Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 24
ÚR VERINU 24 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 27, sími 552 2522. Langur laugardagur 10-17 ath lokað laugardag í páskum Simo kerrupokar í eldri litum nú kr. 4.900 (fullt verð kr. 7.900) Ný sending af kerrum „ÞORSKAFLAKERFI smábáta hefur nú verið í gildi í nokkur ár. Þegar Þorsteinn Pálsson kom þessu kerfi á fyrir nokkrum árum í samvinnu við Landssamband smá- bátaeigenda sýndi hann mikla framsýni og skilning á því að í ís- lensku atvinnulífi þarf framtak einstaklinganna að fá að njóta sín og að ákveðið svigrúm er nauðsyn- legt til að aðrir en fjársterk fyr- irtæki geti náð árangri í sjávar- útvegi,“ segir formaður Árborgar, félags smábátaeigenda á Suður- landi, Þorvaldur Garðarsson, í samtali við Verið. Hann segir að þorskaflahá- markskerfið, svo og dagakerfi smábáta hafi reynst hinum dreifðu byggðum ákaflega vel og hafi það skipað sér ákveðinn sess í útgerð- armynstri hinna ýmsu sjávar- byggða. Það sé því að hans mati hrein skemmdarstarfsemi að hreyfa við því kerfi með kvótasetn- ingu eins og nú standi fyrir dyrum. Á Suðurlandi myndi fyrirhuguð kvótasetning hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir smábátaútgerðina þar sem ýsuafli á línu hafi farið vaxandi undanfarin ár og þeir smábátar sem þar séu gerðir út muni almennt fá engan eða mjög lítinn ýsukvóta. „Ég skora því hér með á sjávarútvegsráðherra og al- þingismenn alla að fresta eða ógilda á þessu þingi lögin sem kveða á um kvótasetningu króka- báta og koma þar með í veg fyrir stórtjón á atvinnumynstri sjávar- byggðanna allt í kringum landið. Til hvers að breyta því sem gott er,“ segir Þorvaldur Garðarsson. Smábátar eru mikilvægir í Þorlákshöfn eins og víðar. Til hvers að breyta? DÓTTURFYRIRTÆKI SÍF í Bandaríkjunum, SÍF Iceland Sea- food Corp, hefur sett á markað nýja vöru fyrir veitingahúsamark- aðinn, sem kallast „Tilapia To- night“. Tilapia er vinsæll hlýsjáv- arfiskur úr eldi og heitir beitarfiskur á íslenzku. Þesi nýjung var meðal annars kynnt á nýafstað- inni sjávarútvegssýningu í Boston í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem fyr- irtækið selur fisk af þessari tegund. Þessi vara er unnin úr flökum beitarfisksins en þessi fisktegund nýtur sívaxandi vinsælda vestan hafs og víðar. „Tilapia Tonight“ er boðin með fjórum bragðtegundum og er ætlað að vinna sér sess á betri veitingahúsum. Frá þessu er greint í fréttabréfi SÍF, SÍF-fréttum, sem koma út í dag. „Við höfum þegar kynnt „Til- apia Tonight“ fyrir umboðsmönnum okkar og viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Dan Murphy, sölu- og markaðsstjóri SÍF – ISC, í samtali við fréttabréfið. Fyrsta stóra kynningin á þessum fiskrétti var hins vegar á Alþjóðlegu sjáv- arafurðasýningunni Boston Sea- food. „Hráefnið, sem notað er kem- ur eingöngu frá fiskræktendum, sem þýðir að framboðið er stöðugt, en það er mikilvægt fyrir fram- leiðslufyrirtæki á borð við SÍF – ISC. Tilapia (beitarfiskur) hefur verið ræktaður til manneldis í ára- tugi og er óðum að verða einn af vinsælustu fiskitegundum á mark- aðnum,“ segir Murphy. „Hann er meyr og bragðmildur, sem þýðir að það er auðvelt að vinna hann í framleiðsluferlinu og skapa þannig vöru sem vonandi á eftir að falla viðskiptavinum okkar í geð.“ SÍF í Bandaríkjunum Beitarfiskur kynntur vestra FYRSTI fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs sem undirrit- aður var í apríl á síðasta ári. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, fór fyrir íslensku sendinefndinni en V.V. Galagan, varaformaður rúss- neska sjávarútvegsráðsins, þeirri rússnesku. Á fundinum voru rædd sameig- inleg hagsmunamál Íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegs- mála. Má þar m.a. nefna reglur varðandi veiðar íslenskra skipa í Barentshafi, eftirlit með fiskveið- um, samstarf Íslands og Rússlands á vettvangi svæðisbundinna fisk- veiðistjórnunarstofnana og sameig- inleg verkefni fyrirtækja frá ríkj- unum tveimur. Áætlað er að halda næsta fund nefndarinnar í febrúar á næsta ári. Ræddu sam- starf við Rússa SKÝRSLA Byggðastofnunar um áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á byggðaþróun á Íslandi, sem birt var fyrir skömmu, kom mjög til umræðu í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins og málshefjandi umræðunnar, sagði að í umræðunni um skýrsluna hafi sjáv- arútvegsráðherra brugðist við með því að segja að lög um frjálst framsal aflaheimilda hefðu haft lítil áhrif á byggðaröskun í landinu. Þessa fullyrðingu ráðherrans sagði Guðjón vera öfugmæli. Hann sagði að Farmanna- og fiskimanna- samband Íslands hafi strax árið 1990 lýst yfir áhyggjum sínum af því lögin um frjálst framsal aflaheimilda myndi leiða af sér byggðaröskun, misvægi milli einstakra útgerðar- flokka og auka tekjumun milli sjó- manna. Hann sagði að skýrsla Byggðastofnunar staðfesti í mörgu þau varnaðarorð sem sögð voru fyrir meira en áratug síðan. „Margir þing- menn hafa á liðnu árum áttað sig á því að lögin um frjálsa kvótaframsal- ið frá árinu 1990 eru einhver verstu lög sem sett hafa verið á Alþingi og eru tilbúnir að breyta þeim, afnema braskið og færa réttinn aftur til fólksins í sjávarbyggðunum. Engan afturbata er hinsvegar að sjá hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra og mörgum stjórnarþingmönnum. Ráðherrann minnir í þessu máli á frosið tré í þéttum skógi, þar sem ekki er nægilegt rými til að skipta um skoðun, enda þétt að honum staðið af eintrjáningum stórgreif- anna sem telja meira en sjálfsagt að hagræðingin sé aðeins fyrir stórfyr- irtækin og á kostnað fólksins í sjáv- arbyggðunum,“ sagði Guðjón. Ýmsar aðrar breytingar haft áhrif á byggðaþróun Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði að skýrsla Byggða- stofnunar væri um margt athyglis- verð. Hins vegar væri hann ósammála þeirri fullyrðingu skýrslu- höfundar um að frjálst framsal veiði- heimilda hefði víðtækar afleiðingar á þróun byggðar í landinu. Ekki væri reynt að draga ályktun af efni skýrslunnar til að standa undir þess- ari fullyrðingu. Með þessu væri hann hinsvegar ekki að segja að breyting- ar í sjávarútvegi og starfsumhverfi sjávarútvegs hafi ekki haft áhrif á þróun byggðar í landinu. Sagði Árni að framsal hafi verið virkt í kvóta- kerfinu allt frá upphafi en ýmsar aðrar breytingar hafi einnig átt sér stað í kerfinu. Þannig hafi orðið tölu- verður samdráttur í afla, útflutning- ur á fiski hafi verið gefinn frjáls sem og verðmyndun á fiski. Þessar breyt- ingar hafi allar kallað á meiri sam- keppni um hráefni en áður og þyngd- arpunkturinn í íslenskum sjávar- útvegi hafi flust af vinnslunni yfir til útgerðarinnar. „Þessar breytingar urðu bæði á landvinnslunni sjálfri og eins að vinnslan fluttist í meira magni út á sjó. Þetta þýddi að það urðu færri árskverk í fiskvinnslu en áður. Þessar breytingar tel ég að skipti miklu meira máli en framsalið gerði. Jafnvel þó að framsalið hefði beinlínis verið bannað, hefði orðið til- flutningur á aflaheimildum og það hefði orðið hagræðing með samein- ingum fyrirtækja. Ef þessi sveigjan- leiki hefði ekki verið hefðum við fryst atvinnugreinina eins og hún var á til- teknum tíma og hún hefði þá ekki getað brugðist við og skapað þau verðmæti sem hún hefur skapað okkur frá því að við hófum þessar breytingar,“ sagði Árni. Ekki lengur hægt að búa við óbreytt kerfi Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, sagði skýrslu Byggðastofn- unar staðfesta að gjörbreyting hafi orðið á starfsumhverfi íslensks sjáv- arútvegs á síðustu árum. Hann sagði framkvæmd laga um stjórn fiskveiða hafa leitt til mikils tilflutnings á fisk- veiðiheimildum milli byggðarlaga, þar sem ákveðin landsvæði og ein- staka byggðarlög hafi borið skarðan hlut frá borði. Hann sagði íbúa við strendur landsins búa við mikið óör- yggi, enda hefðu þeir ekkert að segja um ráðstöfun fiskveiðiheimildanna eða aflann þegar hann kemur að landi. Skýrsla Byggðastofnunar undirstriki það að ekki sé lengur hægt að búa við óbreytt kerfi. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýrslu Byggðastofnunar taka af öll tvímæli um að framkvæmd fiskveiðistjórn- unarkerfisins hafi verið mörgum byggðum landsins mjög dýrkeypt. Nokkur byggðarlög hafi tapað mikl- um kvóta og þar með hafi fólk sem unnið hefur við fiskvinnslu misst vinnu sína. „Í beinu framhaldi af því hafa tekjur sveitarfélaganna minnk- að. Margföldunaráhrifin eru mikil og þjónusta sveitarfélaganna verður minni en skuldirnar meiri og meiri eftir því sem svikamylla kerfisins malar og malar,“ sagði Karl. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, sagði sjávar- útvegsstefnuna hafa afgerandi áhrif á aðstæður og framtíðarmöguleika byggðarlaga við sjávarsíðuna, eink- um þeirra smærri. Sagði Steingrím- ur nauðsynlegt að vinda ofan af kerf- inu. Eina varanlega lausnin væri tengja einhvern grundvallaratvinnu- rétt við byggðarlögin. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að til að byggja upp samkeppnishæfan at- vinnuveg þurfi að vera samkeppni á milli fyrirtækja í greininni. Það hafi í för með sér samkeppni á milli byggð- arlaga sem byggist á atvinnugrein- inni. „Það er verkefni stjórnenda í sjávarútvegsfyrirtækjunum að rísa undir kröfum fólks um bætt lífskjör. Stjórnendur fyrirtækja hafa sannar- lega verið að rísa undir þessum kröf- um og fært landsmönnum 25% kaup- máttaraukningu á fimm ára tímabili milli áranna 1995 og 2000. Fyrirtæki sem ekki rísa undir þessum kröfum líða undir lok, missa sitt starfsfólk og fá ekki fjármagn. Það er ekki hægt að vernda byggðir með því að hamla gegn framförum og afnema sam- keppni í helstu atvinnugrein viðkom- andi byggða. Frjálst framsal er einn af mörgum þáttum sem skapa virka samkeppni innan sjávarútvegsins,“ sagði Vilhjálmur. Árni R. Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að skoða yrði fleiri þætti en flutning aflaheimilda þegar rætt væri um byggðarþróun í landinu. Hann sagði að til dæmis hefði samruni sjávarútvegsfyrir- tækja haft mikil áhrif á byggðaþróun í landinu. Einnig hafi fiskiskip skipt um eigendur og fyrirtækin hagrætt í rekstri sínum. Árni sagði að ekki síst hafi orðið flutningur á fyrirtækjum á milli landshluta og byggðarlaga. Einnig benti Árni á að stór hluti afla smábáta er sendur frá löndunarstað til vinnslu. Eina leiðin að bjóða heimildirnar upp Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að eina leiðin til að tryggja að sambærilegt jafnræði gæti orðið meðal þegnanna, og áður en aðgangurinn að auðlind- inni var takmarkaður, væri að bjóða upp veiðiheimildirnar og gefa þannig öllum kost á að nálgast þær. Með því fengju sjávarbyggðirnar aftur notið sérstöðu sinnar. Þannig kæmist líka aftur á eðlilegt rekstrarumhverfi í stað þess einokunarkerfis sem nú ríkir. Svanfríður sagði að fyrst þyrfti að vinda ofan af gildandi úthlutunar- kerfi með því að innkalla skipulega þann kvóta sem útgerðin hafi nú til ráðstöfunar. Hann yrði síðan boðinn- upp jafnharðan og á ákveðnum tíma yrðu allar veiðiheimildir komnar á markað og útgerðaraðilar þannig jafnt settir að allir þurfi að greiða fyrir veiðiréttinn. Andvirðið rynni til þjóðarinnar og mætti til dæmis verja til endurskipulagningar atvinnulífs- ins svo byggðir geti haldið áfram að blómstra þó áfram fækki fólki við veiðar og vinnslu. Hagræðingin aðeins fyrir stórfyrirtækin Utandagskrárumræða um sjávarútveg og byggðaþróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.