Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Körfuknattleiksmót í Grafarvogi Úrslitaleikir í 8. flokki drengja Í DAG kl. 17 hefst úr-slitakeppni áttundaflokks drengja í körfuknattleik. Keppnin stendur í tvo daga og leik- irnir fara fram í Íþrótta- miðstöðinni í Grafarvogi. Pétur Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, hefur um- sjón með mótinu. „Þetta er fjórða fjölliðamótið á vetr- inum í Íslandsmóti í körfu- knattleik,“ sagði Pétur. – Hverjir eru taldir sig- urstranglegastir nú? „Fjölnisstrákarnir hafa unnið tvö af þremur þess- um mótum hingað til og koma sterkir til keppni. Fyrirfram er búist við að aðalkeppnin verði á milli þeirra og KR en nýliðarnir í A-riðli eru KFA/Akra- nes, það má ekki vanmeta þá, þeir hafa unnið alla sína leiki í vetur en þeir byrjuðu í D-riðli.“ – Er þetta mikið mót sem fram fer í dag? „Helmingur mótsins fer fram í dag og á morgun hefst það klukk- an níu og lýkur með leik Fjölnis og Þórs klukkan 13. Við ætlum að vera með þá tilbreytni í byrjun þessa móts að klukkan 15 verður svolítil upphitun í samkomusal Húsaskóla þar sem verða skemmtiatriði á vegum krakka úr Húsaskóla og Rimaskóla. Tveir þátttakendur í söngvakeppni Samtaka félagsmiðstöðva syngja og klappstýrur 8. flokks Fjölnis úr Rimaskóla verða með dansat- riði. Einnig verða veitt verðlaun, þ.e. 8. flokkur Fjölnis tók þátt í Íslandsmóti 9. flokks í II deild og varð þar Íslandsmeistari og fær verðlaunapeningana sína afhenta þar.“ – Er algengt að klappstýrur komi fram á íslenskum mótum? „Ekki enn, en þetta er þó að verða algengara. Þessar klapp- stýrur sem koma fram í dag hafa æft í vetur og eru allar úr 8. bekk í Rimaskóla. Þetta er eina klapp- liðið í Grafarvoginum en ég veit að það eru komnar klappstýrur á Akranesi, í Keflavík og Njarðvík og hafa þær mætt á leiki og hvatt sína menn og áhorfendur.“ – Nú hefurðu starfað við íþróttamál í Bandaríkjunum, klappstýrur leika stór hlutverk þar ef marka má bandarískar kvikmyndir. „Já, þær eru mjög stór hluti af skemmtuninni sem íþróttaleikir eru í Bandaríkjunum, þar er farið með íþróttaleiki miklu meira sem skemmtun en hér á landi.“ – Eru til klappstrákar þar? „Já, við getum kallað þá klapp- kónga. Margir fimleikastrákar henta vel í þessi hlutverk, þeir kunna að vera með alls hlaup, hopp og köst þannig að það mynd- ast við það skemmtileg „stemm- ing“, en um það snúast þessir leikir aðallega. Klappkóngar og klappstýrur í Bandaríkjunum koma fram í leikhléum og hálfleik svo það er aldrei dauð- ur tími á íþróttavið- burðum þar. Þetta er aðalmunurinn á ís- lenskum íþróttavið- burðum og þeim bandarísku, á þeim síð- arnefndu er fyllt rækilega inn í alla „dauða punkta“ leiksins.“ – Hvernig er staðan í körfu- knattleik unglinga á Íslandi mið- að við í Bandaríkjunum? „Mér finnst við standa nokkuð vel og hér er gífurlegur áhugi. Það er geysileg þátttaka í körfu- knattleik í yngri aldurshópum, einkum í ákveðnum hverfum eins og Grafarvogi þar sem mikið er um börn og unglinga.“ – Hvernig er búið að þessari íþrótt hér? „Almennt er vel búið að íþrótt- inni en aðalatriðið sem mér finnst vera ábótavant er að í flestum íþróttahúsum hafa verið lagðir dúkar frekar en parketgólf. Það hefur sýnt sig að slíkt veldur mun fleiri álagsmeiðslum, sérstaklega er þetta erfitt fyrir krakka eins og þá sem ég er að þjálfa í áttunda bekk, þetta eru krakkar sem eru að stækka mjög hratt og þessi hörðu gólf valda miklum verkjum, einkum í hnjám og öðrum liða- mótum, og geta sumir af þeim sökum illa æft. Margir heimilis- læknar hafa mælt með því að krakkar hætti að æfa þar til þeir hafa tekið út vöxt, en það er út í hött, þá missa þeir af lestinni.“ – Hverjir keppa á mótinu í dag og á morgun? „Það eru Fjölnir, KR, KFA/ Akranes, Snæfell úr Stykkishólmi og Þór frá Akureyri. Það spila þarna allir við alla. Í þessum mót- um er ekki um útsláttarkeppni að ræða heldur er spilað í fjórum riðlum, A, B, C og D, og lið vinna sig upp. Ef þau standa sig ekki falla þau aftur á móti niður. Þess má geta að nú er loksins verið að spila Reykjavíkurmót yngri flokkanna, en venjulega er þetta mót sem er spilað að hausti og eru fyrstu leikir vetrarins. Það hefur viljað brenna við að þessi mót hafa verið látin sitja á hakanum og þeim svo lokið af í fljótheitum á vorin. Að þessu sinni hefur verið lögð talsverð vinna í mótaskipulagningu af körfuknattleiksráði Reykjavíkur, sem sér alfarið um þetta, og Reykjavíkurmótið hef- ur nú verið opnað fyrir lið utan Reykjavíkur. Það þýðir að nú eru skráð sex lið í hverjum aldursflokki. Tveir yngri flokkar eru hjá stúlkum og fimm hjá strákum. Mótinu lýkur með því að öll lið spila um sæti og jafnframt því fara fram troðslukeppnir, þriggja stiga skotkeppnir og Stingerkeppnir í yngstu flokkun- um.“ Pétur Guðmundsson  Pétur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. október 1958. Hann lauk stúdentsprófi í Banda- ríkjunum 1997. Hann starfaði við íþróttamál sem ráðgjafi fyrir unglinga sem hyggja á fram- haldsnám sl. sjö ár í Bandaríkj- unum þar sem hann bjó í Seattle í Washington. Nú er Pétur þjálfari í körfuknattleik hjá Ungmenna- félaginu Fjölni í Grafarvogi þar sem hann þjálfar börn og ung- linga. Klappstýrur koma fram, slíkum sýn- ingum fjölgar Keikó er alveg í rusli, gætuð þér ekki veitt honum áfallahjálp, sr. Kristján?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.