Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tryggvi Björns-son fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Ingvar Jósefs- son, f. 11.9. 1896 á Hrappsstöðum d. 4.8. 1971 og Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 29.3 1892 í Gröf Lundar- reykjadal, d. 29.11. 1972. Tryggvi var elstur 11 systk- ina og eru þau öll á lífi nema eitt sem dó tæplega 2 mánaða. Systk- ini Tryggva eru: 1) Guðrún Ing- veldur, f. 1.2. 1921, 2) Jósefína, f. 31.3 1924, 3) Bjarni Ásgeir, f. 15.8 1925, 4) Sigurvaldi, f. 22. 2. 1927, 5) Steinbjörn, f. 22.9. 1929, 6) Guðmundína Unnur, f. 15.2. 1931, 7) Álfheiður, f. 15.2. 1931, 8) Sig- rún Jóney, f. 18.6 1933, og 9) Gunnlaugur, f. 24.3 1937. Tryggvi kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðrúnu Ingadótt- ur, 5.9. 1946. Guðrún er fædd og eiga 3 börn og 3 barnabörn. 6) Magnea, f. 9.10.1956. Hún er bú- sett í Reykjavík og á einn son og 1 barnabarn. 7) Steinbjörn, f. 17.7. 1959, kvæntur Elínu Írisi Jónas- dóttur f. 2.3. 1963. Þau eru búsett í Galtanesi, Víðidal, og eiga 3 börn. 8) Ingi, f. 19.2. 1962, kvænt- ur Ingu Margréti Skúladóttur, f. 13.4. 1966. Þau eru búsett í Borg- arnesi og eiga 3 börn. Guðrún átti áður soninn Örn Arnar Ingólfs- son, f. 28.1. 1943, kvæntur Elsu Finnsdóttur f. 7.1. 1938, þau eru búsett í Reykjavík og eiga 2 syni og 7 barnabörn. Um árabil dvaldi hjá Tryggva og Guðrúnu frændi Tryggva, Þórbergur Egilsson, f. 29.3. 1963, kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur, f. 26.3. 1969, þau eru búsett í Kópavogi og eiga 3 börn. Tryggvi fór snemma að vinna að bústörfum á Hrappsstöðum og var einnig vinnumaður á nokkr- um bæjum á unga aldri. Hann tók síðan við búi af foreldrum sínum 1945 og var bóndi á Hrappsstöð- um til ársins 1983 en flutti þá til Hvammstanga. Eftir það vann hann hjá Verslun Sigurðar Pálmasonar og síðan sláturfélag- inu Ferskum afurðum. Síðustu árin hefur hann verið vistmaður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útför Tryggva fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 15.1. 1925 og foreldr- ar hennar voru Ingi Jónsson (Ingibrekt Grude). f. 3.6. 1894, d. 27.1. 1963, og Gyða (Gyðríður) Sigur- björg Hannesdóttir, f. 7.7 1901, d. 1.6. 1935. Tryggvi og Guðrún eiga átta börn: 1) Karl, f. 17.2. 1947, kvæntur Ragnhildi M. Húnbogadóttur, f. 15.8 1950. Þau eru búsett á Blönduósi og eiga 3 börn og 2 barnabörn. 2) Gyða Sigríður, f. 6.6 1949, gift Þorgeiri Jóhannessyni, f. 23.8.1945. Þau eru búsett í Áslandi, Fitjárdal, og eiga 2 börn og 5 barnabörn. 3) Inga Birna, f. 9.11. 1950, gift Guðmundi Arasyni f. 1.2. 1946. Þau eru búsett á Blönduósi og eiga þrjá syni og tvö barnabörn. 4) Jóna Halldóra, f. 30.11. 1953, gift Hjalta Jósefssyni f. 23.12. 1951. Þau eru búsett á Hvamms- tanga og eiga 3 börn og 2 barna- börn. 5) Guðrún, f. 20.10. 1955, gift Birni Friðrikssyni, f. 14.7. 1953. Þau eru búsett í Reykjavík Það er kyrrlátt nótt, Guðrún, börn, tengdabörn og barnabörn hafa raðað sér umhverfis dánarbeð Tryggva. Raddir hafa lækkað, það er greinilegt hvert stefnir þegar á líð- ur. Presturinn kemur inn, ræðir hljóðlega við aðstandendur og biður okkur svo að sameinast í bæn. Öll lútum við höfði og hlýleg orðin, beint frá hjarta töluð, hríslast um okkur öll. Og undir þessari dásamlegu bæn líður blessaður gamli maðurinn á braut, hljóðlega og átakalaust. Það er eins og hann hafi beðið eftir rétta augnablikinu og vissulega er ekki hægt að hugsa sér það betra, andlát- ið hægt og friðsælt og hann umvaf- inn ástvinum. En mitt í tárum og trega læðist að tengdadóttur glettin hugsun: Hann var nú þekktur fyrir eitthvað annað en að fara hægt og hljótt hann Tryggvi Björnsson. Tengdafaðir minn var maður sem gustaði af, fljóthuga og kappsamur. Hann var aldrei að velkjast neitt í kringum hlutina, heldur kaus að kalla þá sínum réttu nöfnum, maður sem setti svip á samfélagið hvert sem hann fór. Ég kynntist honum fyrst árið 1983 þegar ég kom til Hrappsstaða sem ráðskona til sonar hans, með ársgamlan son minn með mér. Gunna var þá nýflutt til Hvammstanga en hann ákvað að vera aðeins lengur og hjálpa til. Ég fann það strax að honum fannst ég allt of ung til að geta sinnt þessu starfi almennilega og því væri nú betra að fylgjast með stelpunni. Það gerði hann t.d. með því að taka fram kvöldið áður það sem skyldi brúkast í matinn daginn eftir og mæta svo til að fylgjast með gangi mála þegar eldun skyldi hefjast. Þetta þótti nú ráðskonunni hið besta mál, þar sem reynslan var satt að segja ekkert of mikil í ráðskonustörfum yfirleitt. En brátt komu brestir í samstarfið þeg- ar það kom í ljós að Tryggvi hafði jafnvel enn minni reynslu. Einn dag- inn voru komnir forláta sláturkeppir í pott, allt klárt og ekkert að gera nema kveikja undir. Eitthvað voru þeir undarlegir að stinga í, en ráðs- konan hristi það nú bara af sér. Í keppunum reyndust vera hrúts- pungar sem Gunna af sínum al- kunna myndarskap hafði sett í kistuna (í vandlega merkta poka) til sýringar seinna, þetta vildi náttúru- lega enginn borða. Svo var ég í síma- num einu sinni þegar hann kom inn að fylgjast með. Ég ákvað að stríða honum og sat sem fastast með tólið eins og límt við eyrað, ég sá það út- undan mér að Tryggvi fór heldur ókyrrast, hann stiklaði fram og til baka en ég lét sem ekkert væri og talaði áfram í símann. Fór þá að heyrast skarkali mikill úr eldhúsi og fylgdi honum torkennileg lykt. Þetta varð til þess að ég hætti í símanum og fór til hans og þarna stóð hann, elsku karlinn, í reykmekki við elda- vélina og steikti lúðubita í tólg. Ég setti út á þessa eldamennsku við hann en þá sagði hann bara: Oh, ég held það geti sleikt þetta í sig, og hana nú. Svo fór að ég og Steini rugluðu saman reitum fljótlega og ég er svo heppin að hafa haft mikið og gott samneyti við tengdaforeldra mína alla tíð síðan. Þó grunar mig að Tryggva hafi nú fundist ég frek á krafta Steinbjörns innanbæjar, hann var af gamla skólanum, sem sagt: Karlinn vann útiverkin og kon- an vann inni og útiverkin. Þar naut hann svo sannarlega góðs af henni Guðrúnu sem sinnti öllum verkum af rómaðri prýði og afköstin voru slík að það er ofar mínum skilningi hvernig hún fór að þessu, konan. En í sameiningu tókst þeim að koma stórum barnahópi til manns og börnin virðast öll hafa erft dugnaðinn og kraftinn frá foreldrum sínum. Á Hvammstanga áttu Tryggvi og Gunna saman nokkur góð ár. Hann vann í sláturhúsinu og undi hag sín- um vel, var allt í öllu eins og hans var von og vísa, og endaði gjarnan daginn á kaupfélagströppunum, þar sem hann greip bændur og Hvammstangabúa glóðvolga og fékk nýjustu fréttir og ekki var það verra ef þær voru vel krassandi. Ef maður virtist vantrúa þegar hann hafði þær eftir sumar var þetta viðkvæðið: Þeir segja það. Aldrei sagði hann mér hverjir „þeir“ voru en hann hitti þá iðulega á KVH tröppunum. Þeg- ar heilsunni fór að hraka fyrir fjór- um árum varð hann að fara á sjúkra- húsið og átti þaðan ekki afturkvæmt eftir það. Þar var ósköp vel um hann hugsað á allan hátt, en hann var samt eðlilega ekki sáttur við hlut- skipti sitt og oft bitur í seinni tíð. En hann var nú samt þannig maður að það var alltaf hægt að tala hann til og þá helst með einhverjum krass- andi fréttum úr sveitunum. Reyndar fannst honum flest á niðurleið þar nú orðið, flestir að fækka sauðfé eða hætta búskap alveg. Þetta gat hann bara ekki sætt sig við, gamli mað- urinn. Hann hélt sínum sérstæða og skemmtilega húmor fram undir það síðasta. Um daginn spurði ég hvort hann myndi daginn sem hann giftist Gunnu? Hann hugsaði sig um og þótti greinilega súrt hvað minnið var farið að svíkja hann, en svaraði svo snarlega: Nei, enda leggur maður nú ekki svoleiðis smáatriði á minnið, það er víst nóg samt. Elsku Tryggvi minn, ég veit þú vildir aldrei neitt bévítans væl (þú kvaðst nú reyndar sterkar að orði) en þú skilur eftir stórt skarð í mínu lífi og annarra sem fengu að kynnast þér. Elsku besta Gunna mín, þú varst kletturinn í lífi hans Tryggva og það sannast á þér að, að baki sérhverj- um góðum manni er góð kona. Þótt hún kjósi kannski að vera ekki alveg eins áberandi og hann. Þú, börnin ykkar, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin eigið alla okk- ar samúð. Elín, Steinbjörn og börn, Galtanesi. Afi minn var besti afi og ég sakna hans mikið, en núna er hann kominn á betri stað. Afi minn hefur alltaf verið ofsa fyndinn og skemmtilegur. Í hvert sinn sem ég kom til hans spurði hann mig hvað hrossin væru mörg en ég gat aldrei svarað honum því ég mundi það ekki, en hann gafst samt ekki upp á að spyrja mig en hló svo bara þegar ég sagðist ekki muna það, og þá hló amma líka. Afi minn, ég vona að þér líði betur núna, ég sakna þín mikið. Svo ert það þú, elsku amma, sem ert núna ein og sorgmædd. Amma mín, við verðum alltaf til staðar fyrir þig. Elísabet Eir. Elsku afi. Þessa nótt sem við sátum hjá þér og biðum eftir endastundinni var mér ekki ljóst hvað væri að gerast. Mér varð það ekki almennilega ljóst fyrr en ég sá kistuna lokast í kistu- lagningunni. Sorgin er þung og söknuðurinn sár en lífið heldur áfram og það er best að halda áfram með því, það hefðir þú viljað. Ég mun ætíð minnast þín sem afans sem spurði mig alltaf um fjölda hrossanna og litinn á folöldunum, af- ans sem kunni að svara fyrir sig og auðvitað afans sem gat ekki sagt R. Sem betur fer á ég endalausar minningar um þig, allar skemmti- legar og góðar. Manstu þegar ég var hjá þér þeg- ar amma var ekki heima og mig langaði svo í Royal-búðinginn sem var inni í skáp. Þú hélst þú gætir nú bjargað því og sauðst hann svo bara í vatni, svo varstu bara steinhissa að ég skyldi ekki borða þetta, þú borð- aðir þetta auðvitað með bestu lyst. Elsku afi, ég mun ætíð sakna þín og vona að þér líði betur núna. Við eig- um nú eftir að hittast einhvern tím- ann aftur afi minn. Þín Guðrún Ósk. Nú er komið að kveðjustund því hann afi okkar er dáinn. Það var oft glatt á hjalla þar sem afi var og yf- irleitt margmenni. Það var nú ekki svo sjaldan að við hittum hann á kaupfélagströppunum, meðan hann hafði heilsu til, þar sem hann stóð til að hitta sem flesta og athuga hvort hann gæti nú ekki dregið einhvern með sér heim. Þar sem amma reyndi að hafa nýtt kaffi á könnunni. Okkur er það mjög minnisstætt systkinun- um, þegar hann sagði okkur á rétt- ardaginn söguna um það, þegar hann gekk yfir Víðidalsfjall aðeins tólf ára gamall. Svo þegar leið á dag- inn varð hann alltaf yngri og yngri, á endanum var hann aðeins fimm ára þegar hann afrekaði þetta. Þau amma eru búin að halda jólin hjá okkur fjölskyldunni síðustu árin og var yndislegt að hafa þau hjá okkur, hann afi lífgaði mjög upp á samræð- urnar yfir jólasteikinni eins og hon- um einum var lagið. Við biðjum góð- an guð að veita ömmu, mömmu og hennar systkinum og öðrum ætt- ingjum styrk á þessari sorgarstund. Við systkinin þökkum þér afi fyrir allar þær yndislegu minningar sem við eigum um þig, þú varst broshýr og skemmtilegur maður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja Tryggvi Rúnar, María Inga og Þórey Björk. Elsku afi minn! Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Ég tel mig vera ríka að hafa fengið að njóta allra þessara skem- tilegu samverustunda með þér. Þú og amma hafið alltaf verið mér svo mikið. Ég sakna þess sárt að geta ekki spjallað við þig og svarað öllum þessum frábæru spurningum þínum. En ég veit að þú verður alltaf með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Góður Guð styrki elsku ömmu og okkur öll sem elskuðum afa Tryggva. Hvíl í friði. Þín Þórdís Erla. Nú þegar afi minn, hann Tryggvi frá Hrappsstöðum, er dáinn langar mig að minnast hans í fáeinum orð- um. Nú þegar ég kveð afa minn í hinsta sinn er mér efst í huga virð- ing og þakklæti fyrir að hafa átt þennan einstaka mann fyrir afa. Ég tel mig hafa verið lánsaman að búa inni á heimili afa og ömmu á Hrappsstöðum fyrstu ár ævi minn- ar. Það er dýrmæt reynsla fyrir börn og unglinga að alast upp með manni eins og honum afa, sem upp- lifði farsæla starfsævi frá gamaldags búskaparháttum til nútímatækni og vélvæðingar, en gamli maðurinn var ekki kröfuharður á nútímaþægindi. Afi hafði alltaf frá miklu að segja enda búinn að reyna ýmislegt um dagana, mun ég búa að þeim fróðleik alla mína ævi. Svo hress og kátur, og tilbúinn að gera að gamni sínu hve- nær sem var, hann kom alltaf svo skemmtilega fyrir sig orði. Er mér efst í huga þegar hann var að vekja okkur „krakkana“, eins og hann kallaði okkur barnabörnin oft. „Hvernig er það, ætlið þið að mygla í bælinu?“ Alltaf var yndislegt að heimsækja afa og ömmu hlýjuna. Og sáu þau bæði til þess að maður fengi nóg að borða. Afi vildi alltaf fylgjast vel með bú- skapnum, sem var hans líf og yndi. Einnig eftir að hann varð rúmfastur á sjúkrahúsinu hringdi hann reglu- lega og spurði frétta úr sveitinni, því hann sagði eitt sinn við mig að ef maður spyrði aldrei að hlutunum þá þá vissi maður aldrei neitt. Allt tekur enda, og vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, afi minn, og geymi ég þær í minningunni. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég þér, amma mín, og öðrum aðstandendum. Hvíldu í friði, elsku afi. Ari Guðmundur Guðmundsson. Tryggvi frændi minn var engum líkur. Hress dugnaðarforkur, talaði hátt og tæpitungulaust, var ófeim- inn að láta skoðanir sínar í ljós við hvern sem var. Ég var svo lánsöm að kynnast þessum skemmtilega frænda vel og eignast vináttu hans. Sigríður móðir hans var hálfsystir Helgu ömmu minnar á Holtinu. Hann var elstur 10 systkina. Fæddur og uppalinn á Hrappsstöðum þar sem hann bjó til 1983. Hann var bóndi af lífi og sál, unni sveitinni og landinu. Tryggvi var gæfumaður, eignað- ist góða konu, hana Guðrúnu (Gunnu), sem ól honum 8 börn sem öll eru kjarkmikið dugnaðarfólk og bera foreldrum sínum gott vitni. Þrátt fyrir mannmargt heimili var alltaf nóg pláss fyrir aðkomubörn og var sonur minn, Þórbergur, hjá þeim í mörg sumur. Gunna og Tryggvi tóku honum sem einu af sínum börnum. Ég sé frænda fyrir mér standandi úti á hlaði, takandi á móti gestum. Öllum var boðið í bæ- inn, Tryggvi spyrjandi frétta og hann vildi hafa þær svolítið mergj- aðar. Það var margt brallað og mikið hlegið í þá gömlu góðu daga. Ég sagði frænda stundum svo mergj- aðar sögur að augun í honum stóðu á stilkum, svo ákafur var hann við hlustunina. En þegar honum fannst nóg um sagði hann: „Nei, nú lýg- urðu, ráfan þín.“ Tryggvi tók seint bílpróf en átti Landróverjeppa. Hann stalst stund- um til að keyra bílinn „svona innan sveitar“. Eitt sinn er ég að aka niður í Víðidal, þá sé ég framundan mér hvar jeppi stansar og út stekkur Tryggvi bóndi og hleypur út í móa. Ég stansa bílinn og kalla til hans: „Hvað ertu að gera þarna?“ Hann snýr sér við og segir: „Nú, ert þetta bara þú, ráfan þín, ég hélt að þetta væri lugreglan.“ Já, það eru til margar skemmtilegar sögur um Tryggva og tilsvör hans. Ein sagan er frá því þegar Bergáin, sem er rétt fyrir ofan Hrappsstaði, var nú loks- ins brúuð. Hún var mikill farartálmi þegar keyrt var fram á Víðidals- tunguheiði. Það var sett á hana göm- ul járngrindarbrú af annarri á. Þá sagði bóndi nokkur sem kom að skoða mannvirkið og hitti Tryggva úti á hlaði: „Það er nú meiri mun- urinn að fá loksins brú á ána.“ „Jáá- ááá,“ sagði Tryggvi, „það var tekin brú af gamalli á og sett á Bergána.“ Tryggvi var gangnastjóri á Víðidals- tunguheiði í áratugi. Þar var hann í essinu sínu, þekkti heiðina og allar aðstæður eins og lófann á sér og kunni að beita hesti og hundi, stjórna mönnum og vera glaður. Vitur maður sagði eitt sinn að það eina sem maðurinn tæki með sér úr þessu lífi og yfir í annað líf væru þær gjafir sem maður hefði gefið af sjálfum sér. Ef svo er, fór Tryggvi frændi minn klyfjaður. Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri vel- gerðarmaður þess, en sá sem veitir því hlátur er mesti velgerðarmaður þess. (Þórbergur Þórðarson.) Þín frænka, Helga Jóna Ásbjarnardóttir. Þegar við systkinin vorum lítil var stór hluti af okkar lífi að fara að Hrappsstöðum. Við eldri barnabörn- in munum eflaust öðruvísi eftir lífinu með afa og ömmu en þau yngri því að í raun og veru voru þau enn að ala upp sín börn þegar við vorum lítil. Þetta var oft skrautlegt enda var heimilið að Hrappsstöðum alltaf TRYGGVI BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.