Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 37 Klapparstíg 40 Sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf íslenskum þjóðararfi OFNÆMI framsóknarmanna fyr- ir faglegum og siðferðislegum reglum sem kenndar eru við heil- brigða skynsemi virðist engan bata ætla að fá. Í nafni ráðherraembættis er hæstvirtur umhverfisráðherra orðinn akandi auglýsing fyrir eitt af stærri bílaumboðum landsins. Í nafni umhverfis hvetur hún til áframhaldandi notkunar einkabif- reiða á sama tíma og nágrannalönd okkar leggja ríka áherslu á hið gagnstæða, þ.e. aukna notkun al- menningssamgangna. Athyglisverð þróun í íslenskum stjórnmálum. Bágt er að stíga dans í takt við hugsun ráðherra. Skýringar fylgja. Fjölmiðlafíkn Fíkn stjórnmálamanna í sviðsljós fjölmiðla á sér blómlega sögu. Ganga sumir svo langt að taka að sér aðalhutverk í auglýsingaáróðri fyrirtækja. Gildir einu hvort um er að ræða opnun fyrsta veitingastaðar McDonalds á Íslandi eða nýjungar í bíla- eða fjarskiptaiðnaði. Undir hentifána embættis síns hefur hæst- virtur umhverfisráðherra tekið að sér lykilhlutverk almannatengsla, fengið „umhverfisvænan“ bíl til um- ráða næstu mánuðina. Það er álíka gáfulegt og ef lyfjafyrirtæki færu að kosta einstaka rekstrarþætti heil- brigðisráðuneytisins. Hætta er á því að kostun fari að gegnumsýra hið opinbera embættiskerfi. Ráðherra er ekki kosinn í embætti sitt heldur skipaður, og erfitt að bera því við að óskir kjósenda eða sjónarmið lýð- ræðis ráði hér ferðinni. Spurning til ráðherra: er slík vinna við almanna- tengsl hluti af skyldum embættis- ins? Rökhæfni Öllu skemmtilegra er að sjá hvernig ráðherra er (mis)notaður til þess að teygja duglega á gildi hug- taksins „umhverfisvænt“, sem á síð- ustu árum hefur óspart verið notað í markaðslegu samhengi. Umhverfis- vænir prentarar, tölvur, bílar og ekki síst stjórnmálaflokkar rúlla fram á grænu færibandi velferðar- samfélagsins. Ætla mætti að slíkir kostir leysi lúpínuna af hólmi við uppgræðslu lands, svo vænir eru þeir! Þessi falska uppbygging já- kvæðrar ímyndar minnir einna helst á samkomur kvikmyndastjarna frá Hollywood í Nevada-eyðimörkinni um miðbik síðustu aldar til þess að fylgjast með tilraunakjarnorku- sprengingum. „Þvílík upplifun!“ hrópaði fólk. Ráðherra gefur til kynna að bílar séu í reynd „um- hverfisvænir“. Spurning til ráð- herra: hversu umverfisvænir eru bílar og notkun þeirra? Hugrekki fjölmiðla Aðgerðaleysi fjölmiðla í þessu máli er gagnrýniverð. Fréttaflutn- ingur er í símskeytastíl. Stuttlega var greint frá því að bifreiðaumboð hefði látið umhverfisráðherra í té umhverfisvæna bifreið og voru kost- ir bifreiðarinnar taldir upp. Ætla mætti að „styrkir“ af þessu tagi til ráðherra eða annarra embættis- manna væru daglegt brauð, ekkert við það að athuga þótt hin ýmsu fyr- irtæki auglýstu sína vöru á þennan hátt. Tilkynning þessi á í raun ekk- ert skylt við fréttir. Þetta er í besta falli auglýsingamennska en í versta falli gjaldþrot gagnrýnnar blaða- mennsku og upphafið á undirlægni gagnvart stjórnvöldum. Engum datt í hug að spyrja ráðherra á hvaða forsendum henni væri stætt á því að taka við þessari bifreið. Fjölmiðlar hafa ekki skorið upp herör gagnvart ráðherra sem keppi- naut um auglýsingatekjur. SVR og önnur fyrirtæki tengd almennings- samgöngum hafa heldur ekki komið fram með gagnrýni á hendur ráð- herra sem virðist með þessu hvetja til notkunar einkabifreiða. Ætli dráttarvélaumboðin sannfæri land- búnaðarráðherra um að leggja reið- stígvélin á hilluna á sömu forsend- um? Lýðræðislegt aðhald Hvert er hlutverk fjölmiðla í máli sem þessu? Þegar tilkynningar- skyldu þeirra er lokið, þ.e. texti stjórnmálamanna er birtur á ógagn- rýnan hátt, ættu þeir að spyrja af hverju þetta átti sér stað. Er ekki eitthvað athugavert við það að nota ráðherraembætti á þennan hátt í auglýsingaskyni? Hvernig stendur á því að fjölmiðlar tóku ekki afstöðu til þessa máls, með eða á móti? Þrátt fyrir flokkspóli- tísk tengsl hinna stóru dagblaða í Danmörku er þar lögð ofuráhersla á að temja sér gagn- rýninn og hlutlausan fréttaflutning. Þannig veita blöðin það sem kalla mætti lýðræðis- legt aðhald. Ráðherrar hafa þurft að yfirgefa stóla sína eftir slíka umfjöllun, og er enn eitt málið í uppsiglingu þessa dagana! Um- rædd fréttatilkynning afhjúpar ekki einungis dómgreind- arleysi ráðherra heldur líka óvand- aða fréttamennsku. Spurning til fjölmiðla: Halló! Er einhver heima? Virðing við kjósendur Ráðherra hefur dæmt sjálfan sig vanhæfan til þess að taka hlutlausa afstöðu til átaka í umhverfismálum í framtíðinni, sér í lagi þeim er snúa að þeim vörum og ekki síst fyrir- tækjum sem kosta bifreiðina (þ. á m. Olís). Rétt er að undirstrika, að vörur þeirra fyrirtækja (bílar, elds- neyti) sem kosta umrædda bifreið valda mikilli mengun og óþægindum í flestum stærri borgum heimsins. Þess vegna er rétt að spyrja ráð- herra hvort umrædd fyrirtæki séu með þessu búin að kaupa sér góð- vild í umhverfisráðuneytinu? Þetta er kannski hluti af einkavæðingu umhverfisráðuneytisins? Í dag eru einhverjir tugir þúsunda Toyota- bíla á skrá á landinu. Gaman væri að vita hver muni bera kostnaðinn af því að farga þessum bílum á næstu tveimur áratugum. Og hvað með rafgeymana úr „umhverfis- vænu“ bílunum? Kannski urðun í 102 Reykjavík sé lausnin? Eða ætli Toyota taki að sér að flytja hræin til útlanda, þeir kostuðu jú flutning inn í landið? Framsóknarmenn munu aldrei senda skattgreiðendum reikninginn, þeir boða jú nýja strauma og stefnur á fundum sínum þessa dagana! Skilaboð ráðherra eru engu að síður brengluð. Atferlið stangast á við meginstefnu ná- grannalanda okkar í samspilinu á milli samgöngu- og umhverfismála. Spurning til ráðherra: hvað þarf trúverðugt umhverfisráðuneyti að hafa til brunns að bera? Til eru fræ. En eru til svör? Umhverfisráðuneyti – fyrsta, annað, þriðja … selt? Árni Halldórsson Umhverfisvernd Þetta afhjúpar ekki ein- ungis dómgreindarleysi ráðherra, segja Árni Halldórsson og Þor- steinn Tryggvi Másson, heldur líka óvandaða fréttamennsku. Árni stundar doktorsnám við Við- skiptaháskólann í Kaupmannhöfn. Þorsteinn Tryggvi stundar meistara- nám í sagnfræði og heimspeki við Hróarskelduháskóla. Þorsteinn Tryggvi Másson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.