og fengið að sjá og reyna jafnmargt nýtt. Þegar ég kynntist Tryggva fyrst, vegna fjölskyldutengsla okkar, var hann fullorðinn og fullmótaður mað- ur. Bóndi á Hrappsstöðum með hratt stækkandi fjölskyldu og ekki auður í búi. Dugnaðurinn og ein- beitnin var svo samgróin fasi hans og framgöngu að maður skynjaði þessa eiginleika hans jafnvel án þess að sjá hann taka til hendi. Það þurfti ekki löng kynni til að sjá og heyra að þarna fór maður sem ekki lét aðra segja sér fyrir verkum og var óhræddur við að koma til dyranna eins og hann var klæddur. Með öðr- um orðum einn þeirra sem ekki lét ríkjandi viðhorf og viðurkenndan stíl ráða framgöngu sinni. Hann kunni vel þá list að ræða við gesti og gangandi og láta segja sér það sem hann langaði að vita án þess að vera ágengur í spurningum. Tryggvi var ræðinn vel og beitti röddinni djarf- lega og lét það ekkert á sig fá þó að framburður hans félli ekki að hinu staðlaða framburðarkerfi tungunn- ar. Hann skrollaði á errunum og bókstafurinn þ varð í sumum tilfell- um að áberandi h-hljóði. Seinna kynntist ég því að fárra stunda naut Tryggvi betur en þeirra þegar hann gat setið í rólegheitum og rætt við fólk. Hann sjálfur góður sögumaður, stálminnugur og ná- kvæmur og kunni ótrúlega góð skil á mönnum og málefnum í sínu heima- héraði og reyndar víðar. Flestar voru frásagnirnar um búskap og störf þau og ferðalög sem honum tengdust. Þá fengu þeir, sem „ekki nenntu að vinna“ – eins og hann orð- aði það – eða urðu heylausir ár eftir ár, ekki háa einkunn. Frásagnir Tryggva voru oft tímasettar af ná- kvæmni og þá notaði hann jafnan aðrar viðmiðanir en nú er tíðkað. At- burðir gerðust gjarna í 15. viku sum- ars eða 8. viku vetrar en ekki í júlí eða nóvember eins og við myndum segja. Tryggvi var fljótur að kynnast fólki sem honum líkaði við og fylgd- ist vel með högum kunningja sinna, líka þótt vík yrði milli vina. Kunn- ingjahópurinn varð fjölmennur á langri ævi en ég hef það á tilfinning- unni að hinir hafi líka verið margir sem hann langaði ekkert að kynnast. Einhver kynni að halda af því sem að framan er skráð að Tryggvi hafi verið opinskár maður og einlægur. Fjarri lagi er það. Hann hafði um sig trausta brynju eða skel og það sem þar var fyrir innan var ekki til sýnis. Persónulegar tilfinningar voru ekki til umræðu og sáust ekki utan á skelinni. Sjálfsagt hafa hans nánustu eitthvað fengið að vita um það sem var innan við skelina, aðrir ekki. Ég held að viðhorf Tryggva, hans hversdagsheimspeki – hafi verið eitthvað á þessa leið: Maður verður að standa sig og hjálpa sér sjálfur, ekki gera aðrir það. Það sem þarf að gera það gerir maður auðvitað og fjasar ekki um það þó það sé bölvað. Ég var fyrir skömmu staddur á málþingi þar sem verið var að gefa bændum góð ráð. Fyrirlesarinn sagði eitthvað á þá leið að þegar nýj- an vanda bæri að höndum í bú- rekstrinum væri jafnan um tvær leiðir að velja, að strita meira eða að hugsa málið og leysa það með nýjum aðferðum. Ég held að Tryggvi hefði án umhugsunar valið fyrri kostinn og stritað kappsamlega. En þessi kappsfulli starfsmaður gat líka brugðið sér í önnur gervi ef á þurfti að halda. Eitt dæmi um það er mér minnisstætt. Það var fyrir nokkrum árum í brúðkaupi Inga sonar hans, þess yngsta í systkina- hópnum. Þar var Tryggvi svaramað- ur sonar síns og mætti í kjólfötum í kirkju og veislu svo sem nú tíðkast. Fas hans og öll framkoma var þar með þvílíkri reisn að ókunnugir hefðu mátt halda að þar væri á ferð virðulegur embættismaður eða stjórnarformaður stórfyrirtækis sem klæddist kjólfötum a.m.k. einu sinni í viku. Þannig var Tryggvi: Það sem gera þarf, það geri ég. Þegar starfsdeginum var lokið og heilsan fór að bila urðu þessum starfsama ákafamanni dagarnir stundum langir. Tryggvi las mikið meðan heilsan leyfði, þjóðlegan fróð- leik og ævisögur mestan part og svo notaði hann hljóðsnældur þegar hann get ekki lengur lesið sjálfur. Minnið og lifandi áhugi á mönnum og málefnum entist honum vel og fram undir það síðasta voru viðræð- ur við fólk kærkomin dægradvöl, einkum ef gesturinn gat sagt skemmtilega sögu af einhverjum sem báðir þekktu eða ef hægt var að setja fram flókna samsæriskenningu um framvinduna í pólitík dagsins. Meðan ég skrifa þessar línur verður mér öðru hvoru hugsað til þess hvað hann Tryggvi mágur minn myndi segja ef hann gæti litið yfir öxl mína og séð hvað ég er að gera. Ég held að ef hann gæti enn þá beitt sinni sterku og sérstæðu rödd, myndi hann ávarpa mig eitt- hvað á þessa leið: „Hva, hefur þú ekkert þarfara að gera en að setja saman einhverja rollu um mig. Ég held þú ættir að hætta þessu og snúa þér að einhverju þarflegra.“ Stóru fjölskyldunni hans Tryggva frá Hrappsstöðum sendi ég kveðjur og gleðst yfir því að mega deila með þeim minningunni um þann sér- stæða atorkumann. Sigmar Ingason. Tryggvi Björnsson, fyrrverandi bóndi á Hrappsstöðum í Víðidal, hef- ur lokið jarðvist sinni. Ekki kom lát hans á óvart. Hið mikla þrek og lífs- gleði, sem höfðu einkennt hann, voru þrotin og hann gat kvatt, sáttur við guð og menn eftir mikið og gott ævistarf. Tryggvi var elstur tíu systkina, sem öll fæddust og ólust upp á Hrappsstöðum við skilyrði, sem þá þóttu sjálfsögð – mikla vinnu og ýtr- ustu nægjusemi. Það voru forréttindi að alast upp á næsta bæ við þetta ágæta fólk. Samhjálp var mikil milli bæjanna og var Víðidalsáin sjaldan þröskuldur í þeim efnum. Tryggvi tók við búi af foreldrum sínum árið 1946 og bjó þar alla sína búskapartíð ásamt sinni góðu konu, Guðrúnu Ingibrektsdóttur. Eignuð- ust þau átta mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin. Vænlegt þótti að koma börnum og unglingum í sum- arvist og jafnvel lengur til þeirra hjóna og var það þeim góður skóli. Tryggvi var mikill forkur til vinnu og ákafamaður afskaplegur við öll verk. Hann var meðalmaður á hæð, en í engu öðru. Þéttvaxinn var hann og vasklegur, hreyfingar allar hvat- legar og djarfmannlegar, hann fór hvergi með veggjum, röddin lá hátt og einstaklega gat hann verið orð- heppinn. Hann var félagslyndur og fór aldrei einn á mannþingum. Fólk sóttist eftir návist hans, enda fylgdi honum gleði og kátína. Bæði voru þau hjón einstaklega gestrisin og alltaf beið veisluborð gesta, þótt óvænt kæmu, en gestagangur var mikill á Hrappsstöðum. Persónuleg kynni okkar Tryggva hófust, er ég kom til starfa, að loknu námi, í mína heimasveit. Áður en ég flutti norður frétti hann, að mig vantaði bíl um stundarsakir. Gerði hann mér þá orð um, að mér væri velkomið að fá lánaða nýjan Land- rover, sem hann var nýbúinn að kaupa. Þáði ég hans góða boð með þökkum, en undraðist það traust, sem hann sýndi mér ungum og óreyndum. Var þetta upphafið að ævilöngum vinskap, sem aldrei bar skugga á. Naut ég og fjölskylda mín ávallt góðvildar hans og meðfæddr- ar greiðasemi. Nær ávallt hafði hann boðið mér aðstoð, áður en ég hafði beðið hennar. Slíkt var næmi hans á þarfir vina sinna og ekki er Guðrún síðri í þeim efnum. Eldri sonur minn var á Hrappsstöðum nokkur sumur og eignaðist þar sitt annað heimili og er síðan sem einn af fjölskyldunni. Margt skemmtilegt og minnis- stætt gerðist í samskiptum okkar Tryggva. Væri það efni í að minnsta kosti hálfa bók. Fyrir um 35 árum síðan átti Tryggvi kú, sem lék það tvö ár í röð, að þykjast ekki geta borið fyrr en hún heyrði í bílnum mínum koma upp heimreiðina. Þá skaut hún úr sér kálfinum og var hin glaðasta, er ég kom í fjósið, en Tryggvi öllu síður í seinna skiptið. Á þriðja árinu hafði ég flutt með fjöl- skylduna á fæðingarbæ minn, Bakka. Var nú skammt milli vina, en vetur harður og vegir torfærir. Í skammdeginu svartasta bað Tryggvi mig að fara helst ekki úr fötum því óðum styttist í burð kýr- innar gamansömu. Reyndi ég að fara að óskum hans. Síðla kvölds á jólaföstunni heyrðist vélardynur mikill nálgast bæinn. Á næstu mín- útum steyptist Tryggvi inn um dyrnar og bað mig vera snaran – kýrin hafði streist við að bera síðan um miðjan dag og greinilega þyrfti hún minnar aðstoðar. Nauðsynleg- ustu tól og tæki voru gripin og á dráttarvélinni geystumst við af stað yfir fönn, hjarn og ísilagða Víðidals- ána. Hin sígilda keðja á hægra aft- urhjóli vélarinnar olli ýmsum auka- sveiflum og hringsnúningum á ísnum, en í hlaðið renndum við sigri hrósandi. Í fjósdyrunum mættum við Guðrúnu, sem á sinn hægláta máta tjáði okkur að kýrin hefði bor- ið rétt í þessu. Ekki veit ég hvað hin hamingjusama kálfsmóðir hugsaði, er hún sá húsbónda sinn ærast á stéttinni við hliðina á glaðlegum dýralækni, en hún lét það ekki raska hamingju sinni. Ég mun ávallt minnast Tryggva með tregabundinni gleði. Hann var skært ljós í drunga hversdagsleik- ans. Ég votta Guðrúnu, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabörnum samúð mína. Egill Gunnlaugsson. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.