Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Acidophilus
FRÁ
Apótekin
Mörgum sinnum sterkari
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Serbíu,
Vladan Batic, vill að leiðtogar
skæruliða Kosovo-Albana verði
ákærðir af hálfu stríðsglæpadóm-
stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag
vegna hryðjuverkaárása á Serba í
héraðinu á undanförnum árum. Kom
þetta fram í bréfi ráðherrans til að-
alsaksóknara dómstólsins, Carla Del
Ponte, í gær.
„Glæpir albönsku hryðjuverka-
mannanna hófust 1998 og þeir halda
áfram starfsemi sinni,“ segir Batic í
bréfinu. Hann krefst þess að ekki
verði látið duga að ákæra serbneska
leiðtoga heldur verði eitt látið yfir
alla ganga í Haag. Nefnir hann sér-
staklega í þessu sambandi einn af
leiðtogum skæruliða í Kosovo, Hash-
im Thaci, er nú á sæti í bráðbirgða-
stjórn Kosovo sem er undir yfirum-
sjón SÞ.
Batic segir að allir deiluaðilar hafi
drýgt glæpi í átökunum milli þjóð-
anna í Júgóslavíu. Ráðherrann seg-
ist furða sig á því að engir af leiðtog-
um annarra þjóða en Serba hafi
verið ákærðir og efaðist um að dóm-
stóllinn gætti hlutleysis. Batic bend-
ir einnig á að hugsanlegt sé að nær
allir pólitískir og hernaðarlegir
frammámenn í valdatíð Slobodans
Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíu-
forseta, séu samsekir honum vegna
þess að þeir hafi framfylgt skipunum
hans.
Sendimaður stríðsglæpadómstóls-
ins, Hans Holthius, kom í gær til
Belgrad til að afhenda dómsmála-
ráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis
Serba og Svartfellinga, handtöku-
skipun á hendur Milosevic. Embætt-
ismenn við dómstólinn sögðu að
hann myndi biðja stjórnvöld um að
færa Milosevic handtökuskipunina í
fangaklefa hans.
Milosevic er formaður Sósíalista-
flokksins en tilnefndi í gær Zivadin
Jovanovic, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Júgóslavíu, til að fara með yf-
irstjórnina í sinn stað. Jovanovic er
einn af nánustu samverkamönnum
Milosevic en verið er að rannsaka
hvort hann hafi brotið landslög með
því að úthluta fyrrverandi embætt-
ismönnum glæsihús í ríkiseigu. Mil-
an Milutinovic, sem gegnir forseta-
embætti í Serbíu og var ákærður
1999 ásamt Milosevic í Haag fyrir
stríðsglæpi, sagði sig í gær úr Sósíal-
istaflokknum. Sagðist hann vera
andvígur sumum ákvörðunum sem
flokkurinn hefði tekið að undan-
förnu.
Stjórnvöld í Serbíu senda bréf til Haag
Leiðtogar
Kosovo-Albana
verði ákærðir
Belgrad. Reuters, AP, AFP.
MESTI berklafaraldur í Bret-
landi um árabil hefur stungið
sér niður í grunnskóla í
Leicester í Mið-Englandi. Síð-
degis í gær höfðu 29 verið
greindir með veikina, flestir
þeirra nemendur skólans, en
einnig fjórir kennarar og þrír
ættingjar nemenda.
Tveir sjúkir nemendur hafa
verið lagðir inn á sjúkrahús, en
aðrir hafa fengið lyfjameðferð.
Eftir að veikin kom upp var
ákveðið að gera berklapróf á
öllum nemendum skólans og
eftir að um 1.200 nemendur
höfðu verið prófaðir í vikunni
voru sextíu settir á sýklalyf í
öryggisskyni. Þeir nemendur
sem eftir eru, um 600 talsins,
munu gangast undir berklapróf
eftir páska.
Rannsókn hefur verið hafin á
upptökum faraldursins. Um
93% nemendanna eiga ættir að
rekja til Asíu, þar sem berklar
eru víða landlægir, og getum
hefur verið leitt að því að ein-
hver þeirra hafi borið veikina
með sér eftir heimsókn til ætt-
ingja í álfunni.
Þrettán ára gamall nemandi
skólans var greindur með
berkla í ágúst á síðasta ári og
annað tilfelli greindist í októ-
ber. Það var þó ekki fyrr en
þriðji unglingurinn veiktist í
febrúar að heilbrigðisyfirvöld
ákváðu að gera berklapróf á öll-
um nemendunum.
Berkla-
faraldur
í Bret-
landi
London. AFP.
ENGLANDSBANKI, seðla-
banki Bretlands, lækkaði í gær
stýrivexti í annað sinn á þremur
mánuðum, en þessi ákvörðun
endurspeglar ótta við að efna-
hagsleg niðursveifla í heimin-
um, kreppa á hlutabréfamark-
aði og efnahagslegar afleiðingar
gin- og klaufaveikifaraldursins
muni verða til að hægja á
hagþróun í Bretlandi. Stjórn
bankans ákvað að lækka stýri-
vextina um fjórðung úr pró-
senti, niður í 5,5% og vill með
því reyna að hamla gegn því að
óveðursský þau, sem myndazt
hafa yfir alþjóðahagkerfinu,
verði til að spilla þróun efna-
hagslífsins í Bretlandi, sem á
undanförnum árum hefur siglt
lygnan sjó.
Gin- og klaufaveikifaraldur-
inn, sem nú hefur staðið yfir í
sex vikur, og hin mánaðalanga
niðursveifla á hlutabréfamark-
aðinum í Lundúnum voru til-
greindar sem viðbótarástæður
fyrir því að bankastjórnin sæi
nú þörf á vaxtalækkun.
Gera brezk
stjórnvöld
ábyrg
BREZKIR svínabændur sök-
uðu í gær stjórnvöld um að bera
ábyrgð á því að gin- og klaufa-
veikifaraldurinn skyldi hafa far-
ið af stað í landinu. Hugh
Crabtree, varaformaður lands-
sambands brezkra svínabænda,
segir eitt orð lýsa hlutverki
stjórnvalda í atburðarásinni
sem leiddi til þess að faraldur-
inn brauzt út: „Hirðuleysi.“ Tal-
ið er að veirusmitið hafi borizt í
svín í NV-Englandi með fóðri
unnu m.a. úr matarafgöngum
frá veitingahúsum; á einu veit-
ingahúsinu hafi smyglað sýkt
kjöt frá A-Asíu verið matreitt.
Stjórnin hefur nú bannað notk-
un slíks fóðurs. Gin- og klaufa-
veiki hefur nú greinzt á yfir
1.000 býlum og sláturhúsum í
Bretlandi og leitt til þess að
ákveðið hefur verið að aflífa yfir
eina milljón klaufdýra.
Lystarstols-
gen
SAMKVÆMT niðurstöðum
rannsókna þýzkra og hol-
lenzkra vísindamanna er gen
nokkurt, sem á þátt í að stýra
matarlyst, algengara í lystar-
stolssjúklingum en öðrum.
Benda niðurstöðurnar, sem
verða birtar í maíhefti banda-
ríska tímaritsins Molecular
Psychiatry, til þess að truflanir
á starfsemi þeirra stöðva heil-
ans sem stýra matarinntöku
valdi sjúkdómum á borð við
lystarstol og lotugræðgi. Þetta
mun vera í fyrsta sinn sem tekst
að tengja ákveðið gen við lyst-
arstol, þótt lengi hafi verið talið
að líkurnar á að fá slíkan sjúk-
dóm tengist erfðum að hluta.
Karlavígi
fallið
EFTIR margra mánaða tog-
streitu hefur hin kunna óperu-
söngkona Montserrat Caballe
unnið af harðfylgi eitt síðasta
karlavígið á Spáni, Cercle de
Liceu-klúbbinn við óperuna í
Barcelona. Caballet og níu aðr-
ar konur hafa nú fengið inn-
göngu í hinn 150 ára gamla
félagsskap eftir mikla rimmu,
sem valdið hefur klofningi
klúbbsins og verið slúðurblöð-
um Spánar kærkomið efni að
smjatta á.
Englands-
banki lækk-
ar vexti
SKOSKI leikarinn Sir Sean Conn-
ery tók í gær við heiðursmerki
frá Bandarísk-skosku stofnuninni,
sem heldur uppi heiðri skosku
miðaldahetjunnar William Wall-
ace. Fór athöfnin fram við þing-
hús Bandaríkjanna í Washington.
Í gær var árlegur Tartan-dagur
(eða köflótti dagurinn), og var
Connery klæddur á viðeigandi
hátt. Með honum var kona hans,
Micheline. Þetta er í annað sinn
sem heiðursmerki er veitt á þess-
um degi, en í fyrra féll það í
skaut Trent Lott, leiðtoga re-
públíkana í öldungadeild Banda-
ríkjaþings.
Talsmaður ríkisstjórnar Bret-
lands tilkynnti í gær að Connery
hefði gengið til liðs við opinbera
herferð Skota til að fá banda-
ríska ferðamenn til að heimsækja
Bretland þrátt fyrir þá neikvæðu
ímynd sem orðið hefur til af land-
inu vegna gin- og klaufaveiki-
faraldursins sem þar geisar. Í
Skotlandi hafa hingað til greinst
111 tilfelli veikinnar. Talsmaður
Connerys sagði að leikarinn vildi
„leggja Skotlandi lið og gera veg
þess meiri.“
Sir Sean
í köflóttu
Washington, London. AP, AFP.
Reuters
NURSULTAN Nazarbajev, forseti
Kazakstans, segir að Litháar hafi
rétt til að ganga í Atlantshafsbanda-
lagið, NATO, ef þeir kjósi svo. For-
setinn er í opinberri heimsókn í
Litháen og kom þetta fram í sameig-
inlegri yfirlýsingu hans og forseta
landsins, Valdas Adamkus, í gær.
Kazakstan er fyrrverandi sovét-
lýðveldi eins og Litháen en stjórn
Nazarbajevs hefur átt gott samstarf
við Rússa. Hinir síðarnefndu hafa
barist hart gegn hugsanlegri aðild
Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist-
lands, Lettlands og Litháens, að
NATO og hefur því yfirlýsingin vak-
ið athygli. Einnig er bent á að er
Adamkus heimsótti Moskvu í liðinni
viku sagði Vladímír Pútín Rúss-
landaforseti að sérhver þjóð hefði
rétt til að skilgreina sjálf forgangs-
röðina í vörnum sínum.
Litháar ráði sjálfir
Aðild að Atlantshafsbandalaginu
Vilnius. AFP.