Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 49
DC-8 vélar Loftleiða og Air Bahama,
dótturfélags þess. Hundruð Íslend-
inga bjuggu þar og tugir fóru þarna í
gegn á leið sinni á hverjum degi.
Þetta voru skemmtilegir tímar bæði
í starfi og leik og þá var ekki verra
fyrir ungan mann að fá að búa í skjóli
Baldurs og félaga á Rúmstokk, því
myndarbýli.
Fyrir kom að veislur voru haldnar
á þessu stórbýli og stjórnaði Baldur
þeim af myndarskap og með glöðu
geði. Kom stundum fyrir að vín var
haft um hönd.
Ýmsar skondnar sögur eru til frá
þessum tíma og er nokkurra þeirra
getið í ágætri bók um innrás Íslend-
inga í Luxembourg sem út kom fyrir
nokkrum árum.
Skemmtilegastar finnst mér
minningarnar um fjölskylduboðin
sem haldin voru í garðinum. Þá glóð-
arsteikti Kristján Karl íslenskt
lambakjöt fyrir þá fullorðnu en Bald-
ur var inni og hitaði kókó og útbjó
poppkorn af mikilli snilld fyrir unga
fólkið. Mikil gleði og samkennd var í
þessari íslensku byggð. Menn og
konur tóku lagið stundum við undir-
leik og söng hins þjóðkunna söngv-
ara Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar
sem þá var flugmaður hjá Luxair í
Luxembourg og seinna ábúandi á
þessu stórheimili.
Baldur kom snemma inn í Íslend-
ingabyggðina í Luxembourg. Hann
varð einn þriggja fyrstu starfsmanna
Cargolux. Áður hafði hann verið
flugvirki og flugvélstjóri hjá Loft-
leiðum bæði á DC-4 og DC-6 en á
þeirri vélartegund var hann þátttak-
andi í hinum miklu hjálparflutning-
um frá Sao Tome til Biafra. Það voru
reynslumiklir tímar og hlutu margir
íslenskir flugmenn og flugvirkjar
sína eldskírn þar. Baldri fannst þetta
fyrst og fremst skemmtilegir tímar
og naut þess sérstaklega að vinna
undir stjórn Þorsteins E. Jónssonar
og Katrínar konu hans og að vinna
þar með fleira góðu fólki.
Á uppgangstímum Loftleiða bauð
félagið ungum mönnum til flug-
virkjanáms og kostaði félagið nám
og uppihald sem menn fengu að end-
urgreiða eftir nánara samkomulagi.
Baldur var einn af þessum mönnum
og lærði hjá Spartan School of Aero-
nautics í Tulsa, Oklahoma-fylki í
USA. Þá naut hann einnig fjárstyrks
frá hinum rausnarlega Ásbirni Ólafs-
syni heildsala. Hópur Baldurs taldi
22 unga íslenska menn, af þessum
hóp er góð ljósmynd í bókinni Fimm-
tíu flogin ár, 1. bindi. Hann útskrif-
aðist 20. desember 1963. Baldri sótt-
ist námið vel, hann var duglegur og
úrræðagóður flugvirki er hann var
kominn til starfa hjá Loftleiðum og
uppgangur hans þar skjótur. Á flug-
virkja- og flugvélstjóraskírteini hans
eru fyrst færð réttindi á áðurnefndar
vélar, síðan réttindi á CL-44 árið
1970, DC-8 árið 1972 og loks réttindi
á Boeing 747 árið 1979. Sú vélarteg-
und varð hans vinnustaður þar til
1998 en þá fór hann á eftirlaun og
fluttist með fjölskyldu sína til Fil-
ippseyja.
Þátttaka Baldurs í flugstarfsemi
spannar síðasta þriðjunginn af síð-
ustu öld sem jafnframt er fyrsta öld
flugsins. Miklar tæknibreytingar
voru á þessum tíma og naut Baldur
þess að vera þátttakandi í þessari
hröðu þróun og þeim mikla uppgangi
sem var hjá Loftleiðum og Cargolux
á þessum starfstíma hans.
Vert er að geta þess að honum
voru boðin störf við kennslu á flug-
virkja- og flugvélstjóranámskeiðum
hjá Cargolux en hann afþáði slíkan
frama en naut þess stundum að
kennarar ráðfærðu sig við hann í
kennslustundum. Ýmsir töldu hann
yfirburðamann í sinni starfsgrein.
Baldur fylgdist ekki bara vel með í
sínu fagi. Hann var bókhneigður og
vel að sér í fornsögunum og vitnaði
títt til þeirra. Einnig las hann nú-
tímabókmenntir og var hrifinn af
meistara Þórbergi. Sumarið 1983
fékk ung dóttir mín far með B747-vél
Cargolux til Houston í Texas og til
baka til Luxembourg. Baldur var
flugvélstjóri á heimleiðinni og hafði
áhyggjur að telpunni myndi leiðast
þetta langa flug. Hann færði henni
því bókina Bréf til Láru með þeim
tilmælum að ákveðinn kafli væri allt-
af jafnskemmtilegur.
Svona var þessi drengur, vel að
sér í sínu fagi en einnig víðlesinn.
Hann átti það til að setjast niður við
ritstörf og semja vísur, jafnvel heila
kvæðabálka sem hann vildi svo
senda vinum sínum og varð hann þá
stundum að notast við símskeyta-
stöðina í sínu heimalandi og stafa
skáldskapinn ofan í ritara þar. Gæti
ég trúað að svipurinn á þeim hafi
verið skrítinn er þetta stóð yfir. Við
þessi tækifæri var hann stundum
þunghugsi og Bakkus með í spilinu.
Í mörg ár heimsótti ég hann reglu-
lega á heimili hans. 1974 var hann
fluttur af Rúmstokk og í íbúð í Itzig,
þar var mikil Íslendingabyggð og
þekkti ég þar marga. Hverfið gekk
stundum undir nafninu Landakot.
Seinna flutti hann í nýbyggt einbýlis-
hús í Junglinster og í því hverfi bjó
einnig margur landinn. Hann var
þægilegur nágranni og greiðvikinn
að annarra sögn enda hafði hann
góða og trausta nærveru. Nú verða
þessar heimsóknir ekki fleiri.
Baldur fékk hægt andlát á heimili
sínu í Filippseyjum 13. mars síðast-
liðinn, aðeins 58 ára gamall. Flug-
veður hefur verið gott undanfarna
daga og síðasta ferðin hans kyrrlát.
Syni hans, Birgi, dætrunum Jacq-
uline Guðrúnu og Geraldine og sér-
staklega einkasystur hans, Hólm-
fríði, og fjölskyldum þeirra sendum
við Guðrún og börnin einlægar sam-
úðarkveðjur.
Sigurður Karlsson.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur að minnast vinar okkar Baldurs
Þorvaldssonar sem við kynntumst
þegar við áttum öll heima í Lúxem-
borg.
Það er gott að kynnast mönnum
eins og Baldri, hann var drengur
góður.
Við sendum öllu hans skyldfólki
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Baldurs.
Ólína og Páll Andrésson.
Vinur minn Balli og samstarfs-
félagi til margra ára er farinn í síð-
ustu ferðina. Balli starfaði hjá
Cargolux sem flugvélstjóri í Lúxem-
borg en lét af störfum þegar störf
flugvélstjóra voru lögð niður með
nýrri og fullkomnari flugvélum.
Engum kom á óvart Þegar Balli söðl-
aði um og flutti til Filippseyja og bjó
þar um árabil, en þangað hafði hugur
hans alltaf stefnt. Balli var nokkuð
sérstakur, fór ekki troðnar og hefð-
bundnar slóðir heldur markaði sér
lífsstíl sem menn virtu, sérstaklega
með tilliti til þess að Balli var traust-
ur og kunni sitt fag. Var sérstaklega
gott að vera með Balla í flugi ef hlut-
irnir gengu ekki upp, þá kom í ljós
hversu Balli var vel lesinn og úr-
ræðagóður, yfirvegaður og bjó yfir
einstakri ró sem smitaði út frá sér og
gerði flókin mál einföld. Á ferðum
okkar vítt og breitt um heiminn þar
sem hótel voru okkar annað heimili
fór ekki hjá því að menn kynntust,
stundum mjög náið þegar menn eru
fjarri fjölskyldunni, oft til lengri
tíma, er þá víða komið við í um-
ræðum, varð því þráðurinn sem
þannig myndaðist mjög sterkur. Við
Balli náðum vel saman, komum víða
við, andleg mál voru Balla ofarlega á
baugi, voru fjörlegar umræður og
stundum langar um þau málefni.
Balli var tifinningamaður undir
hrjúfu yfirbragði þeim sem ekki
þekktu hann. Ég minnist ávallt at-
viks, þegar við Balli vorum á göngu í
fátækrahverfi í Bombay umkringdir
börnum að biðja um ölmusu og Balli
gaf óspart, fannst mér þetta frekar
tilgangslaust þar sem fjöldinn var
slíkur, ekki var vinur minn Balli á
sama máli, sagði að sá sem gæfi fá-
tækum lánaði Drottni, „og ég fæ
þetta margfalt til baka, Siggi minn“.
Nú hefur Balli fengið flugtaks-
heimild fyrir sitt síðasta flug, til þess
ákvörðunarstaðar sem okkar allra
bíður. Ég óska vini mínum Balla
góðrar ferðar í þá ferð sem ekki er
skráð í hefðbundna áhafnarskrá
heldur af þeim sem öllu ræður.
Á grænum grundum lætur hann mig hvíl-
ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta. SI: 23.2.
Góða lendingu.
Sigurður Óskar Halldórsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 49
✝ Eyþór Gíslasonfæddist á Þor-
ljótsstöðum í Vestur-
dal í Skagafirði 18.
apríl 1920. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Fossvogi
29. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gísli Jónasson og
Sigurlaug Árnadótt-
ir. Eyþór átti þrjár
alsystur, Ragnheiði
Jónínu sem dó ung,
Ingibjörgu sem er
látin og Ragnheiði
sem búsett er á Ak-
ureyri. Einnig átti hann tvær
hálfsystur, samfeðra, Indíönu og
Kristínu, og eru þær báðar látn-
ar.
Árið 1944 kvæntist Eyþór Sæ-
unni Jónsdóttur, f. 23. okt. 1924,
d. 28. maí 1997. Eyþór og Sæunn
eignuðust sex börn: 1) María, f.
1944, bókasafnsfræðingur í
Reykjavík. 2) Birna, f. 1945, starf-
ar á heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði. Var gift Braga Sveinssyni
og eiga þau fjögur börn, Kristínu,
f. 1967, Þóru, f. 1970, Aðalheiði, f.
1973, og Björn Braga, f. 1978.
Fóstursonur Ingólfur Þorbergs-
son, f. 1984. 3) Gísli, f. 1950, húsa-
smiður í Kópavogi, kvæntur Sig-
rúnu Þorvarðardóttur og á hann
fimm börn: Ágúst, f. 1971, móðir
Guðbjörg Ágústsdóttir, Eyþór, f.
1972, Þorvarð
Hrafn, f. 1976, Erlu
Maríu, f. 1978, og
Ólaf, f. 1980. 4) Ingi-
björg, f. 1954, starf-
ar á heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði
og á hún þrjár dæt-
ur: Kolbrúnu Ösp
Gestsdóttur, f. 1980,
Berglindi Örnu
Gestsdóttur, f. 1981,
og Sæunni Marín
Harðardóttur, f.
1991. 5) Kári, f.
1958, kvæntur Pa-
melu Wright og eiga
þau þrjá syni: Kára Þór, f. 1977,
Erni, f. 1980, og Ómar, f. 1990. 6)
Jón Hörður, f. 1967, starfar við
sjómennsku á Ólafsfirði, í sambúð
með Heiðu Jónu Guðmundsdótt-
ur. Þau eiga tvo syni, Guðmund
Inga, f. 1996, og Grétar Óla, f.
1998.
Eyþór og Sæunn voru fyrstu
búskaparár sín í Breiðagerði í
Skagafirði en bjuggu síðan nokk-
ur ár á Sauðárkróki. Vorið 1950
fluttu þau í Vesturhlíð þar sem
þau bjuggu næstu 15 árin en það-
an lá leiðin til Reykjavíkur þar
sem Eyþór lærði múrverk og
starfaði við það meðan kraftar
entust.
Útför Eyþórs fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ég ætla að minnast pabba míns
fáum orðum. Þó svo fátt væri
ósagt á milli okkar þá langar mig
að segja frá hversu góður vinur þú
varst.
Ég man fyrst eftir þér þegar ég
var mjög ungur en kynntist þér lít-
ið fyrr en ég var 15 ára, eftir að
aðstæður höguðu því þannig einn
daginn að við urðum tveir einir í
heimili og vissum hvorki hvernig
þvottavélar væru notaðar hvað þá
annað. Í gegnum þessar þrautir
fórum við saman og var því samb-
and okkar náið og sterkt þrátt fyr-
ir fjörutíu ára aldursmun. Sérstak-
lega man ég eftir því hvað þú varst
hvetjandi við mig, þú sagðir mér
hvað þú dáðist að áræði mínu og
jafnvel þegar illa gekk hjá mér
tókst þú á þig þungar byrðar sem
voru af mínum völdum, jafnvel þá
var stuðningurinn og hvatningin
hvað mest við mig.
Á síðustu tíu árum varð ég þess
aðnjótandi að hafa þig hjá mér á
mínum vinnustað og þrátt fyrir að
þú værir kominn á áttræðisaldur
hef ég sjaldan haft jafnoka þinn í
vinnu og ég veit að börnin mín og
eiginkona nutu þess jafn-vel og ég
að vinna með þér.
Ég er þess fullviss að þessi góði
tími sem ég átti með þér hefur
gert mig að betri og þroskaðri
manni og eitt af mörgu sem ég
dáðist að í fari þínu var hversu
laus þú varst við að dæma aðra.
Þegar ég sneri mér frá atvinnu-
rekstri og fór í nám varstu jafn-
áhugasamur og alltaf um það sem
ég var að gera.
Það fór ekki fram hjá neinum að
á síðasta ári tók að halla undan
fæti hjá þér hvað heilsuna varðar.
Þú veiktist hastarlega fyrir nokkr-
um vikum og ljóst varð hvert
stefndi. Daginn áður en þú fórst
sagðir þú við mig, Kári, á morgun
ætla ég að klára þetta. Þannig man
ég þig, þú tókst ákvörðun og fylgd-
ir henni.
Við höfum alltaf verið sáttir og
góðir vinir, elsku pabbi, það var
ómetanlegt að vera samferða þér í
lífinu.
Kveðja,
Kári og Pamela.
Eyþór tengdafaðir minn var
maður hófseminnar sem naut þess
að vera í góðra vina hópi þar sem
ekki var verra ef sagðar voru frétt-
ir að norðan og ég tala nú ekki um
ef kveðskapur kom þar við sögu,
því hann átti mjög sterkar rætur
til Norðurlandsins og fannst hann
alltaf tilheyra Skagafirði og þang-
að leitaði hugur hans jafnan.
Hann hefur ekki haldið margar
skálaræður í kokteilboðum í gegn-
um árin og ekki staðið upp til að
tala mikið á fundum því það var
einfaldlega ekki hans stíll.
En hann hefur í gegnum ævina
staðið upp fyrir þeim sem minna
mega sín og honum hefur fundist
halla á, þá var oft ekki mikið sagt
en hjálp boðin fram án þess að
setjast í dómarasætið eða ætlast til
einhvers í staðinn.
Börnin hans og þeirra fólk hafa í
gegnum tíðina oft notið góðs af
þessum kærleika og því umburð-
arlyndi sem hann sýndi öðru fólki
sem var í raun hans aðalsmerki því
þau vissu alltaf að hann var til
staðar fyrir þau. Ef hann hafði
minnsta grun um að eitthvað væri
að þá gaf hann sig fram.
Mig langar með fáeinum orðum
að kveðja mann sem sl. 30 ár hefur
haft svo mikil áhrif á tilveru mína
og kennt mér hvað það er sem
skiptir máli í þessu lífi.
Hann hefur kennt mér að það
eru ekki alltaf bestu kennararnir
sem hafa hátt og mikið ber á.
Menn eins og tengdafaðir minn
eru oft þeir sem skilja mest eftir
sig til komandi kynslóða. Því hvað
er heillavænlegra til árangurs en
veganesti sem inniheldur kærleik,
fordómaleysi og umhyggju fyrir
öðru fólki?
Elsku Eyþór, við kveðjum þig
með söknuði en þó með þakklæti í
huga fyrir að þú þurftir ekki að
þreyja langt og erfitt dauðastríð.
Því það má segja að þú hafir dáið
eins og þú lifðir, með reisn, hljóð-
lega og án þess að kvarta.
Sigrún Þorvarðardóttir.
EYÞÓR
GÍSLASON
Það er með söknuði
sem ég kveð elskulega
frænku mína Petr-
únellu eða Petu
frænku eins og við
systkinin kölluðum hana. Peta var
systir ömmu minnar Dínu og man
ég vel hvað ávallt ríkti á milli þeirra
mikil vinátta og hlýhugur. Það er
ljúf minning að hugsa til baka til
bernskuáranna þegar Peta var að
koma í heimsókn á Langholtsveg,
það varð allt svo glaðvært í kringum
Petu. Það sem ég minnist sérstak-
lega er hvernig Peta talaði við okk-
ur krakkana, hún tók okkur alltaf
eins og jafningjum, talaði við okkur
eins og að við skiptum máli, hún
sýndi okkur áhuga og því sem við
vorum að fást við. Þær systurnar
áttu samliggjandi sumarbústaði við
✝ Petrúnella Aðal-heiður Kristjáns-
dóttir fæddist í Sjó-
búð á Akranesi 22.
júlí 1913. Hún andað-
ist hinn 22. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 29. mars.
Þingvallavatn og þegar
við vorum í heimsókn
hjá ömmu og afa var
það ekki svo sjaldan að
við kíktum yfir til Petu
frænku því þar var
alltaf tekið svo vel á
móti manni og ég fann
fyrir þessum mikla
hlýhug sem Peta sýndi
okkur systkinunum
ávallt. Það var ekki
hægt annað en að end-
urgjalda þennan hlý-
hug og þegar ég hugsa
til baka sé ég að kynni
mín við Petu hafa verið
mér afar kær. Ekki síður eftir að
amma Dína dó, en þá fannst mér
böndin við hana jafnvel styrkjast
því hún var fyrir mér síðasti fulltrúi
kynslóðar hennar og ömmu, brunn-
ur visku og hlýju, fulltrúi kynslóðar
sem hafði önnur gildi en við í dag,
hafði alltaf tíma þó næg væru verk-
efnin. Það er með trega sem ég kveð
Petu frænku en þó minnist ég hve
oft hún talaði um það þegar hún
loksins fengi að hitta aftur eigin-
mann sinn Jón og ömmu Dínu og
aðra látna ástvini sem hún saknaði,
ég held að Peta hafi kvatt þennan
heim sátt, enda dagsverkið orðið
gott. Elsku Peta, ég veit að þú ert
nú meðal þeirra ástvina og bið góð-
an guð að blessa þig og minningu
þína. Aðstandendum Petu votta ég
innilega samúð.
Ruth Sigurðardóttir.
Mig langar til að senda kveðjuorð
til minnar kæru Petu, eins og við
kölluðum hana. Já, nú er hún horfin
en minning hennar lifir með okkur
og vil ég þakka henni samfylgdina
öll árin, en þau eru orðin mjög
mörg. Þó ttvið værum ekki á sama
aldri áttum við oft skemmtilegar
samræður, bæði í síma og heima
við, því þessi yndislega manneskja
var svo lifandi og skapgóð að unun
var að umgangast hana.
Foreldrar mínir og Jón og Peta
voru vinir og þessi heiðurshjón
komu oft á heimilið og eitt sinn er
foredrar mínir voru að skipta um
húsnæði bjuggum við í húsi þeirra
hjóna um tíma. Þá var oft glatt á
hjalla og hefur oft verið minnst á
það.
Peta var trúuð kona og lifði sam-
kvæmt því, talaði vel um alla og var
hreinskiptin. Heilsa hennar var ekki
sem best hin síðari ár, en þó var
kátínan og gleðin í fyrirrúmi og oft
hlógum við saman.
Ég vil að lokum þakka henni fyrir
alla tryggðina og Ingimarsfjölskyld-
an mun muna hana.
Börnum hennar og öllum að-
standendum sendi ég hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Martha Ingimarsdóttir.
PETRÚNELLA
AÐALHEIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR