Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 37 Klapparstíg 40 Sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf íslenskum þjóðararfi OFNÆMI framsóknarmanna fyr- ir faglegum og siðferðislegum reglum sem kenndar eru við heil- brigða skynsemi virðist engan bata ætla að fá. Í nafni ráðherraembættis er hæstvirtur umhverfisráðherra orðinn akandi auglýsing fyrir eitt af stærri bílaumboðum landsins. Í nafni umhverfis hvetur hún til áframhaldandi notkunar einkabif- reiða á sama tíma og nágrannalönd okkar leggja ríka áherslu á hið gagnstæða, þ.e. aukna notkun al- menningssamgangna. Athyglisverð þróun í íslenskum stjórnmálum. Bágt er að stíga dans í takt við hugsun ráðherra. Skýringar fylgja. Fjölmiðlafíkn Fíkn stjórnmálamanna í sviðsljós fjölmiðla á sér blómlega sögu. Ganga sumir svo langt að taka að sér aðalhutverk í auglýsingaáróðri fyrirtækja. Gildir einu hvort um er að ræða opnun fyrsta veitingastaðar McDonalds á Íslandi eða nýjungar í bíla- eða fjarskiptaiðnaði. Undir hentifána embættis síns hefur hæst- virtur umhverfisráðherra tekið að sér lykilhlutverk almannatengsla, fengið „umhverfisvænan“ bíl til um- ráða næstu mánuðina. Það er álíka gáfulegt og ef lyfjafyrirtæki færu að kosta einstaka rekstrarþætti heil- brigðisráðuneytisins. Hætta er á því að kostun fari að gegnumsýra hið opinbera embættiskerfi. Ráðherra er ekki kosinn í embætti sitt heldur skipaður, og erfitt að bera því við að óskir kjósenda eða sjónarmið lýð- ræðis ráði hér ferðinni. Spurning til ráðherra: er slík vinna við almanna- tengsl hluti af skyldum embættis- ins? Rökhæfni Öllu skemmtilegra er að sjá hvernig ráðherra er (mis)notaður til þess að teygja duglega á gildi hug- taksins „umhverfisvænt“, sem á síð- ustu árum hefur óspart verið notað í markaðslegu samhengi. Umhverfis- vænir prentarar, tölvur, bílar og ekki síst stjórnmálaflokkar rúlla fram á grænu færibandi velferðar- samfélagsins. Ætla mætti að slíkir kostir leysi lúpínuna af hólmi við uppgræðslu lands, svo vænir eru þeir! Þessi falska uppbygging já- kvæðrar ímyndar minnir einna helst á samkomur kvikmyndastjarna frá Hollywood í Nevada-eyðimörkinni um miðbik síðustu aldar til þess að fylgjast með tilraunakjarnorku- sprengingum. „Þvílík upplifun!“ hrópaði fólk. Ráðherra gefur til kynna að bílar séu í reynd „um- hverfisvænir“. Spurning til ráð- herra: hversu umverfisvænir eru bílar og notkun þeirra? Hugrekki fjölmiðla Aðgerðaleysi fjölmiðla í þessu máli er gagnrýniverð. Fréttaflutn- ingur er í símskeytastíl. Stuttlega var greint frá því að bifreiðaumboð hefði látið umhverfisráðherra í té umhverfisvæna bifreið og voru kost- ir bifreiðarinnar taldir upp. Ætla mætti að „styrkir“ af þessu tagi til ráðherra eða annarra embættis- manna væru daglegt brauð, ekkert við það að athuga þótt hin ýmsu fyr- irtæki auglýstu sína vöru á þennan hátt. Tilkynning þessi á í raun ekk- ert skylt við fréttir. Þetta er í besta falli auglýsingamennska en í versta falli gjaldþrot gagnrýnnar blaða- mennsku og upphafið á undirlægni gagnvart stjórnvöldum. Engum datt í hug að spyrja ráðherra á hvaða forsendum henni væri stætt á því að taka við þessari bifreið. Fjölmiðlar hafa ekki skorið upp herör gagnvart ráðherra sem keppi- naut um auglýsingatekjur. SVR og önnur fyrirtæki tengd almennings- samgöngum hafa heldur ekki komið fram með gagnrýni á hendur ráð- herra sem virðist með þessu hvetja til notkunar einkabifreiða. Ætli dráttarvélaumboðin sannfæri land- búnaðarráðherra um að leggja reið- stígvélin á hilluna á sömu forsend- um? Lýðræðislegt aðhald Hvert er hlutverk fjölmiðla í máli sem þessu? Þegar tilkynningar- skyldu þeirra er lokið, þ.e. texti stjórnmálamanna er birtur á ógagn- rýnan hátt, ættu þeir að spyrja af hverju þetta átti sér stað. Er ekki eitthvað athugavert við það að nota ráðherraembætti á þennan hátt í auglýsingaskyni? Hvernig stendur á því að fjölmiðlar tóku ekki afstöðu til þessa máls, með eða á móti? Þrátt fyrir flokkspóli- tísk tengsl hinna stóru dagblaða í Danmörku er þar lögð ofuráhersla á að temja sér gagn- rýninn og hlutlausan fréttaflutning. Þannig veita blöðin það sem kalla mætti lýðræðis- legt aðhald. Ráðherrar hafa þurft að yfirgefa stóla sína eftir slíka umfjöllun, og er enn eitt málið í uppsiglingu þessa dagana! Um- rædd fréttatilkynning afhjúpar ekki einungis dómgreind- arleysi ráðherra heldur líka óvand- aða fréttamennsku. Spurning til fjölmiðla: Halló! Er einhver heima? Virðing við kjósendur Ráðherra hefur dæmt sjálfan sig vanhæfan til þess að taka hlutlausa afstöðu til átaka í umhverfismálum í framtíðinni, sér í lagi þeim er snúa að þeim vörum og ekki síst fyrir- tækjum sem kosta bifreiðina (þ. á m. Olís). Rétt er að undirstrika, að vörur þeirra fyrirtækja (bílar, elds- neyti) sem kosta umrædda bifreið valda mikilli mengun og óþægindum í flestum stærri borgum heimsins. Þess vegna er rétt að spyrja ráð- herra hvort umrædd fyrirtæki séu með þessu búin að kaupa sér góð- vild í umhverfisráðuneytinu? Þetta er kannski hluti af einkavæðingu umhverfisráðuneytisins? Í dag eru einhverjir tugir þúsunda Toyota- bíla á skrá á landinu. Gaman væri að vita hver muni bera kostnaðinn af því að farga þessum bílum á næstu tveimur áratugum. Og hvað með rafgeymana úr „umhverfis- vænu“ bílunum? Kannski urðun í 102 Reykjavík sé lausnin? Eða ætli Toyota taki að sér að flytja hræin til útlanda, þeir kostuðu jú flutning inn í landið? Framsóknarmenn munu aldrei senda skattgreiðendum reikninginn, þeir boða jú nýja strauma og stefnur á fundum sínum þessa dagana! Skilaboð ráðherra eru engu að síður brengluð. Atferlið stangast á við meginstefnu ná- grannalanda okkar í samspilinu á milli samgöngu- og umhverfismála. Spurning til ráðherra: hvað þarf trúverðugt umhverfisráðuneyti að hafa til brunns að bera? Til eru fræ. En eru til svör? Umhverfisráðuneyti – fyrsta, annað, þriðja … selt? Árni Halldórsson Umhverfisvernd Þetta afhjúpar ekki ein- ungis dómgreindarleysi ráðherra, segja Árni Halldórsson og Þor- steinn Tryggvi Másson, heldur líka óvandaða fréttamennsku. Árni stundar doktorsnám við Við- skiptaháskólann í Kaupmannhöfn. Þorsteinn Tryggvi stundar meistara- nám í sagnfræði og heimspeki við Hróarskelduháskóla. Þorsteinn Tryggvi Másson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.